Morgunblaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 51 FÓLK í FRÉTTUM BÍÓÞYRSTIR Hollandsfarar ættu að kíkja í Filmhuis í Arnheim þar sem boðið er upp á bláan opal og listrænar bíómyndir. Á myndinni sést Filmhuis í baksýn en ekki er vitað nafn hundsins fremst á myndinni. Forboðið íslenskt sælgæti í Hollandi Frekar hass en bláan ópal BÍÓÞYRSTIR íslendingar sem leið eiga um Holland, eða nánar tiltekið um Arnheim í Hollandi, geta átt von á því að sjá bannað- an bláan íslenskan ópal í hillum í einu kvikmyndahúsi í borg- inni, rambi þeir þar inn. Lian Siekman, sem starfar í kvikmynda- húsinu ,,Filmhuis“ í Arnheim sem sýnir listrænar myndir, var stödd hér á landi á dög- unura og sagði í sam- tali við Morgunblað- ið að hún reyndi ávallt að eiga birgðir af bláum ópal til í bíóinu en hún hreifst af sælgætinu þeg- ar hún dvaldist hér á landi sem vinnuskiptinemi fyrir um 10 árum. Vandamálið er hinsvegar að innflutningur á sælgætinu til Hollands er bannaður. „Ég kem reglulega til íslands vegna þess að ég er fararstjóri hér á landi á sumrin og kaupi þá alltaf um 200 pakka af bláum ópal á heimleiðinni til að selja i „Filmhuis“. Það er hámarks- magn sem ég get tekið með mér úr landinu. Mér datt i hug að bjóða upp á þessa vöru í bíóinu eftir að hafa kynnst því hér á landi og til að bjóða upp á eitt- hvað sem fæst hvergi annars staðar í nágrenninu og það hef- ur mælst einkar vel fyrir hjá bíógestum. Ef Islendingar koma kaupa þeir nokkra pakka og sturta þeim upp í sig,“ segir Lian og brosir. Hún hefur þegar reynt að fá leyfi fyrir innflutningi sælgætisins en hefur allstaðar rekist á veggi hingað til. Ástæða þess að ópalið er bann- að er að of stórir skammtar af klóroformi eru í opalinu, eða 0,8%, sem er yfir hollenskum stöðlum um leyfilegt magn efn- isins í matvörum. „Það er í lagi að reykja hass í Hollandi en það er ekki í lagi að borða bláan Opal. Það finnst mér skjóta dálítið skökku við.“ Skammturinn sem Lian tekur með sér frá íslandi í hvert skipti dugir í um einn og hálfan mán- uð en um 100 gestir sækja bíóið á hverju kvöldi. Bjargaði manns- lífi með snöru LÖGREGLUSTJÓRINN í Pend- leton í Oregon í Bandaríkjunum, John Trumbo, brá á það ráð nýlega að bjarga með snöru manni sem var strandaglópur á skeri. „Ég er enginn kúreki en vissulega hef ég snarað nokkrar kýr,“ sagði Trumbo hróðugur eftir hetjudáðina. John White og Mike McAllist- er frá Pendleton voru að aka eftir afskekktum vegi í síðustu viku þegar bíllinn þeirra tók að fljóta en mikið vatnsveður hafði verið á þessum slóðum. Þeir snöruðust út úr bílnum og kom- ust upp á þurrt land, White upp á þjóðveginn en McAllister komst á þurrt hinumegin vatns- elgsins, sem var straumþungur og um tveir metrar á dýpt. Þegar lögreglan kom á stað- inn sveiflaði Trumbo lögreglu- stjóri snörunni til McAllisters sem brá henni um sig miðjan og var svo dreginn yfir á hinn bakkann. „Hann hefði aldrei haft þetta af nema vegna þess að ég hafði snöruna meðferðis," sagði Trumbo. ^ v' ' _ m- _ SAMmo'm sámbio KRINGLUBl# E n 111111111111iiin iiiiTiin 11111111 i r riTm Kringlunni 4-6 sími 588 0800 - NETFANG: http://www.sambioin.com/ FRUMSÝNING: KONA KLERKSINS D N WASHINGTON W H I T N E Y HOUSTON The Preachers Wife Muxiið stefnumótaináltíðina á CARUSO Tónlistin úr myndinni fæst í Klerkurinn er í klípu og Denzel Washington er engillinn sem svarar bænum hans. Inn í málið kemur Whitney Houston, gullfalleg eiginkona klerksins og málin eiga eftir að flaekjast áður en þau leysast. Rómantisk gamanmynd sem kemur á óvart og tónlistarviðburður ársins. Veisla fyrir augu jafnt sem eyru. Sýndkl. 3, 5.15f 9 og 11. HringjaríNN í SHÐIGITAL IAVtH'S PRISDDEHS Sýnd kl. 6.45, 9 og 11.20. B. I. 16 ÁRA Sýnd kl. 3 og 5. iJloaxíasaíai aísamico OTYIOLYIíIIk, ^am ö~llsíahlr sninjíar umarsúpa ’armimano rœnn pipar andir JIÖTÍL 40K iUTflUilltll • (flít orhiia JHétísieikt eta assa O' • Simi 551 1247 • Fax 551 1420 %A únasa u 'eruíería osíaiería
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.