Morgunblaðið - 06.02.1997, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 06.02.1997, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 51 FÓLK í FRÉTTUM BÍÓÞYRSTIR Hollandsfarar ættu að kíkja í Filmhuis í Arnheim þar sem boðið er upp á bláan opal og listrænar bíómyndir. Á myndinni sést Filmhuis í baksýn en ekki er vitað nafn hundsins fremst á myndinni. Forboðið íslenskt sælgæti í Hollandi Frekar hass en bláan ópal BÍÓÞYRSTIR íslendingar sem leið eiga um Holland, eða nánar tiltekið um Arnheim í Hollandi, geta átt von á því að sjá bannað- an bláan íslenskan ópal í hillum í einu kvikmyndahúsi í borg- inni, rambi þeir þar inn. Lian Siekman, sem starfar í kvikmynda- húsinu ,,Filmhuis“ í Arnheim sem sýnir listrænar myndir, var stödd hér á landi á dög- unura og sagði í sam- tali við Morgunblað- ið að hún reyndi ávallt að eiga birgðir af bláum ópal til í bíóinu en hún hreifst af sælgætinu þeg- ar hún dvaldist hér á landi sem vinnuskiptinemi fyrir um 10 árum. Vandamálið er hinsvegar að innflutningur á sælgætinu til Hollands er bannaður. „Ég kem reglulega til íslands vegna þess að ég er fararstjóri hér á landi á sumrin og kaupi þá alltaf um 200 pakka af bláum ópal á heimleiðinni til að selja i „Filmhuis“. Það er hámarks- magn sem ég get tekið með mér úr landinu. Mér datt i hug að bjóða upp á þessa vöru í bíóinu eftir að hafa kynnst því hér á landi og til að bjóða upp á eitt- hvað sem fæst hvergi annars staðar í nágrenninu og það hef- ur mælst einkar vel fyrir hjá bíógestum. Ef Islendingar koma kaupa þeir nokkra pakka og sturta þeim upp í sig,“ segir Lian og brosir. Hún hefur þegar reynt að fá leyfi fyrir innflutningi sælgætisins en hefur allstaðar rekist á veggi hingað til. Ástæða þess að ópalið er bann- að er að of stórir skammtar af klóroformi eru í opalinu, eða 0,8%, sem er yfir hollenskum stöðlum um leyfilegt magn efn- isins í matvörum. „Það er í lagi að reykja hass í Hollandi en það er ekki í lagi að borða bláan Opal. Það finnst mér skjóta dálítið skökku við.“ Skammturinn sem Lian tekur með sér frá íslandi í hvert skipti dugir í um einn og hálfan mán- uð en um 100 gestir sækja bíóið á hverju kvöldi. Bjargaði manns- lífi með snöru LÖGREGLUSTJÓRINN í Pend- leton í Oregon í Bandaríkjunum, John Trumbo, brá á það ráð nýlega að bjarga með snöru manni sem var strandaglópur á skeri. „Ég er enginn kúreki en vissulega hef ég snarað nokkrar kýr,“ sagði Trumbo hróðugur eftir hetjudáðina. John White og Mike McAllist- er frá Pendleton voru að aka eftir afskekktum vegi í síðustu viku þegar bíllinn þeirra tók að fljóta en mikið vatnsveður hafði verið á þessum slóðum. Þeir snöruðust út úr bílnum og kom- ust upp á þurrt land, White upp á þjóðveginn en McAllister komst á þurrt hinumegin vatns- elgsins, sem var straumþungur og um tveir metrar á dýpt. Þegar lögreglan kom á stað- inn sveiflaði Trumbo lögreglu- stjóri snörunni til McAllisters sem brá henni um sig miðjan og var svo dreginn yfir á hinn bakkann. „Hann hefði aldrei haft þetta af nema vegna þess að ég hafði snöruna meðferðis," sagði Trumbo. ^ v' ' _ m- _ SAMmo'm sámbio KRINGLUBl# E n 111111111111iiin iiiiTiin 11111111 i r riTm Kringlunni 4-6 sími 588 0800 - NETFANG: http://www.sambioin.com/ FRUMSÝNING: KONA KLERKSINS D N WASHINGTON W H I T N E Y HOUSTON The Preachers Wife Muxiið stefnumótaináltíðina á CARUSO Tónlistin úr myndinni fæst í Klerkurinn er í klípu og Denzel Washington er engillinn sem svarar bænum hans. Inn í málið kemur Whitney Houston, gullfalleg eiginkona klerksins og málin eiga eftir að flaekjast áður en þau leysast. Rómantisk gamanmynd sem kemur á óvart og tónlistarviðburður ársins. Veisla fyrir augu jafnt sem eyru. Sýndkl. 3, 5.15f 9 og 11. HringjaríNN í SHÐIGITAL IAVtH'S PRISDDEHS Sýnd kl. 6.45, 9 og 11.20. B. I. 16 ÁRA Sýnd kl. 3 og 5. iJloaxíasaíai aísamico OTYIOLYIíIIk, ^am ö~llsíahlr sninjíar umarsúpa ’armimano rœnn pipar andir JIÖTÍL 40K iUTflUilltll • (flít orhiia JHétísieikt eta assa O' • Simi 551 1247 • Fax 551 1420 %A únasa u 'eruíería osíaiería

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.