Morgunblaðið - 06.02.1997, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Frumformin
undirstaða alls
í sýningarsalnum Önnur hæð við Laugaveg, hefur
verið opnuð sýning á verkum eftir myndlistarkonuna
Eyborgu Guðmundsdóttur, en hún lést árið 1977, 52
ára að aldri. Á þeim sýningum sem Eyborg tók þátt
í á árunum frá 1961 til dauðadags markaði hún sér
sérstöðu sem einn helsti fulltrúi íslendinga í geómet-
ríska málverkinu og „optískri“ myndlist. Einar Falur
Ingólfsson kynnti sér feril Eyborgar.
AÐSTANDENDUR sýningarsalarins
Önnur hæð, Pétur Arason og Ingólfur
Amarson, hafa stefnt að þessari sýn-
ingu um skeið. „Eyborg var merkilegur lista-
maður sem fólk þekkir ekki lengur,“ segja
þeir og benda á að það sé ákaflega erfitt fyr-
ir almenning að nálgast íslenska list. „Fólk
getur hvergi gengið að verkum eftir marga
látna listamenn; þau eru hvergi uppi við og
sjást ekki.“
Þeir segja sýningunni fýrst og fremst ætlað
að minna á Eyborgu. „Hún var verðugur full-
trúi listhreyfinga sem voru mjög í deiglunni
þegar hún var að fást við þessa hluti, einskon-
ar sambland af „op“ og konstrúktífri list sem
hún hafði góðan skilning á og þróaði persónu-
lega.“
Eyborg Guðmundsdóttir fæddist árið 1924.
Fyrstu tvö árin ólst hún upp þjá foreldrum
sínum á Isafirði, en þá lést móðir hennar og
Eyborgu var komið í fóstur hjá ömmu sinni
í Ingólfsfirði í Strandasýslu. Sextán ára göm-
ul fór hún að heiman til að afla sér menntun-
ar, settist I Laugarvatnsskóla en greindist
eftir örfáa daga með berkla og var flutt á
berklahælið á Vífilstöðum. Þar dvaldist hún í
fjögur erfíð ár, en tókst engu að síður að
mennta sig ágætlega, ekki síst lágu tungumál
vel fyrir henni.
Eftir að hún var komin út í atvinnulífíð
fylgdist Eyborg vel með listalífí borgarinnar,
hreifst af nýjum stefnum og ekki síst í mynd-
listinni, en það átti þó eftir að líða hálfur
annar áratugur þar til hún fór sjálf að máia.
Það var árið 1959 sem Eyborg hélt til Parísar
til að leggja stund á myndlist. Hún innritaðist
í skóla en leist illa á hann og hætti, og ákvað
að takast á við verkefnin utan skóla; að mála
mikið, sækja sér tilsögn til listamanna, skoða
myndlist og fylgjast með því sem var að gerast.
Fljótlega eftir komuna til Parísar kynntist
Eyborg einum af kunnari málurum borgarinn-
ar á þeim tíma, Victor Vasarely, en hann
bauð henni aðstoð sína og veitti henni tilsögn
allan þann tíma sem hún var í borginni. Ey-
borg vann af kappi og var fljótlega boðin
þátttaka í starfshópi um 30 myndlistarmanna
sem unnu út frá abstraktinu; „Group Mes-
ure“, en margir sýnendanna voru orðnir kunn-
ir á þeim tíma. Á árunum 1961 til 1965 sýndi
Eyborg víða með hópnum, einkum í Þýska-
landi og Frakklandi, og hlutu myndir hennar
viðurkenningar og lofsamleg ummæli gagn-
rýnenda.
í janúar 1965 flutti hún heim til íslands
og sagði um það leyti i viðtali, að einfaldleik-
inn í listum ætti best við hugarfar hennar.
Hún einsetti sér „að koma á reglu í eigin
hugarheimi" og því væri stíll hennar þessi.
„Ég hef lengi aðhyllst geometriska abstrakti-
on, þar eru óendanlegir möguleikar og engin
hætta á stöðnun meðan líkami og sál eru
heilbrigð og innri þörf knýr ekki til breytinga."
Eyborg opnaði um þetta leyti sína fyrstu
einkasýningu í Bogasalnum, og sýndi 35
málverk auk klippimynda og teikninga. Til
þess var tekið hve vönduð sýningarskrá lista-
konunnar væri, með greinum franskra fræð-
inga um list hennar. Dómar voru að mestu
jákvæðir og Valtýr Pétursson skrifaði að nokk-
uð langt væri „síðan sézt hefur jafn heilleg
sýning á geometrískri list“.
Hún hélt áfram að sýna með félögunum í
Evrópu en opnaði aðra einkasýningu sína á
Mokka haustið 1966. Hún tók þátt í félags-
störfum og samsýningum, tók að sér verkefni
við bókaskreytingar, og hélt áfram að þroska
myndstíl sinn. Árið 1968 giftist Eyborg Reyni
Þórðarsyni, þau eignuðust dótturina Gunn-
hildi, og í kjölfarið hvíldi Eyborg sig á mynd-
list í þtjú, fjögur ár. Þá stóð hún að listsýning-
um á landsbyggðinni, fyrst með Sambandi
austurhúnvetnskra kvenna, og fór sýningin
víðar undir heitinu „List um landið".
málverk, glermyndir og hlutir. í mörgum verk-
anna kvað við nýjan tón í íslenskri myndlist,
þar sem voru áhrif frá „optískri" - eða sjón-
hverfulist. Bragi Ásgeirsson sagði m.a. í dómi
sínum: „Eyborg hefur staðfest það með þess-
ari sýningu, að hún er vandvirkur málari, sem
gædd er miklu hugrekki og einurð og vinnur
því umtalsverðan sigur með þessari sýningu."
Þessi sýning Eyborgar, sem haldin var þeg-
ar hún var fímmtug, varð hennar síðasta.
Heilsuleysi ágerðist og hún lést í júní 1977,
fimmtíu og tveggja ára að aldri, og átti þá
fímmtán ára listamannsferil að baki. Hún
náði á þeim tíma að marka sér sérstöðu innan
geómetrísku listarinnar, en um list sína sagði
Eyborg sjálf: „Myndir mínar eiga sjaldnast
að tákna neitt sérstakt. Myndin er tilbúin í
huganum áður en ég byija að mála og ég
mála aldrei yfir, annaðhvort tekst mér strax
að fá myndina eins og ég ætla í upphafi eða
þá að ég byija á nýjan leik... Ég held því
ekki fram að geometrían - eða konstrukti-
visminn - sé öðrum stefnum fremri eða rétt-
ari. Það vill aðeins svo til, að hún hentar
mér. Mér finnst hún spennandi viðfangsefni.
Frumform hennar, hringur, ferhyrningur og
lína, eru undirstaða alls umhverfís okkur og
í öllu áþreifanlegu lífi og það er hægt að bijóta
þessi form upp í óendanlegum tilbrigðum."
Sýningarsalurinn Önnur hæð er opinn á
miðvikudögum frá 14 til 18 og samkvæmt
samkomulagi.
Eyborg tók þá eftir að vinna að myndsköp-
uninni af kappi og afraksturinn var sýndur á
stórri einkasýningu sem opnaði í Norræna
húsinu í mars 1975. Þar voru 55 myndir;
Morgunblaðiö/Sveinn Þormóðsson.
EYBORG Guðmundsdóttir á vinnu-
stofu sinni.
Klerkurinn, konan hans
og engillinn þeirra
KVIKMYNDIR
Bíóhöllin/
Kringlubíó
KONA KLERKSINS,,
The Preacher’s Wife“ ★
Leikstjóri: Penny Marshall. Handrit:
Nat Mauldin og Alian Scott Aðal-
hlutverk: Denzel Washington, Whitn-
ey Houston, Courtney B. Vance og
Gregory Hines. The Samuel Gold-
wyn Company. 1996.
FJÖLSKYLDUMYNDIN Kona
klerksins mun að einhveiju leyti vera
endurgerð á Konu biskupsins frá
árinu 1947 og víst er að hún hefði
getað verið gerð fyrir fímmtíu árum.
Allt í henni er hollywoodlegt á gamal-
dags og úr sér genginn máta í leik-
stjóm Penny Marshalls. Tilfinninga-
semin og væmnin hefði kannski
gengið fyrr á öldinni en heimurinn
er talsvert breyttur frá því á fyrstu
lýðveldisárum íslendinga, eða það
skyldi maður ætla. Söngkonan
Whitney Houston fer með hlutverk
eiginkonu sérstaklega upptekins
prests í fátækrahverfi svertingja en
Denzel Washington leikur engil sem
guð hefur sent prestinum til aðstoð-
ar. Það eina sem maður sér að hand-
ritshöfundamir Nat Mauldin og Allan
Scott hafa lagt sig fram um að vanda
sig við er að koma fyrir söngatriðum
í myndinni svo hin fallega og einstak-
lega hæfíleikaríka söngkona Whitney
Houston geti heillað áhorfendur.
Ekki gerir hún það með viðvanings-
legum leik sínum. Eiga söngatriðin
erindi í myndina? Ekki nokkurt. Selja
þau hana? Hundrað prósent.
Houston á í nokkrum erfíðleikum
með að leika konu klerksins, ekki
aðeins af því hana skortir leikreynslu
heldur af því hlutverkið eins og önn-
ur stór hlutverk í myndinni er ekki
upp á marga físka. Handritshöfund-
amir velkjast fram og aftur með litla
sögu og einfalda persónusköpun og
Marshall gerir ekki meira en að fílma
það sem fyrir hann er lagt. Myndin
er ákaflega fjölskylduvæn á furðu-
lega ódýran máta þar sem lausnir á
vandamálum í lífí fólks fínnast á
undraverðan hátt og Houston ýmist
brosir sínu breiðasta eða setur fýlu-
stút á munninn á milli þess sem hún
syngur fyrir son sinn, í kirkjunni eða
á djassbar í nágrenninu og svo í kirkj-
unni aftur; eftir allt á þetta að heita
hennar bíómynd. Washington hefur
ekki mikið bitastæðara hlutverk því
engillinn kemst aldrei almennilega
fyrir í sögunni; hann virkar eins og
aukapersóna. Stærsta og bitastæð-
asta rullan er í höndum Courtney
B. Vance en hann leikur prestinn
upptekna og hnoðar meira úr honum
en hin tvö geta kreist úr hlutverkum
sínum til samans. Gregory Hines fer
með lítið hlutverk milljónamærings
sem maður veit ekki hvort á að vera
góður, vondur eða bara leiðinlegur.
Að auki er hér allt svo ofur smekk-
legt og stílhreint að maður getur
næstum séð aðstoðarfólkið sækja
klæðnaðinn í búningadeildir kvik-
myndafélagsins og hárgreiðsludöm-
urnar hamast á söngkonunni. Það
er ekki alvöru líf í þessari mynd frem-
ur en tjaldinu sem hún er sýnd á.
Arnaldur Indriðason
Að sjá með eyranum og
heyra með augunum
FYRSTA Sjónþing
ársins í Gerðubergi er
helgað hljóðskúlptúr-
istanum Finnboga
Péturssyni og hefst
það sunnudaginn 9.
febrúar kl. 14. Þá mun
Finnbogi ræða vítt og
breitt um myndlist
sina fyrir opnu húsi
og sýna litskyggnur
og myndbandsbrot af
verkum sínum. Hon-
um til aðstoðar verða
spyrlamir Halldór
Bjöm Runólfsson list-
fræðingur og mynd-
listarmennimir Hulda
Hákon og Jón Óskar.
Eins og endranær er úrval verka
til sýnis í Gerðubergi en á Sjónar-
hóli, Hverfisgötu 12, hefur Finn-
bogi komið fyrir nýjasta verki sínu,
Spor. Verkið samanstendur af
fjölda hljóðkorta sem láta uppi
hinar margvíslegustu danshreyf-
ingar þegar stutt er á hnappana.
Þetta eru færanlegar „teikningar"
sem áheyrandinn getur snúið sér
eftir eða dregið upp í huganum
og tekið með sér heim í anda
„Aktu-taktu“.
í kynningu segir:
„Finnbogi Pétursson
hefur markað sér
óvanalegt svið á inn-
lendum myndlistar-
vettvangi. Um árabil
hefur hann fengist við
að búa til svokallaða
hljóðskúlptúra eða
hljóðteikningar, þá
töfralist að gera hið
ósýnilega sýnilegt.
Segja má að Finnbogi
hafi hausavíxl á skyn-
færunum þannig að
við sjáum með eyrun-
um og heyrum með
augunum. Skúlptúrar
hans draga dám af
hljóðfærum þar sem hljóði og
mynd er tvinnað saman með að-
stoð nýjustu tækni og vísinda."
Sýningin í Gerðubergi stendur
frá 9. febrúar - 30. mars en þeirri
á Sjónarhóli lýkur 2. mars. Sjónar-
hóll er sjálfstæður sýningarsalur
sem starfar í samvinnu við Gerðu-
berg og nýtur velvijja atvinnulífs-
ins. Hann er opinn fimmtudaga til
sunnudaga frá kl. 14-18. Aðgang-
ur á Sjónþingið í Gerðubergi er
kr. 300.
Finnbogi
Pétursson