Morgunblaðið - 11.06.1997, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„Eldtungumar komu
æðandí á mótí mér“
Morgunblaðið/Jón Friðgeirsson
SPRENGING varð í Haferninum þegar skipbrotsmenn voru komnir frá borði.
TVEIR menn um borð í Hafeminum
GK 142, sjö tonna bát, björguðust
í gúmbjörgunarbát þegar eldur kom
upp í bátnum og hann sökk nálægt
Hvalseyjum út af Mýrum í fyrri-
nótt. Eldurinn breiddist fljótt út og
náðu mennirnir ekki að senda út
neyðarkall. Sigfús Guðmundsson,
annar skipbrotsmannanna, segir að
eldtungurnar hafi komið æðandi á
móti sér þegar hann opnaði hlerann
að vélarrúminu. Skipverjar á bátn-
um Unnu HF sáu neyðarblysi skotið
upp og reykjarmökk bera við himin.
Varðskip var skammt undan og var
sent á staðinn og þyrla Landhelgis-
gæslunnar var send í loftið.
Klukkan 2:37 í fyrrinótt sáu skip-
verjar á Unnu_ eld og reyk nálægt
Hvalseyjum. Átta mínútum síðar
sáu þeir björgunarbát í um þriggja
mílna fjarlægð. Ekki var talin þörf
á aðstoð þyrlunnar og var henni
strax snúið við. Mennimir tveir náð-
ust ómeiddir um borð í Unnu og var
Haförninn þá alelda. Vom þeir síðan
fluttir yfir í varðskipið sem kom
með þá til Akraness í nótt.
Sigfús Guðmundsson, skipverji
og eigandi Hafarnarins, kveðst ekki
vita hvemig eldurinn kom upp í
bátnum.
„Það kom strax mikill eldur upp
niðri í vél. Við voram að draga net-
in þegar þetta gerðist. Þegar ég
opnaði hlerann og leit ofan í vél til
þess að athuga hvað væri að gerast
komu eldtungumar æðandi á móti
mér. Ég náði að hörfa undan eldin-
um. Matthías [félagi Sigfúsar á
Haferninum] rauk strax í að koma
björgunarbátnum í sjóinn og við
fórum strax um borð í hann. Það
var blíða og nánast sléttur sjór.
Þegar við fóram frá bátnum var
mikill eldur í vélarrúminu og hafði
hann náði að teygja sig upp í stýris-
hús. Við náðum ekki að senda út !
neyðarkall áður en við yfirgáfum |
bátinn," sagði Sigfús.
Sprenging um borð í
Haferninum
Hann og félagi hans, Matthías
Hannesson, komust þurrir um borð
í björgunarbátinn og telur Sigfús að
þeir hafi verið um eina klukkustund
í honum. Andvari var þegar slysið j
varð og rak björgunarbátinn strax
frá Hafeminum en þeir félagar voru f
í fýrstu smeykir um að hann færi |
ekki nógu fljótt frá logandi bátnum
vegna hættu á sprengingum.
„Við vorum komnir talsvert frá
bátnum þegar sprenging varð í
Haferninum og það blossaði upp
mikið eldhaf,“ sagði Sigfús.
Sigfús segir að þetta hafi verið
gamall bátur og allt niðri í vélar-
rúmi verið nánast mettað af olíu i
eins og oft sé raunin í gömlum bát- ,
um.
„Þegar við vorum að skríða um |
borð í varðskipið sáum við Haförn-
inn fara niður,“ sagði Sigfús.
Hann segir að það sé varla hægt
að lýsa þessari reynslu með orðum
og kvaðst ennþá vera að ná áttum.
Þetta hafi verið mikið áfall en hins
vegar hafi björgunin tekist giftu-
samlega. Matthías hafði farið á
námskeið í björgunarskóla sjó- }
manna og taldi Sigfús að tvímæla- ,
laust hefði sú þekking komið að '
notum þessa örlagaríku nótt. I
Niðurstöður TIMSS-rannsóknarinnar í 3. og 4. bekk grunnskóla kynntar
Islenskir nem-
endur í 3. bekk
næstneðstir
í stærðfræði
HEILDARFRAMMISTAÐA ís-
lenskra nemenda í 3. og 4. bekk
grannskóla í stærðfræði og náttúra-
fræðigreinum er langt undir alþjóð-
legu meðallagi, samkvæmt nið-
urstöðum annars hluta TIMSS-
rannsóknarinnar, sem kynntar vora
í gær. Um er að ræða fjölþjóðlega
rannsókn á námsárangri nemenda
í stærðfræði og náttúrafræðigrein-
um og vora niðurstöður úr fyrsta
hlutanum kynntar á liðnum vetri.
Von er á niðurstöðum þriðja og síð-
asta hlutans, um frammistöðu nem-
enda á síðasta ári framhaldsskóla,
í kringum næstu áramót. Að sögn
dr. Einars Guðmundssonar, verk-
efnisstjóra TIMSS-rannsóknarinnar
á íslandi, era niðurstöðumar í nátt-
úrafræði í 3. og 4. bekk svipaðar og
í 7. og 8. bekk en heldur lakari í
stærðfræði.
í næstneðsta sæti
í stærðfræði
Sé litið á innbyrðis röð allra þeirra
þjóða sem þátt tóku í rannsókninni
kemur í ljós að íslenskir nemendur
í 3. bekk hafna í 23. sæti af 24 og
nemendur í 4._ bekk í 24. sæti af 26
í stærðfræði. Í náttúrafræðigreinum
er staðan örlítið skárri, en þar era
nemendur 3. bekkjar í 20. sæti af
24 og 4. bekkur í 20. sæti af 26.
Sé aftur á móti aðeins litið á þær
þjóðir sem uppfylltu aðferðafræði-
legar kröfur í rannsókninni lenda
íslendingar í 15. sæti af 16 í 3.
bekk og 16. sæti af 17 í 4. bekk í
stærðfræði. í náttúrafræði er 3.
bekkur í 13. sæti af 16 og 4. bekkur
í 13. sæti af 17.
Nemendur í Singapúr og Kóreu
standa sig best í stærðfræði, bæði
í 3. og 4. bekk. Nemendur í Japan
og Hong Kong era einnig mjög ofar-
lega og það sama má segja um
nemendur í Hollandi, Tékklandi og
Austurríki. í náttúrafræði standa
nemendur í Kóreu sig best og nem-
endur í Japan, Bandaríkjunum,
Austurríki og Ástralíu standa sig
einnig mjög vel, bæði í 3. og 4.
bekk. Flest löndin sem era fyrir
ofan alþjóðlegt meðaltal í báðum
greinum era það einnig í 7. og 8.
bekk. Neðstu sætin, ásamt íslend-
ingum, skipa sem fyrr lönd á borð
við íran, Kúveit, Kýpur, Portúgal,
Grikkland og Tæland.
Styrk staða raungreina
ræður miklu um afkomu þjóða
Einar bendir á að mikilvægi rann-
sóknarinnar byggist meðal annars
á þeirri skoðun að þekking á sviði
vísinda og tækni muni skipta miklu
fyrir samkeppnisstöðu þjóða á al-
þjóðavettvangi í framtíðinni. Það sé
skoðun margra að styrk staða raun-
Stærðfræði
4. bekkur: 3. bekkur:
Meðal námsárangur Meðal námsárangur
Singapúr 625 Kórea 561
Kórea 611 Singapúr 552
Japan 597 Japan 538
Hong Kong 587 Hong Kong 524
Holland 577 Tékkland 497
Tékkland 567 Holland 493
Austurríki 559 Slóvenía 488
Slóvenía 552 Austurríki 487
írland 550 Ástralía 483
Ungverjaland 548 Bandaríkin 480
Ástralía 546 Ungverjaland 476
Bandaríkin 545 írland 476
Kanada 532 Alþjl. meðalt. 470
ísrael 531 Kanada 469
Alþjl. meðalt. 529 Lettland 463
Lettland 525 Skotland 458
Skotland 520 England 456
England 513 Taíland 444
Kýpur 502 Nýja Sjáland Kýpur 440
Noregur 502 430
Nýja Sjáland 499 Grikkland 428
Grikkland 492 Portúgal 425
Taíland 490 Noregur 421
Portúgal 475 ÍSLAND 410
ÍSLAND 474 íran 378
íran 429 Skáletruð rlki upplylla ekki aöteröatræðUegar krötur rannsóknarinnar
Kúvelt 400
Náttúrufræðigreinar
4. bekkur: 3. bekkur:
Meðal námsárangur Kórea 597 Meðal námsárangur Kórea 553
Japan 574 Japan 522
Bandaríkin Austurríki 565 565 Bandaríkin Ástralía 511 510
Áslralía 562 Austurríki 505
Holland 557 England 499
Tékkland 557 Holland 499
England Kanada 551 549 Tékkland Kanada 494 490
Singapúr Slóvenía 547 546 Singapúr Slóvenía 488 487
írland 539 Skotland 484
Skotland Hong Kong 536 533 Hong Kong írland 482 479
Ungverjaland Nýja Sjáland 532 531 Nvia Siáland 473 Alþjl. meðalt. 473
Noregur 530 Lettland 465
Alþjl. meðalt. 524 Ungverjaland 464
Leltland 512 Noregur 450
ísrael 505 Grikkland 446
ÍSLAND 505 ÍSLAND 435
Grikkland 497 Taíland 433
Portúgal Kýpur 480 475 Portúgal Kýpur 423 415
Tafland 473 íran 356
íran 416 Skálelruö ríki uppfylla ekki
Kúvelt 401 aðferða/ræðilegar kröfur rannsóknarinnar
greina muni eiga eftir að ráða miklu
um efnahag og afkomu þjóða. Því
sé í flestum vestrænum löndum lögð
mikil áhersla á að menntakerfi land-
anna skili nemendum með trausta
kunnáttu og færni í stærðfræði og
náttúrufræðigreinum.
Einar segir að með þeim niður-
stöðum sem nú hafí verið kynntar
fáist ákveðin yfirsýn um ástand
raungreinakennslu í grannskólum á
Islandi og að ljóst sé að þær niður-
stöður séu óviðunandi. „Þær valda
auðvitað vonbrigðum og það er aug-
Ijóst að ekki er hægt að sitja að-
gerðalaus gagnvart þeim. Nú þarf
að hefja endurreisn þessara greina
í íslensku skólakerfí."
íslendingar komnir
inn í vítahring
Þórólfur Þórlindsson, forstöðu-
maður Rannsóknastofnunar uppeld-
is- og menntamála, segir íslendinga
komna inn í vítahring. Vegna þess
að hér sé ekki öflug kennsla í raun-
greinum, velji fáir þær greinar í
framhaldsskólanum og enn færri á
háskólastigi. Þessum vítahring sé
erfítt að komast út úr svo lengi sem
menn einbeiti sér ekki að grunnskól-
anum. Þetta hafí raungreinakennar-
ar reyndar verið að segja i mörg
ár fyrir daufum eyram.
Einar varar við að niðurstöður
rannsóknarinnar verði teknar út úr
samhengi. „Það er vert að minna á
að niðurstöður úr fjölþjóðlegri sam-
anburðarrannsókn á borð við TIMSS
verða ekki túlkaðar með góðu móti
án samhengis við sérkenni mennta-
kerfanna í hveiju landi fyrir sig og
að ákvarðanir um umbótastarf á
r
Undur og stórmerki gerast!!!
Meðlimir Stjörnuakademíunnar hafa fyrir því óyggjandi sannanir að póluð alheimsorka valdi
straumhvörfum í stjörnuskoðun íslendinga föstudaginn þrettánda kl. 13.13.
Fylgist meö því hún mun gera ykkur frjáls.
f s TJöRnunKQDEminn
V. Samtök áhugamanna um stjörnuspeki
grundvelli niðurstaðna TIMSS verð-
ur einnig að skoða út frá samhengi
sérkenna menntakerfanna í hveiju
landi. Það sem skilar góðum ár-
angri í einu landi þarf ekki nauðsyn-
lega að gera það í öðra. Allar erlend-
ar fyrirmyndir um skólastarf þarf
því að ígrunda vel áður en þær era
teknar upp hérlendis. Að mínu viti
eiga íslendingar að líta til allra átta
eftir góðum hugmyndum í skóla-
starfí en taka mið af íslenskum
veruleika þegar þær era teknar
upp,“ segir hann.
\
)
\
\
\