Morgunblaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
Veiðar togaranna í fyrra
Baldvin var með
langmestan afla
8.535 tonn að verðmæti 652 milljónir
FRYSTITOGARI Samhetja, Baldvin
Þorsteinsson, ber höfuð og herðar
yfir aðra íslenzka togara. Hann skil-
aði langmestum afla allra á land í
fyrra, langmestum verðmætum og
var með langmestan afla á úthalds-
dag. Tveir aðrir togarar Samheija
koma næstir, Akureyrin EA og Víðir
EA og enn einn togari sem nýlega
bættist í flota fyrirtækisins, Guð-
björg ÍS, var einn 6 togara til að
físka fyrir meira en 500 milljónir
króna. Aflahæsti ísfisktogarinn er
Ásbjöm RE, en af þeim var Gullver
NS með mest verðmæti.
Baldvin Þorsteinsson EA fiskaði á
síðasta ári 8.535 tonn samkvæmt
togaraskýrslu LÍÚ. Afli á úthaldsdag
var 27,4 tonn og aflaverðmæti 652
milljónir króna. Akureyrin EA fiskaði
6.913 tonn. Afli á úthaldsdag var
24,3 tonn og aflaverðmæti 574,1
milljón króna. Auk þess voru fryst
552 tonn af loðnu um borð í Akur-
eyrinni að verðmæti 30,4 milljónir
króna. Víðir EA fiskaði 6.660 tonn.
Afli á úthaldsdag var 22 tonn og
aflaverðmæti 531,3 milljónir króna.
Fimra með meira en
20 tonn á dag
Þetta eru einu skipin, sem fiskuðu
meira en 6.000 tonn og þijú af fimm,
sem voru með meira en 20 tonna
afla á úthaldsdag. Vigri RE fiskaði
5.948 tonn. Afli á úthaldsdag var
20,8 tonn og aflaverðmæti 566,6
milljónir króna. Önnur skip, sem
náðu meira en 500 milljónum króna
í aflaverðmæti voru Höfrungur III
AK með 518,6 milljónir króna og
Guðbjörg ÍS með 514 milljónir.
Ásbjörn með mestan afla
ísfisktogara
Ásbjörn RE var afkastamestur ís-
fisktogara með 5.534 tonn. Afli á
úthaldsdag var 25,9 tonn og afla-
verðmæti 259,4 milljónir króna.
Næstmestan afla var Sturiaugur H.
Böðvarsson AK með, 5.192 tonn.
Afli á úthaldsdag var 19,8 tonn og
aflaverðmæti 238,9 milljónir króna.
Engir aðrir ísfisktogarar náðu 5.000
tonna markinu, en yfir 4.000 tonn
fóru þeir Ottó N. Þorláksson RE,
4.477 tonn, og Kaldbakur EA, 4.118
tonn.
Nokkrir ísfisktogarar fiskuðu fyrir
meira en 200 milljónir króna. Þeir
eru Gullver NS 280,5 milljónir króna,
en rúmlega helmingur aflaverðmætis
er vegna sölu afla erlendis, Ásbjöm
RE 259,4 milljónir, Páll Pálsson ÍS
253 milljónir, Klakkur SH 250,9
milljónir, Skagfirðingur SK 246
milljónir, Sturlaugur H. Böðvarsson,
238,9, Múlaberg OF 228,3, Bretting-
ur NS 226, Bjartur NK 225,9, Fram-
nes ÍS 223,4, Kaldbakur EA 222,1,
Björgúlfur EA 221,7, Ljósafell SU
218,5, Haukur GK 206,3, Harðbakur
EA 201 og Hegranes SK 200,9
milljónir króna.
Aflaaukning fyrir austan
Meðalafli ísfisktogara á úthalds-
dag var 9,18 tonn, sem er 1,24%
aukning frá árinu áður. Togarar frá
Austfjörðum auka afla á úthaldsdag
að meðaltali um 8% en afli togara
frá Vestfjörðum dregst saman um
11% að meðaltali. Mestur meðalafli
á úthaldsdag er hjá togurum af suð-
vestanverðu landinu, 11,17 tonn, en
minnstur á Vestfjörðum, 7,38 tonn.
24.000 úthaldsdagar
Meðalskiptaverðmæti ísfísktogara
á úthaldsdag var í fyrra 477.000
krónur, sem er nánast það sama og
árið 1995. Verðmætin hafa alls stað-
ar aukizt nema hjá togurum suðvest-
anlands.
Meðalafli frystitogara var 11,66
tonn á úthaldsdag, sem er innan við
1% aukningu frá árinu áður. Meðal-
aflaverðmæti er 950.000 krónur, sem
er örlitlu minna en 1995.
Alls voru togaramir 23.924 daga
á sjó í fyrra, sem er fækkun um
rúmlega 2.000 daga. Aflaverðmæti
flotans var 23,1 milljarður króna,
sem er samdráttur um 3,2%.
Ráðstefna um full-
vinnslu fiskafurða
MATVÆLI árið 2000 er yfírskrift
námskeiðs sem haldið verður í Hol-
landi dagana 19. og 20. febrúar nk.
Það eru Sindra-Stál hf. og Tetra
Laval Convenince
Food sem bjóða til
námskeiðsins, þar
sem fjallað verður
um fullvinnslu sjáv-
arafurða.
Sindra-Stál hf. er
umboðsaðili Tetra
Laval __ Convenince
Food á íslandi og er
þátttaka íslendinga
á námskeiðinu liður
í að styrkja samstarf
fyrirtækjanna en ís-
lendingar hafa ekki
tekið þátt í slíkum
námskeiðum áður. Tetra Laval Food
hefur þegar kynnt hugmyndir sínar
fyrir bæði breskum og þýskum sjáv-
arútvegi á samskonar námskeiðum.
Matreiðsla framtíðarinnar
Á námskeiðinu í Hollandi verður
stefnt saman framleiðendum sjáv-
arafurða í Skandinavíu sem hafa það
að markmiði að fullvinna afurðir sín-
ar. Páll Bjömsson, sölu- og markaðs-
stjóri Sindra-Stáls hf., segir að á
námskeiðinu verði kynnt allt ferli
fullvinnslu, frá því að hrávaran er
formuð, matreidd, henni pakkað og
komið í kæli.
„Fullvinnsla er það sem sjávarút-
vegurinn stefnir að. Umræðan um
fullvinnslu hefur verið í gangi lengi
og tími kominn til að skapa meiri
verðmæti úr hráefninu. Okkar skoð-
un er sú að um næstu aldamót verði
matur framreiddur á
þennan hátt. Á nám-
skeiðinu verða settar
fram hugmyndir um
hvernig að þessu
verður staðið. Menn
hafa lengi talið að
fískur sé vandmeðf-
arin matvara og í
matreiðslunni tapi
hann oft þeim gæð-
um sem hann hefur
í sér í upphafí. Á
námskeiðinu verður
hinsvegar sýnt fram
á að í gegnum þetta
vinnsluferli heldur fiskurinn gæðun-
um,“ segir Páll.
Góð þátttaka
Páll segir þátttöku íslenskra fyr-
irtækja vera mjög góða. Meðal þátt-
takenda verði meðal annars fulltúar
Granda hf., ÚA, Vinnslustöðvarinnar
hf„ SÍF, SH og ÍS.
„Námskeiðið fer fram hjá Koppens
í Bakel í Hollandi en þar er frábær
aðstaða með tilraunaeldhúsi og
fleiru. Þar verður matur borinn fyrir
fulltrúa fyrirtækjanna áður en hug-
myndirnar og vinnsluferlið er kynnt.
Þannig má segja að sönnunargagnið
sé lagt fram áður en verkið er unn-
ið,“ segir Páll.
FISKBLOKKIR má
forma á ýmsan hátt.
Sænska stjórnin klof-
in í afstöðu til EMU
Kaupmannahöfn. Morgunblaöiö.
ÞÓTT sænska stjórnin sé tvístíg-
andi um hvort og hvernig eigi að
ræða hugsanlega aðild Svía að
Efnahags- og myntbandalagi Evr-
ópu, EMU, hafa einstakir ráðherr-
ar lýst skoðun sinni á því undanf-
arið. Ummæli þeirra sýna greini-
lega að stjórnin er klofin í afstöð-
unni. Jörgen Andersson innanrík-
isráðherra og Annika Áhnberg
landbúnaðarráðherra hafa lýst sig
hlynnt aðild, en Carl Tham
menntamálaráðherra og Leif Pa-
grotsky viðskiptaráðherra hafa
lýst sig andvíga skjótri aðild. Erik
Asbrink fjármálaráðherra hefur
ekki greint ótvírætt frá sjónarmið-
um sínum, en segist andvígur sjón-
armiðum Thams. Carl Bildt for-
maður. Hægriflokksins mótmælti
sjónarmiðum Thams harðlega og
minnti á að Svíar hefðu þegar
skuldbundið sig til EMU-aðildar
við inngönguna í Evrópusamband-
ið. Vangaveltur um skattlagningu
í EMU vega þungt í afstöðu ráð-
herranna..
Carl Tham skrifaði í síðustu
viku grein í Dagens Nyheter, þar
sem hann lýsir efasemdum sínum
um bandalagið og gagnsemi þess
og tekur ekki undir þau sjónarmið
að bandalagið treysti frið og ör-
yggi í Evrópu. Þvert á móti dragi
það úr lýðræði í álfunni og auki
atvinnuleysi. Því álítur hann að
Svíar eigi þangað ekkert erindi.
EVRÓPA^
Ótti við skattahlið EMU
í viðtali í fréttum sænska út-
varpsins einblíndi Pagrotsky á
skattahlið myntbandalagsins, sem
Göran Persson forsætisráðherra
hefur áður vakið á athygli og sagð-
ist, ekki hafa áhuga á sænskri
aðild að EMU, ef hún hefti stjóm
Svía á eigin skattlagningu. Ef að-
ildin þvingaði Svía til að lækka
skatta, væri aðeins tvennt til ráða.
Annars vegar að skera velferðar-
kerfið niður og hins vegar að
hækka tekjuskatta. Hvort tveggja
væri slæmur kostur og því vonaði
hann að EMU hefði ekki áhrif á
sænska skattlagningu.
Jörgen Andersson hefur hins
vegar rekið áróður fyrir því að
Svíar verði með í EMU frá upphafí
1999. Hann gefur upp tvær ástæð-
ur. EMU muni auka öryggi í Evr-
ópu og aðild efla sænskt efnahags-
líf. Hann segir jafnframt að hann
geri sér grein fyrir andstöðu gegn
EMU, svo engar líkur séu á að
Svíar verði með frá byijun og
spurningin sé viðkvæm, svo ekki
dugi að þrýsta um of á kjósendur.
Með 1.400 milljarða ríkisskulda-
bagga á bakinu, segir Andersson
að Svíar standi höllum fæti og
EMU-aðild gæti styrkt trúna á
sænskt efnahagslíf. Líkt og Pagr-
otsky er hann þó efins um ágæti
EMU, ef aðildin hafi áhrif á svig-
rúm Svía til skattlagningar.
Áhnberg hefur mælt með sænskri
aðild á svipuðum forsendum og
Andersson.
Persson bendir á kosti og galla
Göran Persson hefur tekið þá
stefnu að velta vöngum yfir EMU-
aðild upphátt, benda á kosti og
galla, en kýs ekki að taka afstöðu,
þótt hann hafi eindregið mælt með
aðild meðan hann var fjármálaráð-
herra. Carl Bildt formaður Hægri-
flokksins hefur lýst áhyggjum sín-
um yfír að Persson tali ekki fyrir
EMU-aðild og freisti þess að vinna
henni fylgi. Hann hefur einnig mót-
mælt harðlega málflutningi Thams
og minnir á að með því að undirrita
Maastricht-sát.tmálann hafí Svíar
þegar bundið sig til þátttöku í EMU.
Búist er við að sænska stjórnin
taki afstöðu í haust um aðild, en
áður verður málið tekið upp á
flokksþingi sænska Jafnaðar-
mannaflokksins, þar sem skoðanir
um aðild eru ekki síður skiptar en
í ríkisstjóminni.
Skoðanakönnun MTV
Áætlun um að seinka EMU-aðild Ítalíu?
Ungt fólk
neikvætt í
garð ESB
Lundúnum. Reuter.
MEIRIHLUTI ungs fólks í löndum
Evrópusambandsins segist vera því
mótfallinn, að „hópur skriffinna í
Brussel ráðskist með það“ hvernig
landi þeirra sé stjómað. Þetta er
meðal niðurstaðna skoðanakönn-
unar, sem popptónlistarstöðin
MTVhefur látið gera meðal íbúa
átta ESB-landa á aldrinum 16-24
ára.
Könnunin, sem náði til 1.600
ungmenna vítt og breitt um álf-
una, lýsir skoðunum alllangt til
hægri; unga fólkið vill vopna lög-
regluna og að barnaníðingar verði
vanaðir.
Þjóðemishyggja virðist vera
n\jög útbreidd meðal þeirra; 57 af
hundraði sögðust mótfallin þvi að
Evrópusambandið ætti nokkur
frekari afskipti af því hvemig
löndum þeirra væri stjómað. Bret-
ar og Svíar reyndust vera neikvæð- I
astir i garð ESB.
„Það vekur mann mjög til um-
hugsunar, að þrátt fyrir að góður
skriður sé á sammnaferlinu er
fjarri því að ungt fólk óski sér eða
trúi á sameinaða Evrópu," sagði
Rachel Purnell, aðalframkvæmda-
stjóri MTV í Evrópu.
Missa meydóminn 17 ára
Meðal annarra niðurstaðna
könnunarinnar má nefna, að mey-
eða sveindóminn missa Evrópubú-
ar að meðaltali ekki fyrr en þeir
em orðnir nærri 17 ára. Bretar
em þar helsta undantekningin, en
þeir hefja kynlíf að jafnaði er þeir
eru 15 ára og sjö mánaða. ítalir
em orðnir tveimur og hálfu ári
eldri þegar þeir hefja leikinn.
Aðspurð, hvar ungmennin nytu
kynlífs bezt utan veggja heimilisins
nefndu flestir Frakkar sólar-
strönd, Spánverjar næturklúbb og
Svíar almenningssalemi.
Romano Prodi
bregzt illa við
Segir ítali munu uppfylla öll skilyrði
um þátttöku í EMU
ROMANO Prodij for-
sætisráðherra Italíu,
brást í gær ókvæða
við fréttum þess efnis,
að áætlun væri í smíð-
um um að slá á frest
aðild landsins að
Efnahags- og mynt-
bandalagi Evrópu,
EMU, og tók undir
fyrri kröfur Spánveija
og Portúgala um að
staðið yrði við að
hreinar hagtölur yrðu
látnar ráða því hvaða
ríki fengju að vera
með frá upphafi og
hver ekki. Talsmenn
þýzku og frönsku ríkisstjómarinn-
ar og framkvæmdastjómar Evr-
ópusambandsins báru til baka, að
útiloka ætti líruna frá stofnþátt-
töku í hinni sameiginlegu mynt.
Prodi endurtók fyrri yfirlýsing-
ar um að ítalir skuldbyndu sig
staðfastlega til að uppfylla tilskilin
skilyrði fyrir þátttöku í EMU frá
fyrsta degi, en samkvæmt Ma-
astricht-samningnum á EMU að
verða að veruleika 1. janúar 1999.
Þau ríki, sem samkvæmt skilyrð-
unum munu eiga þess kost að
gerast stofnaðilar, verða að hafa
uppfyllt skilyrðin um næstu ára-
mót. Prodi hefur gert EMU-stofn-
aðild lands síns að persónulegu
pólitísku lífsspursmáli.
Evrópskir bankamenn vilja
sefa þýzkar efasemdir
Prodi gaf út yfirlýsinguna eftir
að Financial Times (FT) hafði sagt
frá því, að stjórnendur
seðlabanka og fjár-
málastofnana í Evr-
ópu væru að vinna að
áætlun sem miðaði að
því að hleypa Ítalíu
inn í EMU á árinu
2000 eða 2001, ekki
fyrr.
í frétt FTer áætlun
bankamannanna köll-
uð málamiðlun, til
þess ætluð að sefa
ótta Þjóðveija um að
fái Ítalía aðild frá
fyrsta degi, hefði það
veikjandi áhrif á hinn
nýja evrópska gjaldm-
iðil, evróið. Þar segir ennfremur,
að hugsanlega verði áætluninni
einnig beitt gegn löndum eins og
Spáni og Portúgal, sem eru meðal
landa sem álitið er líklegra að fái
ekki aðild að EMU fyrr en í ann-
arri atrennu, þar sem þau munu
ekki getað uppfyllt sett skilyrði
tímanlega til að komast í hóp
þeirra landa sem fá að gerast
stofnaðilar.
Theo Waigel, fjármálaráðherra
Þýzkalands, og talsmenn bæði
framkvæmdastjórnar ESB og
frönsku ríkisstjórnarinnar báru í
gær allir til baka að nokkrar áætl-
anir væru í smíðum um að halda
lírunni utan myntbandalagsins.
Þrálátar vangaveltur hafa verið
í gangi um EMU-aðildarhæfni
Ítalíu í aðdraganda fundar Prodis
og Kohls Þýzkalandskanzlara, en
þeir ætla að hittast í Bonn á morg-
un, föstudag.
Prodi