Morgunblaðið - 06.02.1997, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
SKÓLASÝNINGAR
GÖMUL og þekkt diskólög eru flutt undir kröftugum dansatriðum.
„Saturday Night Fever“ á 65. nemendamóti Verzlunarskólans
Míkið diskóstuð
segir leikstj órinn
NEMENDUR Verzlunarskóla Is-
lands frumsýna söngleikinn „Sat-
urday Night Fever“ eða Laugar-
dagsfárið, eins og það er nefnt á
íslensku, sunnudaginn 9. febrúar nk.
í Loftkastalanum. Nemendamót VÍ,
sem er hið 65. í röðinni, verður hald-
ið í kvöld, fimmtudaginn 6. febrúar,
og verður söngleikurinn þá sýndur
nemendum og kennurum.
Söngleikurinn er byggður á kvik-
myndinni „Saturday Night Fever“,
þar sem John Travoita fór með aðal-
hlutverkið. Fyrir það hreppti hann
tilnefningu til Óskarsverðlauna og
hlaut mikla frægð fyrir. Verkið fjall-
ar um hinn 19 ára Tony Manero,
sem leikinn er af Bjartmari Þórðar-
syni. Tony vinnur sex daga vikunnar
í málningarbúð í Brooklyn en á Iaug-
ardögum skemmtir hann sér með
félögunum og dansar á diskótekinu
2001 Oddyssey. Til að gera sig klár-
an fyrir „laugardagsfárið" ber hann
á sig rakspíra, klæðir sig í þrönga
skyrtu, útvíðar buxur og þykkbotna
skó.
Um 100 manns koma
fram í sýningunni
Önnur helstu hlutverk eru í hönd-
um Hauks Guðmundssonar, Hildar
Hallgrímsdóttur og írisar Maríu
Stefánsdóttur. Um 100 manns koma
að sýningunni með einum eða öðrum
hætti. Leikstjóri er Ari Matthíasson
leikari og tónlistarstjóri Jón Ólafs-
son, sem hefur séð um tónlistar-
stjórn í átta sýningum Verzlunar-
skóians, eða allt frá árinu 1983.
Danshöfundar eru Selma og Birna
Björnsdætur. Selma hefur áður séð
um dansinn í sýningum skólans au_k
þess sem hún stundaði nám við VÍ.
Sömuieiðis hefur Birna komið áður
að uppfærslum Verzlunarskólans.
Þýðandi textans í söngleiknum er
Magnea J. Matthíasdóttir og for-
maður nemendamótsnefndar er
Sunna Guðmundsdóttir.
Ari Matthíasson segir að í eðli
sínu sé leiksýning frábrugðin kvik-
mynd. Þetta komi m.a. fram í því að
í söngleiknum gerist atburðirnir að-
eins á rúmum sólarhring. „í kvik-
myndinni er tónlistin öll í bakgrunn-
inum en engin persóna sést syngja
lögin. Ég reyndi að leita leiða til að
tengja þau beint inn í atburðarásina,
auk þess sem við erum með fleiri lög
frá diskótímabilinu,“ segir Ari, sem
leikstýrir nemendum VI annað árið
í röð. Segist Ari hafa gaman af að
vinna með nemendunum, þeir séu
opnir og alltaf tilbúnir að taka þeim
breytingum sem hann leggur til.
„Mér finnst hafa tekist vel upp og
stefni að því að þessi sýning verði
að minnsta kosti jafn góð söngleikn-
um Cats, sem var sýndur í fyrra við
mjög góða aðsókn. Að þessu sinni
er mikið diskóstuð.“
Að lokum má geta þess að Bee
Gees lagið „Nights on Broadway“
eða „Kvöldin í bænum“ hefur verið
þýtt yfir á íslensku og er það flutt
af Hauki Guðmundssyni nemanda í
6. bekk Verzlunarskólans.
FERMINGARTILBOÐ
Nýja myndastofan
Laugavegi 18,
sími 551 5125
MAMAIEL
ELEGANCE
llvnnpat:
STÆRÐIR: 75-95
B-C-D-DD
SENDUM í
PÓSTKRÖFU.
Laugavegi 26, sími 551 3300 — Kringlunni, sími 553 3600
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
AÐALLEIKENDURNIR Bjartmar Þórðarson (Tony) og Hildur
Hallgrímsdóttir (Stephanie) í einu dansatriðanna.
TONY (Bjartmar Þórðarson) nýtur mikillar hylli hjá kvenþjóð-
inni, sem þyrpist í kringum hann.
SJÁ MÁ mjaðmasveiflur og glansandi búninga diskótímabilsins
á sviði Loftkastalans á næstunni.
ra®oo
Notaðu vasadiskó
-ef þú æfir einn/ein.
Það er mjög hvetjandi
að hlusta á tónlist eða lestur
góðrar bókar af hljóðsnældu
á meðan maður æfir.
m
Faxafeni • Langarima • Skipholti
Safnaóu 5 holíráóum og þú færó 1000 kr.
afslátt af þriggja mánaða kortum í Mætti
og Gatorade brúsa og duft frá Sól hf.
BÖKHALDSHUGBÚNAÐUR
fytir WIND0WS
Tökum Opus-Allt og
annan hugbúnað uppí
www.treknet.is/throun