Morgunblaðið - 06.02.1997, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 06.02.1997, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 29 AÐSENDAR GREIIMARA Hefjum móðurhlut- verkið til vegs á ný Það er ekki seinna vænna ÉG LAS það í DV 20. janúar að ung hjón í Reykjavík hefðu eignast þijú börn á nýliðnu ári, telpu í febrúar og telpu og dreng á gamlársdag. Fæddust þau 7 vik- um fyrir tímann. Fyrir áttu þau tíu ára telpu. Óska ég fjölskyld- unni alls velfarnaðar. Mér er það í fersku minni er fjölburamæður gengu á fund Sig- hvats Björgvinssonar þáverandi heilbrigðisráðherra í júlíbyijun 1992 og afhentu honum bréf, und- irritað af 21 fjölburamóður, til að knýja á um leiðréttingar á fæðing- arorlofsgreiðslum. (Ur blaðagrein 9.7. 1992.) í bréfinu er getið núverandi reglna: „Greiðslur fæðingarstyrks og eftir atvikum fæðingarpeninga framlengjast um einn mánuð fyrir hvert barn umfram eitt ef fæðast fleiri í einu.“ Ennfremur segja þær það eindregna ósk sína að fæðing- arstyrkur greiðist í tólf mánuði til tvíburaforeldra, 18 mánuði til þrí- buraforeldra o.s.frv. Segir og að í Svíþjóð séu greiddir 9 mánuðir til móður og 6 mánuðir fyrir hvert barn, þ.e. 15 mánuðir fyrir móður og eitt barn, 15 mánuðir plús 6 mánuðir fyrir móður og 2 börn o.s.frv. Fjölburamóðirin 21 fór bónleið til búðar. Tveimur mánuðum fyrr, í maíbyijun 1992, sendu aðstand- endur málþings um ungbarnageðlæknis- fræði áskorun til stjórnvalda um að horfast í augu við þá þekkingu sem komið hefði fram um þau sterku tengsl sem væru milli fjölskyldu- aðstæðna barna í upp- vextinum og farnaðar þeirra síðar meir í líf- inu, bæði þegar um væri að ræða persónu- leika og félagsþroska. Gæði til- finningatengsla milli foreldra og barns á fyrstu þremur æviárunum væru afgerandi hvað þennan þroska varðaði. Engin sérhæfð fjölskyldu- eða mæðraráðgjöf væri til hér á landi sem gæti tekið á og meðhöndlað ófullnægjandi tengslamyndun milli foreldra og barns á fyrstu æviárunum. (Úr blaðagrein 10.5. 1992.) Grunnurlagður að gamalmennaþj óðf élagi Vorið 1975 samþykkti meiri- hluti alþingismanna rýmkun fóst- ureyðingalaga að áeggjan upp- hlaupshópsins Rauðsokka. Hvílík- ar lyddur. Að mati mæts fæðinga- læknis voru lögin al- veg nógu rúm fyrir. Síðan hefur hátt í 14 þúsund fóstrum verið éytt. Hefðu þingmenn kunnað að skammast sín hefðu þeir flýtt sér að bæta hag ungra heimila til að vega upp á móti mannfórnun- um. Núna, nær 22 árum síðar, hafa þeir langt í frá rétt hlut þeirra kvenna sem vilja hlýða eðli sínu og sjá þjóðinni fyrir nýrri kynslóð. Yfirmaður á Hagstofu sagði mér fyrir mörgum árum að um miðjan tíunda áratug- inn myndi þjóðinni hætta að fjölga vegna þess að mæðraefnin vant- aði. Ung kona í langskólanámi fær fjárhagsstuðning frá ríkinu en ails ekki unga barnakonan sem oft þráir ekkert heitar en að fá að vera heima hjá barni sínu eða börnum. Hve margir hafa hugsað út í það að sú sem heima er eign- ast fleiri börn en sú útivinnandi eða námskona í fullu og oft margra ára námi? Það er ekkert sniðugt fyrir konu að fara í langt nám áður en hún eignast börnin sín. Af þeim um 800 fóstureyðing- um sem gerðar eru hér árlega eru Rannveig Tryggvadóttir um 200 hjá konum í námi eða fjórðu hverri. Enginn er ungbarni sem móðir í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins 19. þ.m. er greinin Bijósta- mjólk eftir Magnús Jóhannsson lækni. Þar stendur m.a.: „Lengi hefur verið vitað að börn sem eru á bijósti fá færri sýkingar en börn sem fá uppleyst mjólkurduft eða þynnta kúamjólk í pela. Þetta gild- ir m.a. um kvef, inflúensu, eyrna- bólgu, heila- himnubólgu og melt- ingarfærasýkingar... Nú hafa Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðisstofnunin mælt með bijóstagjöf upp að tveggja ára aldri eða lengur. Sam- tök bandarískra lækna mæla með bijóstagjöf í 6-12 mánuði. Ætla þingmenn að lengja fæðingarorlofið, spyr Rannveig Tryggvadóttir mæðr- um, hvítvoðungum og þjóðinni til ómældrar blessunar? Við fæðingu er ónæmiskerfið vanþroskað og það nær ekki full- um þroska fyrr en við 4-5 ára aldur. Þetta er ein af ástæðunum fyrir tíðum sýkingum barna. Mót- efni gegn ýmsum sýklum berast úr blóði móðurinnar yfír í blóð barnsins sem við fæðingu er þann- ig með forða af mótefnum sem endist í nokkrar vikur eða mán- uði. Mótefni gegn sýklum eru af fimm mismunandi gerðum (IgG, IgA, IgM, IgD og IgE) og er allar þessar gerðir að finna í móður- mjólk en langmest er þó af IgA sem hafa sérstaka þýðingu fyrir slímhúðir og veija þær fyrir árás- um sýkla. Ymislegt bendir til þess að bamið fái hreinlega mótefni af þessari gerð eftir pöntun. Þessi mótefni ráðast einungis á sýkla en láta meinlausar og gagnlegar bakteríur í meltingarfærum barns- ins í friði.“ Grein Magnúsar er mun lengri en þetta en ég lýk tilvitnun í hana með eftirfarandi: „Af öllu þessu ætti að vera ljóst að ekkert er hollara smábörnum en bijósta- mjólk og ætti því að búa þannig í haginn að sem flestar mæður sem geta heilsu sinnar vegna og vilja hafa börn sín á brjósti eigi auð- velt með það sem lengst.“ Vitið þér enn eða hvað, alþingis- menn? Ætlið þið að lengja fæðing- arorlof svo um munar, mæðrum, hvítvoðungum og þjóðinni til ómældrar blessunar? Þið hafið skuld að gjalda. 21. janúar 1997. Höfundur er þýðandi. Fallegar og vandaðar gjafavörur á frábæru verði Listhúsinu (gegnt Hótel Esju), sími 568 3750. | j j ' % j Laugavegi 53 Laugavegi 67

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.