Morgunblaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 37'
HERMANN
GUÐLA UGSSON
+ Hermann Guð-
laugsson fædd-
ist í Reykjavík 30.
janúar 1910. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á
Isafirði 28. janúar
siðastliðinn. For-
eldrar Hermanns
voru Guðrún Þórð-
ardóttir, fædd á
Kjaransstöðum í
Biskupstungum, og
Guðlaugur Hinriks-
son, fæddur í Þúfu-
koti. Alsystkini
Hermanns voru
Þuríður Ellen, f. 1905, Unnur,
f. 1907, Helgi Kristján, f. 1908,
Þórður Halldór, f. 1915, Ólafur
Hinrik, f. 1917, og óskírður
drengur, f. 1918, sem lést
skömmu eftir fæðingu. Hálf-
systkini Hermanns, börn Guð-
laugs og síðari konu; Ólafar
Eyjólfsdóttur frá Brú á Jökul-
dal: Guðrún, f. 1920, Aðalheið-
ur Þórey, f. 1923, Eyjólfur
Heiðar, f. 1927, og Unnur Þyri,
f. 1930.
Eftirlifandi eiginkona Her-
manns er Guðrún Valborg
Finnbogadóttir, f. í Reykjavík
11.12. 1913. Foreldrar hennar
voru Þuríður Jó-
hannesdóttir og Ge-
org Finnsson, en
kjörforeldrar Sess-
ejja Snorradóttir og
Finnbogi Finnboga-
son.
Börn Hermanns
og Guðrúnar eru
þrjú: 1) Finnbogi, f.
1945, eiginkona
hans er Hansína
Garðarsdóttir, 2)
Guðlaugur, f. 1946,
eiginkona hans er
Ásdís Gunnarsdótt-
ir, 3) Sesselja, f.
1950, maður hennar er Bene-
dikt Skarphéðinsson. Barna-
börnin eru sjö talsins og barna-
barnabarn eitt. Hermann starf-
aði lengst af sem húsgagna-
smiður hjá Trésmíðavinnustofu
Reykjavíkurbæjar, síðar -borg-
ar og eftir það við eigin at-
vinnurekstur. Hann var virkur
félagi í Sveinafélagi húsgagna-
smiða og í prófnefnd húsgagna-
smiða um hríð.
Utför Hermanns fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30. Jarð-
sett verður á Görðum á Álfta-
nesi.
Hermann tengdafaðir minn er all-
ur, 87 ára öðlingur. Við upphaf okk-
ar kynna minnti hann mig á Allende
forseta Chile, yfirbragðið og yfir-
skeggið, hermannlegur á velli. Þegar
ég lít til baka þessi tæplega þrjátíu
ár síðan ég kynntist fjölskyldunni á
Njálsgötu 27, sé ég hann fyrir mér
sitjandi í stólnum sínum í horninu
með tóbaksdósina og kötturinn
Lukka ekki langt undan - eða í
sumarbústaðnum við Meðalfellsvatn
í sól og sumri. Hann útbjó bryggju
í flæðarmálinu með áföstum hæg-
indastól og gat veitt endalaust án
þess að þreytast, en Guðrún tengd-
amamma hljóp um fjöruna eins og
unglingur kallandi: „Sástu laxinn
stökkva Hemmi?"
Hermann var húsgagnasmiður að
mennt og starfaði við smíðar megn-
ið af sinni starfsævi. Hann var að-
eins átta ára þegar hann missti
móður sína úr spönsku veikinni.
Faðir hans neyddist til að leysa
heimilið upp tímabundið og senda
bömin frá sér. Hermann var mis-
heppinn með heimili og var oft van-
svefta, svangur og hrakinn. Sjálfur
mátti hann ekkert aumt sjá og stóð
vörð um minnimáttar fram í rauðan
dauðann.
Hann var ekkert bráðhrifinn af
káupmönnum, taldi þá bölvað íhald
og hló svo manna hæst þegar hann
sjálfur gerðist kaupmaður á efri
árum og setti upp fornsölu í bílskúm-
um á Njálsgötunni. Faðir hans hafði
stundað fornsölu um skeið og þegar
eitt af bamabörnunum tók upp
merkið gat hann státað af fomsölum
í þtjá ættliði. Það átti vel við Guð-
rúnu og Hermann að standa í versl-
un, þau höfðu svo gaman af fólki
sem kom og spjallaði um allt milli
himins og jarðar. Marga góða kunn-
ingja eignuðust þau á þessum árum
og vinir og vandamenn áttu jafnan
greiðan aðgang að þeim.
1. maí var einn mesti hátlðisdagur
SIG URBJÖRG
ÞÓRARINSDÓTTIR
+ Sigurbjörg Þór-
arinsdóttir
fæddist á Auðnum
í Sæmundarhlíð í
Skagafirði 23. ág-
úst 1915. Hún lést á
heimiii sínu í
Reyiyavík 27. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Hallfríður
Jónasdóttir og Þór-
arinn Sigurjónsson.
Systkini hennar
eru: Sigríður, f.
1913, d. 1962; Guð-
björg, f. 1914, d.
1991; Jón, f. 1917; Ragnar Örn,
f. 1921; og Þórhallur, f. 1926,
d.1981.
28. desember 1946 giftist
Sigurbjörg eftirlifandi eigin-
manni sínum, Ragnari Bjarna-
syni, f. 6. júlí 1913.
Þau eignuðust eng-
in börn en ólu upp
eina fósturdóttur,
systurdóttur Sig-
urbjargar, Díönu
9.10.
maki Þor-
steinn Kárason, f.
26.5. 1944. Þau eiga
tvær dætur: Sigur-
björgu Laufeyju, f.
16.10. 1960, maki
Eyþór S. Guð-
mundsson, f. 25.11.
1959, hún á þrjú
börn; og Rögnu
Huldrúnu, f. 10.9. 1966, maki
Andri Lindbergsson, f. 28.6.
1961, þau eiga þijú börn.
Útför Sigurbjargar fer fram
frá kapellu Fossvogskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Mig langar að minnast í nokkrum
orðum elskulegrar ömmu minnar, eða
Ebbýjar eins og ég og flestir aðrir
kölluðum hana. Mér finnst svolítið
erfítt að átta mig á að hún sé farin,
því hún var að mér fannst óijúfanleg-
ur hluti af lífi mínu þessi 36 ár sem
ég hef lifað. Flestar minar bemsku-
minningar tengjast Ebbý þvi ég bjó
með foreldrum mínum á heimili henn-
ar og Ragnars (afa) í Háagerði 31
fyrstu átta ár ævi minnar. Á þessum
árum mynduðust sérstök tengsl á
milli okkar Ebbýjar og eftir að við
fluttum var ég heimagangur í Háa-
gerðinu og var þar mikið, sérstaklega
á unglingsárunum.
Ég minnist Ebbýjar ekki öðruvísi
en að hún væri að gera eitthvað í
höndunum, hún var snillingur á
saumavél og það sem mér hafði
fundist druslulegur efnisbútur varð
á dagatali Hermanns, sama þótt
hann væri orðinn fótalúinn, um leið
og hann heyrði Nallann spratt hann
á fætur og tók á rás í 1. maí-
gönguna. Og það var á 1. maí í fyrra
sem Hermann var fluttur af Land-
spítalanum á Fjórðungssjúkrahúsið
á ísafirði, þaðan sem hann átti ekki
afturkvæmt, þrátt fyrir góða
umönnun.
Hermann var hafsjór af fróðleik
og kunni ógrynni af ljóðum, þulum
og sögum. Hann var ekki mikið fyr-
ir breytingar, bjó allan sinn búskap
á Njálsgötu 27 og var einn af þeim
sem kærði sig lítið um að ferðast
til útlanda, en var samt manna fróð-
astur um borgir, menningu og sögu
framandi landa. Það kom enginn að
tómum kofunum þar sem Hermann
var og hús hans stóð öllum opið.
Hjarta hans var stórt og rúmaði
auðveldlega andstæður, til dæmis
var erkisósíalistinn jafnan einlægur
aðdáandi amerískra bíla og ófáir
kaggarnir sem hann keypti af Sölu-
nefndinni í gegn um tíðina, dyggi-
lega studdur af eiginkonu og börn-
um.
„Hann kemur mér jafnan í hug
þegar ég heyri góðs manns getið“
var eitt sinn sagt um íslenskan mann
og vist er að Hermann verður
ógleymanlegur öllum sem kynntust
honum. Frá minningu hans stafar
birtu og yl sem eru mælskari en orð
um manninn sjálfan.
Ásdís Gunnarsdóttir.
Fátítt er en ber þó við að menn
komnir á miðjan aldur tengist vin-
áttuböndum sem endast upp frá því
meðan báðir lifa. Fyrir aldarþriðj-
ungi þurftum við að láta breyta íbúð
okkar við Bjamarstíg lítillega. Ég
spurði kunningja minn margfróðan
hvort hann þekkti ekki einhvem
smið sem fáanlegur væri til slíkra
viðvika. Taiaðu við Hermann Guð-
laugsson á Njálsgötu, þú finnur hann
í símaskránni, sagði hann.
Ég lét ekki segja mér það tvisvar
en hringdi til Hermanns strax um
kvöldið, kynnti mig og bar upp erind-
ið. Ég skal koma yfír til þín og líta
á þetta, svaraði hann. Og fáum mín-
útum síðar knúði hann dyra.
Þegar ég lauk upp stóð á stiga-
pallinum reffilegur maður á sextugs-
aldri með ræktarlegt dökkt skegg á
efrivör, suðrænn að yfirbragði og
höfðinglegur álitum. Við héilsuð-
umst. Handtak hans var hlýtt og
þétt.
Er ekki að orðlengja það að með
okkur samdist og hann lauk verki
sínu vel og greiðlega. Ekki var hann
að dýrindis flík eftir stutta stund í
höndum Ebbýjar. Öll handavinna og
föndur virtist leika í höndum hennar
og ég hafði það að orðatiltæki: Ef
Ebbý getur það ekki þá getur það
enginn.
Annað áhugamál var stór þáttur
í lífi Ebbýjar og það voru ferðalög
um landið, útilegur, og ég held að
það séu fáir staðir á landinu sem
Ebbý og Ragnar hafa ekki komið
á. Þegar þau hættu að komast í
útilegur, var það Ebbý mjög dýr-
mætt að komast áfram út í náttur-
una með því að dvelja nokkra daga
á sumri í sumarbústað foreldra
minna og frænku í Kjósinni.
Það eru margar minningar sem
fara í gegnum hugann og þær minn-
ingar geymi ég alltaf því Ebbý var
ekki bara elskuleg amma mín, held-
ur líka vinkona mín og trúnaðarvin-
ur og hún var alltaf til staðar hve-
nær sem var, fyrir hvað sem var. Og
í dag er ég þakklát fýrir að hafa
gert mitt besta til að vera til staðar
fyrir hana og hjálpa til við að virða
hennar hinstu ósk, sem var að fá
að vera heima síðustu vikurnar á
heimili sínu í Háagerðinu við hlið
Ragnars, mannsins sem hún var
búin að vera gift í 50 ár.
Ég ætla að kveðja hana Ebbý
mína með þessum orðum:
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Skáld-Rósa)
Þín
Sigurbjörg Laufey.
dýrseldur. Ég varð að beita hörðu
til að fá að borga honum verkalaun
sem væru mér ekki til vansæmdar.
í kaupbæti fengum við velvild hans
sem fljótlega þróaðist yfir í svo náið
vinfengi að fyrr en varði vorum við
orðin heimagangar hjá þessum ná-
granna okkar og höfum verið það
síðan.
Þegar við kynntumst fjölskyld-
unni á Njálsgötu 27 voru þar 6 í
heimili. Elstur var Finnbogi Finn-
bogason tengdafaðir Hermanns,
kempulegur karl með stórskorið
höfuð, hafði augljóslega verið
hreystimenni á sínum bestu árum
en var nú kominn á níræðisaldur
og tekinn að fella af. Hann var
nærri tvo áratugi skipstjóri á flutn-
ingaskipinu Skaftfellingi og þekkti
manna best sjólagið fyrir hafnlausri
suðurströnd íslands. í Verslunar-
sögu Vestur-Skaftfellinga er birt
mynd af síðu úr leiðarbók Skaftfell-
ings sem Finnbogi færði, svo fallega
rituð að aðdáun vekur. Þótt kominn
væri að fótum fram þegar hér um
ræðir sást hann daglega ganga
fram og aftur um þilfarið utan við
húsið frá stefni að skut og skyggn-
ast til veðurs uns hann hvarf
skyndilega af vettvangi; hafði þá
fengið væga heilablæðingu og verið
fluttur á sjúkrahús. Þar lá hann
spakur um hríð, klappaði báðum
höndum á sængina öðru hveiju og
hafði orð á að þetta væri skrýtið
skip. Skömmu síðar var hann allur.
Húsmóðirin Guðrún Finnboga-
dóttir var á æskuskeiði efriáranna,
ákaflega hress og fijálsleg, Reykja-
víkurdama í húð og hár, vaxin upp
í miðbænum milli stríða, vissi allt
um borg hinna gömlu gilda, mann-
líf þeirra sem eiga sín ævispor und-
ir malbikinu og handan við sögu
steinkastala með tindrandi silfur-
bergs- og hrafntinnumulning í
pússningunni. Fulltrúi kynslóðar
sem alið hefur allan aldur sinn i litlu
vinalegu timburhúsunum við götur
Njáls og Grettis, einörð kona og
aðlaðandi með músík í blóðinu.
Börnin voru þijú: strákar tveir á
menntaskóiaaldri haldnir ólæknandi
bíladellu sem olli ískyggilegri tog-
streitu milli drungalegra kennslu-
bóka og heillandi tryllitækja en
kunnu þó fótum sínum forráð svo
allt fór vel um síðir; yngst var litla
systir innan við fermingu, auga-
steinn foreldra sinna og eftirlæti
bræðranna. Þetta var vel gefið og
vel gert fólk sem ól ekki með sér
drauma um drottnun yfir neinum
en var hollt ættjörð sinni og þjóð,
stéttvíst og stóð við hlið lítilmagn-
ans í blíðu sem stríðu, skipaði sér
í raðir þeirra sem frelsi, jafnrétti
. og bræðralagi unna. Hjónin þekktu
annan hvern mann í hverfinu og
systkinin vinmörg svo deyfð og doði
þrifust ekki innangátta í húsi Her-
manns og Guðrúnar en gestir þeim
mun betur.
Hermann var lærður húsgagna-
smiður og kom upp úr kafinu þegar
við tókum að bera saman bækur
okkar að meistari hans og móðir
mín voru systrabörn. Hann hét Þor-
steinn Sigurðsson, rak verkstæði og
bjó alla sína manndómsævi að Grett-
isgötu 13, einn virtasti maður í sinni
iðn á landinu meðan hann var og
hét. En húsgagnasmíði hefur oft
reynst stopul starfsgrein og þegar
kynni okkar Hermanns hófust hafði
hann hallað sér meir að öðru. Hann
starfaði lengi hjá Áhaldahúsi
Reykjavíkurborgar en hlaut þar lit-
inn frama eins og vænta mátti jafn-
róttækur og hann var! Hann þráað-
ist við að gera valdhöfunum það til
geðs að ganga úr vistinni en þreytt-
ist að lokum á ranglæti þeirra, tók
sög sína, hefil og tommustokk og
gerðist sjálfs sín, kom sér upp dá-
litlu verkstæði í skúrbyggingu við
húsið og skorti sjaldan verkefni.
Ófáar voru ferðir mínar á verkstæð-
ið til Hermanns, oftast án annars
erindis en spyrja um hagi og heilsuf-
ar eða ræða um landsins gagn og
nauðsynjar. Stundum var Guðrún
hjá honum með smiðssvuntu að lím-
bera, bæsa, mála eða halda við, því
sum verk eru einum erfið en tveimur
létt. Þau voru samhent í þessu sem
öðru. Maður fór alltaf auðugri af
þeirra fundi og einatt bijóstbjartari,
því Hermann átti til að seilast inn-
undir hefilbekkinn eftir grænu gleri
og rétta gesti sínum til hýrgunar í
hófi.
Finnbogi sonur þeirra, sem allir
þekkja úr útvarpinu, var bráður til
ásta eins og margur af þeirri vel
öldu kynslóð og krækti sér ungur
í enska brúði sem ól honum glæsi-
lega og lífmikla stelpu, Guðrúnu
Maríu Finnbogadóttur, sem fæddist [
með músíkgáfu ömmu sinnar í gen-
unum og er að vísra dómi ein álitleg-
asta söngkona sinnar kynslóðar hér
á landi. Atvik höguðu því svo að
Guðrún María ólst að miklu leyti
upp hjá afa sínum og ömmu, var
gleði þeirra á efri árum og færði
þeim í fósturlaun ungan og hraust-
an Hermann fyrir þrem vetrum. )
Sagt er að hver sé sinnar gæfu*";
smiður. Maður freistast til að trúa
því þegar litið er til barnaláns Her-
manns og Guðrúnar, því börn
þeirra, tengda- og barnabörn hafa
vakað yfir velferð þeirra í elli og
borið þau á höndum sér. Þegar
Hermann tók að þreytast á smíðum
settu hjónin á stofn litla fornsölu í
verkstæðisskúrnum og höfðu af því
svolitla aukagetu með ellilaununum
en aðalávinningurinn var þó sú til-
breytni frá gráma hversdagsins að
njóta umgengni við alls konar fólk
sem losna vildi við gamalt dót, við-
skiptavini í leit að ódýrum notuðum
hlutum eða dagdrífara sem litu inn
til að skoða og spjalla en keyptu
aldrei neitt. Ætli þeir hafi ekki ver-1
ið flestir þegar allt kemur til alls 1
og kannski vinsælastir líka!
Hermann og Guðrún voru lagin
að skapa sér og sínum lífsfyllingu.
Þau komu sér upp bústað við vatn ,
í Kjósinni og lítilli kænu, skutust •
þangað þegar tóm gafst og renndu I
fyrir fisk eða til þess eins að losna
um stund frá skarkala borgarinnar
og hlaða sig orku fuglasöngs og frið-
sældar í sveitinni.
En allt streymir og aldarfjórð-
ungi eða svo eftir fráfall gamla^
skipstjórans var tengdasonurinn
tekinn við að ganga fram og aftur <
utan við húsið og gá til veðurs, orð- í
inn fótafúinn en átti þann metnað ,
samt að mæta meðan stætt var niðri
við Laugaveg til að sýna sarnstöðu {
á hátíðisdegi verkalýðsins. Það hef-
ur verið í hittifyrra að ég sá hann \
síðast standa á gangstéttinni og 5
styðjast fram á staf sinn meðan
kröfugangan skálmaði* hjá. Ég (
undraðist hvernig hann hefði kom-
ist þangað uns ég sá Guðlaug son
hans að baki honum; „sumur er af
sonum sæll".
Við litum sem oftar inn á Njáls-
götunni einhvem tíma á einmánuði
í fyrra. Þá mátti greina að Her-
manni var brugðið. Þó kom hanriC
fram í stofu, drakk með okkur kaffi
og kippti tappa úr koníaksflösku.
Til enn frekari munaðar tókum við
karlar fáein korn í nefið af gömlum
vana og létum nokkur vel valin orð
falla um valdhafana. Þetta urðu
okkar hinstu fundir.
Hinn 2. maí hringdi Sesselja dótt-
ir þeirra og sagði okkur að pabbi
sinn væri kominn á Fjórðungssjúkra-
húsið á ísafirði. Mér þótti það furðu-
leg frétt. Hvers vegna á ísafirði?
Þá rifyaðist upp fyrir mér að ég
hafði aldrei getað hent alminlega
reiður á hvar Hermann óx úr grasi.
Það var næstum sama hvaða staður
á landinu barst í tal, alltaf skyldi
Hermann kannast við hann og hafí'*
dvalist þar eða í grennd lengur eða
skemur á bernsku- eða æskuárum.
Meira að segja á Brú á Jökuldal sem
er ekki næsti bær við Njálsgötu 60
þar sem hann fæddist. Skýringin var
sú að hann missti móður sína átta
ára gamall í spönsku veikinni 1918,
og faðir hans átti erfitt með að halda
stórum bamahópi sínum saman.
Þess vegna lágu spor drengsins svo
víða. Er það ekki tímanna tákn og
himnesk samræming réttlætisins að
þegar hann á níræðisaldri er orðinn
of veikur til að hægt sé að veita_
honum nauðsynlega aðhlynningu
heima er enginn staður finnanlegur
í fæðingarborg hans þar sem hann
geti notið hjúkmnar síðustu ævi-
stundirnar?
Við hjónin þökkum Hermanni
Guðlaugssyni einstaka tryggð og
artarsemi í okkar garð. Guðrúnu,
niðjum þeirra og öðrum vandamönn-%.
um sendum við vinarkveðju.
Einar Bragi.