Morgunblaðið - 29.01.1997, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.01.1997, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MJÓLKURKVÓTI Hagræðingin fer út úr greininni Kúabændum hefur fækkað hratt frá því opnað var fyrír viðskipti með mjólkurkvóta og margir af þeim sem eftir eru hafa bætt við sig kvóta. Meðalbúið framleiðir nú yfír 80 þúsund lítra mjólkur á ári. Ýmis teikn eru þó á lofti um að framleiðslan hafi ekki endilega leitað þangað sem hagkvæmast er að framleiða mjólk ogtelja forystumenn í öðrum héruðum að inngrip Skagfirðinga ---------------- valdi því. I síðari hluta umflöllunar Helga Bjarnasonar kemur fram að hátt kvótaverð eykur þrýsting á kvótakerfíð. MENN líta gjarnan á tvennt þegar þeir meta árangur frjáls framsals í framleiðslustýringar- kerfí í landbúnaði: Hagræðingu með stækkun búa og tilfærslu til hag- kvæmari framleiðsluhéraða. Ekki fer á milli mála að veruleg hagræð- ing hefur náðst með fækkun fram- leiðslueininga. Erfiðara er hins veg- ar að átta sig á því hvort framleiðsl- an hefur leitað til þeirra jarða og héraða þar sem hagkvæmast er að framleiða mjólk. Dæmi eru um þró- un í báðar áttir. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna, segir að kvótakerfið hafí skilað góðum árangri við að minnka framleiðsluna og koma í veg fyrir að lagt væri í kostnað við illselj- anlega vöru. Hins vegar telur hann að það hafí ekki virkað eins vel við að auka hagkvæmni í greininni. Sogast í Skagafjörð Fyrstu árin eftir að framsal mjólkurkvóta var heimilað að nýju var meginhluti viðskiptanna innan héraða. A síðustu misserum hefur færsla milli svæða aukist. Enn er framtak Skagfirðinga nefnt sem ástæða en þeir hafa unnið skipulega að því að auka greiðslumark kúa- bænda í héraðinu. Þegar litið er á tilfærslur milli héraða tvö síðustu verðlagsár og það sem búið er af yfirstandandi ári sést að Skagfirðingar og Austur- Húnvetningar hafa bætt við sig mestum kvóta, um 700 þúsund iítr- ar hafa verið færðir í Skagafjörðinn og um 200 þúsund lítrar í Austur- Húnavatnssýslu. Mest hefur farið úr Eyjafirði og úr Gullbringu- og Kjósarsýslu, á milli 250-300 þúsund lítrar úr hvoru héraði. Er þetta að sjálfsögðu hlut- fallslega lítill samdráttur í Eyja- firði, eða eitthvað á annað prósent, en mikill í Kjósinni, hátt í fímmtung- ur. Borgarfjörður, einkum sunnan Skarðsheiðar, hefur einnig tapað kvóta svo og Vestfírðir, sérstaklega V estur-ísafj arðarsýsla. Suðurland hefur tapað lítilsháttar, aðallega austurhluti svæðisins en Árnessýsla hefur haldið sínu og vel það. Svipuð þróun sést þegar litið er yfír allt tímabilið sem framsal kvóta hefur verið heimilt, eða frá 1. sept- ember 1992 til dagsins í dag. Á þessum tíma hefur heildarkvótinn verið aukinn um 2 milljónir lítra. Skagfirðingar hafa bætt við sig tæplega einni milljón lítrum, pða nærri helmingi aukningarinnar. ísa- fjarðarsýslur hafa tapað miklum kvóta. Kvótinn er svipaður í Eyja- firði í byrjun og lok tímabilsins sem sýnir að eyfirskir bændur hafa tap- að allri viðbótinni sem þeir áttu rétt á. Suðurland hefur haldið sínu betur, en hlutfall landshlutans í heildar- framleiðslunni hefur þó minnkað örlítið á tímabil- inu. Fyrir tveimur árum fór fram á vettvangi Kaupfélags Skagfírðinga umræða um stöðu og framtíðarhorf- ur búrekstrar í Skagafírði. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri segir að komið hafi í ljós að kúabúin væru tiltölulega lítil og til dæmis miklu mun minni en hjá nágrönnum þeirra í Eyjafirði. Jafnframt hafí komið í Ijós að kúabúin væru vannýtt sem næmi 10-15% framieiðslugetunnar. Þórólfur segir að skagfírskir bænd- ur hafi þá ákveðið að gera átak í því að laga stöðu sína og farið að kaupa greiðslumark sem til féll inn- an og utan héraðs. Með þessu hafi tekist að auka framleiðsluna um eina milljón lítra. Færist frá þéttbýlinu Bændur og samlagsstjórar í öðr- um héruðum gagnrýna kvótakaup Skagfirðinga með tilstyrk kaupfé- lagsins. Telja að þau hafí truflað markaðinn og þróunina og spennt upp verðið. „Ef kvótaviðskiptin hefðu verið látin afskiptalaus hefðu kvótinn smám saman síast þangað sem aðstæður eru bestar. Skagfírð- ingar trufluðu þessa þróun,“ segir Birgir Guðmundsson, mjólkurbús- stjóri á Selfossi. í Eyjafirði og á Suðurlandi hefur orðið svipuð þróun og í öðrum lönd- um, mjólkurframleiðslan hefur færst frá þéttbýlinu. Þar hefur fólk meiri möguleika á annarri vinnu þótt það búi áfram á jörðum sínum. Þórarinn E. Sveinsson, mjólkursam- lagsstjóri á Akureyri, telur þetta skýringuna á lítilsháttar samdrætti mjólkurframleiðslu í Eyjafírði. „Þegar til lengri tíma er litið má fullyrða að kvótinn leiti þangað sem framleiðslan er hagkvæmust," segir Þórarinn. Sama þróun er í Gull- bringu- og Kjósarsýslu þar sem samdrátturinn hefur verið hlutfalls- lega mestur og í sveitum í nágrenni ýmissa bæja á Suðurlandi. Guðbjörn Árnason, framkvæmdastjóri Lands- sambands kúabænda, segir að bú- skapur sé á undanhaldi í búsældar- legustu sveitum af þessum ástæðum og tekur Fljótshlíðina sem dæmi um það. Neitar yfirboðum Þórólfur Gíslason er ósammála því að Kaupfélag Skagfirðinga eða skagfirskir bændur séu að spenna upp kvótaverðið og trufla þróunina. Hann segir að kaupfélagið hafi aldr- ei auglýst eftir kvóta og neitar því að það hafí stundað yfír- boð eins og sumir full- yrða. „Ég bið menn að fylgjast með þróuninni á næstunni og sjá hvort verðið falli nokkuð þó Skagfirðingar séu að mestu hættir að kaupa," segir kaupfélagsstjórinn. Um hlutverk kaupfélagsins segir Þórólfur að það hafi tekið að sér að aðstoða bændur við að auka hagkvæmni búanna en standi ekki fyrir þessu sjálft. Starfsmaður kaupfélagsins hefur haft það hlutverk að aðstoða bænd- ur við kvótakaup. Hann fylgist með þegar kvóti er að losna, innan hér- aðs eða utan, kaupir hann og skipt- ir á milli bænda. Kaupfélagið hefur lagt út fyrir kvótanum og lánað bændum sem þurft hafa á því að halda. Þórólfur segir að kvótinn hafí skipst á milli margra bænda og flestir keypt 5-20 þúsund lítra. Innleggjendur í mjólkursamlagið á Sauðárkróki hafa lagt í stofnsjóð og hann hefur verið notaður til að fjármagna kvótakaupin. Þórólfur segir þó við það miðað að heildar- fjárhæð lánanna verði ekki hærri en stofnsjóðurinn en hann stendur í 40-50 milljónum kr. Lánin til bændanna eru með lágum vöxtum og segir kaupfélagsstjórinn að þeir séu mismunandi. Sveitarfélög í Skagafirði hafa einnig aðstoðað bændur eitthvað við kvótakaup. „Ég er ánægður ef skagfirskir bændur hafa með þessu gert sig samkeppnisfæra til frambúðar og um leið hjálpað öðrum til að bregða búi, mönnum sem hvort sem er hefðu hætt,“ segir Þórólfur. Guðmundur Lárusson, formaður Landssambands kúabænda, segir að einn aðili geti náð til sín miklum kvóta með þeim aðferðum sem Skagafírðingar hafa beitt. Það gengi hins vegar ekki ef allir færu af stað. Og þá yrði fjandinn fyrst laus ef Eyfírðingar og Sunnlending- ar færu út á markaðinn með sama hætti. Fleiri í kjölfarið Ýmis mjólkursamlög hafa neyðst til að fylgja Skagfírðingum og að- stoða bændur við kvótakaup. Þau útvega bændum peninga til kvóta- kaupa en á markaðsvöxtum. Á þetta meðal annars við um mjólkursam- lögin á Selfossi, Akureyri og í Búð- ardal. „Stefna stjórnarinnar er að trufla markaðinn sem minnst svo hagræðingin sem kerfið á að skila náist fram,“ segir Birgir Guðmunds- son á Selfossi. Samlögin taka gjarn- an veð í beingreiðslum bænda. Sveitarfélög víðar en í Skagafirði hafa einnig aðstoðað bændur við kvótakaup, meðal annars með bein- um styrkjum og ódýrum lánum. Vitað er um þetta á Fljótsdalshér- aði, í Austur-Húnavatnssýslu, Súða- vík og víðar. Þannig greiddi Egils- staðabær til dæmis 5 krónur á lítr- ann við kvótakaup tveggja bænda á svæði mjólkursamlagsins á Egils- stöðum, samtals rúmlega 300 þús- und kr. Kaupfélagið lagði fram ann- að eins eða meira. Helgi Halldórsson bæjarstjóri segir að atvinnusjón- armið hafi ráðið því að í þetta var ráðist. Bændur á ýmsum svæðum öðrum hafa farið halloka. Jón Kjartansson á Stóra-Kroppi telur að ástæðan fyrir því að kvóti hafi heldur minnk- að á Vesturlandi sé að þar vanti sterka bakhjarla, sem geti gripið inn í þróunina með bændum eins og stóru mjólkursamlögin geri. „Það var rangt að úrelda mjólkursamlag- ið í Borgarnesi og sú aðgerð mun hafa miklu víðtækari áhrif á byggð í landshlutanum en menn ímynduðu sér þegar það var ákveðið," segir Jón. Dreifist á marga Tölur um fjölda kúabúa og til- færslur milli bænda sýna að bænd- um fækkar stöðugt en þokkalega stór hópur þeirra sem eftir eru er að bæta við sig kvóta, mismiklum að sjálfsögðu. Sáralítið er um að nýir framleiðendur komi til sögunn- ar, ekki er vitað um nema eitt dæmi um það á síðustu árum. 80-150 bændur hafa verið að selja frá sér greiðslumark á hverju ári þessi fjögur og hálft ár sem það hefur verið heimilt. Ekki er hægt að átta sig á heildarfjöldanum því sumir eru tví- eða jafnvel þrítaldir vegna þess að þeir hafa verið að selja frá sér kvótann í áföngum. Hver maður hefur verið að selja að meðaltali 20-30 þúsund lítra. Kvótinn hefur dreifst á nokkuð marga kaupendur. 200-400 bændur hafa bætt við sig rétti á hvetju ári, að meðaltali um 11 þúsund lítra hver. Ekki er heldur hægt að sjá hvað margir af kúabændum lands- ins hafa tekið þátt í þessum kaupum því margir hafa verið að bæta við sig smám saman og koma nöfn þeirra því fyrir oftar en einu sinni. Hraðfara fækkun kúabúa Á undanförnum árum hefur kúa- búum fækkað um 40 á ári. Að sögn Jóns Viðars Jónmundssonar, naut- griparæktarráðunautar Bændasam- takanna, hefur viss hópur bænda hætt mjólkurframleiðslu vegna þess að búrekstraraðstaða þeirra hefur verið orðin léleg, fjósin gömul og ekki grundvöllur fyrir endurnýjun. Þetta séu gjarnan eldri bændur með litla framleiðslu, allt niður í 10 þús- und lítra á ári. Þessi litlu bú eru nú smám saman að hverfa. Jón Viðar segir að einnig sé orðið tölu- vert um að menn séu að selja frá sér greiðslumarkið vegna þess að reksturinn gangi ekki upp. í þeim hópi sé ungt fólk alveg eins áber- andi og hið eldra og búin af öllum stærðum. Dæmi eru um að bú með 170-180 þúsund lítra framleiðslu- rétt hafi hætt af þeim sökum. Sigurður Rúnar Friðjónsson, mjólkursamlagsstjóri í Búðardal, telur að fyrst eftir að framsal mjólk- urkvóta var heimilað hafi verið eðli- leg þróun í greininni. Bændur hafí verið að sérhæfa búskap sinn, ann- aðhvort í sauðfjárrækt eða naut- griparækt, og þá hafí þeir gjarnan hætt sem verr réðu við mjólkurfram- leiðsluna eða höfðu lélega aðstöðu. Nú sé það tilviljun sem ráði og það hætti alveg eins ungir og góðir framleiðendur eins og eldri og lak- ari. „Þetta er mikið áhyggjuefni," segir Guð- mundur Lárusson. „Það eru ekki síður ungir menn með þunga greiðslubyrði af lánum sem hætta. Þeir vilja frekar selja þegar kvótaverðið er svona hátt en að beijast áfram. Við erum að missa bændur framtíð- arinnar," segir hann. Tryggara að selja Með dæmum er bent á að bóndi með 100 þúsund lítra greiðslumark geti selt frá sér kvótann og fengið fyrir hann 15 milljónir kr. Hann geti svo selt bústofn og vélar og loks íbúðarhús og jörð, einkum ef jörðin er ekki ekki of langt frá þétt- býli. Vaxandi markaður hefur verið fyrir bújarðir, einkum til skógrækt- ar, sumarbústaðabygginga og hestamennsku, og ekki óalgengt að menn fái 10 milljónir fyrir. Söluverð búsins gæti því verið upp undir 30 milljónir kr. Viðar Steinarsson, bóndi á Kald- bak á Rangárvöllum, er einn þeirra kúabænda sem selt hefur fullvirð- isréttinn en búið áfram á jörðum sínum. Hann byggði nýtt fjós og tók í notkun árið 1992. „Við vorum með iitla framleiðslu og þurfum að kaupa töluverðan kvóta. Við vorum með þungar afborganir af lánum. Þegar við höfðum rekið búið í fjögur ár í nýja fjósinu mátum við það svo að framtíðin væri óljós og tryggara að selja,“ segir Viðar. Hann viðurkenn- ir að það háa kvótaverð sem var í fyrravetur hafi ráðið úrslitum um að kvótinn var seldur þá. Búin hafa stækkað Mjólkurframleiðendur eru nú um 1.250 en voru 1.640 fyrir rúmum sjö árum. Á sama tíma hafa meðal- búin stækkað úr því að vera með um 64 þúsund lítra framleiðslu á ári í liðlega 80 þúsund lítra. Búin hafa stækkað í öllum héruðum landsins. Vegna þeirrar viðbótar sem Skagfírðingar kræktu sér í hefur meðalstærð kúabúa þar stækkað langsamlega mest. Meðal- búið þar framleiðir nú 94 þúsund lítra á ári og er Eyjafjörður eina héraðið sem er með stærri bú að jafnaði, reyndar um 108 þúsund lítra. Athygli vekur að kúabú í Ár- nessýslu eru nú að jafnaði minni en í Skagafirði. Meðalstærð búanna segir ekki allt því ungt fólk sem gerir kröfur um viðunandi laun fyrir vinnu sína þarf mun stærri bú til að standa undir fjárfestingu og eigin launum. Má búast við að í slíkum tilvikum sé stefnt að ekki minni en 120-170 þúsund lítra framleiðslu á ári. í mjólkurframleiðslunni eru ýmsar reglugerðir og sjóðir sem sumir við- mælendur telja að skekki markaðinn og dragi úr hagkvæmni. Viðar Stein- arsson á Kaldbak nefnir framlög í úreldingar- og verðmiðlunarsjóði. Þau séu lögð ofan á mjólkurverð og greidd út til óhagkvæmari svæða. Aðrir nefna flutningsjöfnun sem stuðli að því að framleiðslan færist frá markaðnum. Jón Kjartansson á Stóra-Kroppi segir að lánareglur Stofnlánadeildar landbúnaðarins takmarki bústærð og dragi þar með úr hagkvæmni. Ekki sé lánað út á nema 36 kúa ijós og menn fái held- ur ekki lán nema þeir hafí fram- leiðslurétt. „Hokrið á íslandi er fest í reglugerðum," segir Jón. Ýmislegt hægt að gera Jón Kjartansson hóf búskap á Stóra-Kroppi í Borgarfirði árið 1993 með því að kaupa mjólkurkvóta þriggja jarða þar sem bændur voru að bregða búi og hluta af kvóta tveggja til viðbótar, alls 110 þúsund lítra. Á síðasta ári keypti hann svo jörðina Ártún í Rangárvallasýslu með 60 þúsund lítra kvóta. Rekur hann bæði búin og er með alls um 170 þúsund lítra greiðslumark. Auk Stóra-Kropps og Ártúns á Jón jörðina Eyri í Flókadal og hefur á leigu Galtarholt í Rangárvalla- sýslu og nytjar Runna í Reykholtsd- al. Heyjar hann á fjórum jörðum, alls um 2.000 rúllur og notar til þess sama tækjaúthaldið. Segir að með því náist mikil hagræðing. „Til þess heyja á báðum jörð- unum flyt ég á milli tæki að verðmæti 5 milljónir kr. Með því spara ég eina milljón í vexti og kostnað á ári en þarf að kosta um 150 þúsund kr. í flutning af því að jarðirnar eru í tveimur landshlut- um,“ segir Jón. Mest munar um betri nýtingu tækjanna en Jón seg- ist einnig geta náð sparnaði á fleiri sviðum og nýtt kvótann betur. „Þetta sýnir að ýmislegt er hægt að gera til að hagræða í landbún- aði. Og það er sannarlega þörf á því. Búvörusamningur rennur út á næsta ári og mér finnst skynsam- legt að gera ráð fyrir því að fjár- hagsstuðningur við bændur fari minnkandi og muni á endanum verða úr sögunni. Á sama tíma verð- ur innflutningur aukinn og við þurf- um að standast erlenda samkeppni. Það er því lífsnauðsynlegt að Milljón lítra aukning í Skagafirði Kvótaverðið gerir ættliða- skipti erfið > i i l l I I I I l I e i i i M i 1 C I c i c 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.