Morgunblaðið - 11.06.1997, Side 15

Morgunblaðið - 11.06.1997, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 15 Microsoft færir út kvíarnar Seattle. Reuter. MICROSOFT hugbúnaðarfyr- irtækið hefur samþykkt að leggja einn milljarð dollara í kaplafyrirtækið Comcast Corp og segja kunnugir að fjárfestingin sé liður í tilraun- um til að steypa sjónvarpsvið- tækjum og einmenningstölv- um saman í eitt. Með fjárfestingunni fær Microsoft 11,5% hlut í fjórða stærsta kapalsjónvarpi Bandaríkjanna. Þetta er mesta fjárfesting Microsoft til þessa og undirstrikar þann ásetning hugbúnaðarrisans að móta þróun alnetsins og stafrænnar sjónvarpstækni. Hagvöxtur í heiminum 3,3% 1997 MUnchen. Reuter. HAGVÖXTUR í heiminum verður 3,3 í ár, aðallega vegna uppgangs í Asíu og Róm- önsku Ameríku, að sögn þýzku hagrannsóknastofnun- arinnar Ifo. Samkvæmt könnun Ifo á skoðunum 450 alþjóðlegra sérfræðinga er búizt við að hagvöxtur í Rómönsku Amer- íku verði 5,2% í ár og í Asíu 4%; í Vestur-Evrópu verður til- tölulega hægur hagvöxtur, eða 2,3%, en í Norður-Amer- íku er búizt við 2,8% hag- vexti að sögn stofnunarinnar. Á fyrsta ársfjórðungi 1997 furðuðu sérfræðingarnir sig á styrk hagkerfisins í Banda- ríkjunum og Bretlandi, en voru „vonsviknir“ með hag- vöxt á meginlandi Evrópu. Ifo segir að fyrirtæki í Evr- ópu og Asíu telji góðar horfur í útflutningi í ár vegna sterks dollars. Þótt verðbólga sé enn lítil fara vextir hækkandi í nokkr- um iðnríkjum samkvæmt könnuninni. Takmarkað nikkelmagn í evrómynt Lúxemborg. Reuter. VEGNA ótta neytenda við ofnæmi hafa fjármálaráðherr- ar Evrópusambandsins sam- þykkt að takmarka notkun nikkels í evrómynt, sem í ráði er að taka upp fyrir árið 2002. Miðlunartillaga fram- kvæmdastjórnar ESB um að nikkel verði aðeins notað í tveimur af átta evrómyntpen- ingum hlaut „bráðabirgða- stuðning" allra aðildarland- anna 15 að sögn fjármálaráð- herra Svía, Eriks Asbrinks. Svíar hafa gagnrýnt mest notkun nikkels í evrópskri mynt í framtíðinni á þeirri forsendu að nikkel valdi of- næmi. Asbrink fagnaði samkomu- laginu, sem hann kvað mikil- vægt heilbrigðis- og neyt- endamál, þótt Svíar ætli að standa utan við myntbanda- lagið (EMU) þegar það tekur til starfa 1999. Alls verða 92% evrómynt- peninga án nikkels samanbor- ið við 25% núverandi mynt- peninga aðildarlandanna. Plastos-Umbúðir á leið á Opna tilboðsmarkaðinn Hlutafé aukið um 25 % Miklar breytingar standa yfir á rekstri fyrirtækisins HLUTABRÉF Plastos-Umbúða hf. verða skráð á Opna tilboðsmark- aðnum hinn 18. júní næstkom- andi. Þann dag verður boðið út nýtt hlutafé í fyrirtækinu að fjár- hæð 21 milljón króna að nafn- virði. Núverandi hlutafé er 82 millj- ónir og nemur aukningin því rúm- um 25%. Innreið Plastos-Umbúða á Opna tilboðsmarkaðinn er liður í miklum breytingum sem standa nú yfir á rekstri þess. Fyrir skömmu var plastverksmiðjunni Plastos ehf. skipt í tvö sjálfstæð fyrirtæki; Plastos-Umbúðir hf., og Plastos- Miðar og tæki ehf. Plastos-Umbúðir hf. sinnir al- hliða framleiðslu umbúða úr plasti og er í nýreistu fimm þúsund fer- metra stórhýsi við Suðurhraun í Garðabæ. Plastos-Miðar og tæki ehf. hefur nú hins vegar tekið við límmiðaframleiðslunni auk inn- flutnings á tölvuvogum og vélum til strikamerkinga, pökkunar, kjöt- vinnslu o.fl. Starfsemi þess verður áfram í 1.300 fermetra húsnæði við Krókháls í Reykjavík. Eigendur beggja fyrirtækja eru nú að stærstum hluta hinir sömu. Sigurður Oddsson, framkvæmda- stjóri Plastos, og fjölskylda eiga um 95% hlutafjár en Jenný Stefan- ía Jensdóttir stjórnarformaður á 5%. Styrkir stöðu fyrirtækisins Jenný segir að tilgangurinn með útboðinu sé að fjölga í hluthafa- hópi fýrirtækisins, m.a. til að létta fjármögnun framleiðsluvéla og greiða fyrir lækkun skulda. Að- spurð segir hún að skuldir íþyngi fyrirtækinu ekki og áætlanir varð- andi húsbygginguna hafi staðist. „Meginástæðan fyrir því að félagið er opnað nú er sú að það er að okkar mati besta leiðin til að styrkja það í samkeppninni. Við höfum verið á innhverfu nótunum síðustu misserin en fyrirtækið hef- ur nú allar forsendur til að blómstra og springa út. Við höfum nú þegar orðið vör við mikinn áhuga á fyrirtækinu meðal fjár- festa og fengið fjölmargar fyrir- spurnir. Við erum því bjartsýn á að hlutafjárútboðið muni ganga vel,“ segir Jenný. Gengisskráning- arvogkrónunnar endurskoðuð Vægi norsku krónunnar eykst SEÐLABANKINN hefur lokið hinni árlegu endurskoðun á gengis- skráningarvog krónunnar. Hin nýja vog mælir gengisbreytingar frá gengisskráningarfundi sem haldinn var á föstudag og þar til ný vog verður tekin upp að ári. Þegar ný gengisskráningarvog var tekin upp í september 1995 var ákveðið að hún yrði framvegis endurskoðuð árlega í ljósi samsetn- ingar utanríkisviðskipta árið áður. Slík endurskoðun fór síðast fram í júní 1996. Breytingarnar að þessu sinni frá fyrri vog eru óverulegar. Stærsta breytingin er sú að vægi dönsku krónunnar minnkar um 1,4,% en á móti eykst vægi norsku krónunnar um 1,6,%. Vægi Bandaríkjadals eykst um 0,5% og verður 22,5%. Vægi þýsks marks minnkar um 0,4% og verður 14,2%. Vægi jap- ansks jens minnkar einnig, eða um 0,3% og verður 6,8%. Vægi Norð- ur-Ameríkumynta vex í heild um 0,3% og verður 23,8% en vægi Evrópumynta stendur nánast Istað í 69,4%. Meðfylgjandi tafla sýnir nýju vogina og breytingar frá þeirri fyrri. Seðlabankinn leggur áherslu á að aðeins sé um tæknilega breyt- ingu að ræða á þeirri gengisvog sem notuð sé við daglegan útreikn- ing á gengi krónunnar og feli hún ekki í sér neina brej’tingu á gengis- stefnunni. Markmið árlegra endur- skoðana á voginni sé að tryggja að hún endurspegli ætíð eins vel og kostur er samsetningu utan- ríkisviðskipta þjóðarinnar. & Ný gengisskráningarvog 'Mvfr Byggð á viðskiptum 1996 Breyt. frá Ríki Gjaldm. Vog fyrri vog Bandaríkin USD 22,45 % +0,48 Bretland GBP 13,14 % +0,31 Kanada CAD 1,31 % -0,16 Danmörk DKK 9,41 % -1,43 Noregur NOK 8,54 % +1,56 Svíþjóð SEK 4,13 % -0,12 Finnland FIM 1,22% +0,16 Frakkland FRF 4,75 % -0,31 Belgía BEF 1,55% -0,10 Sviss CHF 1,66% +0,01 Holland NLG 4,51 % -0,07 Þýskaland DEM .14,15 % -0,44 Ítalía ITL 2,26 % +0,04 Portúgal PTE 1,34% +0,19 Spánn ESP 2,77 % +0,13 Japan JPY 6,81 % -0,27 Norður Ameríka 23,76 % +0,32 Evrópa 69,43 % -0,05 Japan 6,81 % -0,27 ALLS: 100,00 % 0,00 EFTA semur við Marokkó Hlutaíjárútboð Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað hafið Býður út hlutafé fyrir liðlega hálfan milljarð SÍLDARVINNSLAN hf. í Nes- kaupstað hefur hafið útboð á nýju hlutafé að nafnvirði 80 milljónir króna. Bréfin verða boðin hluthöf- um á genginu 6,7 fram til 20. júní og geta þeir hluthafar sem ekki nýta sér forkaupsréttinn framselt hann að hluta eða öllu leyti. Að þeim tíma liðnum verður það sem þá kann að vera óselt boðið á al- mennum markaði. Söluandvirði útboðsins verður því a.m.k. 536 milljónir. Síldarvinnslan er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins með frystingu, fiskimjölsverk- smiðju, saltfiskverkun og síldar- verkun í landi. Félagið gerir síðan út fimm skip. Samtals ræður það yfir 6.137 þorskígildum á yfír- standandi fiskveiði ári og veiði- heimildir til síld- og loðnuveiða nema um 6.755 þorskígildum. Það er yfirlýstur tilgangur út- boðsins að styrkja fjárhagsstöðu félagsins og fjármagna fyrirhugað- ar fjárfestingar. Heildarfjárfestingar Síldar- vinnslunnar á árinu 1996 voru um 1.180 milljónir, en með sölu hluta- bréfa voru nettófjárfestingar 950 milljónir. Stærstu fjárfestingar ársins voru fiskimjölsverksmiðja félagsins fyrir um 520 milljónir, bygging nýs fiskvinnsluvers fyrir um 400 milljónir og endumýjun á Barða NK 120 fyrir um 80 milljón- ir. Auk þess voru keyptar varan- legar fiskveiðiheimildir fyrir 56 milljónir. Miklar endurbætur á Berki NK Meginfjárfestingar félagsins á þessu ári verða framkvæmdir við hið nýja fiskvinnsluver félagsins ásamt endurbótum á loðnuskipinu Berki NK 122. Fiskvinnsluverið er eitt hið fullkomnasta hér á landi og sérhæft til frystingar á uppsjáv- arfiski. Frystigeta þess er um 300 tonn á sólarhring og sjálfvirkni mikil í framleiðsluferlinu. Börkur verður lengdur um tæpa 15 metra í Nauta skipasmíðastöð- inni í Póllandi í sumar, jafnframt því sem sett verður í skipið sjókæli- kerfi fyrir hráefnið ásamt nýrri brú, íbúðum, perustefni og útbún- aði til flottrollsveiða. Burðargeta skipsins verður 1.800 tonn að lokn- um breytingunum, en um 1.500 tonn miðað við sjókælt hráefni til manneldisvinnslu. Fjárfestingar fyrstu fjóra mán- uði ársins 1997 voru 441 milljón, en þar af er íjárfesting í nýja fisk- vinnsluverinu 340 milljónir og kaup á fiskveiðiheimildum um 50 milljónir. Metár í framleiðslu Samkvæmt milliuppgjöri félags- ins fyrstu fjóra mánuði ársins var hagnaður þess 302 milljónir króna sem er um 90 milljónum yfir áætl- un ársins. Á síðasta ári nam hagn- aðurinn um 494 milljónum, en það ár var mesta aflaár í sögu Síldar- vinnslunnar hf. Samtals öfluðu skip félagsins 103.038 tonna sam- anborið við 67.283 tonn árið áður. Framleiðslan var að sama skapi meiri en áður og nam tæpum 55 þúsund tonnum sem er um 53% aukning. Genf. Reuter. EFTA, friverzlunarsamtök Erópu hafa undirritað til bráðabirgða frí- verzlunarsamning við Marokkó og hann verður formlega undirritaður í Genf í næstu viku. í yfirlýsingu frá EFTA segir að samningurinn sé mikið framfara- skref í viðskiptum samtakanna við Miðjarðarhafsríki og fleiri muni lík- lega fylgja á eftir. í samningnum er kveðið á um fríverzlun með iðnvarning, unnar landbúnaðarafurðir, fisk og aðrar sjávarafurðir. Um verzlun með landbúnaðarafurðir verður samið með tvíhliða viðræðum hinna fjög- urra aðilarlanda EFTA - íslands, Noregs, Sviss og Liechtensteins - og Marokkó. EFTA-ríkin afnema alla tolla og hömlur á innflutningi viðkomandi afurða jafnskjótt og samningurinn tekur gildi - líklega 1. janúar næst- komandi í síðasta lagi. Marokkó mun afnema eigin tolla á EFTA innflutningi á 12 ára um- þóttunartíma og fær að gera bráða- birgðaráðstafanir til að vernda ung- an iðnað sinn og atvinnugreinar, sem verið er að endurskipuleggja eða eiga í erfíðleikum. Samningurinn kemur í kjölfar svip- aðra samninga EFTA við Tyrkland og ísrael. Viðræður um svipaðan samning fara fram við Túnis og viðræður við Kýpur og Möltu eiga að hefjast síðar á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.