Morgunblaðið - 29.01.1997, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.01.1997, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Halldór Ásgrimsaon á ráðstefnu framsóknarmanna HALTUR leiðir blindan . . . Borgarstjóri um nefnd um endurbyggingu Iðnó Borgarsljórn samþykkti aldr- ei nefndarmenn * Islands- rannsókn forsíðuefni Nature GREIN um rannsóknir á möttul- stróknum undir íslandi var nýlega forsíðuefni breska vísindaritsins Nature, en meðal höfunda grein- arinnar er dr. Ingi Þorleifur Bjarnason, jarðeðlisfræðingur á Raunvísindastofnun. Hann stjórn- ar fjölþjóðlegu rannsóknarverk- efni um leitina að jarðfræðilegri uppsprettu íslands, en um er að ræða brautryðjendarannsóknir á sviði jarðvísinda. Fjallað var um rannsóknirnar í Morgunblaðinu í júlí síðastliðnum, en þeim er ætlað að auka skilning á myndun jarðskorpunnar og gera nákvæmari kort en til eru af hinu jarðfræðilega fyrirbrigði heitum reit. Þannig er reynt að átta sig á því hvar kvika myndast í möttlin- um og skilja hvemig hún ferðast frá myndunarstað og upp í jarð- skorpuna. Langtímamarkmiðið er að geta fylgst með ferðalagi kvik- unnar neðanjarðar þannig að mögulegt reynist að finna svokall- aða kvikupúlsa og spá um eldgos. Ingi sagði í samtali við Morgun- blaðið að birting greinarinnar í Nature væri vissulega heiður, en tímaritið, sem fjallar um vísindi almennt, birtir eingöngu greinar um rannsóknir sem teljast nýj- ungar í vísindum. í SVARI borgarstjóra við fyrir- spurnum vegna nefndar um endur- uppbyggingu Iðnó segir að borgar- stjórn hafi aldrei samþykkt þá ein- staklinga sem skipaðir voru í nefndina árið 1992. Borgarstjóri skipaði einn fulltrúa í nefndina, verkalýðsfélögin annan og formað- urinn var sameiginlegur fulltrúi beggja aðila, en nú hefur hluti nefndarinnar verið endurskipaður án umræðu í borgarráði, í svari borgarstjóra, sem lagt var fram í borgarráði í gær, segir ennfremur að verkalýðsfélögunum sé það í sjálfsvald sett hvem þau tilnefni í byggingarnefndina. Það sé borgarstjóra óviðkomandi. Við- ræður um að tilnefna nýjan sam- eiginlegan fulltrúa, það er formann byggingamefndar, hafi oft átt sér stað að frumkvæði borgarstjóra. Legið hafí fyrir allt frá vori 1994 að meirihluti borgarstjórnar væri ósáttur við formennsku Haraldar Blöndal í nefndinni. Spurt var hvers vegna borgar- stjóri hafi ekki orðið við tilmælum RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkis- ins hefur nú til meðferðar tvær kæmr á hendur aðilum sem tengj- ast rekstri bílasölu í Keflavík. Þriðja kæran á hendur þessari bíla- sölu, sem er hætt störfum, er til meðferðar hjá rannsóknadeild lög- reglunnar í Keflavík. Kæran sem rannsökuð er í Keflavík er frá einstaklingi sem telur sig svikinn í bílaviðskiptum byggingarnefndar Iðnó um fund milli borgarstjóra og nefndarinnar þrátt fyrir að formlega hafi verið óskað eftir slíkum viðræðum. í svari borgarstjóra segir að ekki hafi verið talin sérstök ástæða til að halda fund. Spurt var hvort eitt- hvað gagnrýnivert hafi komið fram í störfum nefndarinnar. í svari borgarstjóra kemur fram að svo hafi ekki verið sem orð væri á gerandi að frátöldum umræðum á árinu 1994. Ekkert trúnaðarsamband Fram kemur í svari borgarstjóra við spurningu um hvort formaður nefndarinnar hafí unnið gegn stefnu borgaryfírvalda varðandi uppbyggingu Iðnó, að svo sé ekki svo vitað sé. Spumingunni um hvort ágreiningur hafí komið upp milli formanns nefndarinnar og borgar- stjóra um framkvæmdir og/eða starfshætti. í svari borgarstjóra segir að ekkert trúnaðarsamband hafí verið milli formanns og borgar- stjóra hvorki til góðs né ills. sem fram fóru á bílasölunni. Hjá RLR fengust þær upplýs- ingar að embættið hefði að ósk sýslumannsins í Keflavík tekið að sér rannsókn á kæru vegna meintra umboðssvika frá bflaum- boði, sem bílasalan átti umboðsvið- skipti við, og einnig kæru frá stjórnarmanni í fyrirtækinu sem óskar rannsóknar á ætluðu mis- ferli í tengslum við reksturinn. Bílasala kærð Fjölmiðlar og mannréttindi Fréttamenn fá oft uppreisn æru í Strassborg Margrét Hlöðversdóttir MARGRÉT segir að með lögfestingu Mannréttinda- sáttmála Evrópu hér á landi árið 1994 og breyt- ingu á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar 1995 hafí verið stigið stórt skref í þessum efnum. „Tjáningarfrelsi var gert hærra undir höfði en hingað til. Ákvæði um tjáningarfrelsi í sáttmá- lanum og stjórnarskránni vemda í rauninni fjölmiðla sérstaklega án þess að það sé tekið beinlínis fram. Fjölmörg mál sem koma til kasta Mannrétt- indadómstólsins í Strass- borg og varða tjáningar- frelsi tengjast fjölmiðlum og ærumeiðingum. Fyrir- ferðarmest eru mál þar sem fréttamenn hafa verið dæmd- ir fyrir ærumeiðingar í heimalandi sínu og fá síðan oft uppreisn æra hjá Mannréttindadómstólnum. Hér á íslandi eru ekki til nein- ar samræmdar reglur í lögum um ábyrgð fjölmiðla. Lögfræðingur sem hefur kynnt sér þessi mál sagði mér nýlega að Danir hefðu nú sett lög þar sem allar reglur af þessu tagi hjá ólíkum fjölmiðl- um væru samræmdar. Þeir ganga að ýmsu leyti lengra en við hvað. varðar siðareglur og Danir hafa auk þess stjórnsýslunefnd sem úrskurðar hvort fjölmiðlar hafi brotið á mönnum. Nefndin dæmir menn ekki í sektir og þess vegna lenda danskir fréttamenn ekki eins oft í því að vera refsað og hér á landi. Hann taldi æskilegt að við ættum að taka upp sams konar aðferðir, við værum á eftir Dönum í þessum efnum og ég er sammála honum.“ Margrét nefnir sem dæmi um það hve erfitt geti verið að draga mörkin að nýlega hafi verið skýrt frá því í fjölmiðli þegar þáverandi þjóðgarðsvörður á Þingvöllum sagði starfi sínu lausu að hann ætti við áfengisvanda að stríða. „Ef hlutaðeigandi hefði verið und- ir áhrifum áfengis við messu hefði verið hægt að líta á það sem hluta af opinberri rækslu sem varðaði almenning. Það orki hins vegar tvímælis að segja frá áfengis- vandamáli viðkomandi í tengslum við uppsögn hans. Þetta er dæmi um að sama efnisatriðið getur í annað skiptið verið innan leyfí- legra marka en í hitt skiptið hafi umfjöllun ef til vill ver- ið á gráu svæði.“ Hún segir Mann- réttindadómstólinn hafa í úrskurðum sín- um skilgreint stöðu fjölmiðla. „Það hefur verið orðað svo að íjölmiðlar gegni ómissandi hlutverki varðhunda almennings og séu það afl í samfélaginu sem helst veiti stjórnvöldum aðhald." -En hundar eru nú yfírleitt tamdir og jafnvel hafðir í keðju. Hvaða aðhald hafa fjölmiðlar, annað en lög? „Við höfum 25. kafla hegning- arlaganna um ærameiðingar og friðhelgi, honum er ætlað að vemda borgarana. Fréttamaður- inn metur náttúrlega sjálfur hvort hann heldur sig innan þess laga- ramma sem er í gildi. Sumir setja sér strangari siða- reglur og fjalla þá ekki um ýmis- legt sem þeir annars myndu taka fyrir. Á fréttastofu Ríkissjón- ► Mannréttindaskrifstofa ís- lands gengst í kvöld fyrir mál- stofu þar sem rætt verður um fjölmiðla og mannréttindi. Frummælendur verða tveir. Páll Þórhallsson, lögfræðingur og fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, mun ræða frelsisákvæði í Mannréttinda- sáttmála Evrópu og hvort fjöl- miðlar hér á landi rísi undir því frelsi. Margrét Hlöðversdóttir, lögfræðingur og fréttamaður á Ríkissjónvarpinu, hyggst ræða um ærumeiðingar í skjóli fréttamennsku. Mun hún m.a. velta fyrir sér hvaða takmörk fjölmiðlar verði að setja sér þegar þeir fjalla um einstakl- inga. varpsins gilda sérstakar siðaregl- ur og það er í rauninni mjög mikil- vægt að hafa slíkar innri reglur, við fylgjum þeim.“ „Hvort eru íslenskir fjölmiðlar of ágengir eða of ábyrgir? „Mér finnst alltaf erfitt að al- hæfa um svona mál. Það era allt- af einhveijir sem eru of ábyrgir eða of ágengir, það verður alltaf misjafn sauður í mörgu fé.“ Margrét segir að aimennt sé viðurkennt að víðtækt frelsi gildi í stjómmálaumræðu og stjórn- málamenn séu hluti af umræð- unni. „Það má því ganga lengra í að gagnrýna stjórnmálamenn en aðra, þeir bjóða sig fram í kosningum og taka áhættuna. Fréttamat fjölmiðla er frjálst, þeir meta sjálfír hvað sé frétt og hvemig þeir komi henni frá sér. Það er síðan dómstóla að ákveða hvort um sé að ræða mál sem tengist þjóðmálaumræðu eða einkalífsvernd. Fjölmiðlar hafa því mjög víðtækt frelsi að þessu leyti. Þetta hefur allt komið fram í niðurstöðum Mannréttindadóm- stólsins. Dómstóllinn segir árið 1994 að það sé ekki í verkahring dómstóla að hafa vit fyrir fjölmiðlum varð- andi frásagnartækni. Fréttaflutn- ingur sem byggist á viðtölum, hvort sem þau era klippt og skor- in eða ekki, sé ein helsta aðferð fjölmiðla við að gegna varðhunds- hlutverki sínu. Ef fréttamanni verði bannað að breiða út fullyrð- ingar annars manns í viðtali myndi það leggja alvarlegar höml- ur á framlag fjölmiðla til umræðu um málefni sem varða almenn- ing.“ Má gagnrýna stjórnmála- menn harðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.