Morgunblaðið - 11.06.1997, Page 6

Morgunblaðið - 11.06.1997, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Atli Vigfússon Veiðin byrjar vel í Laxá í Aðaldal Laxamýri. Morgunblaðið. ÞEIR voru þungir iaxarnir sem veiddust í Aðaldalnum í gærmorg- un þegar veiðin hófst fyrir neðan Æðarfossa. Fimm fiskar komu á land og var meðalþyngdin 12 pund. Á myndinni má sjá f.v. systkinin á Laxamýri, Jón Helga Vigfússon og Sigríði St. Vigfús- dóttur ásamt Viktori Haukssyni með 15,16 og 10 punda laxa. Everest- fáninn á Bessa- stöðum SAMKVÆMT upplýsingum frá skrifstofu forseta liggur íslenski fáninn, sem Everest- faramir færðu forsetanum við heimkomu, nú frammi á Bessastöðum ásamt steini úr Everest-fjalli. Að sögn Kornelíusar Sig- mundssonar, forsetaritara, hefur endanleg ákvörðun um það hvaða heiðurssess fáninn muni hljóta ekki verið tekin þar sem svo skammur tími sé liðinn frá því að gjöfin barst. „Það verður ákveðið í samráði við þá Everest-fara hvernig að verður staðið," segir Korn- elíus, „en fáninn mun þó vera á Bessastöðum um einhveija framtíð.“ Fjölmargir hópar hafa sótt Bessastaði heim og skoðað húsakost og þá muni sem þar eru, að sögn Komelíusar. „Þetta hefur verið í því formi að fólk hefur hringt og óskað eftir því að fá að koma, sett fram óskadagsetningar og síð- an hafa þær verið samræmdar öðm því sem fram fer á Bessa- stöðum," segir Kornelíus. Hann segir að fram að þessu hafi það form ekki verið haft á að heimsóknartími fyrir al- menning sé auglýstur sérstak- lega. Stjórn Veiðifélags Kjósarhrepps Kærir til Hollustu- verndar STJÓRN Veiðifélags Kjósarhrepps ákvað á stjórnarfundi sl. föstudag að kæra til Hollustuverndar ríkisins meðferð á athugasemdum við starfs- leyfistillögur vegna fyrirhugaðs ál- vers á Grundartanga. Samhljóða erindi var sent umhverfisráðherra og úrskurðarnefndar þar sem ekki sé ljóst hver eigi að fjalla um slíka kæru, að því er fram kemur í bréfi veiðifélagsins. Úrskurðarnefndin hefur þegar vísað tveimur kærum frá og ætlast til þess að stjórn Holl- ustuverndar fjalli um kæruna. Samkvæmt upplýsingum frá Her- manni Sveinbjörnssyni, formanni Hollustunefndar, verður málið rætt á fundi næstkomandi föstudag en hann býst ekki við að endanleg nið- urstaða liggi þá fyrir. Veiðifélag Kjósarhrepps gerir athugasemdir við tvennt í sambandi við starfsleyfistil- lögur álvers. í fyrsta lagi leggur félagið til að heimiluð framleiðslu- geta verði 60.000 tonn í stað 180.000 tonn eins og tillögur Holl- ustuverndar gera ráð fyrir. í öðru lagi vill félagið að vilji Norðurál stækka verksmiðjuna verði að sækja um sérstakt starfsleyfi fyrir til- greinda stækkun ásamt tilheyrandi umhverfismati. Einnig mótmælir Veiðifélagið þeim vinnubrögðum umhverfisráðherra að gefa út starfs- leyfi fyrir álverið á Grundartanga áður en kærufrestur vegna athuga- semda rann út. Vaknaðu þjóð í þun^um hlekkjum! Stund aflausnar þinnar er boðuð föstudaginn þrettánda kl. 13.13 þegar „dagur ljómar, og morgunstjama rennur upp í hjörtum yðar.“ (2. Pétursbréf 1:19) SKjryArjÐi leið SAUrÉlAG vm tRÚ FRETTIR Hjalta Má Brynjarssyni bjargað úr sjávarháska „Hættur að finna fyrir höndunum vegna kulda“ Keflavík. Morgunblaðid. „Ég var hættur að finna fyrir höndunum vegna kulda og ég hef aldrei á ævinni verið eins feginn og þegar ég sá þyrluna koma,“ sagði Hjalti Már Brynjarsson, 17 ára Njarðvíkingur, sem lenti í sjávarháska á sjóþotu við Básinn í Keflavík á laugardaginn og var bjargað giftusamlega um borð í TF-SIF þyrlu Landhelgisgæslunn- ar eftir að hafa velkst í sjónum í um klukkustund við Vatnsnes- kletta. Hjalti Már og vinur hans höfðu fengið sjóþotuna lánaða hjá kunn- ingja og ætlaði Hjalti Már að sigla frá smábátahöfninni í Gróf til Njarðvíkur. Hann var í svokölluð- um þurrgalla og með björgunar- vesti. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir hversu veðrið var slæmt. Það gaf stöðugt yfir sjó- þótuna og eftir um 10 mínútur drapst á vélinni. Mér tókst að koma henni í gang en hún drap fljótleg á sér aftur og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst mér ekki að koma henni í gang á ný.“ Þá var Hjalti Már staddur út af Vatnsnesklettum sem skilja að Keflavík og Vatnsnesvík og rak hann hratt að landi. „Félagar mínir höfðu fylgst með ferðum mínum og þeir gerðu lögreglunni strax viðvart þegar þeir sáu að ég átti í erfiðleikum. Björgunar- sveitarmenn komu fljótlega á vettvang og reyndu þeir að skjóta til mín línu en mér tókst ekki að ná henni. Eins kom trilla og reyndu mennirnir á henni að koma línu til mín en það gekk ekki heldur. Mig rak hratt að landi og aðstæður voru þannig að ég velktist um í briminu við klettana þannig að trillan gat ekki komist að mér.“ „Þetta var mikill barningur og Morgunblaðið/Björn Blöndal Hjalti Már Brynjarsson, 17 ára Njarðvíkingur, sem komst í hann krappan við Vatnsnes- kletta á laugardaginn. einu sinni slóst sjóþotan utan í klettana og eins fékk ég þung högg þegar ég slóst við þotuna. Gallinn sem ég var í lak og í sann- leika sagt var ég bæði hræddur og kaldur ogþá sérstaklega á höndunum. Ég get ekki gert mér grein fyrir hversu lengi ég var í sjónum en félagar mínir segja að það hafi verið í um eina og hálfa klukkustund. Það var því mikill Iéttir að sjá þyrluna koma og ég vil þakka áhöfn hennar innilega fyrir,“ sagði Hjalti Már Brynjars- son um björgun sína í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann hafði tekið sér frí í vinnunni til að hvíl- ast enda lerkaður eftir sjóferðina. Hann var fluttur í Sjúkrahús Reykjavíkur en var fljótur að ná sér eftir volkið og var útskrifaður samdægurs. Breytingar hjá lög- reglu í Reykiavík Forvarnir til almennr- ar deildar FORVARNADEILD lögreglunnar í Reykjavík færist frá rannsóknar- deild í almenna deild lögreglunnar við þær breytingar sem verða á löggæslumálum í iandinu 1. júlí. Ómar Smári Ármannsson aðstoðar- yfírlögregluþjónn sem veitt hefur deildinni forstöðu frá upphafi, verð- ur yfirmaður í fíkniefna- og auðg- unarbrotadeildum. Fjórir starfsmenn deildarinnar af fimm fylgja honum úr deildinni en sá sem eftir verður hefur starfað við áfengisvarnir og þá aðallega í tengslum við aðila er vista hefur þurft í fangageymslum. Forvarna- deild lögreglunnar var stofnuð í september 1988 og hafði að megin- hlutverki að vinna að öflugum for- vörnum og skapa virkari tengsl við almenning. Meðal verkefna hafa verið almannatengsl, áfengis- og fíkniefnavarnir, afbrotavarnir, unglingamál og slysavarnir. ----------.......— Rauði kross íslands Tíu sendifull- trúar erlendis TÍU sendifulltrúar eru nú starfandi á vegum Rauða kross íslands er- lendis við hlið starfsmanna og sjálf- boðaliða Alþjóðahreyfingar Rauða krossins um allan heim. Tveir ís- lenskir sendifulltrúar eru nýkomnir heim eftir störf í Kenýa og Úg- anda, og sendifulltrúi sem var í Afganistan er á heimleið. Tveir sendifulltrúar RKÍ starfa í Norður-Kákasushéruðum fyrrum Sovétríkjanna, einn er upplýsinga- fulltrúi Alþjóðasambands Rauða kross félaga í Mið-Asíu, einn full- trúi er í Sambandslýðveldinu Júgó- slavíu, einn í Azerbaijan, einn í Tajíkistan, tveir eru í Sierra Leone og tveir í Kenýa. Sakfelldur fyrir að kyssa konu á munninn RUMLEGA sextugur karlmaður var á mánudag sakfelldur í Héraðs- dómi Vestfjarða fyrir að bijóta gegn 209. gr. almennra hegningarlaga með því að kyssa konu á þrítugs- aldri gegn vilja hennar. Umrædd hegningarlagagrein er svohljóð- andi: „Hver sem með lostugu at- hæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en varðhaldi eða sektum ef brot er smávægilegt." Ákvörðun refsingar var frestað og fellur niður að tveim- ur árum liðnum. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins hefur ekki áður verið sakfellt fyrir koss. Atvikið varð í nóvember sl. á afviknum stað í geymsluhúsnæði sem samnýtt er af frystihúsi Hólmadrangs á Hólmavík og slátur- húsi Kaupfélags Hólmavíkur. Konan bar að maðurinn hafi kysst sig og sleikt þannig að tunga hans hafi farið inn í munn hennar og að hann hafi haldið þéttingsfast um mitti hennar. Hún hafi rifið sig lausa og farið út úr geymslunni. Maðurinn viðurkenndi að hafa skyndilega fengið þá hugdettu að kyssa konuna. Hann hafí tekið laus- lega í aðra hönd hennar og beðið hana um einn koss. Í sömu andrá hafi hann smellt einum snöggum kossi, á munn konunnar og því næst hafi þau gengið út úr húsinu. Maðurinn þvertók fyrir að hafa tek- ið utan um konuna, sleikt hana og sett tunguna upp í hana. Ekki annað sannað en koss á varir í dómsniðurstöðu segir að bæði maðurinn og konan hafi verið trú- verðug í frásögnum sínum um það hvað í raun gerðist í geymsluhús- næðinu þótt þau hafi greint á um hversu langt maðurinn hafi gengið er hann kyssti konuna í óþökk henn- ar. Ekki þyki sannað að maðurinn hafi gert annað og meira en taka í aðra hönd konunnar og kyssa hana á varirnar. Við mat á því hvort um lostugt athæfi hafi verið að ræða segir í dómsniðurstöðu að til þess beri að líta að maðurinn hafi kysst konuna á afviknum stað án þess að hún gæfi honum í skyn með orðum eða látbragði að hún vildi kyssa hann eða vera kysst af honum. „Hefur ákærði enga skýringu gefið á því hvers vegna hann fékk skyndilega þá hugdettu að kyssa sér mun yngri konu á munninn, sem hann þekkti fremur lítið, en ekkert í fyrri sam- skiptum þeirra gat gefið honum til- efni til að ætla að hún vildi stofna til nánari kynna,“ segir orðrétt. Að þessu virtu varð ekki talið unnt að álykta á annan veg en þann að athæfí mannsins hafi verið af kynferðislegum toga og til þess fallið að særa blygðunarsemi kon- unnar og bijóta gegn rétti hennar til kynfrelsis. Því bæri að sakfella ákærða fyrir brot gegn 209. gr. almennra hegningarlaga. Miskabótakröfu hafnað Fyrir hönd konunnar var þess krafíst að maðurinn yrði dæmdur til að greiða henni miskabætur, aksturskostnað, lækniskostnað og lögfræðikostnað, samtals tæplega 700 þús. krónur. Þær kröfur voru ekki teknar til greina. Konan hafði verið til meðferðar hjá geðlækni vegna þunglyndis sem m.a. mátti rekja til kynferðislegrar misnotkun- ar í æsku. Geðlæknir konunnar bar fyrir dómi að andlegri heilsu hennar hefði hrakað til muna eftir atvikið. í dómsniðurstöðu sagði að af gögn- . um málsins yrði ekki ráðið að mann- » inum hafi mátt vera ljóst að konan hafí verið haldin þunglyndi, sem rekja mætti til kynferðislegrar mis- notkunar í æsku. Hann hefði því ekki getað séð fyrir þær afleiðingar sem verknaður hans hefði á sálarlíf konunnar. Maðurinn var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. Dóminn kváðu upp Jónas Jóhannsson, Ingi- björg Benediktsdóttir og Kristjana Jónsdóttir en dómþingið var háð í dómhúsi Héraðsdóms Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.