Morgunblaðið - 29.01.1997, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 51
simi 557 9000
Nánari upplýsingar um myndirnar á heimasíðu
Skífunnar www.skifan.com
Sjáið
Hugh Grant í nýju
Ijósi í þessari
æsispennandi
mynd
BANVÆN BRAÐAVAKT
Stórleikararnir Gene Hackman og Hugh Grant leiða saman hesta
sína í spennutrylli ársins. Þegar útigangsmaður deyr af
undarlegum orsökum á bráðavakt eins annamesta sjúkrahúsi New
York borgar, eru fáir sem veita því athygli nema vakthafandi
læknir. Hann hefur rannsókn á dauða sjúklinganna upp á eigin
spýtur með hrikalegum afleiðingum.
Sýnd kl. 4.45, 6.50,9 og 11.15. B. i. 14 ára
Sýnd kl. 4.45,6.50,9 og 11.15.
SLÁ í GEG
★ ★★'/2 S.V.S
★ ★★ HP
★ ★★ ÓJ Bylgjan
Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.15.
Blár í framan
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ÓTEXTUÐ
BASQO/AT
THE ENGLISH
o PATIENT «
í Tvenn Goiden £■
lihfcfc 0 u p«a r •'*
IRQMEO * JULIET
il Globe verðlaun 11
Stiginn dans í Sólvangi
ÁRLEGT þorrablót Tjörnesinga
var haldið um helgina í félags-
heimilinu Sólvangi. Sú hefð hef-
ur skapast að halda blótið fyrsta
laugardag í þorra og nú sem
endranær var troðfullt hús enda
komu gestir víða að, allt frá
Skagafirði og austur í Vopna-
fjörð.
Að venju voru skemmtiatriði
jnikil, skrítlur og leikþættir fyr-
if utan kveðskap og söng sem
gerðu mikla lukku. Skemmti-
nefndin hafði farið leynt með
æfingar og gert lítið úr undir-
búningi en það kom á daginn
að ýmislegt hafði verið brallað.
Var gert grín að sveitarbúum
og rifjaðir upp ýmsir atburðir
liðins árs sem kitluðu hlátur-
taugar margra.
Kræsingar voru miklar endar
voru trog þeirra Tjörnesinga
full af súrmeti, sviðum og
feyktu kjöti. Að afloknu borð-
haldi var stiginn dans langt
fram eftir nóttu og var stutt í
niorgunverk er menn óku heim
á leið.
ODDVITI sveitarinnar, Krist-
ján Kárason á Ketilsstöðum,
borðaði vel ásamt systur sinni
Guðnýju Káradóttur.
KAFFIBRÚSA-
KARLAR Tjör-
nesinga ræddu
um sveit-
ungana.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
SYSTURNAR Árný Bjarnadóttir og Elísabet
A. Bjarnadóttir.
GESTUR kvöldsins var Kristján Stefánsson frá
Gilhaga.
Stjörnublik í augum
BELGÍSKA hasarmyndahetjan Jean-Claude Van Damme og eiginkona
hans Darcy léku á als oddi þegar þau komu á opnunarhátíð veitinga-
staðarins Planet Hollywood í Bangkok. Hundruð aðdáenda með stjörnu-
blik í augum biðu í marga klukkutíma til að sjá kvikmyndastjörnunum
bregða fyrir.
Nelson
á tísku-
sýningu
TÍSKUFRÖMUÐIR eru
enn við sama heygarðs-
hornið, halda að það sé
komið sumar. Allavega
eru þeir í óðaönn að kynna
vor- og sumartískuna úti
í hinum stóra heimi. Að
þessu sinni var það Gattin-
oni sem hélt tískusýningu
í Róm 27. janúar og fór
ekki troðnar slóðir í þeim
efnum frekar en fyrri dag-
inn. Öllum að óvörum
skaut flotaforinginn Nel-
son upp kollinum á tísku-
sýningunni.
EKKI bar á öðru en Nelson flotafor-
ingi kynni ágætlega við sig í kjól þess-
arar stúlku.
TITIITIIIIIIIIIIIIIIIIIIIITIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHimJ