Morgunblaðið - 06.02.1997, Síða 21

Morgunblaðið - 06.02.1997, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 21 ERLENT Þjóðarsorg í Israel ÍSRAELSKIR hermenn fara í í ísrael um kostnaðinn, jafnt í fé gegnum eigur félaga sinna, 73 sem mannslífum, við íhlutunina að tölu, sem fórust þegar tvær í Suður-Líbanon en þangað var þyrlur rákust saman í fyrradag. för þyrlnanna heitið. I Israel rík- Slysið hefur ýtt undir umræður ir nú þjóðarsorg vegna slyssins. Hátíðahöld í Búlgaríu eftir að sósíal- istar féllust á kosningar Þjóðm fagnar en efnahagsum- bætur bíða Sofíu. Reuter. FAGNAÐARLÆTI voru mikil í Búlgaríu eftir að sósíalistar, sem sitja við stjómvölinn, samþykktu kosningar í apríl næstkomandi, tuttugu mánuðum fyrir lok kjör- tímabilsins. Dagblöð lýstu yfir sigri fólksins, sem hélt uppi kröftugum mótmælagöngum gegn stjóm sós- íalista og efnahagsstefnu þeirra í 30 daga samfleytt. Fagnandi almenningur breytti götuvirkjum í götuhátíðir á þriðju- dagskvöldið og dansaði og söng fram undir morgun, þrátt fyrir frostveður. Helzti stjórnarand- stöðuflokkurinn, Bandalag lýðræð- isafla, bauð til sigurhátíðar í Sofíu í gærkvöldi. Um 15 þúsund námsmenn fóru sigurgöngu um götur höfðuborgar- innar síðdegis í gær, og lögðu leið sína að forsetahöllinni, þar sem þeir hylltu Petar Stoyanov forseta, en hann miðlaði samkomulaginu um kosningar. Stoyanov beindi þeim varnaðarorðum til landa sinna, að samkomulagið leysti ekki hinn al- varlega efnahagsvanda, sem landið ætti nú við að etja. „Þrátt fyrir sigur ykkar er það skylda mín að segja ykkur að þetta er aðeins upphafið, og þið ættuð þá fyrst að fagna, þegar raunveru- legar umbætur eru í höfn,“ sagði forsetinn í ávarpi af svölum forseta- hallarinnar. Samkvæmt ákvæðum í stjórnar- skrá verður forsetinn nú að skipa bráðabirgðaríkisstjórn, sem mun fyrst og fremst hafa það hlutverk að skipuleggja kosningarnar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn opnar fyrir efnahagsaðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gaf í gær út yfirlýsingu um að hann myndi hefja viðræður um efnahags- aðstoð, strax og bráðabirgðaríkis- stjórnin hefði verið skipuð. Efnahagsaðstoð frá sjóðnum og Evrópusambandinu við Búlgaríu hafði verið fryst þar til eygja mætti lausn á stjórnmálaóreiðunni í land- inu. Flugleiðir innanlands og Reykjavíkurborg bjoða þer ógleymanlega helgi í borg sem iðar af lifi og fjöri. : IJ ^ t **■“* mm dþíf vs* gð mMUUKr l B j h | B / JSsk hotel' RevViav‘w / f ngtM söfti, ieiksýnii á hverjnm tlegi. í ótat verslunum. Ú sjáifsögðu fyrsta flokks hótel um aiia borg. li/s ; x r n FLUCLEIDIR INNANLANDS m ■ varðandi stækkun. Það er opið hjá okkur til kl. 22:00 í kvöld Opið til kl. 22:00 í kvöld Er hægt að stækka tölvuna? J Get ég bætt við minni? ) Borgar sig að fá nýja? ) * Get ég sett margmiðlunarbúnað í tölvuna? ) Hvað þarf að skipta um? ) .Tölvukjör TOlVUr verslun heimilanna Méð skrúfjárnið á lofti! Ertu að hugsa um uppfærslu á gömlu tölvunni þinni? Líttu við hjá okkur í kvöld því tæknimenn Tölvukjara verða með skrúfjárnin á lofti. Komdu með gömlu vélina og fáðu ráðleggingar Notfærðu þér ökeypis ráðgjöf tæknimanna okkar varðandi hvaðeina sem þér liggur á hjarta! öll fimmtudagskvold / Fræðsla ! & fjör \ í Tölvukjör S frá klukkan sjo til tíu . Faxafeni 5 108 Reykjavík Sími 533 2323 Fax 533 2329 tolvukjor@itn.is Opið virka daga 12:00-18:30 fimmtudaga 12:00-22:00 og laugardaga 10:00-16:00 A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.