Morgunblaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Víkingalottó
Norðmað-
ur fær 102
milijónir
NORÐMAÐUR reyndist hafa
heppnina með sér þegar dregið
var í Víkingalottóinu í gærkvöldi
og hreppti einn fyrsta vinninginn,
samtals rúmar 102,3 milljónir
króna.
Enginn hlaut annan vinning,
svokallaðan bónusvinning, og
flyst hann því yfir á næsta út-
drátt. Sex manns voru með fimm
tölur réttar og hlaut hver þeirra
rúmar 47 þúsund krónur í sinn
hlut. Heildarupphæð vinninga á
Íslandi nam tæplega 1,3 milljón-
um króna.
Beðið niðurstöðu samninga milli Alþýðusambands Austurlands og vinnuveitenda
Atkvæði greidd á morgxin
ATKVÆÐI verða greidd um loðnusamninga milli
Alþýðusambands Austurlands og vinnuveitenda á
morgun. Að mati forystumanna á vinnumarkaði
gerist ekkert í kjaraviðræðum fyrr en ljóst er
hvemig atkvæðagreiðslan fer. Öllum fundum hjá
ríkissáttasemjara var aflýst í gær vegna veðurs
og miðstjórnarfundi ASÍ, sem vera átti í gær var
einnig frestað.
Að sögn Sigurgeirs Jóhannssonar, trúnaðar-
manns í loðnubræðslunni á Eskifirði, er veruleg
andstaða við kjarasamninginn. Hann sagðist ef-
ast um að samningurinn fengist samþykktur.
Upp úr samningaviðræðum Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Fáskrúðsfjarðar og Vinnumálasam-
bandsins slitnaði í fyrrakvöld. Eiríkur Stefánsson,
formaður félagsins, sagði að VMS hefði eingöngu
boðið fétaginu upp á sama samning og gerður
var á Eskifirði sl. sunnudag og hann væri að sínu
mati óaðgengilegur. Eiríkur sagðist vera afar
ósáttur við gang mála. Félögin hefðu sterka stöðu
til að knýja á um samninga í dag í miðri loðnuver-
tíð, en vinnuveitendur væru að tefja viðræður.
Eftir því sem dagarnir liðu versnaði vígstaða fé-
laganna því að engu máli skipti fyrir vinnuveitend-
ur þótt verkfall yrði boðað í lok vertíðar.
Óþolinmæði gætir
Eiríkur sagði miklu skipta hvemig ríkissátta-
semjari héldi á málum næstu daga. Ef hann tæki
þá ákvörðun að halda viðræðum áfram þrátt fyr-
ir að ekkert þokaðist væri hann að eyðileggja
vígstöðu stéttarfélaganna. Stéttarfélögin mega
ekki boða verkfall nema að sáttatilraun'hjá ríkis-
sáttasemjara hafi reynst árangurslaus.
Signý Jóhannesdóttir, formaður Vöku á Siglu-
firði, sagðist vona að Eskifjarðarsamningurinn
yrði felldur. Félögin sem semja við SR-mjöi myndu
ekki skrifa undir hann. Ríkissáttasemjari frestaði
fundi um samningana við SR-mjöl, sem vera átti
í gær, þar sem hann taldi tilgangslaust að halda
fund fyrr en ljóst væri hvort Eskifjarðarsamning-
urinn yrði samþykktur. Signý sagði að félögin
hefðu verið tilbúin til að mæta á fundinn því
þeim lægi á að ná samningum. Hún sagði að
næsti samningafundur, sem væntanlega verður
boðaður um eða eftir næstu helgi, réði úrslitum
um hvort viðræðum yrði haldið áfram eða tillaga
um verkfallsboðun yrði lögð fyrir félagsmenn.
Afvopnunareftirlit fyrir hönd ÖSE á Keflavíkurflugvelli
„Mættum
fullkominni
hreinskilni“
í KAFALDSBYLNUM í gær lögðu tveir gestir leið
sína í varnarstöðina á Keflavíkurflugvelli, íklæddir
einkennisbúningum sem þar eru sjaldséðir. Þetta
voru yfirmenn úr sænska hernum, sem komu hingað
í opinberum erindagjörðum ávegum Oryggis- og
samvinnustofnunar Evrópu, OSE.
„Ástæðan fyrir veru okkar hér er sú, að árlega
skiptast aðildarríki ÖSE á upplýsingum um herbún-
að sinn. Til þess að ganga úr skugga um, að gefnar
upplýsingar standist, er framkvæmt eftirlit eins og
það sem við gerðum hér,“ sagði annar eftirlitsmann-
anna, Thor Karlsson, í samtali við Morgunblaðið.
Þetta er í fyrsta sinn, sem eftirlit af þessu tagi er
framkvæmt hér á landi.
Aðspurður um hver hafi átt frumkvæðið að eftir-
litsheimsókninni, sagði Karlsson: „Það var sænska
ríkisstiórnin, nánar tiltekið vamarmálaráðuneytið,
sem lagði til að Keflavikurstöðin yrði skoðuð. Ekki
þurfti neina sérstaka milligöngu ÓSE til; við spurðum
íslenzk stjómvöld beint.“
Samkvæmt Vínarsáttmála ÖSE frá 1994
Samkvæmt reglum um eftirlitsheimsóknir af þessu
tagi, en þær er að finna í Vínarsáttmála ÖSE um ^
afvopnunareftirlit frá 1994, verður hverri heimsókn
að Jjúka á innan við 12 klukkustundum. „Þessi heim-
Morgunblaðið/Ásdfs
„GÖNGUM úr skugga um að gefnar upplýs-
ingar séu réttar," segir Thor Karlsson, annar
tveggja yfirmanna í sænska hernum sem fóra
í eftirlitsheimsókn í herstöðina á Keflavíkur-
flugvelli í gær.
sókn tók okkur sex tíma,“ sagði Karlsson. „Þar sem
veðrið var verra en nokkur hafði búizt við reyndist
ekki mögulegt að sýna okkur allt sem til stóð að við
skoðuðum, en við fengum að sjá allt það sem nauðsyn-
legt var til að gera fullgilda könnun. Þeir sýndu
okkur meiri gestrisni en við máttum búast við.“
Að sögn Karlssons mættu eftirlitsmennirair full-
kominni hreinskilni þjá viðmælendum sínum í Kefla-
víkurstöðinni, og var fúslega veitt aðgengi að öllum
þeim upplýsingum sem þeir töldu sig þurfa. Aðspurð-
ur hvort til væru dæmi um að misbrestur væri á þvi
að eftirlitsmenn ÖSE fengju umbeðnar upplýsingar,
sagði Karlsson að slíkt hefði hingað til ekki komið
fyrir. Nokkuð væri þó misjafnt, hversu auðveldlega
gengi að fá upplýsingarnar. Einkum þyrfti að beita
öðrum aðferðum er rússneskar herstöðvar væru
sóttar heim.
Frumvörp til laga um virkjunarrétt
og eignarhald auðlinda
Réttur ríkisins
gerður ótvíræður
ÞINGMENN jafnaðarmanna lögðu í
gær fram frumvörp til laga um virkj-
unarrétt vatnsfalla og eignarhald á
auðlindum í jörðu. Þar er kveðið á
um eignar- og hagnýtingarrétt ríkis-
ins á auðlindum í jörðu utan afmark-
aðra eignarianda, og að ríkið hafi
umráða- og hagnýtingarrétt yfir
orku allra vatnsfalla utan afmark-
aðra landa. Fyrsti flutningsmaður
er Sighvatur Björgvinsson formaður
Alþýðuflokksins.
í frumvarpi til laga um eignarhald
á auðlindum í jörðu, er kveðið á um
að þau taki til auðlinda í landi, botni
vatnsfalla og stöðuvatna og í sjávar-
botni innan netlaga. Með auðlindum
er átt við hvers konar frumefni, efna-
sambönd og orku unna úr jörðu, í
hvaða formi sem er.
Ákvæði um bætur lögf est
Meginefni frumvarpsins er að setja
heildarlöggjöf um eignarhald á auð-
lindum í jörðu. Þar er kveðið skýrt
á um áðumefndan eignar- og hag-
nýtingarrétt á auðlindum í jörðu utan
afmarkaðra eignarlanda og eignar-
rétt ríkisins á jarðefnum sem ekki
hafa verið hagnýtt hér á landi þar
sem þau hafa ekki fundist í nýtan-
legu magni.
Einnig er kveðið á um eignarrétt
ríkisins til orku háhitasvæða hvar
sem er á landinu, með þeirri undan-
tekningu að þeir sem hafa byijað
nýtingu háhitasvæða fyrir gildistöku
slíkra laga, haldi þeim rétti sínum
áfram.
í frumvarpi til laga um virkjunar- I
rétt vatnsfalla, segir m.a. að íslenska
ríkið hafí umráða- og hagnýtingarrétt
yfír orku allra vatnsfalla utan afmark-
aðra landa sem háð eru eignarrétti,
með ákveðnum takmörkunum þó.
Þannig halda þeir sem þegar hafa
virkjað fallvötn til orkuvinnslu eða
hafíð virkjunarframkvæmdir þeim I
réttindum sem þeir hafa öðlast sam-
kvæmt gildandi lögum. Sömuleiðis 1
gilda áfram allar heimildir sem Al-
þingi hefur veitt einstökum aðilum til j
virkjunarframkvæmda. Einnig er lagt
til að lögfest verði ákvæði um bætur
til landeiganda sem á land að vatns-
falli sem heimilað hefur verið að
virkja. Skulu bætumar miðast við
sannanlegt tjón landeigandans.
Flutningabíll
valt í Vík
FLUTNINGABIFREIÐ hlaðin um 30
tonnum af físki fór út af veginum
skammt frá Víkurskála í Mýrdal
skömmu eftir klukkan 21 í gærkvöldi.
Að sögn lögreglunnar í Vík er tal-
ið að bifreiðin, sem var á austurleið,
hafi runnið til í hálku með þeim afleið-
ingum að hún fór út af bröttum kanti
við veginn og hafnaði á hliðinni. Litl-
ar skemmdir urðu á bflnum, sem var
á lítilli ferð þegar óhappið varð.
Björgunarsveitarmenn í Vík voru
kallaðir til aðstoðar við að afferma
bflinn til að auðveldara væri að rétta
hann við. Bflstjórinn kvartaði um
stirðleika en virtist hafa sloppið nær
ómeiddur, að sögn lögreglu.
Morgunblaðið/Golli
Fuglar
þarfnast
fólks
VEÐUROFSINN og snjóþyngslin
seinustu sólarhringa hafa gert
öllum þeim skepnum sem hafast
við utandyra eða eiga þar búsetu
erfitt fyrir, og í dýraríkinu
standa smáfuglarnir ekki síst
höllum fæti. Mannskepnan getur
hins vegar auðveldað þeim lífs-
baráttuna til muna með smávegis
hugpilsemi og hjálp og er ástæða
til að hvetja unga og aldna til að
láta brauðmylsnu og korn af
hendi rakna til fugla himinsins.
Eggvopnum beitt í 72 málum sem komu til kasta lögreglu í fyrra ,
Skaði af völdum egg-:
vopna í 14 tilfellum
EGGVOPNUM var beitt í samtals
72 málum sem komu til kasta lög-
reglunnar í Reykjavík á tímabilinu
frá 1. janúar 1996 til 4. febrúar
síðastliðins. Eggvopni var beitt
þannig að skaði hlaust af í 14 til-
fellum, og í 25 málum var ógnað
með eggvopni án þess að meiðsl
ættu sér stað.
Lögreglan lagði í 28 tilfellum
hald á hnífa án þess að þeim hafí
verið beitt og þar af voru sjö mál
í tengslum við innbrot og níu í
tengslum við fíkniefnamál. Þá voru
fímm mál þar sem eggvopnum var
beitt við sjálfsvígstilraunir. Þetta
kom fram í fyrirspurn Hjörleifs
Guttormssonar þingmanns Al-
þýðubandalags og óháðra á Alþingi
í gær.
Hjörleifur beindi þeirri fyrir-
spurn til dómsmálaráðherra hvort
hann væri, í ljósi fjölmargra atvika
undanfarið þar sem beitt hefur
verið hnífum, reiðubúinn til að
beita sér fyrir aðgerðum sem feli
í sér takmörkun á rétti manna til
að ganga með hættuleg eggvopn.
Gerði Hjörleifur jafnframt grein
fyrir niðurstöðum könnunar sem
hann óskaði eftir að lögreglustjór-
inn í Reykjavík gerði á þeim málum
þar sem hnífum eða öðrum egg-
vopnum hefði verið beitt á fyrr-
greindu tímabili.
Fram kom að í hinu nýja lands-
kerfi dómsmálaráðuneytisins fyrir
löggæslu væri enn ekki búið að
ganga frá þeim þætti sem snýr að
gagnaöflun og því hefði könnunin
verið unnin handvirkt og því megi
gera ráð fyrir að ekki hafí öll mál
komið fram, en eingöngu er um
að ræða mál sem hafa komið upp
á löggæslusvæði lögreglustjórans
í Reykjavík.
Allur hnífaburður verði
bannaður á almannafæri
í svari Þorsteins Pálssonar
dómsmálaráðherra kom fram að
hann hefði í febrúar á síðasta ári
skipað nefnd til að endurskoða
gildandi lög og reglugerðir um
skotvopn, skotfæri, sprengiefni og
skotelda. Nefndin lauk störfum síð-
sumars þegar hún skilaði tillöguto i
að lagafrumvarpi og nýrri reglu- ?
gerð. Lagði nefndin til að hugtakið I
„vopn“ yrði skilgreint á nokkuð }
víðtækan hátt þannig að ótvírætt
yrði að meðal annars hvers konar
hættuleg eggvopn féllu þar undir,
og í frumvarpsdrögum nefndarinn-
ar væru nákvæm ákvæði um hnífa-
burð og þar lagt til að allur hnífa-
burður verði bannaður á almanna-
færi.
Sagði Þorsteinn að þessi tillaga |
væri fram komin í ljósi þess að j
voðaverk hafí verið framin með v
slíkum vopnum enda þótt blaðið *
geti verið eða hafi verið stutt.
Hann sagði að jafnframt væri 1
drögunum ákvæði sem bannaði að
flytja til landsins, framleiða, eign-
ast eða hafa í vörslu sinni hnífa
sem gerðir eru til þess að vera
árásarvopn. FrumvarpsdrÖg
nefndarinnar eru nú til lokafrá- .
gangs í dómsmálaráðuneytinu og |
sagði Þorsteinn að þess væri að*
vænta að unnt yrði að leggja fruni-1
varpið fram nú á næstunni