Morgunblaðið - 06.02.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 25
__________LISTIR
Hasarskemmt-
un frá Harlin
KVIKMYNPIR
Laugarásbíó/
Regnboginn
KOSS DAUÐANS„The
Long Kiss Goodnight
★ ★ ★ Vi
Leikstjóri: Renny Harlin. Handrit:
Shane Black. Tónlist: Alan Silvestri.
Kvikmyndataka: Guillermo Navarro.
Aðalhlutverk: Geena Davis, Samuel
L. Jackson. Patrick Malahide, Brian
Cox, Craig Bierko og G.D. Spradl-
ing. New Line Cinema. 1996.
FINNSKI hasarleikstjórinn
Renny Harlin er kominn í banastuð
aftur með þessum nýjasta spennu-
trylli sínum sem hann kallar Koss
dauðans eða „The Long Kiss Good-
night“. Harlin er sá leikstjóri í
Hollywoodborg sem hvað flinkastur
er að framleiða hasar sem heldur
manni límdum við hvíta tjaldið með
hugmyndaríku samblandi kvik-
myndatöku og klippingar og skapar
raunverulega spennu með hasarn-
Verðlaunaveit-
ing gagnrýnd
í NORSKA bókmenntaheiminum er
úthlutun bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs til Dorrit Willumsen
umdeild.
Skáldsaga Willumsen gerir Her-
man Bang meinlausan. Mótsagna-
kenndar persónur úr fortíðinni eru
skáldaðar inn í vinalegt sósíaldemó-
kratískt umhverfi, segir Bang-sér-
fræðingurinn Oystein Ziender í við-
tali við Aftenposten. Willumsen vísar
gagnrýninni á bug á þeim forsendum
að Bang hafi verið svo margslunginn
persónuleiki að vafalaust væri hægt
að draga upp fimm ólíkar myndir
af honum.
um ólíkt minni spámönnunum.
Harlin kann öðrum betur að gera
spennutrylli og sýnir það eftirminni-
lega í Kossi dauðans þar sem kona
hans, Geena Davis, fer að auki á
kostum í hlutverki minnislausrar
húsmóður er kemst að því að í fyrra
lífi var hún leigumorðingi á vegum
hins opinbera. Með henni í leit að
lífi sem var slæst Samuel L. Jack-
son, og hann klikkar ekki fremur
en fyrri daginn. Saman eru þau
skemmtilegasta par hasarmynd-
anna síðan Robert De Niro leiddi
Charles Grodin yfir þvera Ameríku
í „Midnight Run“.
Davis er eins og hundrað manns
í aðalhlutverkinu. Hún er þessi
dæmigerða ameríska hasarmynda-
hetja en líka svolítið meira því hún
er ekki bara kvenkyns Stallone/
Schwarzenegger heldur er áhersla
hennar einnig á hið kvenlega, þótt
stundum sé það groddalegt, og
hjálpi okkur allir heilagir, hið móð-
urlega. Styrkur myndarinnar ligg-
ur ekki síst í því að Geena og einn-
ig Jackson, þótt fari kannski ekki
eins mikið fyrir því, láta okkur
finna til með persónum sínum.
Tekist hefur að gera hasarmynda-
persónur sem ekki eru pappafígúr-
ur. Umhyggja Davis fyrir dóttur
sinni virkar ekta og samstaða Jack-
sons með henni er einnig eitthvað
sem við kaupum auðveldlega. Hinu
góða efnasambandi á milli þeirra,
sem kyndir undir hasarinn, má
einnig þakka talsvert skemmtileg-
um og jarðbundnum húmor í
bragðgóðu handriti Shane Black.
Þegar við bætist leikni Harlins í
að sviðsetja og tímasetja nákvæm-
lega út í ystu æsar hasaratriðin
og fá út úr þeim hámarksáhrif
ertu kominn með skothelda
skemmtun.
Söguþráðurinn er kannski ekki
upp á marga fiska en hann er
hvorki betri né verri en í hasar-
myndum yfirleitt og snýst um held-
ur bilaðan hugsunarhátt CIA núna
eftir að kalda stríðinu er lokið;
fremur skörðótt en ekkert sem slít-
ur filmuna. Harlin skilaði síðast frá
sér slappri sjóræningjamynd, sem
þó átti sína kafla. Hann er kominn
á fullt skrið aftur með þessari.
Kossi dauðans vegnaði ekki sérlega
vel í miðasölunni vestra af ein-
hveijum dularfullum ástæðum.
Hún er besta afþreying sem komið
hefur í bæinn í langan tíma og
hefði með réttu átt að vera met-
sölumynd.
Arnaldur Indriðason
Vatnslita-
myndir í Safni
Ásgríms
UM helgina verður Safn Ásgríms
Jónssonar opnað að nýju með
sýningu á úrvali vatnslitamynda
eftir Ásgrím í eigu safnsins og
Listasafns Islands. Flestarjieirra
eru landslagsmyndir sem As-
grímur málaði á árunum 1910-
1930, meðal annars í Skaftafells-
sýslum, en þær myndir eru ein-
stæðar í sinni röð.
Sýningin verður opin um helg-
ar kl. 13.30 til 16 og stendur til
loka maímánaðar.
Hrabal
látinn
Prag. Reuter.
TÉKKNESKI rithöfundurinn
Bohumil Hrabal lést á mánu-
daginn á sjúkrahúsi í Prag,
82 ára að aldri. Hrabal skrif-
aði yfir fimmtíu bækur en á
meðal þeirra má nefna „Lestir
undir eftirliti“ og „Ég þjónaði
Englandskonungi". Var hann
virtur og dáður í heimalandi
sínu, Tékklandi, og minntist
Vaclav Havel, forseti landsins,
hans.
Hrabal var gigtveikur og
var lagður inn á sjúkrahús
þess vegna. Hann lést hins
vegar er hann féll út um
glugga af fimmtu hæð en talið
er að hann hafi verið að fóðra
dúfur og misst jafnvægið.
„Hann skrifaði óheflaðan,
fallegan texta ... Ég tel hann
hafa verið eitt mesta prósa-
skáld okkar tíma,“ sagði Ha-
vel er hann minntist Hrabals.
Skrifaði forsetinn ritgerð um
Hrabal í skóla og kynntist
skáldinu síðar. Verk Hrabals
voru stjórnmálaádeila og
bönnuð á tímum kommúnista
en þau voru fjölrituð og þeim
dreift á meðal andófsmanna.
Nokkrar kvikmyndir hafa
verið gerðar eftir verkum
Hrabals en Tékkar kynntust
margir hveijir verkum hans í
fyrsta sinn er þau voru leyfð
eftir hrun kommúnismans
1989.
dimmur í
' "s <> • -
WSi I WBBUM ^
súkkulaój
... 'iJÍjg :'-em nSI- il U ) ‘ - \ \gmK fSÉÉF \ V
: -v
1 F r \ * ' % m
W A já á 1 & 11 i m iL,,, * j \wf w ] i / / i
"I /áL w ^ mm