Morgunblaðið - 11.06.1997, Side 13

Morgunblaðið - 11.06.1997, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 13 LANDIÐ 50 ár frá því að Sauðárkrókur fékk kaupstaðarréttindi VEGLEG afmælisdagskrá verður á Sauðárkróki í tilefni af því að 140 ár eru liðin frá því staðurinn var gerður að löggiltum verslunar- stað með konungsbréfí, 90 ár frá því Sauðárkrókshreppur var stofn- aður og 50 ár frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Einnigeru 125 ár síðan Arni Árnason reisti fyrsta íbúðarhúsið á Sauðárkróki, sumar- ið 1872. Sumardagskráin hefst á ráð- stefnu um stjórnmálaflokka og sveitarstjómarmál sem haldin verður 14. júní á Sauðárkróki. Verður þar fjallað um stöðu sveit- arstjórna innan stjórnkerfisins, flokkapólitík í sveitarstjórnum og að síðustu verða pallborðsumræður með fulltrúum allra flokka, ásamt fulltrúa R-listans. Skúli Þórðarson, stjórnmála- fræðingur og bæjarstjóri á Blöndu- ósi, mun halda erindi um sjálf- stjórn sveitarfélaga,_ valddreifingu og aukið lýðræði. Árni Gunnars- son, aðstoðarmaður félagsmála- ráðherra, fjallar um flutning verk- efna frá ríki til sveitarfélaga og markmið og stefnu félagsmála- ráðuneytis. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, mun velta upp þeirri spurningu hvort sveitar- félög hafi burði til að taka við auknum verkefnum. Konur á Króknum Sýningin Konur á Króknum verður opnuð á kvenréttindadaginn 19. júní. Flytur Aðalheiður Orms- dóttir erindi um upphaf kvenna- hreyfingar í Skagafirði. Sama dag verður afhjúpaður stuðlabergsdr- angur við Freyjugötu sem karlafé- lögin á Sauðárkróki gefa kvenna- félögum staðarins. Ástæðan er sú að þar reistu konur Frúarstíg og var það fyrsta vegagerð í bænum. Daginn eftir mun Helga Kress flytja erindi um skáldkonur á Króknum, UMFT mun frumsýna revíuna „Glaðar tíðir - gamalt og nýtt“ og flugeldasýning verður haldin á vegum Skátafélagsins Eilífsbúa. Laugardaginn 21. júní hefst Niðjamót á brúðkaupi aldarinnar í Sauðárkrókskirkju. Hestamanna- mót verður haldið í umsjá Hesta- mannafélagsins Léttfeta og úti- skemmtun á Faxatorgi með leik- Afmælisnefnd Sauðárkróks, sem m.a. var sett á laggimar í tilefni af hálfrar aldar afmæli kaupstaðarins, kynnti afmælisdagskrána nýlega. Pétur Blöndal fylgdist með og sá að viðburðaríkt sumar er framundan á Króknum. Morgunblaðið/Pétur Blöndal PÁLL Brynjarsson, starfsmaður afmælisnefndar Sauðárkróks, Deborah Robinson, ferðamálafulltrúi Skagafjarðar, Guðbrand- ur Guðbrandsson, tónlistarkennari, Árni Ragnarsson, formaður afmælisnefndar og Jón Ormar Ormsson, rithöfundur, kynntu afmælisdagskránna. til 13. júlí. Er það m.a. í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá stofnun Náttúrulækningafélags íslands. Frumkvöðull að stofnun félags- ins var Jónas Kristjánsson, þáver- andi héraðslæknir á Sauðárkróki. Jónas var ötull baráttumaður fyrir bættri heilsu og betri lífsháttum. Einnig var hann Skagfirðingum dijúgur liðsmaður í flestum mál- efnum er horfðu til framfara fyrir byggðina. Tilgangur ráðstefnunnar er að fjalla um hvernig heilbrigðir lífs- hættir geta eflt bæði andlega og líkamlega heilsu manna. Fyrirles- arar verða fjórtán talsins og koma úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, nær- ingarfræðinga, íþróttafræðinga, hagfræðinga, félagsfræðinga og heimspekinga. Jón Arnar Magnús- son setur ráðstefnuna. Boðið verður upp á fjölþætta dagskrá meðan á ráðstefnunni stendur með Drangeyjarferðum, gönguferðum, siglingum á Áshild- arvatni, fjölskyldudegi íþróttanna o.s.frv. Forseti íslands í heimsókn Forseti íslands fer í opinbera heimsókn á Sauðárkrók lokahelg- ina 19. til 20. júlí og verður þá mikið um dýrðir. Auk fastra dag- skrárliða verður boðið upp á tón- leika fyrir unglinga, gönguferð um gamla bæinn, frumsýningu á Söguleiksýningu, bryggjuball, flugeldasýningu, hátíðarmessu og haldið verður afmælismót Golf- klúbbsins. I lok afmælisins verður afmælis- fáninn tekinn niður og færður til varðveislu á Minjahúsið á Sauðár- króks, sem verður opnað formlega sömu helgi. HÚSIÐ Árbakki, sem var járnsmiðja Ingimundar Bjarnasonar, verður opin þeim sem ferðast á Sauðárkrók í sumar. I þessu litla húsi bjó sex manna fjölskylda og hýsti það einnig eldsmiðju, fjós, haughús, heygeymslu og nokkrar kindur. tækjum fyrir yngstu kynslóðina. Einnig verða pallborðsumræður um konur á vinnumarkaði. Um kvöldið verður söngskemmtun og revíusýning í Bifröst. Verður revíu- sýningin endurtekin á sunnudegin- um. Hagmælska í tali og tónum Alþýðusönghátíð verður haldin helgina 27. til 29. júní. Hefst hún á revíunni „Glaðar tíðir - gamalt og nýtt“. 28. júlí verður sönghátíð í Bóknámshúsi Fjölbrautaskólans. Þar koma m.a. fram Karlakórinn Heimir, Kirkjukór Sauðárkróks, Álftagerðisbræður og einsöngvar- arnir Jóhann Már Jóhannsson, Svana Berglind Karlsdóttir, Þuríð- ur Þorbergsdóttir og Gerður Bolla- dóttir. Um kvöldið verður dagskráin „Listaskáld bæjarins“ þar sem fjallað verður í tali og tónum um ýmsa hagyrðinga er sett hafa mark sitt á bæjarlífið á Króknum. Myndlistarsýning Ástu Pálsdótt- ur opnar 5. júlí og stendur til 20. júlí. Þar rifjar hún upp gamlar minningar frá Króknum með vatnslitamyndum af eftirminnilegu fólki og húsum. Sest á rökstóla um heilsu „Heilsa og heilbrigðir lífshættir“ er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður á Sauðárkróki helgina 12. Vegleg afmælis- dagskrá í sumar Glaðar tíðir í bæjarlífinu SAMA hvar flett er upp í afmælisdag- skrá Sauðárkróks, - alltaf verður nafn Jóns Ormars Ormssonar fyrir manni. Hann er höfundur fjögurra uppfærslna sem settar verða á fjalirnar í sumar auk þess sem hann skrifar annál Sauðár- króks, sem kemur út í lok árs. Revían „Glaðar tíðir - gamalt og nýtt“, sem leikstýrt er af Eddu V. Guðmunds- dóttur, verður frumsýnd 20. júní í upp- færslu UMF Tindastóls og byggist á gömlu og nýju efni gamanvísnahöfunda á Sauðárkróki, að sögn Jóns Ormars. „Fjallað er um einstaka þætti í bæjar- sögunni sem menn hlógu að á sínum tíma og ættu að geta hlegið að enn þann dag í dag. Ekki verður um samfellu að ræða, eins og svo oft í revíum, heldur verða tínd til brot héðan og þaðan. Revían byggist á söng, enda er sönghefðin rík í Skagafirði.“ Sameinast í sögunni „Brúðkaup aldarinnar" verður 21. júní. Er þá skírskotað til brúðkaupa sem voru haldin 1902 og 1904 þegar María Claess- en og Sigurður Thoroddsen gengu í það heilaga og Ingibjörg Claessen og Jón Þorláksson. „Gamlir Króksarar töluðu alltaf um brúðkaupið, þótt þau væru tvö,“ segir Jón Ormar. „Þeim fannst þau vera toppurinn á til- verunni og það var alltaf mikið í þeirra munni þegar þessar tvær dætur Sauðár- króks giftust burtu.“ í tengslum við brúð- kaupið verður haldið niðjamót. „Við vilj- um fá sem flesta af þeim sem eru brott- fluttir eða eiga hingað rætur í heim- sókn,“ heldur Jón Ormar áfram. „Von- andi náum við tengingu við þetta fólk með því að rifja upp söguna sem við eig- um sameiginlega." Listaskáld á léttum nótum „Listaskáld bæjarins," nefnist dagskrá sem frumsýnd verður 28. júní. „Við eig- um geysimikið af skáldum," segir Jón Ormar. „Verkið byggist annars vegar á sungnum textum eftir þessi skáld og hins vegar á kveðskap sem ekki hafa verið samin lög við. Allir eiga að njóta stundar- innar, enda er dagskráin á léttari nótun- um.“ Söguleiksýning, sem leikstýrt er af Eddu V. Guðmundsdóttur, verður frum- sýnd lokahelgi afmælisdagskrárinnar, þ.e. 19. júlí. Þá verður saga bæjarins rakin fyrstu fjörutíu árin í myndum, tón- um og frásögn. Jón Ormar lætur ekki þar við sitja. Hann ætlar einnig að gefa út annál, þar sem fjallað er um hvert ár fyrir sig frá 1947. „Fjallað verður um mannlífsliliðina sem gleymist svo oft,“ segir Jón Ormar. Þá fór boltinn að rúlla „Ætlunin er að ná fram stemmningu staðarins með sögubrotum, vísum, til- svörum og fágætum myndum. Stefnt er að því að annállinn komi út í síðasta lagi í janúar. Það veltur á því hversu vel mér gengur að vinna úr efninu, en ég er með mjög góða aðstoðarmenn." Jón Ormar fluttist í Skagafjörð 6. júní árið 1966. „Eg ætlaði aðeins að vera yfir sumar,“ segir hann. „Það urðu þrettán ár.“ Hann flutti svo skamma hríð til Reykjavíkur, en fór aftur til Sauðár- króks. „Eg veit ekki hvort ég fer nokk- urn tíma héðan aftur,“ segir hann. „Eg er Strandamaður, en á mikla sam- leið með Króksverjum hvernig sem á því stendur. Það er eitthvað í menningunni sem dregur mig að sér. Hér getur maður verið frjáls og eðlilegur, nánast eins og manni dettur í huga að vera.“ Leikritið „Sumarið fyrir stríð“ eftir Jón Ormar í uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks, sem leikstýrt var af Eddu V. Guðmundsdóttur, var valin besta áhugamannaleiksýning ársins 1996. „Þá fór boltinn að rúlla,“ segir hann. „Hér er gífurlega mikill efniviður í góð listaverk, hvort sem fengist er við kvikmyndir, skáldsögur eða leiksvið. Þegar afmælisárinu lýkur hef ég mikla löngun, ef ég mögulega get, til að vinna einstaka þætti áfram. Þótt þeir séu stað- bundnir hafa þeir víðari skírskotun, ekki aðeins til lítils samfélags heldur til stórr- ar heildar."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.