Morgunblaðið - 06.02.1997, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
V
AÐSEIMDAR GREINAR
Hlutverk og
aukahlutverk
UNGUR myndlist-
armaður, Stefán Jóns-
son að nafni, búsettur
í Singapore, finnur hjá
sér tilefni að rita lang-
loku í blaðið og er
ástæðan augljóslega
rýni um sýningu vinar
hans og/eða skoðana-
bróður Helga Hjalta-
líns Eyjólfssonar, í
sýningarsalnum við
Hamarinn í Hafnar-
firði í marz á sl. ári.
Greinin birtist
nokkuð seint og má
innihald hennar skýra
það öðru fremur, þótt
ekki beri rýnirinn brigður á að
einhveijar tæknilegar ástæður á
blaðinu valdi seinkuninni. Sjálfur
lagðist rýnirinn ekki gegn birtingu
hennar frekar en annarra sem
beint er gegn skrifum hans.
Auðvitað fjallar rýnirinn um
hveija og eina sýningu eins og
hún kemur honum fyrir sjónir og
skilmerkilega eiga skrifin að
spegla þau hughrif sem hann
verður fyrir, jafnt af andrúminu
í sýningarsölunum sem verkun-
um. Sjálf verkin gefa svo mismik-
ið tilefni til umfjöllunar, geta
hvorttveggja verið í aðalhlutverki
sem aukahlutverki. Fyrir kemur
að rýmið yfirgnæfi þau og getur
þá verið tilefni til umfjöllunar, en
er aldrei stefnumark-
andi, og á stundum
er ris þeirra svo lítið
að fæst orð bera
minnsta ábyrgð,
segja þó jafnvel mest,
á hvorn veginn sem
verða vill.
Málflutningur
Stefáns, er svo öfug-
snúinn og vanhugsað-
ur að fátt telst svara-
vert. Frumleikinn
felst helst í því, að
ganga gegn öllum
viðteknum staðreynd-
um og hér helgar
meðalið tilganginn,
sem er að sverta og tortryggja
skrif rýnisins.
Vægi umbúða sýninga er þann-
ig ekki uppfinning hans heldur
almenn staðreynd sem ekki verður
framhjá gengið, þótt stundum sé
hún hunzuð af listamönnum, sem
hafa það eitt að stefnumörkum
að ögra og ofbjóða fólki. Einnig
styrkþegum og námslánafólki sem
vilja sanna sig á vettvanginum
með málamyndaframkvæmdum,
en virðast sjá eftir hveijum eyri
sem lagður er í ytri byrði þeirra,
og kveinkar sér undan öllu erfiði
sem sýningarstússi fylgir. Afleitur
og kæruleysislegur frágangur sí-
byljusýninga er svo aðalorsök
minnkandi aðsóknar og áhuga,
Metnaður hvers svip-
mikils listamanns hlýtur
að mati Braga Asgeirs-
sonar að ná til þess að
sýna í rými sem hæfír
verkum hans.
sem því miður vill bitna á mikils-
verðum framkvæmdum á vett-
vanginum. Metnaður hvers svip-
mikils listamanns hlýtur einnig að
vera að sýna í rými sem hæfir og
lagar sig að því ákveðna sköpun-
arferli sem athafnir hans frambera
hveiju sinni.
Skrif sín endar Stefán með því
að vísa til þess meinta „fárán-
leika“ að ég leyfði mér einhvern-
tíman að vitna í málarann fjöl-
gáfaða James Abbott McNeill
Whistler, er tók að sér listrýni
fyrir eitt Lundúnablaðanna fyrir
rúmum hundrað árum. Árásum á
skrif sín svaraði hann með þeim
ummælum að sér væri ekki skylt
að beita köldum rökum, vegna
þess að 40 ára reynsla, þ.e. yfir-
sýn, þekking, dómgreind og inn-
sæi, væru að baki rýninni. Þetta
var auðvitað fært úr samhengi líkt
og annað, en til eru þeir sem
meta meir tillærð rök og listheim-
Bragi
Ásgeirsson
RENÉ Magritte, „La tentative de l’im-
possible", Tilraun með hið ómögulega,
olía á léreft, 1928.
þetta ef vill, og dugur
er til að fletta í erlend-
um blöðum og tímarit-
um. Á það einnig við
hvað varðar sýningar-
stjóra og listfræðinga,
sem liggja víða undir
mikilli rýni og áfellis-
dómi, auk þess sem
fárviðri geisar á opin-
berum vettvangi út af
stjórnun listasafna og
hausar fjúka. Mönn-
um er nefnilega, svo
sem fram kemur, afar
annt um þessa hlið
uppbyggingar þjóð-
menningar víðast
hvar, þótt hér ríki hel-
köld þögn óttans og
ég einn örfárra sem
rýfur hana.
Stefán Jónsson
ómerkir öll skrif sín,
er hann vísar til rýni
minnar um áður-
nefnda sýningu Helga
Hjaltalíns Eyjólfsson-
ar. Það var þannig
nokkuð mikið lagt úr
því af listspírunni
spekilegar upptuggur en þessi atr-
iði.
Vel að merkja er rýnirinn ein-
ungis einn af mörgum um að
gagnrýna þróunina innan lista-
skóla síðustu áratugi, á hann hér
skoðanabræður víða um heim.
Vísar sérstaklega til þess, að hug-
tökin „frelsi og fijálsar athafnir“
sem menn hafa innleitt, byggjast
m.a. á að ryðja burt sígildum
námsfögum, yfirlegum og grunn-
menntun um leið. Það hefur hann
tíundað lið fyrir lið í vettvangs-
skrifum sínum. Hér eru alls engar
„samsæriskenningar“ á ferð, og
getur Stefán Jónson kynnt sér
sjálfri, að vekja athygli á að verk-
in væru eitruð, ekki eingöngu í
fjölmiðlum heldur einnig í rituðum
textum á veggjum. Og svo á það
að vera saknæmt af einum listrýni
að vísa sérstaklega til þessa!
Mun háskinn væntanlega hafa
átt að opna fyrir flæði forvitinna
á gjörninginn, sem munu hins veg-
ar verið lítið og trúlegast var rýnir-
inn sökudólgurinn! Skyldi ekki
frekar komið dæmi um að menn
skjóta sig í fótinn, jafnt suður með
sjó og í Singapore.
Höfundur er
myndlistargagnrýnandi
Morgunblaðsins
Brýnt að bæta kjörin
í ÞEIM kjarasamningsviðræð-
um sem standa yfír er ljóst að
launafólk ætlar sér sinn skerf af
góðærinu. Viðhorf þess einkennast
af því að nú er mælirinn fullur,
fólk er búið að fá nóg. Það er
búið að fá nóg af því að eiga erf-
itt með að sjá fyrir sér og sínum
af þeim launum sem boðið er upp
á. Krafan um verulega hækkun
grunnlauna er hávær, talan 100
þúsund á mánuði hefur verið nefnd
sem lágmarkslaun og þykir ekki
óraunhæf hjá þeim sem þurfa að
lifa af launum þar undir.
Hræðsluáróðurinn
á fulla ferð
Ef hlustað er á viðsemjendur
einkennist umræðan af því að sami
gamli söngurinn er viðhafður.
Meginstefíð í þeim söng er nú sem
fyrr að ekki megi ógna þeim
„stöðugleika" sem ríkt hefur í
þjóðfélaginu undanfarin ár með
því að hækka laun sem nokkru
nemur.
Það er þráttað um prósentur
og hvaða áhrif launahækkanir
muni hafa á verðlag. Ekki eru
menn á eitt sáttir í útreikningum
og sýnist sitt hveijum eftir því
BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR
tyrir WINDOWS
Einföld lausn á
flóknum málum
s\ KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
www.treknet.is/throun
hvorum megin borðs
er setið. Hræðsluá-
róðurinn er kominn á
fulla ferð og sem áður
er reynt að höfða til
samvisku fólks með
fullyrðingum um að
minnstu launahækk-
anir kveiki jafnstund-
is verðbólgubálið.
Hagfræðingar vinnu-
veitenda hafa komist
að þeirri niðurstöðu
að 3,5% launahækk-
anir á ári séu hámark
til að allt fari ekki í
bál og brand. Þessu
trúir launafólk ekki.
Það trúir því ekki að
það geti verið sanngjarnt nú á
tímum hagvaxtar og batnandi
afkomu fyrirtækja að einaferðina
enn eigi það að sitja eftir, í öllu
góðærinu.
Boðskapur úr ráðuneyti
og ráðhúsi
Ekki má gleyma nýja boð-
skapnum úr herbúðum fjármála-
ráðuneytis og ráðhúss, sem í
stuttu máli felur í sér að minnka
miðstýringu kjarasamninga og
færa þá sem mest út í stofnanir.
Með öðrum orðum að reyna að
draga máttinn úr
stéttarfélögunum.
Það læðist að manni
sá grunur að með
þessu eigi að fyrir-
byggja að með sam-
takamætti heildar-
innar nái launafólk
fram kjarabótum eða
jafnvel að verið sé að
opna leið til að geta
brotið rétt launafólks
án afskipta stéttarfé-
laga. Rök viðsemj-
enda á bak við þessar
hugmyndir er, að ein-
falda eigi launakerfið
og gera það gagn-
særra og auðskiljan-
legra. Einnig að færa eigi valdið
til fólksins. Valdið verður fært til
yfirmanna stofnana sem ákvarða
eiga „árangurstengda" launavið-
bót/persónuflokka til starfs-
manna. Eftir hvaða reglum það
verður gert eða hvort einhveijar
reglur verða yfirhöfuð hafðar til
viðmiðunar er ekki til umræðu við
stéttarfélögin.
Þessu má líkja við að fá blauta
tusku í andlitið, sérstaklega fyrir
konur. Beðið hefur verið eftir að
starfsmat yrði framkvæmt með
þá von að það myndi leiða til
Laun leikskólakennara
eru of lág, segir Björg
Bjarnadóttir, miðað
við ábyrgð og álag og
mikilvægi leikskólans.
launajöfnunar, sérstaklega á milli
karla- og kvennastétta. Það er til
lítils að ætla að nota starfsmat
við grunnlaunaákvarðanir ef ofan
á það á að bæta greiðslum hvaða
nafni sem þær nefnast og kippa
forsendunum að baki starfsmatinu
þar með í burtu. Það hefur sýnt
sig að þeir sem njóta viðbótar-
greiðslna í dag eru fyrst og fremst
karlar og því skyldi það breytast
þó greiðslurnar heiti eitthvað ann-
að?
Allt hefur
sín takmörk
Það er sagt að stéttarfélögin
geri óraunhæfar kröfur, kröfur
sem, ef fram næðu að ganga
myndu kollvarpa þessum margum-
talaða stöðugleika. Það sætir
furðu að viðsemjendur skuli vera
agndofa og hneykslaðir yfír því
að launafólk skuli vilja verja rétt-
indi sín og fara um leið fram á
umtalsverðar launahækkanir.
Halda menn að þolinmæði fólks
sé óþijótandi? Launafólk hefur
sýnt mikla þolinmæði og ábyrgð,
en allt hefur sín takmörk.
Stéttarfélög hafa hvert á fætur
öðru lagt fram kröfugerðir sínar,
m.a. Félag íslenskra leikskóla-
kennara. Áðalkrafan í kröfugerð
félagsins er að hækka byijunar-
laun leikskólakennara í 110 þús-
und á mánuði. Það er nú allt og
sumt. Ekki eitt einasta andartak
munu leikskólakennarar trúa því
Rlðgjöf Bókhald Skattskil
Skipholti 50b__sími 561 0244 / 898 0244_fax 561 0240
Öll bókhalds- og framtalsþjónusta af bestu gerð
■ Framtöl einstaklinga ■ Ársreikningar ■ Vsk-skýrslur
og fyrirtækja og ráðgjöf og uppgjör
RBS______________________Gunnar Haraldsson hagfræðingur
Björg
Bjarnadóttir
að það sé óraunhæf krafa þrátt
fyrir allan söng viðsemjenda. Leik-
skólakennarar eins og margir aðr-
ir eru búnir að fá sig fullsadda
af misskiptingunni í þjóðfélaginu
og stefnu stjórnvalda varðandi
launamál síðustu ár. Áðurnefndar
hugmyndir um breytt launakerfi
fylltu þar endanlega mælinn.
Krafan er
hærri laun
Starf Ieikskólakennara er
krefjandi og ábyrgðarmikið. Kröf-
urnar hafa aukist síðustu ár með
breyttum þjóðfélagsháttum og
þar með breyttu hlutverki leik-
skólans. Samkvæmt lögum er
leikskólinn skilgreindur sem
fyrsta skólastigið í íslensku skóla-
kerfi þó hann sé ekki skylda held-
ur val foreldra. Laun leikskóla-
kennara eru allt of lág miðað við
þá miklu ábyrgð og álag sem fylg-
ir starfinu og mikilvægi leikskól-
ans fyrir yngstu þegna þessa
lands.
Félag íslenskra Ieikskólakenn-
ara mun leggja áherslu á að fá
kjör leikskólakennara bætt í þess-
um kjarasamningaviðræðum. Þeg-
ar á reynir stendur stéttin saman
um baráttumálin. Nú eru kjaramál
baráttumálin.
Það ætti að vera hagur þessar-
ar þjóðar að skipa skólamálum á
hærri sess en hingað til hefur
verið gert. Það sýnir umræðan svo
ekki verður um villst. í skóla-
göngu barnsins er leikskólastigið
fyrsti hlekkurinn í keðjunni og
því þarf að hlúa vel að leikskólan-
um hvað varðar alla þætti ekki
síður en að öðrum skólastigum.
Ef sveitarfélög vilja geta státað
af góðu skólastarfi, eins og gjarn-
an er gert á hátíðisdögum, þarf
að vinna þar faglært fólk með
mannsæmandi laun. Fólk sem
finnur að það og starf þess er
metið.
Höfundur er formaður Félags
íslenskra leikskólakennara.
h|