Morgunblaðið - 06.02.1997, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 27
AÐSEIMDAR GREINAR
Veðsetning
veiðiheimilda
í SÍÐUSTU viku var
frumvarp ríkisstjórnar-
innar um samningsveð
rætt á Alþingi. Umdeilt
ákvæði þessa frum-
varps varðar veðsetn-
ingu veiðiheimilda og
urðu snarpar umræður
um þann þátt frum-
varpsins. í því er kveðið
á um að veðsetning
veiðiheimilda ein sér sé
ekki leyfileg. Síðan er
sagt að hafi skip verið
veðsett þá sé óheimilt
að færa veiðiheimildir
varanlega af skipinu
nema með samþykki
allra veðhafa.
Þar sem veiðiheimildum er aldrei
úthlutað á aðra aðila en á skip er
augljóst að hér er verið að tryggja
hag þeirra sem hafa lánað útgerðar-
mönnum og tekið veð í skipi og þar
með í veiðheimildum þess. Ástæða
fyrirhugaðrar lagasetningar er sú
Þetta frumvarp, segir
_ ~~
Agúst Einarsson,
er fjandsamlegt
landsbyggðinni.
að verðmæti í veiðiheimildum eða
kvóta er verulegt og er lánað út á
þær með veði í skipi langt umfram
verðmæti sjálfs skipsins.
Að tryggja stöðu lánastofnana
Lánastofnanir hafa hingað til
tryggt sig á þann hátt að útgerðar-
menn skrifa undir yfirlýsingu að
þeir ráðstafi ekki kvóta af skipinu
án þess að bera það undir lánastofn-
anir. Þessir fijálsu samningar eru
gerðir víða í bankakerfinu, m.a. af
opinberum sjóðum.
Nú hefur fallið dómur í undirrétti
að slíkir samningar haldi ekki í reynd
ef útgerðarmenn ákveða að bijótá
þá og selja veiðiheimildir án þess
að leita samþykkis veðhafa. Það eru
því lánastofnanir sem knýja á um
þessa lagasetningu og segja að það
ríki réttaróvissa við lán af þessu
tagi. Það eru hins vegar sárafá til-
vik um slík samningsbrot.
Þetta mál er ekki svo einfalt að
hægt sé að líta á það eingöngu út
frá því sjónarmiði að tryggja betur
stöðu lánastofnana. Í lögum um
stjórn fiskveiða segir að nytjastofnar
á íslandsmiðum séu sameign ís-
lensku þjóðarinnar. Þrátt fyrir þetta
ákvæði fá útgerðarmenn þann rétt
að fénýta nytjastofnana
án þess að greiða fyrir
það. Veiðiheimildum er
úthlutað ókeypis til út-
gerðarmanna, sem síð-
an geta selt og leigt
þær og hagnast veru-
lega án þess að greiða
nokkuð til eigenda veið-
heimildanna, almenn-
ings.
Þetta fyrirkomulag
hefur valdið verulegum
deilum og jafnaðar-
menn hafa tekið for-
ystu, bæði innan þings
og utan, um að lagt
verði á veiðileyfagjald
sem er réttlát aðgerð og í samræmi
við lög um sameign þjóðarinnar.
Niðurlæging Framsóknar
Sjálfstæðisflokkurinn vill óbreytt
kerfi og hefur fengið Framsóknar-
flokkinn inn á þetta frumvarp. í síð-
ustu ríkisstjórn stöðvaði Álþýðu-
flokkurinn löggjöf af þessu tagi.
Þetta frumvarp grefur undan
ákvæðum laga um sameign þjóðar-
innar á nytjastofnum vegna þess að
yfirráð útgerðarmanna yfir kvótan-
um eru fest betur í sessi með að
hafa sérstakan lagaramma um lán
út á kvóta og tryggja lánastofnanir
í því sambandi.
Frumvarpið hefur einnig þær af-
leiðingar að fyrirtæki sem eru fjár-
hagslega veik verða enn háðari lána-
stofnunum sínum. Þetta gildir ekki
hvað síst um fyrirtæki á landsbyggð-
inni. Þannig er þetta frumvarp fjand-
samlegt landsbyggðinni.
í umræðunni á Alþingi kom skýrt
fram hvernig Framsóknarflokkurinn
hefur gersamlega verið beygður í
þessu máli og stendur ekkert eftir
af hugmyndum þingmanna þess
flokks í sjávarútvegsmálum sem
voru mjög áberandi fyrir kosningar.
Þetta á ekki hvað síst við þingmenn
Framsóknar í Reykjaneskjördæmi,
en flestir minnast stórra yfirlýsinga
þeirra fyrir kosningar.
Þetta mál sýnir að það verður enn
að herða sóknina fyrir réttmætri
skiptingu fiskveiðiarðsins áður en
kerfið verður svo rækilega fest í sessi
að ekki verði hægt að hnika nokkrum
hlut án þess að ríkisvaldið verði
skaðabótaskylt gagnvart útgerðar-
mönnum. Stefna Sjálfstæðisflokksins
í hagsmunagæslu fyrir útgerðar-
menn, núverandi handhafa veiði-
heimilda, verður sífellt ósvífnari.
Höfundur er alþingismaður í
þingfiokki jafnaðarmanna.
Ágúst Einarsson
Leonardó
og atvinnulífið
MENNTAÁÆTLUN Evrópu-
sambandsins, kennd við Leonardó,
var hleypt af stokkunum í ársbyij-
un 1994 og hafa íslendingar verið
fullgildir þátttakendur í henni frá
upphafi. Leonardóá-
ætlunin felur í sér
tækifæri sem brýnt er
að íslensk fyrirtæki
nýti sér. Ekki er ráð
nema í tíma sé tekið
því umsóknarfrestur
rennur út 1. apríl nk.
Sama ár og Leon-
ardóáætlunin hóf
göngu sína tók samn-
ingurinn um evrópska
efnahagssvæðið gildi.
Hann hefur haft af-
gerandi áhrif á starfs-
umhverfi íslenskra
fyrirtækja því þau
geta síður en áður
treyst á fjarlægðar-
vernd og lokaðan heimamarkað
heldur ráða eigin verðleikar því
hvort þau lifa eða deyja.
Fjárfesting í fólki
Afkoma fyrirtækis er háð mörg-
um þáttum og skiptir enn ekki síst
máli, sem er fjárfesting í þekkingu
starfsfólks. Til að lifa af í sam-
keppni verða fyrirtæki að búa yfir
nýjustu tækni og tækjum en slíkt
er lítils virði ef fólkið sem á að
nýta slíkt hefur hvorki menntun
né þjálfun til þess. Af þessum
ástæðum er hugtakið mannauður
algengt um þessar mundir i um-
ræðunni um afkomu fyrirtækja.
Bretar settu af stað áætlun 1990
sem ætlað er að koma á sívirkri
eflingu mannauðs innan fyrir-
tækja. Innan hennar eru rekin
ákveðin verkefni, ýmist ein og sér
eða þau eru hluti af stærri þró-
unarverkefnum, t.d. altæk gæða-
stjórnun.
Forsvarsmenn íslenskra fyrir-
tækja eru komnir mislangt í því
að rækta sinn mannauð og von að
spurt sé: Hvernig á að fara að því?
I einfaldri mynd gæti svarið hljóð-
að svo: Með því að skilgreina kröf-
ur fyrirtækis til starfsmanns og
skapa honum færi á því að upp-
fylla þær.
Aukin áhersla á símenntun í
atvinnulífinu er ekki tískufyrir-
brigði. Sá skilningur eykst sífellt,
bæði hér á landi og í öðrum lönd-
um, að færni starfsmanna og um
leið gildi þeirra fyrir afkomu fyrir-
tækis er mjög háð möguleikum til
símenntunar. Markviss menntun
er fjárfesting, bæði fyrir einstakl-
inginn og fyrirtækið
sem hann vinnur hjá.
Meðal annarra þátta,
eins og nýjustu tækni
og tækjum, er hún af-
gerandi liður í að bæta
samkeppnisstöðu fyr-
irtækja. Þess vegna
getur það verið úr-
slitaþáttur í velgengni
fyrirtækja að þau
greiði starfsmönnum
sínum leið til að fylgj-
ast með nýrri hugsun
og nýjum aðferðum á
sínu sviði.
Ingi Bogi
Bogason
Leonardó lúrir
á lausnum
Leonardóáætlun ESB feiur í sér
möguleika fyrir einstök fyrirtæki
eða starfsgreinar til að ryðja braut
nýjum aðferðum og nýrri tækni
og auka þar með samekppnishæfn-
ina. Áætlunin skiptist í nokkra
flokka, m.a. svokölluð manna-
skiptaverkefni en þau fela í sér að
fyrirtæki getur sótt um að senda
starfsmann yngri en 28 ára til
skemmri dvalar í skóla eða systur-
fyrirtækis (eða t.d. birgja) erlendis.
Ástæða er til að hvetja íslensk
fyrirtæki til að gefa þeim mögu-
leikum gaum sem felast í Leonardó
enda hefur reynsla íslenskra fyrir-
tækja verið góð af Leonardóáætl-
uninni. Við erum í samkeppni við
aðrar þjóðir um að fá aðild að ein-
stökum verkefnum. Með þátttöku
í verkefnum öðlast fyrirtæki þekk-
ingu sem eflir þau í samkeppni við
önnur sambærileg fyrirtæki. Með
því að láta tækifærin til samstarfs
innan Leonardó, sem og annarra
ESB-áætlana, fram hjá sér fara
eru fyrirtækin að færa samkeppn-
isaðilum tækifæri til forskots.
Vel kann að vera að einhverjir
séu haldnir ESB-fælni, þeim finn-
ist flest varðandi áætlanir ESB
flókið og fráhrindandi. Sé svo er
ástæða til að benda mönnum á að
til eru aðgengilegar leiðir til að
kynna sér Leonardóáætlunina. Hjá
ESB hefur verið komið upp vefsíðu
áætlunarinnar: http://europa.
eu.int/en/comm/dg22/leonardo.
Leonardóáætlun ESB
felur í sér möguleika
fyrir einstök fyrirtæki
og starfsgreinar, segir
Ingi Bogi Bogason,
til að ryðja braut
nýjum aðferðum og
nýrri tækni.
html. Hér á landi er starfrækt sér-
stök Landsskrifstofa Leonardó (s.
562 7130/525 4900) á vegum
Rannsóknarþjónustu háskólans í
samvinnu við Samtök iðnaðarins.
Þar eru starfandi sérfræðingar
sem gefa einstaklingum og fyrir-
tækjum ráð um skemmstu leið að
markmiðum sínum. Landsskrif-
stofa Leonardó veitir ráðgjöf og
aðstoð við undirbúning umsókna
hvort sem þær eru unnar undir
stjórn íslenskra eða erlendra aðila.
Hjá skrifstofunni fást einnig upp-
lýsingar um þau verkefni sem eru
og verða í gangi þetta ár. Síðast
en ekki síst er ástæða til að benda
á að landsskrifstofan aðstoðar fyr-
irtæki og einstaklinga til að finna
samstarfsaðila í öðrum löndum.
Höfundur er upplýsinga- og
fræðslufulltrúi Samtaka
iðnaðarins og á sæti í
stjómarnefnd Leonardó í Brussei.
Amerískar fléttimottur.
Qvirka
Mörkinni 3,s.5687477.
Staðalbúnaður-Peugeot406 SL 1600cc vél, 90 hestöfl, vökva- og veltistýri, loftpúði í stýri,
fjarstýrðar samlaesingar, rafdrifnar rúður að framan, stiglaus hraðastilling á miðstöð,
hæðarstillt öryggisbelti, öryggisbeltastrekkjarar, þrjú þriggja punkta öryggisbelti i aftursætum,
lesljós fyrirfarþega í aftursætum, hemlaljós í afturglugga, hliðarspeglar stillanlegir innan
frá, bensínlok opnanlegt innan frá, útvarp og segulband, klukka, aurhlífar o.fl.
Veró kr. 1.480.000
Nýbýlavegi 2, Kópavogi,
sími 554 2600