Morgunblaðið - 06.02.1997, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 39b-
+ María Kröyer
fæddist í
Reykjavík 10. nóv-
ember 1938. Hún
lést í Calgary,
Kanada, 14. desem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar Maríu
voru Valgerður
Hallgrímsdóttir
Kröyer, f. 8.10.
1914, d. 21.4. 1987,
og Ingi Haraldur
Kröyer, f. 4.4. 1910, sem lifir
dóttur sína. Alsystir Mariu
Kröyer er Hulda Kröyer, bú-
sett í Svíþjóð, hálfsystur Hjör-
dís Kröyer, búsett í Reykjavík,
og Jakobina Hermannsdóttir,
sem er látin.
María giftist Jóni Páli Guð-
mundssyni rafvirkjameistara.
Börn Maríu og Jóns Páls eru:
Kær vinkona og góð mágkona
hefur kvatt okkur, alltof fljótt. Við
hlökkuðum til að njóta aftur sam-
verustunda með Maju og Jóni Páli,
eftir þeirra löngu fiarveru erlendis.
En Maja fór í annað og lengra
ferðalag, ferðalagið sem bíður okk-
ar allra. Á þessari stundu koma upp
í hugann minningar liðinna ára, en
þær eru óteljandi.
Við vorum ungar stúlkur, ný-
komnar á rauðu, háhæluðu skóna.
Okkur fannst við eiga allan heim-
inn. En loksins, þegar við höfðum
vald yfir skónum vorum við allt í
einu trúlofaðar, giftar og bömin
komin. Allir alsælir.
Maja giftist bróður mínum, Jóni
Páli. Það var mikil ánægja að fá
vinkonu og mágkonu í sömu kon-
unni.
Maja kenndi okkur brids, kenndi
okkur að baka, undirbúa veislur og
margt fleira. Henni var margt til
lista lagt. Hún stofnaði hinn lang-
lífa saumaklúbb okkar, Sigurrós,
og hélt honum gangandi með sinni
ljúfu ýtni. Saumaklúbburinn gekk
í arf til dætra okkar og tengda-
dætra og fer þar fram hið blómleg-
asta starf.
Maja helgaði sig heimili sínu,
eiginmanni og bömunum fimm.
Bömin þeirra hafa erft hina bestu
eiginleika þeirra beggja.
Elsku bróðir, Valgerður, Guð-
mundur Ingi, íris, María Dröfn, Þór
Viðar, Sandra og öll hin litlu krílin,
megi almættið styðja ykkur. Öldr-
uðum föður Maju, Inga Kröyer, og
systmm sendi ég samúðarkveðjur.
Sigríður Vilborg
Guðmundsdóttir
1) Valgerður, f. 12.8.
1960, maki Cal
Braun og eiga þau
eitt barn, búsett í
Kanada, 2) Guð-
mundur Ingi, f. 12.8.
1962, maki Bjarney
Ó. Gunnarsdóttir og
eiga þau tvö börn,
búsett i Kanada, 3)
íris, f. 9.5. 1964,
maki Gísli Harðar-
son, hún á eitt barn,
búsett í Hafnarfirði, 4) María
Dröfn, f. 21.8. 1965, maki
Gunnar S. Auðunsson og eiga
þau tvö börn, búsett í Keflavík,
og 5) Þór Viðar, f. 30.10. 1973,
nemi, búsettur í Kanada.
Minningarathöfn um Maríu
fer fram frá Fríkirkjunni í
Hafnarfírði í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
í dag minnumst við Maríu Kröy-
er eða Mæju eins og hún var alltaf
kölluð. Við kynntumst Mæju er við
hófum störf á langlínumiðstöðinni
í Reykjavík, þá kornungar. Það
tókst strax með okkur vinskapur,
sem haldist hefur alla tíð. Við minn-
umst Mæju þegar hún sá þennan
glæsilega pilt, hann Jón Pál, sem
hún átti eftir að eyða ævinni með.
Við minnumst Mæju þegar við vor-
um heimagangar á Lynghaganum
hjá foreldrum hennar, Valgerði og
Inga Kröyer. Þar var ýmislegt brall-
að, verið að mála á sér augnhárin
með ekta lit, spilað og dansað, þá
var oft glatt á hjalla og oft var
sofið á staðnum.
Mæja var fyrst til að fest ráð
sitt, þá mátti Jón Páll sætta sig við
að hafa okkur vinkonumar með í
suamrfríið, það hefðu ekki allir
gert, en það sýnir hvað vinskapur-
inn var mikill. Mæja var glæsileg
stúlka sem tekið var eftir, hún var
einstaklega trygglynd, það var hún
sem hélt vinkvennahópnum saman.
Þær voru ófáar stórglæsilegu veisl-
urnar sem hún bauð til eða sem
hún útbjó fyrir vini og kunningja,
það lék allt í höndunum á henni.
Jón Páll og Mæja giftu sig 1960.
Þau eignuðust fimm börn. Árið
1981 fluttu þau með barnahópinn
sinn til Kanada, nú tæpum sextán
árum síðar ætluðu þau að flytja
aftur heim, en Mæju auðnaðist það
ekki. Hún lést nokkrum dögum fyr-
ir fyrirhugaða íslandsferð, 14. des-
ember sl.
Já, það er margs að minnast
þegar hún Mæja okkar á í hlut, það
er ótrúlegt að hún skuli ekki koma
MIIMNINGAR
heim aftur frá Kanada. Við gleym-
um henni aldrei. Elsku Jón Páll,
Ingi, Hulda, börn, tengdabörn og
bamabörn, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur, megi guð styrkja ykk-
ur. Guð blessi minningu Mæju.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skait.
(V. Briem.)
Málfríður og Hrefna
(Massý og Ubba).
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs-
ins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym-
ist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynn-
astþér.
(Ingibj. Sig.)
Þannig minnist ég vinkonu
minnar Maríu Kröyer. Mæju eins
og hún var kölluð. Ég kynntist
Mæju fyrst fyrir tæpum 40 ámm,
er við unnum hjá Landsímanum í
Reykjavík (02). Ekki varð náinn
vinskapur hjá okkur þá en 10 ámm
seinna hittumst við í sameiginlegu
fjölskylduafmæli og má segja að
upphafið að góðum vinskap hafí
hafíst þá.
Mæja var há, grönn og glæsileg
kona sem eftir var tekið. Það var
alltaf líf og fjör í kringum Mæju.
Margar ánægjustundir áttum við
hjónin með Mæju og Jóni Páli, spil-
uðum saman brids, fómm í ferðalög
saman, bæði erlendis og innanlands,
tókum á móti skiptinemum frá
Bandaríkjunum ásamt öðm vinafólki
okkar. Vom það okkur öllum
ánægjulegar stundir, það ásamt
ýmsu öðm var hugmynd Mæju.
Mæja og Jón Páll fluttu til Calgary
í Kanada árið 1981 ásamt bömum
sínum og misstum við nokkra_ af
bestu vinum okkar þá í burtu. Árið
1986 fómm við hjónin í heimsókn
til þeirra og þar eins og hér heima,
var tekið vel á móti okkur, og áttum
við ógleymanlegar stundir með þeim.
Mæja bjó sér og fjölskyldunni fallegt
heimili og var afar myndarleg hús-
móðir. Ég veit að fleimm en mér
finnst við missa eina af okkar bestu
vinkonum. Mæja greindist með
krabbamein fyrir rúmu ári, og virt-
ist sem hún hefði yfímnnið það,
þegar vágesturinn knúði á aftur og
lést hún eftir stutta sjúkrahúsvist
14. desember sl.
Elsku Mæja, þakka þér allar
ógleymanlegu stundimar sem við
áttum saman.
Kæri Jón Páll og fjölskylda, megi
góður Guð styrkja ykkur í sorginni.
Þín vinkona,
Rúna.
MARÍA
KRÖYER
ÍMINMUA
HÖTÍL' ÖOK
mimyym • ««
Upplýsingar í s: 551 1247
Erfidrykkjur
HOTEL
REYKJAVÍK
Sigtúni 38
Upplýsingar í símum 568 9000 og 588 3550
jíiiiiihiii;
Erfidrykkjnr
*
PERLAN
Slmi S62 0200
3IIIX iimr
• §?
>tóm (hj¥ ^
oiSötl tæJufœ/H
Opið Irá kl. 10-21 alla daga.
g Blómabúðin
Qarðshom
vv/Fossvogskirkjugarð, sími 55 40 500.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ÁSTA MAGNÚSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 7. febrúar kl. 13.30.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Hildur Bjarnadóttir,
Sigríður Bjarnadóttir, Sveinn Þorvaidsson,
Guðmundur Bjarnason, Bergdís Kristjánsdóttir,
Þóra Bjarnadóttir, Jón Sverrir Dagbjartsson
og barnabörn.
t
Systir mín,
MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR
frá Laxamýri,
fyrrv. forstöðukona
Heilsuverndarstöðvarinnar,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 4. febrúar sl.
Liney Jóhannesdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
sr. SIGMAR I. TORFASON
fyrrum prófastur
á Skeggjastöðum,
andaðist á heimili sínu, Arnarsíðu 6B,
Akureyri, þriðjudaginn 4. febrúar.
Guðríður Guðmundsdóttir,
Jóhanna L Sigmarsdóttir, Kristmundur M. Skarphéðinsson,
Helgi Sigurðsson,
Steingrímur Sigurjónsson,
Ásgrímur Þ. Ásgrímsson,
Björn Sverrisson,
Harpa Á. Sigfúsdóttir
Stefanía Sigmarsdóttir,
Valgerður Sigmarsdóttir,
Marta Kr. Sigmarsdóttir,
Aðalbjörg Sigmarsdóttir,
Guðmundur Sigmarsson,
og barnabörn.
t
ÁSGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Grundarfirði,
verður jarðsungin frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 8. febrúar
kl. 14.00.
Sætaferðir frá BS( kl. 8.00 að morgni.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar
og afi,
JÓN RAGNAR ÞORSTEINSSON
- héraðsdómari,
Laufhaga 15,
Selfossi,
lést mánudaginn 3. febrúar.
Útför hans fer fram frá Selfosskirkju
laugardaginn 8. febrúar kl. 10.30.
Bent er á sætaferðir með áætlun frá
BSÍ kl. 9.00 og til baka kl. 13.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Sigrún A. Bogadóttir,
Halla Dröfn Jónsdóttir, Svala M. Jónsdóttir,
Viktor Kristinn og Sigrún Vala.
t
Hjartkærir foreldrar okkar og tengdaforeldrar.
KRISTJANA ÞORSTEINSDÓTTIR og VALDIMAR F. GÍSLASON
kaupmaður,
Stangarholti 24,
verða jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 7. febrúar
kl. 13.30.
Ólafur Þ. Jónsson, Anna M. Ólafsdóttir,
Magnea Valdimarsdóttir, Guðni Skúlason,
Valdimar Þ. Valdimarsson, Valgerður Marinósdóttir,
Þórkatla Valdimarsdóttir, Svavar M. Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar systur minnar,
STEINUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Firði.
Sérstakar þakkir til Ársæls Jónssonar, læknis, Kristbjargar Stef-
ánsdóttur, deildarstjóra, og annarra starfskvenna sjúkradeildar
Droplaugarstaða.
Kristbjörg Guðmundsdóttir Thorarensen.