Morgunblaðið - 11.06.1997, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNl 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson.
MARGRÉT Brynjólfsdóttir við verk sín.
Sækir myndefnið í grjót
og ryðgað drasl
Vogum. Morgunblaðið.
MARGRÉT Brynjólfsdóttir frá Hell-
um á Vatnsleysuströnd hélt mál-
verkasýningu í Glaðheimum nýlega.
Þar sýndi hún 25 myndir og er
myndefnið í þeim flestum sótt til
æskustöðvanna á Vatnsleysu-
strönd. Sýningin er fýrsta einkasýn-
ing Margrétar, var aðsókn mikil og
margar myndir seldust.
Aðspurð sagði Margrét að gijót
og ryðgað drasl, t.d. ryðgaðar tunn-
ur eða gamlar ryðgaðar hjólbörur,
heilluðu sig mikið sem myndefni.
Það sést vel á myndunum hve
umhverfið sem hún ólst upp í er
henni hugleikið.
Hillur og
ljósmyndir
MYNPLIST
Ásmundarsalur,
Freyjugötu 41
BLÖNDUÐ TÆKNI/
SAMSÝNING
Sigríður Sigurjónsdóttir og Takashi
Honuna. Opið alla daga nema mánu-
daga kl. 14-18 til 15. júní. Aðgangur
ókeypis.
STÓRAR raunsæjar ljósmyndir
af reykvísku borgarlandslagi eru
staðsettar ofarlega á veggjum sýn-
ingarrýmisins. Myndirnar eru hluti
af ljósmyndaröð sem nefnist Hyber-
ballad og verður gefin út í bókar-
formi í Japan næstkomandi haust.
Myndlistarmaðurinn Takashi
Homma myndar úthverfí Reykja-
víkur og er myndefnið íbúðarbygg-
ingar og nánasta umhverfi Rima-
hverfis í Grafarvogi. Gerð og stíll
bygginganna og gróðurlítið um-
hverfíð vekja áhuga ljósmyndarans
og kom hann sérstaklega hingað
til lands og vann ljósmyndaröðina
á einum mánuði. Takashi hefur
heillast af hinni sérstöku bjrtu sem
er á íslandi og eru skærir litir íbúð-
arbygginganna í mótvægi við tún-
þökur og heiðbláan himininn. Yfir-
bragð myndanna lýsir ekki hvað
síst ákveðnu reykvísku umhverfi og
gefur hversdagslega sýn á lífíð á
staðnum.
Hillur hannaðar af Sigríði eru
staðsettar fýrir neðan Ijósmyndim-
ar og einnig víðsvegar í salnum.
Hillurnar eru úr áli, bæði einlitar
og klæddar Ijósmyndum og vinnur
Sigríður jafnframt nokkrar hillur
með texta og merkjum. Sigríður er
undir áhrifum frá Takashi hvað
myndefni varðar sem er tekið úr
borgarlandslagi. Hún þekur hillur
með ljósmyndum af íbúðarblokkum
sem hún endurtekur í sífellu í sam-
fellda röð og notar á sama hátt
mynd af túnþökum. Með einlitu hill-
unum tekst betur til og hönnunin
fær meira vægi. í besta verki Sig-
ríðar á sýningunni raðar hún níu
hillum í lóðrétta röð frá gólfi til
lofts í innskoti fyrir miðju rýminu.
Hillumar em rafhúðaðar bláar að
lit og myndar hver hilla einingu
innan heildar. Formrænt séð mynd-
ar verkið sterka heild í rýminu and-
stætt ósamstæðum verkum þar sem
Sigríður vinnur með ólíkar hug-
myndir sem eru ekki fullmótaðar.
Hulda Ágústsdóttir
ÓLÖF Pétursdóttir með eina af vatnslitamyndum sinum.
Myndlistarsýning í Eden
NÚ STENDUR yfír í Eden í Hvera-
gerði sýning á verkum Ólafar Pét-
ursdóttur. Á sýningunni eru 44
vatnslitamyndir, sem flestar eru
unnar á síðustu tveimur ámm.
í kynningu segir að Ólöf Péturs-
dóttir hafí alla tíð fengist við ýmis
listform. Hún stundaði nám við
Dunday Valley School of Art í Dund-
as, Ontario í Kanada, Myndlistarskó-
lanum í Reykjavík og hefur sótt nám-
skeið í Myndlistarskólanum í Hafnar-
fírði, Kópavogi og í Reykjavík.
Sýningunni lýkur sunnudaginn
15. júní og er opin frá kl. 10-22
alla daga.
Út í óvissuna
Átta leikarar braut-
skráðust á dögunum frá
—
Leiklistarskóla Islands
og eru nú að stíga sín
fyrstu skref í hinum
þrönga, og að sumra
áliti lokaða, heimi ís-
lensks leikhúss.Orri
Páll Ormarsson fór að
finna sjö þeirra og
komst að raun um að
engan bilbug er á þeim
að finna.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
SAMHENT sveit: Atli Rafn, Halldór, Gunnar, Þrúður,
Hildigunnur, Inga María og Katla Margrét.
ÚTSKRIFTARHÓPURINN úr
Leiklistarskóla Islands hefur komið
sér makindalega fyrir í setustofu
Hafnarfjarðarleikhússins og virðir
fyrir sér gesti sína, meðan annar
mundar myndavél en hinn dregur
upp úr pússi sínu skrifblokk og
penna. Enginn segir þó neitt fýrr
en gestirnir beina máli sínu til
þeirra — þá tala allir í einu. „Við
erum svo samrýndur bekkur,“
segja þau og gestimir sjá enga
ástæðu til að draga þá staðhæfingu
í efa. En um hvað vilja þau tala?
„Lífið, listina.“ Það er ef til vill
ekki svo auðvelt að greina þar á
milli enda hefur leiklistarnámið
verið líf þeirra undanfarin fjögur
ár — ekkert meira, ekkert minna.
En hverjir eru þessir nýbökuðu
leikarar? Hildigunnur Þráinsdóttir,
segir sú sem fyrst verður fyrir
svörum, svo byijað sé á nöfnunum.
Katla Margrét Þorgeirsdóttir
kynnir sig næst og síðan eitt af
öðru, Inga María Valdimarsdóttir,
Þrúður Vilhjálmsdóttir, Atli Rafn
Sigurðarson, Gunnar Hansson og
Halldór Gylfason.
Gott og vel — en vantar ekki
einhvem? Jú, mikið rétt. Áttundi
bekkjarfélaginn, Baldur Trausti
Hreinsson, sá sér ekki fært að
mæta, þar sem hann er að æfa
hlutverk sögumannsins í söng-
leiknum Evítu, sem senn verður
frumsýndur í íslensku óperunni.
Gengur hann nú undir nafninu
„hinn íslenski Banderas" innan
hópsins!
En hvemig skyldi lífið eftir Leik-
listarskólann vera? „Gott,“ ljúka
þau upp einum munni. „Leiklistar-
skóli Islands er góður skóli, þannig
að við erum tvímælalaust klár í
slaginn," segir Halldór og Hildi-
gunnur tekur upp þráðinn: „Við
höfum grunninn og nú er bara að
komast að því hvað við kunnum!"
Að eilífu í
Hafnarfirði
Hópurinn hefur reyndar þegar
hlotið eldskírn sína í atvinnuleik-
húsi því lokaverkefni hans í Nem-
endaleikhúsinu var unnið í sam-
vinnu við Hafnarfjarðarleikhúsið,
gamanleikurinn Að eilífu eftir
Árna Ibsen. Var hann framsýndur
um miðjan maí, eða um líkt leyti
og hópurinn brautskráðist frá
Leiklistarskólanum. „Þetta hefur
verið skemmtileg og skapandi
vinna enda er Hafnarfjarðarleik-
húsið gott leikhús sem hefur yfir
frábæru fólki að ráða,“ segir Atli
Rafn og Gunnar tekur í sama
streng: „Hafnarfjarðarleikhúsið er
í mikilli sókn og það hefur því
verið virkilega gaman að taka þátt
í starfsemi þess.“
Nýútskrifaðir leikarar þurfa eðli
málsins samkvæmt að vekja á sér
athygli og velkist hópurinn ekki í
vafa um að Hafnarfjarðarleikhúsið
sé mun vænlegri vettvangur í því
tilliti en Lindarbær,
þar sem Nemenda-
leikhúsið er til húsa.
„Þetta er allt annað
líf,“ segir Atli Rafn,
„hér sjá okkur marg-
falt fleiri. Við værum
örugglega hætt að
sýna ef við hefðum
verið í Lindarbæ.
Þetta leikrit mun hins
vegar ganga þar til
fólk hættir að koma á
sýningar, sem verður
örugglega ekki fyrr
en næsta vor,“ bætir
hann við og kímir.
En eiga þau ekki
eftir að sakna skól-
ans? „Jú, örugglega," segir Hildi-
gunnur. „Þetta hefur verið alveg
rosalega skemmtilegur tími, bæði
námið og ekki síður félagslífið, sem
hefur verið mjög öflugt. Við fórum
til að mynda í tvær utanlandsferð-
ir, fyrst til Malmö að heimsækja
vinaskóla okkar þar, og síðan til
Helsinkis á norrænt leiklistar-
nemamót og í framhaldi af því í
námsferð til Parísar og Berlínar.
Þessar ferðir voru í einu orði sagt
frábærar."
Lífið er
leiklist
Hildigunnur tekur reyndar svo
djúpt í árinni að fullyrða að leiklist-
arnámið hafi átt hugi þeirra og
hjörtu síðustu fjögur árin — verið
líf þeirra. „Eða hvað?“ „Jú, þetta
er alveg rétt hjá þér,“ svara félag-
ar hennar þá einum rómi, svona
til að eyða efanum sem skaut upp
kollinum eitt augnablik. Og senni-
lega segja orðin sem Atli Rafn
hefur eftir móður sinni allt sem
segja þarf: „Guð, hvað ég á eftir
að sakna krakkanna í bekknum!"
Félagarnir fullyrða að Leiklist-
arskóli íslands sé í hugum margra
sveipaður dulúð — fólk hafi jafnvel
ranghugmyndir um skólann.
„Sumir halda að nemendurnir séu
rifnir niður við komuna en síðan
byggðir upp sem nýir einstaklingar
og helst steyptir í sama mót,“ seg-
ir Katla Margrét og Halldór heldur
áfram: „Síðan hefur maður heyrt
ýmsa „yfirdramatísera" námið út
á við. Þannig eiga menn jafnvel
að hafa dáið og endurfæðst í skól-
anum. Svona dramatískt er þetta
ekki, því fer víðsíjarri.“
Þegar námsskrá Nemendaleik-
hússins fyrir veturinn 1996-97
er flett kennir margra grasa. Þar
er meðal annars listasaga, söng-
ur, quigong, líkamsþjálfun, ljóða-
lestur, Alexandertækni, förðun,
tónlistarsaga, framburður og
hljóðmótun, gömlu dansarnir og
jafnvel skylmingar. Allur er var-
inn góður, þar sem samkeppnin
meðal leikara er mikil í litlu sam-
félagi — og þó, sennilega þjónar
skylmingakennslan einhverjum
öðrum tilgangi.
En er einhveijum
námsgreinum áfátt í
skólanum. „Já, það
vantar meiri kvik-
myndakennslu," svar-
ar hópurinn svo til
samhljóða. Reyndar
stendur það til bóta því
Nemendaleikhús vetr-
arins 1997-98 hefur
gengið til samstarfs
við Ríkissjónvarpið um
gerð sjónvarpsmyndar
sem Oskar Jónasson
mun leikstýra.
Þá hefðu þau að
ósekju viljað kynnast
starfsemi atvinnuleik-
húsanna betur, fá að fylgjast
reglulega með æfingum og annað
af því tagi. Tímataflan í skólanum
gerði það aftur á móti ókleift. Það
var þó bætt upp með fjölmörgum
heimsóknum atvinnumanna í fag-
inu, sem tóku að sér námskeið af
ýmsu tagi en fastráðnir kennarar
við Leiklistarskólann eru fáir, „þótt
þeir séu færir“. Sem dæmi um
gestaleiðbeinendur vetrarins má
nefna Hilmi Snæ Guðnason, Ingvar
E. Sigurðsson, Arnar Jónsson, Vig-
dísi Jakobsdóttur, Sigurþór Álbert
Heimisson, Kolbrúnu Halldórsdótt-
ur og Árna Pétur Guðjónsson.
Árið 0
runnið upp
Framtíðin leggst vel í þessa
nýjustu merkisbera leiklistarinnar
í landinu, þótt þeim blandist ekki
hugur um að mikill galeiðuróður
geti verið framundan — hinn ís-
lenski leikhúsheimur er þröngur
og þar eru margir um hituna. „Allt
í einu blasir við okkur galopinn
heimur — heimur óvissunnar," seg-
ir Gunnar. „Árið 0 er rannið upp
og eftirvæntingin fyrir vikið mikil.
Hvernig okkur mun vegna verður
tíminn aftur á móti að leiða í ljós.“
Bekkjarfélagarnir fullyrða engu
að síður að þeir standi betur að
vígi en margir sem áður hafa ver-
ið í þeirra sporum, þar sem grósk-
an í íslenskri leiklist sé meiri um
þessar mundir en oftast áður.
„Leikhópum er að fjölga, leikhús-
um er að fjölga, aðsóknin að auk-
ast og ný tækifæri að skapast,“
staðhæfir Halldór og bendir á sjón-
varp og kvikmyndir máli sínu til
stuðnings. Þannig hafa nokkur
þeirra verið að taka þátt í upptök-
um fyrir Sunnudagsleikhús Ríkis-
sjónvarpsins undanfarið, auk þess
sem Þrúði hefur boðist hlutverk í
kvikmynd Hilmars Oddssonar,
Sporlaust, sem fest verður á filmu
í sumar.
Stefnan hefur með öðrum orðum
verið tekin upp á við og manni
segist svo hugur að þessi sam-
henta sveit muni ekki linna látum
fyrr en takmarkinu er náð —
toppnum.
Baldur Trausti
Hreinsson