Morgunblaðið - 06.02.1997, Side 3

Morgunblaðið - 06.02.1997, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 3 Sparif járeigandi Haf&u eftirfarandi í huga þegar þú rá&stafar sparifé þínu: OAllar tölur um ávöxtun verðbréfasjóða eru byggðar á fortíðinni. Ávöxtun í fortíð gefur engin fyrirheit um ávöxtun í framtíð. Því geta þessir aðilar ekki boðið ákveðna framtíðar ávöxtun. Sú ávöxtun, sem verðbréfasjóðir bjóða nú, er reiknuð þannig að miðað er við það tímabil þegar ávöxtunin var sem hæst, hvort sem það eru síðustu 3 mánuðir, 6 mánuðir eða ár. Bankabækur bera breytilega vexti. Bestu kjörin, sem bankarnir bjóða nú, eru á þeim innlánsreikningum sem hafa lengsta binditímann. Auk þess geta bankarnir breytt vöxtunum einhliða hvenær sem er. Samt sem áður er innstæðan áfram bundin út lánstímann. OÞær vaxtatölur, sem nú eru mest kynntar, miða án efa við það að innlausn spariskírteina ríkissjóðs stendur nú yfir. En hvað gerist svo? Gerðu skýran greinarmun á verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum, eða raunvöxtum annars vegar og nafnvöxtum hins Bb vegar. í tölum um ávöxtun innlánsstofnana og verðbréfasjóða eru tveir breytilegir þættir, annars vegar vextirnir sjálfir og svo verðtryggingin. Þetta gerir fyrirheitin um ávöxtun í framtíðinni enn óvissari. OÞað teljast ekki góð vísindi að fjárfesta í verðbréfum þegar verð þeirra er í hámarki, eins og nú virðist vera, sé tekið mið af auglýsingum ýmissa aðila á markaðnum. Meginreglan er sú að menn kaupa þegar gengið er lágt og selja þegar það er hátt! Þegar tekin er ákvörðun um ávöxtun sparifjár er einnig nauðsynlegt að hafa atriði Q í huga. OSpariskírteini ríkissjó&s bera fasta vexti umfram ver&tryggingu, allt til lokagjalddaga. Þau eru auk þess au&seljanleg hvenær sem er á lánstímanum. Trygg&u þér öryggi og gó&a ávöxtun. Fjárfestu í ver&trygg&um spariskírteinum ríkissjó&s.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.