Morgunblaðið - 11.06.1997, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
_______________________ ERLENT
Verða gyðing-
ar gyðingiim
verstir?
Stjómmálaflokkar sem byggja á trúarleg-
um kennisetningum gyðinga verða æ
atkvæðameiri í ísrael, skrifar Jóhanna
Kristjónsdóttir. Gyðingar sem aðhyllast
veraldarhyggju óttast þessi auknu ítök og
þær öfgar sem sigla í kjölfarið.
ÍSRAEL er eina lýðræðisríkið í
heimi þar sem gyðingar njóta ekki
trúfrelsis segja þeir sem gagnrýna
stjórnina og vísa til þeirra vaxandi
áhrifa sem róttækir bókstafstrúar-
menn hafa hvað snertir trúmál í
Israelsríki. Margir utan ísraels
tengja trúaða gyðinga einkum við
öfgasinnaða landnema en sannleik-
urinn er langtum flóknari en það.
Staðreyndin er að ástandið í
landinu hefur hríðversnað og nú
er svo komið að veraldlega sinnað-
ir gyðingar (secular) eru þeir sem
finnst að harðast sé að þeim sótt.
Þetta kom fram í skoðanakönnun
sem var gerð í síðasta mánuði. Um
51% þeirra 1.025, sem voru spurð-
ir, sagðist trúa að borgarastyijöld
brytist út í ísrael en 38% trúaðra
gyðinga voru á þeirri skoðun. Af
þeim sem óttuðust að borgarastyij-
öld skylli á töldu 30% hana óhjá-
kvæmilega, 40% hugsanlega og
24% að líkur væru á því.
Aukin áhrif og ítök strang-
trúaðra einangrunarsinna
Þegar Israelsríki var stofnað
árið 1948 byggði það að flestu leyti
á sósíaldemókratískum og zíonísk-
um kenningum. Almennt var viður-
kennt að nauðsynlegt væri að taka
tillit til allra trúarhópa gyðinga.
Smátt og smátt hefur þróunin orð-
ið á þann veg að trúarhópar þjóðfé-
lagsins náðu stjórn á andlegum
málum í skiptum fyrir stuðning og
féllust á að landið ætti ekki að
verða trúarlegt ríki.
Síðan hefur mikið vatn runnið
til sjávar og þetta samkomulag er
löngu hrunið.
Það er vert að hafa í huga að
þeir sem kallast trúaðir eru mjög
marglitur hópur. Skil verður að
draga milli hófsamra manna sem
teljast til strangtrúaðra en þeir
klæðast meðal annars upp á vest-
rænan máta, gegna herþjónustu
og vilja ekki einangra sig frá sam-
félaginu - og svo hinna öfgafullu
strangtrúarmanna sem vilja vera
út af fyrir sig í sérstökum hverfum,
neita að gegna herþjónustu og vilja
sem allra minnst samneyti og helst
ekkert við „guðleysingjana“ sem
þeir kalla svo. Þá skiptir engu
máli hvort átt er við þá sem nefnd-
ir eru „secular" eða hófsama
strangtrúarmenn.
Varasöm þróun meðal
„hófsamra“
strangtrúarmanna
Innan síðarnefnda hópsins er
aragrúi hópa eða safnaða. Lítill
hópur er t.d. and-síonistar og eru
þeir þar af leiðandi í raun á móti
búsetu gyðinga í landinu og tilveru
ríkisins. Þessari afstöðu er þó hafn-
að af meirihlutanum.
Svokallaðir hófsamir strangtrú-
armenn_ eru margir meðal land-
nema. Úr þeirra hópi hafa komið
glæpamenn á borð við Baruch
Goldstein sem myrti 29 araba sem
voru við bænagjörð í Hebron fyrir
þremur árum og Yigal Amir, morð-
ingi Rabins fyrrv. forsætisráð-
herra. Flestir þeirra sem teljast
hófsamir strangtrúarmenn eru
hvorki landnemar né öfgamenn en
því verður ekki neitað að allur þessi
hópur hefur hallað sér æ meira til
hægri í pólitísku tilliti.
Það er hörmulegt hversu langt
þetta hefur leitt marga og hlýtur
að vekja ugg í bijósti hversu marg-
ir hafa orðið til að dásama og lofa
gjörðir þeirra Baruchs og Amirs.
Ekki bætir úr skák að í forystu-
sveit hófsamra strangtrúarmanna
hefur ekki verið brugðist við þess-
ari aðkenningu af hetjudýrkun og
þaðan af síður snúist gegn þeirri
neikvæðu þráhyggju sem þessir
menn eru haldnir í sambandi við
MARGIR gyðingar óttast
borgarastyrjöld.
hernám gyðinga á arabískum land-
svæðum.
Strangtrúaðir öfga-
menn láta hendur skipta
ef svo ber undir
Þeir sem eru í söfnuðum öfga-
sinnaðra strangtrúarmanna hafa
sjaldnast kært sig um málefni eins
og landnám eða frið. Það er tiltölu-
lega skammt síðan þeir fóru að
gera sig gildandi í stjórnmálum og
sjá þar leið til að tryggja þeim
styrki og fjármagn til að halda
uppi þessum trúarsamfélögum.
Vegna kosningafyrirkomulagsins
sem er í ísrael hafa þeir einnig
komist í ýmsar ríkisstjórnir lands-
ins.
En þessir hópar eru frekir til
fjárins því margir öfgasinnaðir
strangtrúarmenn kjósa að stunda
nám fremur en vinnu og þeir gegna
alls ekki herþjónustu. í síðustu
kosningum hrósuðu strangtrúaðir
gyðingar enn sigri og komust í
áhrifastöðu í hinu pólitíska lands-
lagi. Segja má að þáttaskil hafi
orðið þegar þeir gerðu bandalag
við Ehug Olmert sem tilheyrir
hægrivæng Likud-flokksins og
studdu hann til sigurs í borgar-
stjórakosningum í Jerúsalem.
Nokkru seinna eða í maí í fyrra
unnu flokkarnir sem byggja á trú
23 sæti í 120 manna þingi og flokk-
ar öfgasinnaðra fengu 14 af þess-
um sætum.
Þar með voru þessir flokkar end-
anlega komnir á bragðið, höfðu náð
þingsætum, ráðherraembættum,
og valdastöðu í Jerúsalem. Avra-
ham Ravitz leiðtogi Torah-flokks-
ins sem telst mjög öfgafullur sagði
að ekki væri ætlunin að blanda sér
í daglegt líf fólks. Engu að síður
hefur hann og fylgismenn hans
reynt að loka ýmsum götum í Jerú-
salem á hvíldardeginum, koma í
veg fyrir tilnefningar manna í
embætti á trúarlegum forsendum
og endursemja innflytjendalöggjöf-
ina þeim í hag. Þeim hefur þegar
tekist að fá því framgengt að EL
A1 flýgur ekki á hvíldardeginum
og algert bann er við sölu svína-
kjöts og gildir þá einu þó menn séu
t.d._ kristnir.
Ýmsir hópar trúaðra gyðinga
hafa látið hendur skipta ef þannig
hefur staðið á. Þeir hafa sett upp
vegatálma, hent eldsprengju á
skyndibitastaði MacDonalds þar
sem maturinn þar er ekki „kosher"
- þ.e. matreiddur samkvæmt gyð-
inglegum helgisiðum. Þeir hafa
einnig gert aðsúg að konum sem
þeim finnst ekki klæða sig siðsam-
lega.
Gyðingar gyðingum verstir
Það er sem stendur fátt sem
bendir til annars en að trúarlegu
flokkarnir færist enn í aukana. Þá
hefur stórlega dregið úr stuðningi
hinna hófsömu strangtrúarmanna |
við friðarferlið. í tímaritinuThe j
Middle East sagði nýlega frá því
að þurft hefði að skipa lífvörð
handa Yoel Bin-Nun rabbía þegar
hann lýsti því yfir að ýmsir starfs-
félagar hans hefðu reynt að afsaka
eða skýra, með tilvísun í gamla
testamentið, að morðið á Rabin
hefði verið réttlætanlegt. Hann
segir að fæstir vilji gangast við því
að Yigal Amir hafi verið einn
þeirra, en láti að því liggja í einka- I
samtölum og lýsi ánægju sinni með j
verknaðinn.
Þar sem meirihluti hægrimanna
er á þingi hefur Þjóðlegi trúarflokk-
urinn hætt öllum tilburðum sínum
til að þykjast vera miðjuflokkur og
skipað sér eindregið með hægri-
mönnum og segja má að trúarlegu
flokkarnir hafi klárari afstöðu nú -
og til hægri - eftir að Likud tók j
við stjórnartaumunum í ísrael eftir
kosningarnar í fyrra.
Það þarf engan að undra að j
meirihluti ísraela sem er ekki innan
vébanda þessara flokka eða sér-
safnaða finnist sér ógnað og andúð-
in vex í garð hinna trúuðu bræðra.
Vinstri - flokkurinn Meretz hefur
orðið athvarf margra óánægðra í
garð trúflokkanna. Þá finnst mönn-
um það ganga þvert á alla skynsemi
að þessir öfgahópar skuli fá styrki )
og endalaust fé þó svo að fólk inn- .
an þeirra vilji standa að öðru leyti ’
utan við þjóðfélagið, hvorki vinna j
né gegna herþjónustu. Ef marka
má þá gremju sem þarna kraumar
er ekki víst að það verði arabar sem
verða verstir gyðingum - heldur
gyðingar.
Dagblöð í Þýskalandi harðorð í garð frönsku stjórnarinnar fyrir að vilja lengri frest
Segja áformum um
EMU stefnt í hættu
Bonn. Reuter.
ÞÝSK dagblöð sögðu í gær að yfír-
lýsing Frakka um að þeir vildu fá
lengri tíma til að endurskoða stöð-
ugleikasáttmálann, sem ætlað er að
halda niðri ijárlagahalla í aðild-
arríkjum Evrópusambandsins
(ESB), gæti stefnt áformunum um
gildistöku Efnahags- og mynt-
bandalags Evrópu (EMU) árið 1999
í alvarlega hættu.
Stefnt hafði verið að því að sátt-
málinn yrði staðfestur á leiðtoga-
fundi ESB í Amsterdam 16. og 17.
júní. Dominique Strauss-Kahn, fjár-
málaráðherra nýju stjómarinnar í
Frakklandi, lýsti því hins vegar yfir
á mánudag að stjórnin þyrfti að fá
ráðrúm til að íhuga sáttmálann og
kvaðst telja að ekki yrði hægt að
staðfesta hann á leiðtogafundinum.
Dagblaðið Die Welt birt forsíðu-
frétt um málið undir fyrirsögninni
„Franska stjórnin frystir stöðug-
Ieikasáttmálann“ og Siiddeutsche
Zeitung var með fyrirsögnina
„Franska stjórnin hindrar stöðug-
leikasáttmálann fyrir evróið“.
Fréttaskýrendur sögðu að með
yfirlýsingunni vildi franska stjómin
ekki aðeins tefja staðfestingu sátt-
málans og ljóst væri að leiðtogar
Evrópusambandsins stæðu frammi
fyrir miklum vanda. „Frakkar hafa
sett Evrópusambandið í alvarlega
stöðu,“ sagði viðskiptablaðið Hand-
elsblatt. „Ef franska stjórnin reynir
að koma nýjum atriðum í stöðug-
leikasáttmálann merkir það að
gildistaka EMU dregst og það vek-
ur ennfremur efasemdir um hvort
stöðugleikasáttmálinn taki nokk-
urn tíma gildi,“ bætti blaðið við.
Önnur blöð töldu að með yfírlýs-
ingunni væri franska stjórnin að
reyna að knýja fram breytingar á
áformunum um EMU. „Sannleikur-
inn er sá að þetta er tilraun til að
virkja peninga- og fjármálastefnuna
til að draga úr atvinnuleysinu,"
sagði Frankfurter Allgemeine Zeit-
ung í forystugrein. „Hugmyndin á
bak við stöðugleikasáttmálann, sem
Þjóðveijar og Frakkar áttu í miklum
erfiðleikum með að þróa, var ein-
mitt að koma í veg fyrir slíka mis-
notkun á fjármálastefnunni,“ sagði
blaðið og lýsti afstöðu frönsku
stjórnarinnar sem afturhvarfi til
efnahagshugmynda sjöunda áratug-
arins.
Dagblaðið General Anzeiger
sagði að leiðtogar ESB stæðu
frammi fyrir miklum vanda fyrir
fundinn í Amsterdam. „Lionel Josp-
in [ijármálaráðherra Frakklands]
hefur sett baráttuna gegn atvinnu-
leysi á oddinn. Vilji hann halda trú-
verðugleika sínum hlýtur hann að
krefjast þess að önnur ESB-ríki fari
að dæmi hans.“
Mæðir á Waigel
„Takist Theo Waigel [ijármála-
ráðherra Þýskalands] ekki að bjarga
stöðugleikasáttmálanum, sem hann
átti mestan þátt í að knýja fram,
geta borgararnir ekki lengur treyst
því að sameiginlegur gjaldmiðill
ESB-ríkjanna haldist stöðugur þeg-
ar fram líða stundir,“ sagði General
Anzeiger.
Dagblaðið Frankfurter Rund-
schau var hins vegar á öndverðum
meiði og sagði að beiðni Frakka um
að fá ráðrúm til að íhuga sáttmál-
ann væri réttlætanleg og þyrfti ekki
að stefna áformunum um að EMU
taki gildi árið 1999 í hættu.
\
I
\
\
\
i
i
!
i