Morgunblaðið - 06.02.1997, Side 60
<Ö>
AS/400 er...
...mest selda
fjölnotenda
viðskiptatölvan í dag
0N> NYMERJI
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 669 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<SCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR .1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Mikíð eignatjón en lítil meiðsl
í óhappi á Kringlumýrarbraut
Tuttugii
og þrír bílar
í eínni kös
TUTTUGU og þrír bílar skemmdust, í árekstri á Kringlumýrar-
braut um kl. 15.30 í gær. Mikið eignatjón varð og þurfti að
draga fjölda bíla á brott. Einn ökumaður, kona sem ók Fiat
Uno, slasaðist, enda klemmdist bíll hennar á milli tveggja stórra
bíla og þurfti að beita járnklippum á hann til að ná konunni
út. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er konan ekki alvarlega
slösuð. Þetta var langalvarlegasta óhappið sem varð í veðurofs-
anum í gær og mesti fjöldi bíla sem lent hefur í einu umferðar-
óhappi hérlendis, að sögn lögreglunnar.
Áreksturinn var í raun þrír
árekstrar. Hrinan hófst skammt
norðan við göngubrúna yfir
Kringlumýrarbraut og er talið lík-
legast að mikil hálka hafi valdið
því að fyrstu tveir bílarnir lentu
saman, auk þess sem nánast blint
var í verstu hryðjunum. Ökumenn
þeirra bíla sem næstir voru réðu
ekki við neitt. Áður en varði höfðu
því margir bílar skollið saman.
Þar fyrir aftan tókst ökumanni
að"stöðva bíl sinn, en næstu öku-
menn voru ekki eins heppnir og
myndaðist þar kös fjórtán
skemmdra bíla. í miðri kösinni var
Fiatinn, sem klesstist svo saman
að vart var bílmynd á honum á
eftir.
Aftasti áreksturinn varð svo með
þeim hætti, að ökumanni amerísks
fólksbíls tókst að forðast aftaná-
keyrslu með því að beina bílnum út
í vegkant, þar sem hann sat fastur
í djúpum skafli. Ökumaður jeppa
sem á eftir kom náði ekki að ráða
við sinn bíl, sem kastaðist út af
og skall vinstri hlið hans þvert aft-
an á ameríska bílinn. Tveir aðrir
bílar lentu þar utan í.
Nokkrir ökumenn og farþegar
voru fluttir á slysadeild til að-
hlynningar, en meiðsl voru í flest-
um tilvikum minniháttar mar og
skrámur. Lögreglan lokaði
Kringlumýrarbraut fyrir umferð í
norður og tók langan tíma að losa
bíla sundur og draga þá á brott.
Erfitt getur verið að meta hver
skal bera kostnað, þegar árekstur
verður með þessum hætti. Morg-
unblaðið spurðist fyrir um tjóna-
uppgjör hjá Tjónaskoðunarstöð
Sjóvár-Almennra í gær og þar
fengust þær upplýsingar, að
tryggingafélögin reyndu eftir
mætti að greina hver hefði valdið
hvaða tjóni. Sá sem ekur aftan á
bíl á að bæta tjónið á þeim bíl og
framhluta síns bíls. Ef ökumaður
nær að stöðva bíl sinn, en annar
bíll skellur aftan á hann og kastar
honum á þann þriðja, þá á bíll
númer tvö að bæta tjónið á þeim
sem hann fór aftan á og þeim sem
sá bíll kastaðist á.
Skiptu með sér tjóni
Hjá Tjónaskoðunarstöðinni var
enn fremur rifjað upp, að þegar
15 bíla árekstur varð á Arnames-
hæð fyrir nokkrum árum og eng-
inn vissi hver bar ábyrgð á hveiju,
vom málin leyst á milli trygg-
ingafélaganna, sem skiptu tjóninu
bróðurlega með sér. Þá er mjög
misjafnt eftir tryggingaskilmálum
hvers og eins hvort hann missir
bónus vegna tjóns og þar af leið-
andi hvort iðgjöld hans hækka.
■ Samgöngur/6
Morgunblaðið/Júlíus
BÍLAR voru þversum og langsum á Kringlumýrarbrautinni, alls 23 meira eða minna skemmdir. Efst
á myndinni sjást liðsmenn lögreglu og slökkviliðs vinna við að losa konuna úr flaki Fiatsins.
Baldvin
fiskaði
mest
BALDVIN Þorsteinsson EA,
frystitogari Samherja hf., skil-
aði langmestum afla á land á
síðasta ári. Hann skilaði einnig
langmestum verðmætum og var
með verðmætasta afla á hvern
úthaldsdag.
Baldvin Þorsteinsson fiskaði
8.535 tonn skv. togaraskýrslu
LÍÚ. Afli á úthaldsdag var 27,4
tonn og aflaverðmæti 652 millj-
ónir.
Tveir aðrir togarar Samheija
koma næstir, Akureyrin EA og
Víðir EA og enn einn togari sem
nýlega bættist í ílota fyrirtæk-
isins, Guðbjörg IS, var einn 6
togara til að fiska fyrir meira
en 500 milljónir króna.
■ Baldvin var með/18
Tillögur borgar, ríkis og RKI miða að vímuefnalausum grunnskóla
Skrá ung'linga sem drekka
og gera foreldrum viðvart
SKÓLASTJÓRAR grunnskóla í Reykjavík munu
skrá nöfn þeirra nemenda, sem vitað er að hafi
neytt áfengis eða annarra vímuefna, að fengnum
ábendingum félagsmiðstöðva, lögreglu, foreldra
á svokölluðu foreldrarölti, heilsugæslu, kirkju og
hugsanlega fleiri, nái tillögur um leitarstarf í
skólunum fram að ganga. Foreldrum nemenda
verður þá tilkynnt um neyslu barna sinna og
boðið verður upp á ráðgjöf og meðferð í Unglinga-
miðstöð, sem gert er ráð fyrir að verði til húsa
í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg. Náist sam-
komulag um þetta viðamikla verkefni hefst það
á næstu vikum og stendur allt þetta ár, en mark-
miðið er að grunnskólinn verði hér eftir vímuefna-
laus.
Tillögur þessar byggjast á viðtæku samstarfi
aðila á vegum félagsmálaráðuneytisins, heilbrigð-
isráðuneytisins og Reykjavíkurborgar, auk þess
sem Reykjavíkurdeild Rauða krossins gegnir
veigamiklu hlutverki.
Greining, ráðgjöf og meðferð
Gert er ráð fyrir að leitarstarf innan grunnskól-
anna fari fram með þeim hætti, að eftir að bent
hefur verið á nemanda verður annars vegar tekið
sérstaklega á málum þeirra sem eru að neyta
áfengis í fyrsta eða fyrstu skiptin og hins vegar
leitað lausna á vanda þeirra sem neyta áfengis
reglulega, til dæmis einu sinni í mánuði eða oft-
ar, og þeirra sem neyta annarra vímuefna.
Ef um er að ræða nemendur sem eru að byija
að neyta áfengis er gert ráð fyrir að skólastjóri
eða fulltrúi hans ábyrgist tilkynningu til foreldra,
með símtali eða viðtali.
Foreldrum þeirra unglirga, sem eru komnir í
meiri neyslu áfengis og/eða annarra vímuefna
verði hins vegar gerð grein fyrir stöðu málsins í
viðtali og þeim síðan vísað ásamt barni sínu á
þjónustu Unglingamiðstöðvarinnar. Hún verður
að líkindum i Heilsuverndarstöðinni við Baróns-
stíg og er gert ráð fyrir að starfið þar skiptist í
tvennt, greiningu og ráðgjöf annars vegar og
meðferð hins vegar.
■ Meðferð fyrir/30