Morgunblaðið - 06.02.1997, Page 11

Morgunblaðið - 06.02.1997, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 11 FRÉTTIR Mál íslandsbanka og þrotabús útgerðar fyrir Hæstarétti Deilt um hvort kvóti sé veðsettur MÁL þar sem deilt er um hvort veðsetja þurfi kvóta sérstaklega eða hvort hann sé veðsettur um leið og skipið, sem hann fylgir eins og almennt fylgifé, verður flutt í Hæstarétti í næstu viku. Deilt er um hvenær umráðaréttur skips og kvóta hafi færst frá útgerðarfélagi til banka sem keypti skipið á nauð- ungaruppboði en þrír mánuðir liðu frá því að nauðungarsala fór fram og þar til Hæstiréttur hafði fjallað um kæru vegna framkvæmdar nauðungarsölunnar og úrskurðað hana löglega. íslandsbanki er stefnandi í málinu og telur sig hafa orðið fyrir tjóni af því að útgerðarfélag- ið Auðunn hf. í Vestmannaeyjum, sem nú er gjaldþrota, gekk á kvóta fiskiskipsins Drangavíkur með því að halda því til veiða eftir að skipið hafði verið selt á nauðungarsölu og eiga í viðskipt- um með aflamark skipsins fyrr- greinda þrjá mánuði. 9,5 milljóna króna bætur í héraðsdómi var þrotabú út- gerðarfélagsins dæmt til að greiða bankanum 9,5 m.kr., en það var talið markaðsvirði mismunarins á úthlutuðu aflamarki frá 1. septem- ber 1994 og aflamarksstöðu skips- ins þann 22. nóvember sama ár þegar bankinn fékk skipið afhent. Bankinn byggir mál sitt á því Undanþágur frá samræmdum prófum Skýra ekki ein- kunnamun HJÁ Rannsóknastofnun upp- eldis- og menntamála telja menn undanþágur frá töku samræmdra prófa ekki skýra þann mikla einkunnamun sem er á milli einstakra skóla og landshluta. Finnbogi Gunnarsson, um- sjónarmaður samræmdra prófa hjá Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála, segir þó að vissulega séu ekki allir skólar með jafn hátt hlut- fall nemenda með undan- þágu. „En þegar við skoðum þetta á landsvísu og milli fræðsluumdæma þá er mjög lítill munur á hlutfallinu. I Reykjavík fengu á síðasta ári 2% nemenda í 10. bekk und- anþágu frá próftöku og 1,9% á landsbyggðinni, þannig að sá munur er vart marktækur. Þar sem þetta hlutfall var lægst var það 1,3% og hæst var það 3,6%,“ segir Finn- bogi. Á síðasta ári fengu alls 86 nemendur undanþágu frá því að taka samræmt próf í stærðfræði, 91 fékk undan- þágu frá íslenskuprófi, 107 frá enskuprófi og flestir fengu undanþágu frá dönsku- prófinu, alls 152 nemendur. Finnbogi segir þetta svipað hlutfall og undanfarin ár og vísar því alfarið á bug að það skekki heildarmyndina. Héraðsdómur dæmdi bankanum 9,5 milljónir króna í bætur að þar sem aflahlutdeild skips (varanlegur kvóti) fylgi skipi við eigendaskipti hafi aflahlutdeild Drangavíkur flust yfir til bankans við nauðungarsöluna. Hún fór fram 28. júlí 1994, áður en aflamark fiskveiðiársins 1994/1995 lá fyrir, en bankinn telur að aflamarkið hafi verið innifalið í aflahlutdeildinni. Með því að gera skipið út eftir sölu þess á nauðungaruppboði og ganga á aflaheimildir hafi þau réttindi sem bankinn öðlaðist með kaupum á skipinu verið skert enda telur bankinn að aflahlutdeild og aflamark sé óbein eignarréttindi og eftir nauðungaruppboðið hafi öðrum en bankanum ekki verið heimilt að ráðstafa þeim réttind- um. íslandsbanki stefndi vegna þessa bæði þrotabúi Auðuns hf. og stjórnarmönnum þess persónu- lega. Fylgi aðeins við frjálsa sölu Af hálfu útgerðarfélagsins og stjórnarmanna krafðist Brynjar Níelsson lögmaður sýknu á þeirri forsendu að aflahlutdeild Dranga- víkur hafi ekki fylgt skipinu við nauðungarsöluna og að bankinn hafi ekki átt veð í kvótanum. Ákvæði laga um stjórn fiskveiða um að aflahlutdeild fylgi skipi við eigendaskipti þess eigi aðeins við þegar um frjálsa sölu er að ræða. Jafnvel þótt talið verði að afla- heimildirnar hafi fylgt skipinu við nauðungarsöluna hafi meiri kvóti verið fluttur til skipsins en frá því í kvótaviðskiptum á tímabil- inu. Þá hafi dómstólar á sínum tíma kveðið á um að útgerðarfélagið hefði umráð skipsins meðan ágreiningur vegna uppboðsins væri fyrir dómi, synjun sýslu- manns við lögbannskröfu bankans hafi ekki verið borin undir dóm- stóla eins og heimilt hafi verið og sjávarútvegsráðuneyti hafi stað- fest þá ákvörðun Fiskistofu að hafna kröfu bankans um að koma í veg fyrir flutning aflamarks frá skipinu. I niðurstöðum Þorgeirs I. Njáls- sonar héraðsdómara við Héraðs- dóm Suðurlands, sem dæmdi í málinu í febrúar á síðasta ári, seg- ir að aflahlutdeild Drangavíkur hafi ekki verið skilin frá skipinu þegar nauðungarsala á því fór fram. Að svo komnu máli hafi ákvæði laga um stjórn fiskveiða og tveggja þágildandi reglugera staðið í vegi fyrir því að Auðunn hf. hefði heimild til ráðstöfunar á aflahlutdeild skipsins. Þrotabúið bótaskylt, stjórnarmenn ekki Þá leggur héraðsdómarinn þann skilning í fyrrgreint ákvæði 2. mgr. 11. gr. laga um stjórn fisk- veiða að eignarréttur að aflahlut- deild Drangvíkur hafi í öllu falli við samþykkt tilboðs bankans 15. ágúst 1994 flust yfir til bankans enda hafí krafa útgerðarfélagsins um ógildingu nauðungarsölunnar ekki náð fram að ganga. Eftir að bankinn var orðinn eig- andi aflahlutdeildar skipsins hafi aflamark sem skipinu var úthlutað á grundvelli aflahlutdeildarinnar sætt skerðingu vegna aðgerða út- gerðarfélagsins Auðuns. Þótt opinberir aðilar hafi léð atbeina sinn til þeirrar ráðstöfunar hafi skerðingin allt að einu verið á áhættu og ábyrgð útgerðaraðilans og því sé Áuðunn bótaskyldur gagnvart bankanum. Bótaábyrgð var því felld á þrotabúið en stjórn- armennirnir sýknaðir. Báðir aðilar málsins áfrýjuðu því til Hæstaréttar, þar sem málið verður flutt á mánudag. Þrotabúið krefst sýknu en bankinn áfrýjaði sýknudómi yfir stjórnarmönnun- um. Andlát JÓN RAGNAR ÞORSTEINSSON JÓN Ragnar Þor- steinsson héraðsdóm- ari á Selfossi er látinn, 54 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur síð- astliðinn mánudag. Jón Ragnar fæddist 22. ágúst 1942 á ísafirði. Foreldrar hans voru Þorsteinn Sveins- son hdl., bæjarstjóri á ísafírði og síðar skrif- stofustjóri hjá húsa- meistara ríkisins í Reykjavík, og Þórunn Sveinsdóttir húsfreyja á ísafirði og í Reykja- vík. Jón Ragnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1964 og lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1971. Þá um haustið gerð- ist hann fulltrúi hjá bæjarfógetan- um í Vestmannaeyjum og varð aðal- fulltrúi 1974. Hann var skipaður héraðsdómari í Vest- mannaeyjum 1982 og gegndi því embætti til ársins 1992 að hann varð héraðsdómari við Héraðsdóm Suður- lands á Seifossi. Settur bæjarfógeti í Vest- mannaeyjum var hann á árunum 1985-1987. Jón Ragnar var um tíma formaður Sam- kórs Vestmannaeyja og Kórs Landakirkju og sat um árabil í stjórn Norræna félagsins í Eyjum. Hann átti sæti í almannavamanefnd og í yfirkjör- stjórn Vestmannaeyja við bæjar- stjórnarkosningar frá 1974 til 1986. Eftirlifandi eiginkona Jóns Ragn- ars er Sigrún Anna Bogadóttir, snyrti- og fótaaðgerðafræðingur. Þau eiga tvær dætur og tvö barna- börn. Morgunblaðið/RAX SOGSLÍNA eitt liggur í gegnum byggðina í Mosfellsbæ en íbúasam- tökin í Mosfellsdal hafa m.a. farið fram á að hún verði tekin niður. Nesjavallalína um Mosfellsdal „Viljum ekki vera aðveitubær fyrir borg-ina“ GUÐNY Halldórsdóttir íbúi í Mos- fellsdal og formaður veitu- og um- hverfisnefndar bæjarstjórnar í Mosfellsbæ segir að íbúar Mosfells- dals hafi engan áhuga á að vera einhvers konar aðveitubær fyrir Reykjavík og vísar þar til þeirra ummæla Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra að ekki komi til greina að leggja alla fyrir- hugaða Nesjavallalínu í jörðu, eins og íbúasamtök í Mosfellsdal hafa farið fram á. Guðný segir að fólk flytji til Mosfellsdals til að njóta útivistar á Mosfellsheiði en það sé ekki hægt þegar þéttriðið net rafmagnslína blasi við. Aðspurð um þá umsögn Þorgeirs Einarssonar yfirverkfræð- ings verkfræðideildar Rafmagns- veitu Reykjavíkur að það sé u.þ.b tvöfalt dýrara að leggja jarðstreng en loftlínu, segir hún að það hljóti að kosta eitthvað að ganga vel um náttúruna. Þegar borinn er saman rekstrar- kostnaður jarðstrengs og loftlínu segir Þorgeir Einarsson að m.a. þurfi að huga að kostnaði við eftir- lit og bilanir. „Eftirlit með jarðstrengjum er eðlilega mun umfangsminna en við loftlínur, því eftirlit með jarð- strengjum takmarkast við það að fylgst sé með endabúnaði þeirra, en rekstur loftlína krefst reglu- bundinnar skoðunar og eftirlits. Rafmagnsveitan hefur ekki reynslutölur til að styðjast við til að meta kostnað við eftirlit og fyrir- byggjandi viðhald loftlína en tölur annarra orkufyrirtækja gefa til kynna að hann sé árlega vel innan við 0,5% af stofnkostnaði," segir hann. Viðgerð á jarðstreng mun dýrari en á loftlínu Þá segir Þorgeir að bilanir á loft- línu geti verið algengari en á jarð- streng, en með skilvirku eftirlits- kerfi og vandaðri hönnun má lág- marka þá hættu. En hins vegar sé viðgerð á jarðstreng margfalt dýr- ari en á loftlínu og taki auk þess lengri tíma. Verð: 1.995,- Áður:^4<495^ Tegund:2524 Stærðir: 36-41 Litur: Brúnir Kvenkuldaskór með vatnsvörn Póstsendum samdægurs loppskórinn Veltusundi við Ingólfstorg sími: 552 1212

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.