Morgunblaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 35 . AÐSENDAR GREINAR Yfirlýsing frá BSRB MORGUNBLAÐIÐ birtir hér á eftir í heild yfirlýsingn, sem því hefur borizt frá BSRB, þar sem hafnað er stefnu ríkisins og Reykjavíkur- borgar um breytingar á launakerfi: „BSRB hafnar alfarið þeirri stefnu sem ríki og Reykjavíkurborg kynntu forystu samtakanna á fundi 27. jan- úar sl. í tengslum við breytingar á launakerfinu. Það er grundvallar- skilyrði og forsenda fyrir viðræðum um breytt launakerfí að um laun og önnur starfskjör verði samið á félagslegum grunni. BSRB og aðild- arfélög þess hafa ítrekað lýst sig reiðubúin til að ræða breytingar á launakerfinu. Þær viðræður verða að gerast á jafnræðisgrundvelli og fá þann tíma sem svo viðamiklar breytingar kalla á. Launakerfisbreytingar — geðþóttagreiðslur í stað grunnkaupshækkana Um miðjan október gerði BSRB samkomulag um viðræðuáætlun við helstu samningsaðila bandalagsins. Gert var ráð fyrir að samræma á einu borði viðræður um réttindamál sem eru almenn og taka augljóslega til allra. Kaupgjaldsliðir og þau mál sem snúa að hveiju félagi um sig yrðu hins vegar samningsatriði í kjaraviðræðum einstakra félaga. Þær viðræður skyldu hefjast fljót- lega eftir að viðræður um almennu málin væru komnar á skrið. Beggja vegna samningsborðs var litið á þetta sem skynsamlegt fyrir- komulag og til þess fallið að greiða fyrir kjaraviðræðum. Fljótlega kom í ljós að ágreiningur var um mörg mikilvæg atriði og þá ekki síst hug- myndir um breytt launakerfi sem byggðist á einhliða ákvörðunum for- stöðumanna og forstjóra. Af hálfu BSRB var viðsemjendum gert ljóst að ekki kæmi til mála að taka upp launakerfi á slíkum forsendum. Þrátt fyrir ágreining um þessi efni hófu einstök félög kjaraviðræður í nóvember samkvæmt viðræðuáætl- un. Félögin höfðu með sér gott sam- ráð á vettvangi BSRB og kom þar í ljós að í öllum þeim viðræðum sem fram höfðu farið hafði verið lögð á það áhersla af hálfu viðsemjenda, sérstaklega fj ármál aráðuneytis og Reykjavíkurborgar, að breytingar yrðu gerðar á launakerfínu í þá átt sem BSRB hafði áður mótmælt. Félögin voru á einu máli um að þetta væri farið að standa kjaravið- ræðum fyrir þrifum. í framhaldinu var ákveðið að óska að nýju eftir fundi með helstu viðsemjendum að- ildarfélaga BSRB og fara fram á að þeir gerðu ljósa grein fýrir hug- myndum sínum. Á þessum fundi sem haldinn var 27. janúar kom fram mjög skýrt að ásetningur at- vinnurekenda er að koma á launa- kerfi sem byggist á einstaklings- bundnum samningum. Einstökum forstöðumönnum yrði í sjálfsvald sett hvort og hver aðkoma starfs- manna og stéttarfélaga þeirra að launaákvörðunum úti í stofnunum yrði. Stéttarfélögin yrðu ekki ger- endur heldur í hlutverki ráðgjafa á vinnustaðnum en þar yrðu ákvarð- anir um laun teknar. Það er ekki hlutverk samninga- nefnda Reykjavíkurborgar og ríkis- ins að ákvarða framtíðarhlutverk verkalýðshreyfíngarinnar. Það er hlutverk fólksins sjálfs sem stéttar- félögin eru í forsvari fyrir. Einstaklingssamningar á vinnu- stöðum eru rauður þráður í stefnu atvinnurekenda hvort sem er hjá opinberum aðilum eða á almennum markaði. Launanefnd sveitarfélaga virðist eini aðilinn sem sker sig úr að þessu leyti. Eðlilegt er að spurt sé hvort ætla megi að nýju launa- kerfí muni fylgja viðbótarfjármagn fyrir „viðbótarlaun“. Svo er ekki. Að vísu er skírskotað til arðsemis- sjónarmiða og að aukin framleiðni — sem í þjónustustofnunum þýðir iðulega fækkun starfsfólks — gefi aukið svigrúm. Lítið svigrúm er til að ná í „viðbótarfjármagn" á þennan hátt á vinnustöðum þar sem nið- urskurður undanfarinna ára hefur haft í för með sér skerta þjónustu. Einnig mun svigrúm leikskóla, skóla, heilbrigðisstofnana og stofn- ana fyrir aldraða og fatlaða til slíkra viðbótargreiðslna verða lítið því það er sammerkt þessum stofnunum að iaunakostnaður getur verið allt að 90% af rekstrarkostnaði viðkomandi stofnunar. Með hliðsjón af þessu verður enn augljósara en ella hve mikilvægt er að launakjör séu ákvörðuð sam- kvæmt réttlátu kerfí. Seint verður sátt um hvert skuli vera launabilið á milli einstakra starfshópa og stétta. Hins vegar er um það eining innan samtaka launafólks að um launakjör- in skuli gilda ákveðnar skýrar reglur og að um þær skuli samið; með öðr- um orðum viðsemjendur geri með sér kjarasamninga. Einstaklings- bundin laun þýða í reynd að áhrif og völd forstöðumanna og forstjóra yfír starfsfólki eru aukin og hætt er við að fyrir- komulag sem byggist á geðþóttaákvörðunum yfirmanna séu ávísun á grófa mismunun. For- smekkinn af þessu kerfi hafa menn fyrir augunum í greiðslum fyrir svo- kallaða „óunna“ yfirtíð. Einstakl- ingsbundið launakerfi festir sporslu- kerfíð í sessi. Ljóst er að fjölmennar stéttir munu fara varhluta af hugsanlegum ávinningi þessa kerfís. Þvert á móti munu þær þurfa að greiða dýru verði þar sem viðbótargreiðslur til einstaklinga eru gerðar á kostnað grunnlaunahækkana. Til þess að veikja stéttarfélögin og grafa undan samstöðu innan þeirra er þegar byijað að greiða álag á laun sem tengt er einstökum fyrirtækjum og hjá opinberum stofnunum er gefíð í skyn að álags- greiðslur hjá stofnunum sem hafa rúman ljárhag sé vísbending um það sem koma skal, einnig í starfsemi sem að jafnaði býr við hallarekstur.“ Afstaða BSRB — góðærið til allra Öllum ber saman um að góðæri er í landinu vegna hagstæðra ytri skilyrða. Almennt launafólk, at- vinnulausir og elli- og örorkulífeyr- isþegar hafa hins vegar ekki orðið varir við það. Það er afdráttarlaus krafa að þessir hópar fái notið efna- hagsbatans með bættum kaup- mætti. Sú krafa er í senn efnahags- leg, lýðræðisleg og siðferðileg. Hug- myndir um launakerfi sem eykur misrétti stríðir gegn því markmiði að góðærið renni til allra lands- manna. Full búð af • • ny|um vorum í nýrri og glœsilegri verslun okkarí Fókafeni 9 öbmoiíi kúítjöfjn Fókafeni 9, sími 568 2866
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.