Morgunblaðið - 29.01.1997, Side 9

Morgunblaðið - 29.01.1997, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 9 FRÉTTIR TILLAGA að endurskoðuðu deiliskipulagi í miðbæ Kópavogs er til sýnis á bæjarskipulagi Kópavogs. Tillaga að breyttu deiliskipulagi í miðbæ Kópavogs Bensínstöð flutt um set Lög Magnús- ará Hót- el Islandi NÆSTA stórsýning á Hótel íslandi verður byggð á lögum Magnúsar Eiríkssonar. Æf- ingar eru hafnar og verður frumsýning laugardaginn 8. febrúar n.k. Magnús Eiríksson hefur verið einn af- kastamesti dægurlaga- höfundur landsins undanfarna tvo áratugi. Er sýningin eingöngu byggð upp á lögum hans. Fram koma söngvararnir Pálmi Gunnarsson, Ellen Kristjánsdóttir, Bjarni Ara- son og íris Guðmundsdóttir. Stórhljómsveit Gunnars Þórð- arsonar sér um undirleik og leikstjóri sýningarinnar er Egill Eðvarðsson. TILLAGA að breyttu deiliskipulagi á vesturbakka miðbæjar Kópavogs, er til sýnis á bæjarskipulagi Kópa- vogs. Samkvæmt tillögunni hefur byggingarmagn verið minnkað miðað við fyrri samþykktir en gert er ráð fyrir opinberum byggingum á svæðinu, safnaðarheimili, skipti- stöð almenningsvagna og að bens- ínstöðin, sem er innan reitsins, verði flutt um set. Haldið er opnum þeim möguleika að byggt verði yfir gjána að hluta. Skipulagsreiturinn afmarkast af Kópavogsgjá i austur, Digranes- vegi og Borgarholtsbraut í suður, Borgarholti í vestur og lóðum fjöl- býlishúsanna nr. 19-21 við Ás- braut í norður. Við Hamraborgina er þegar risið Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn. í jaðri Borgarholts, norðan Hamraborgar, er gert ráð fyrir að safnaðarheimili Kársnes- sóknar rísi. Er gert ráð fyrir að byggingin verði að mestu á einni hæð og að hluta lögð inn í holtið. Austan listasafnsins er gert ráð fyrir Menningarmiðstöð Kópavogs. Samkvæmt tillögu arkitekts verður miðstöðin á þremur hæðum séð frá útivistarsvæðinu en tvær hæðir séð frá tengibraut. Við tengibrautina milli Hamraborgar og Borgarholts- brautar er einnig gert ráð fyrir biðstöð almenningsvagna, stæðum fyrir leigubíla og breyttri staðsetn- ingu bensínstöðvar. Greiðar gönguleiðir Á suðvesturhluta svæðisins er gert ráð fyrir almennu útivistar- svæði og er lögð áhersla á greiðar gönguleiðir og aðlaðandi garð- svæði. Gert er ráð fyrir að bæta gönguleiðir milli vestur- og austur- bakka gjáarinnar, bæði um núver- andi brýr og með sérstakri göngu- brú sem í framtíðinni gæti orðið hluti af stærri yfirbyggingu yfir gjána. Tillagan er til sýnis milli kl. 9 og 15 virka daga fram til 17. febr- úar og skal skila inn skriflegum athugasemdum og ábendingum fyrir þann tíma. Magnús Eiríksson Miðsljórn Alþýðubandalags Endurskoða ber stjórn fiskveiða „ÞAÐ er alveg ljóst að ekki verður lengur búið við óbreytt ástand á þessu sviði. Það verður að endur- skoða stjórn fiskveiða frá grunni í stað þess að vera sífellt að staga í götin og reyna með því að laga mein- gallað kerfi. Þjóðin á ekki að sætta sig við það hróplega ranglæti sem viðgengst í sjávarútvegi með vitund og vilja stjórnvalda," segir í ályktun um sjávarútvegsmál, sem samþykkt var á aðalfundi miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins um helgina. Gagnrýnt er það ranglæti sem sagt er felast í þeirri stefnu sem fylgt hefur verið við stjórn fiskveiða, sem valdi því m.a. að arðurinn af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar renni í vasa fárra manna. „Fáir ein- staklingar eru að raka saman auðæf- um á kostnað annarra, ekki aðeins einstaklinga og fyrirtækja heldur einnig heilu byggðarlaganna og þjóð- arinnar allrar," segir í ályktuninni. Miðstjórnin hyggst afgreiða niður- stöður sérstaks starfshóps sem fjallar um leiðir til bættrar fiskveiðistjómun- ar í apríl eða maí næstkomandi. UTSALA aIIý ad 00% afsláttuf ■/. ?)///// -J-J/ ///■? Útsalan í fullum gangi Meiri verðlækkun Polarn&Pyret Vandaður kven- og barnafatnaður. Kringlunni, sími 5681822 30-50% afsláttur Töskur, peysur, toppar, samfellur, dragtir, kjólar o.m.fl. Komdu með gömlu sparískírteinin Vertu áfram í öruggum höndum og endurnýjaðu spariskírteinin þín í nýjum ríkisverðbréfum ef þú átt skírteini á innlausn í febrúar: Tryggðu þér áfram góð kjör og skiptu gömlu skírteinunum yfir í ný ríkisverðbréf. Við aðstoðum þig og gefum góð ráð við skiptin. 1.febrúar 1. fl. D 1992-5ár 10. febrúar 1. fl. D 1989-8ár og skiptu yfir 1 ný LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð, sími 562 6040 ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA • SALA • INNLAUSN • ÁSKRIFT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.