Morgunblaðið - 11.06.1997, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Seðlabankl
varar stjórnina
viöbelli- j|
brögðum 'i
1 Þýski sefilabankinn varafii l i
stjörnvölíi í Bonn vifi þvi i gær '
að beita bellibregfium tii afi
! | landið uppfylltí skilyrði fyrir |
þátttöku í myntsamstarf Evr-
. ðpusambandsþjððanna. 11 |
Halldór J. Kristjánsson ráðuneytisstj óri iðnaðarráðuneytisins
Virkjanirnar séu þjóð-
hagslega hagkvæmar
HEIMILD þarf frá Alþingi til að
hefja virkjanaframkvæmdir í hvetju
einstöku tilfelli, en að sögn Halldórs
J. Kristjánssonar, ráðuneytisstjóra
í iðnaðarráðuneytinu, þarf ráðu-
neytið fyrst að fallast á að virkjanir
séu þjóðhagslega hagkvæmar.
Kristján Jónsson rafmagnsveitu-
stjóri sagði á ársfundi Rafmagns-
veitna ríkisins síðastliðinn föstudag
að auka þyrfti samkeppni og gefa
fleirum kost á orkuframleiðslu. Ra-
rik hefði athugað möguleika á hag-
kvæmum virkjunarkostum og helst
kæmu til greina Fjarðarárvirkjun í
Seyðisfirði, Gilsárvatnavirkjun í
Fljótsdal og Villinganesvirkjun í
Skagafirði.
Að sögn Halldórs J. Kristjánsson-
ar hefur Landsvirkjun samkvæmt
lögum um fyrirtækið virkjunarheim-
ild í Villinganesi, og Alþingi þyrfti
því að gera breytingu á ef Rarik
ætti að fá þann virkjunarkost, en
jafnframt hefur Landsvirkjun heim-
ild til virkjana á Fljótsdal og Blöndu,
auk allra virkjanaframkvæmda á
Þjórsársvæðinu og stækkunar
Kröflu.
„Það þarf að sýna fram á að þjóð-
hagslega sé hagkvæmt að ráðast í
virkjanafrmakvæmdir og að um
ódýrasta kost sé að ræða. í augna-
blikinu eru ekki líkur til þess að
veitt séu virkjunarleyfi til viðbótar
nema þá út af nýrri orkusölu, en
það er fyrst og fremst í tengslum
við nýjan markað og nýja sölu sem
það opnast möguleikar til að virkja,“
sagði Halldór.
Frelsi í
áföngum
Samkvæmt tillögum orkulaga-
nefndar ber að gefa vinnsiu á raf-
orku ftjálsa í áföngum, en að sögn
Halldórs telur iðnaðarráðuneytið að
fyrsta skrefið í þeim efnum gæti
komið til framkvæmda fljótlega, og
ákveðin samkeppni yrði í því að
afhenda raforku til nýrrar stóriðju.
„Þeir sem hefðu bestu kostina í
því kæmu þá allir til álita, en þá
væri það spurningin um hver væri
með hagkvæmustu virkjunina. Þar
komu Nesjavellir inn í og þeir eru
því komnir inn í röðina vegna álvers
Columbia, og sama gæti átt við
bæði hjá Hitaveitu Suðurnesja og
Rafmagnsveitum ríkisins, en þá er
samkeppnisstaðan metin út frá því
hver getur afhent orku til stóriðju-
notandans. Þá er viðmiðunin svolítið
önnur en kaupin á milli almenning-
sveitnanna og Landsvirkjunar, og
þá er það í raun og veru sala til
þriðja aðila, en þar held ég að raun-
veruleg samkeppni ætti að geta orð-
ið,“ sagði Halldór.
Morgunblaðið/PPJ
Grumman flugbátur
í heimsókn
Engar regl-
ur um notk-
un sjóþotna
ENGAR reglur gilda um notkun
sjóþotna að sögn Hilmars Snorra-
sonar hjá Slysavarnaskóla sjó-
manna. hann segir hins vegar al-
veg Ijóst að tæki þessi séu ekki
ætluð til notkunar á hafi úti.
Síðastliðinn laugardag munaði
litlu að illa flæri er vél sjóþotu
bilaði utan við Keflavík og var
pilti á þotunni bjargað í þyrlu
Landhelgisglæzlunnar.
Hilmar sagði brýnt að fólk færi
ekki langar vegalengdir á sjó-
þotum án þess að láta vita af sér
og hafa tilheyrandi öryggisbúnað.
Þannig þurfi viðkomandi að vera
í björgunarvesti og hafa meðferð-
is neyðarblys til að geta gert vart
við sig ef þörf væri á.
GAMALL Grumman Goose flug-
bátur átti viðdvöl á Reykja-
víkurflugvelli um helgina á leið
frá Bandaríkjunum til Skot-
lands. Hér á landi muna sjálf-
sagt margir eftir þessum flug-
bátum en sjö Grumman-flugbát-
ar voru í innanlandsflugi Loft-
leiða og Flugfélags fslands á
árunum 1944 til 1956. Vélinni
var fyrst flogið árið 1937 og
voru framleiddar um 345 vélar
af þessari gerð á árunum fram
til 1945.
Islendingafélagið í Vancouver
Iceland House
á horni 10. og
6. strætis
Erlendur Óli Leifsson
að eru um fimm
hundruð meðlimir
skráðir í íslend-
ingafélagið í Vancouver,
Bresku Kólumbíu í
Kanada, en ekki eru þeir
allir virkir. Flestir eru bú-
settir í borginni og í
grennd. „Okkur skilst að
þetta sé fjölmennasti fé-
lagsskapur íslendinga er-
lendis," segir Erlendur
Óli. „Þó er ekki þar með
sagt að við fáum fimm
hundruð manns á allar
samkomur, það er langt
frá því.“
Einn_ þátturinn í starf-
semi íslendingafélagsins
er útgáfa fréttablaðs sem
kemur út mánaðarlega,
nema yfir sumartímann.
„Við réðumst í að kaupa
hús fyrir nokkrum árum
fyrir starfsemi félagsins, og erum
smám saman að eignast það. Við
áttum náttúrulega ekki krónu
þegar við bytjuðum," segir Er-
lendur Óli. Meðal þeirra leiða sem
félagið hefur notað til að afla fjár
til húsbyggingarinnar og annarrar
starfsemi er að njóta hluta ágóð-
ans af rekstri spilavíta. „Þeir hafa
hérna svona „casinos", sem þeir
kalla, eða spilavíti. Það eru ein-
staklingar sem reka þau, en líkn-
arfélög og önnur félög sem fá að
njóta helmings ágóðans af rekstr-
inum eitt eða tvö kvöld á ári. Við
verðum þá að leggja til fimm
starfsmenn, en eigendur spilavít-
isins leggja til tæki og annan
mannskap. Svo þegar gert er upp
að kvöldi fáum við helminginn af
ágóðanum, sem getur orðið nokk-
uð góður. Þannig hefur okkur tek-
ist að afla nokkurs fjár til húss-
ins, sem við köllum Iceland
House."
Það er á horni tíunda og sjötta
strætis í New Westminster, sem
er útborg Vancouver. „Við erum
með gisitiheimili, eða „bed and
breakfast", á efstu hæðinni sem
við rekum til að eiga fyrir sköttum
og afborgunum. Við höfum gott
bókasafn, og okkur hafa áskotn-
ast margar góðar bækur, allar
íslenskar, jafnvel frá því snemma
á nítjándu öld. Eg gæti trúað að
þarna mætti finna bækur sem
ekki finnast neinstaðar heima.“
Innan vébanda félagsins er
einnig kvenfélag. „Það eru konur
sem eru af þriðju kynslóð Vestur-
íslendinga, sem koma þarna á
þriðjudögum og vinna við uppsetn-
ingn bókasafnsins, sem er allt
tölvuskráð, og viðhald og því um
líkt. Þeirra félagsskapur er kallað-
ur Sólskin og þær sinna líka elli-
heimilinu sem við rek-
um eiginlega, þótt það
sé fjármagnað gegnum
kanadíska sjúkratrygg-
ingakerfið." Kanadíska
almannatryggingakerf-
ið er um margt svipað
því sem er á Norðurlöndunum, og
því gerólíkt því kerfí sem er að
finna sunnan landamæranna í
Bandaríkjunum. Þess vegna fæst
kostnaður af rekstri á borð við
elliheimilið, sem íslendingafélagið
stjómar, greiddur af hinu opin-
bera. Þó eru nú blikur á lofti þar
sem útlit er fyrir gífurlegan niður-
skurð í opinberum útgjöldum í
Kanada.
Erlendur Óli segist oft hafa
undrast það í sambandi við starf-
semi íslendingafélagsins að sér
virðist fólk af annarri og jafnvel
þriðju kynslóð Vestur-íslendinga
jafnvel vera duglegri sinna betur
► Erlendur Óli Leifsson fædd-
ist í Reykjavík 1932 og fluttist
til Vancouver á vesturströnd
Kanada 1956. Hann sinnti þar
byggingarstörfum til að byija
með, en eftir þijú ár fór hann
á sjóinn á lúðu-, síld- og laxveið-
ar. Hann hefur verið búsettur
í Vancouver alla tíð síðan og
sinnt sildarflutningum og síld-
armælingum á vegum kana-
dísku ríkisstjórnarinnar
undanfarin fjögur ár. Kona
hans er Kathy Leifsson og syn-
ir þeirra eru Erik Thór, sem
er þrítugur, og Davíð Óðinn,
25 ára.
öllum áhugamálum er varða ís-
land en þeir sem eru nýkomnir frá
íslandi. „Það tók mig langan tíma
að skilja þetta. En ég held að
þegar fólk kemur vestur þá sé
auðvitað margt annað sem er áríð-
andi, það þarf að læra málið, koma
sér fyrir og einbeitir sér að því.
Nú svo er það ef til vill líka með
börn.“
Lögð hefur verið áhersla á að
halda íslenskukennslu á hveijum
vetri. „Kennararnir hafa yfirleitt
fólk að heiman sem er fyrir vestan
að læra. Meðal þeirra sem hafa
verið þarna eru Hjálmar Ámason,
þingmaður, einnig Óskar Sigur-
björnsson, skólastjóri á Ólafsfirði,
Sturla Kristjánsson fyrrum
fræðslustjóri Norðurlands eystra.
Svo höfum við gefíð út kennslu-
segulbönd sem við bjuggum til
sjálf fyrir nokkrum árum. Meira
að segja sendiráðið í Washington
hefur bent fólki á okkur með
þetta, sem gerir mig nú eiginlega
alveg hlessa því mér fínnst þeir
ættu að hafa þetta hjá sér sjálfir
í sendiráðinu."
Mikið af Vestur-
íslendingum hefur leit-
að eftir íslenskunámi
hjá félaginu, en einnig
fólk af öðrum þjóðern-
um. „Það hefur oft ver-
ið ungt fólk sem hefur sýnt áhuga,
langað að læra norrænt mál, og
ef til vill verið að lesa einhverja
fornsöguna og þá er mesta hjálpin
í íslensku af norrænu málunum.“
Erlendur Óli er nú staddur á
íslandi, og segist koma hingað
heim öðru hvoru. „Þetta er eins
og með laxinn, hann sækir alltaf
á heimastöðvarnar. Ég hef komið
hingað einu sinni á ári undanfar-
ið.“ Hann segir þó ólíklegt að
nokkurntíma verði af því að hann
flytji aftur til íslands. „En ég get
vel hugsað mér að vera hérna á
sumrin. Ég sakna aldrei skamm-
degisins á Islandi."
íslensku-
kennsla
á hverjum
vetri