Morgunblaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 37 MINNINGAR + Þuríður Jakobs- dóttir fæddist á Litla-Ósi, Kirkju- hvammshreppi í Vestur Húnavatns- sýslu 4. apríl 1919. Hún andaðist á Elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund 19. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Iijónin Helga Guðmundsdóttir, f 13.12. 1877, d. 1958 og Jakob Þórðar- son, f. 4.11. 1860, d. 1924. Hún ólst upp á Urriðaá í Miðfirði lyá hjónunum Guðrúnu Þórðar- dóttur og Rósmundi Guðmunds- syni sem bæði eru löngu látin. Systkini Þuríðar voru: Jónatan, f. 12.9. 1907, Marinó, f. 2.11. 1908, Guðrún, f. 9.4. 1910, Þuríður, f. 1912, lést á öðru ári, Elín, f. 21.1. 1914 og Bene- Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins i bréfaslma 5691116, eða á netfang þess þess Mb!@centrum,is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðalllnu- bil og hæfilega llnuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sln en ekki stuttnefni undir greinunum. dikt, f. 29.5. 1920. Af þeim eru Elín og Benedikt á lífi. Fóst- ursystkini hennar voru Þuríður Rós- mundsdóttir og Guðmundur Rós- mundsson sem bæði eru látin. Þuríður eignaðist tvo syni: 1) Sigurþór Jakobs- son, f. 16.8. 1942 (faðir Jakob Daní- elsson), maki Sig- ríður L. Þórarins- dóttir. Börn þeirra eru: Davíð, Þuríður Rós og Þór. 2) Gunnar Kristinsson, f. 11.2. 1954 (faðir Kristinn Árnason), maki Rebekka Þráinsdóttir. Börn þeirra eru: Þráinn Fannar og _Anna Sif. Útför Þuríðar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég vil með nokkrum orðum kveðja hana ömmu mína og þakka henni fyrir þær samverustundir sem við áttum. Það var ekki langt að fara í heimsókn til hennar þar sem hún bjó í sama húsi og ég þegar ég var lítil og minnist ég þess að hún sat oft og lagði kapal. Mér hefur verið sagt að á sínum yngri árum hafi amma orðið að vinna mikið og ekki talið það eftir sér og verið eftirsóttur starfskraft- ur vegna þess hversu dugleg og samviskusöm hún var. Amma var ævinlega hress og kát og sá alltaf björtu hliðarnar á öllu, enda þótt lífið léki ekki alltaf við hana. Ég kveð þig svo amma mín með eftirfarandi versi úr Spámanninum. „ ... sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu, og þegar önn- ur situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu. Þú vegur salt milli gleði og sorgar. Jafnvægi nærð þú að- eins á þínum dauðu stundum. Þeg- ar sál þin vegur gull sitt og silfur á metaskálum, hlýtur gleðin og sorgin að koma og fara.“ (Kahlil Gibran) Þuríður Rós. t Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, HERMANN GUÐLAUGSSON, húsgagnasmiður, Njálsgötu 27, Reykjavik, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á (safirði aðfaranótt 28. janúar. Útför hans verður auglýst síðar. Guðrún Finnbogadóttir, Finnbogi Hermannsson, Hansina Garðarsdóttir, Guðlaugur Hermannssson, Ásdís Gunnarsdóttir, Sesselja Hermannsdóttir, Benedikt Skarphéðinsson. ÞURÍÐUR JAKOBSDÓTTIR + Innitegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför systur minnar, fóstur- systur og frænku okkar, GUÐRÚNARJÓSEPSDÓTTUR áðurtii heimilis á Hagamel 43. Kristján Benedikt Jósepsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Eyjólfur J. Jónsson, Sveinbjörg Ó. Sigurðardóttir, Sigurður Jónsson, Karen Guðlaugsdóttir, Guðbjörg M. Jónsdóttir, Kristján G. Bergjónsson, Helga H. Guðmundsdóttir, Gfsli Magnússon, Hreinn Guðmundsson, Margrét Simonardóttir, Kristrún D. Guömundsdóttir, Karl H. Guðmundsson, Inga Guðmundsdóttir, Sigurjón Jóhannsson, Ása Benediktsdóttir, Stefán J. Jónatansson. t Móðir okkar, tengdamóöir, amma, lang- amma og langalangamma, GUÐRÍÐUR EINARSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Smyrlahrauni 5, Hafnarfirði, er lést að kvöldi 20. janúar, verður jarð- sungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 30. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Gunnar Guðjónsson, Einar Jónsson, Þóra Valdimarsdóttir, Þórður Rafnar Jónsson, Ásthildur Eyjólfsdóttir, Hjördís Guðbjörnsdóttir, Karl Grönvold, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ATVIN N1MAUGL ÝSINGAR Rafvirkjar - rafvirkjanemar óskast til starfa sem fyrst. Upplýsingar í símum 564 1012 og 896 1012. Rafrún ehf., Smiðjuvegi 11e, Kópavogi. Holtaskóli Kennara vantar í forfallakennslu í Holtaskóla í Keflavík. Um er að ræða hlutastarf, bæði bekkjar- og stuðningskennslu. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðar- skólastjóri í síma 421 1135 eða 421 1045. Skólamálastjóri Reykjanesbæjar. ífl Fræðslumiðstöð Reykjavíkur auglýsir lausar stöður við grunnskóla Reykjavíkur: Réttarholtsskóli Vegna forfalla vantar kennara nú þegar til að kenna íslensku á unglingastigi. Upplýsingar gefa skólastjóri og aðstoðar- skólastjóri í síma 553 2720. Offsetprentari Prentsmiðja úti á landi óskar að ráða prentara strax. Við leitum að duglegri og sjálfstæðri manneskju til að sinna prentsal fyrirtækisins, sem er tilbúin að leggja á sig mikla vinnu fyrir góð laun. Þarf að geta byrjað strax. Svar sendist til afgreiðslu Mbl. merkt: „STRAX“. Hjúkrunarfræðingar Lausar eru tvær stöður hjúkrunarforstjóra í Norður-Þingeyjarsýslu: Hjúkrunarforstjórastaða við Heilsugæslu- stöð Þórshafnar sem er afleysingastaða í eitt ár til 1.1.1998. Laus nú þegar. Hjúkrunarforstjórastaða við Heilsugæslu- stöð Raufarhafnar. Laus frá 15.2.1997 eða eftir samkomulagi. Upplýsingar á Heilsugæslustöð Þórshafnar, sími 468 1215. Upplýsingar á Heilsugæslustöð Raufarhafn- ar, sími 465 1145 eða hjá stjórnarformanni, Birnu Björnsdóttur, í síma 465 1163. REYKJALUNDUR Endurhæfingarmiðstöð Hjúkrunarfræðingar Óskast til starfa. Um er að ræða hlutastöðu á miðtaugakerfissviði og stöðu á geðsviði. Þroskaþjálfi Óskast í hlutastöðu á sambýli fatlaðra, Hlein. Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri og deild- arstjórarnir Svava á miðtaugakerfissviði og Helga á geðsviði í síma 566 6200. Ritari Ritari óskast á lögfræðiskrifstofu. Helstu störf eru símavarsla og ritvinnsla. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „Ritari - 4177“, fyrir kl. 17.00 31. jan. ST.JÓSEFSSPtrAUOS HAFNARFIRÐI Hjúkrunarfræðingar athugið! Hjúkrunarfræðingar óskast á lyflækninga- deild spítalans strax eða eftir nánara sam- komulagi. Starfshlutfall samkomulag. Einnig er laus 70% staða hjúkrunarfræðings frá 1. maí. Deildin er með fjölbreytta starfsemi með áherslu á meltingarsjúkdóma, ásamt því að sinna bráðamóttöku fyrir Hafnarfjörð og ná- grenni. f boði eru 8 tíma vaktir aðra hverja helgi eða 12 tíma vaktir þriðju hverja helgi. Einnig óskast hjúkrunarfræðingar í sumar- afleysingar. Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri lyflækn- ingadeildar, Margrét Þórðardóttir, í síma 555 0000, eða hjúkrunarforstjóri, Gunnhildur Sigurðardóttir, í síma 555 0000. ír Deildarritari óskast í 50% starf á handlækningadeild spít- alans. Vinnutími frá kl. 13-17. Hæfniskröfur: Góð hæfni í mannlegum samskiptum, frum- ^ kvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, tölvu- og vélritunarkunnátta. Umsóknarfrestur til 3. febrúar. Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri hand- lækningadeildar, Dóróthea Sigurjónsdóttir, í síma 555 0000 eða Gunnhildur Sigurðardótt- ir, hjúkrunarforstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.