Morgunblaðið - 11.06.1997, Page 23

Morgunblaðið - 11.06.1997, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 23 AÐSENDAR GREINAR A danska að víkja fyrir ensku? FRETTIR herma að við hugsanlega endur- skoðun aðalnámsskrár grunnskóla hafi nú aftur komið fram til- laga um að danska verði látin víkja fyrir ensku sem fyrsta er- lenda tungumálið sem kennt verði í íslensk- um skólum. Tillaga sama efnis kom fram í júlí 1994, en við umræður á Alþingi um haustið reyndist meiri- hluti fylgjandi því, að danskan héldi sínum sessi og var því sú stefnumarkandi ákvörðun tekin. í framhaldi af því veittu Danir fjárhagslegan stuðn- ing til eflingar dönskukennslunnar hér á landi og mun sá stuðningur hafa komið að góðu gagni. Að til- laga er nú eftir aðeins þrjú ár aft- ur borin fram um að enskan skuli taka fýrsta sætið að því er varðar erlent tungumál í íslenskum skól- um byggir að sjálfsögðu á þeirri staðreynd, að enskan er óneitan- lega mikilvægasta alþjóðlega tungumálið og brýn nauðsyn hveij- um þeim sem einhver tengsl hefur á alþjóðavettvangi. Þótt danskan verði áfram fyrsta erlenda tungu- málið fylgir enskan strax á eftir. Danskan er hinsvegar mikilvæg í öllum samskiptum okkar við hin Norðurlöndin sem við teljum alla jafna vera góða granna og menn- ingarsögulega nákomnari okkur en nokkrar aðrar þjóðir. Samskipti okkar við hin Norður- löndin að því er varðar siglinga- mál, sem ég þekki best til, hafa verið mjög náin og á ýmsan hátt komið okkur að góðu gagni. Sigl- ingamálastjórar allra Norðurland- anna hafa t.d. átt sameiginlega fundi, þar sem úrlausn ýmissa mála er rædd og samræmd. Á þessum fundum hefur verið töluð einhverskonar skandinavíska, sem allir hafa skilið. Danir, Norðmenn og Svíar tala hver sitt mál. Finnski siglingamálastjórinn hefur talað sænsku, og við dönsku. Á þingum, ráðstefnum og fundum Álþjóða- siglingamálastofnunarinnar IMO (International Marit- ime Organization) í London hafa Norður- löndin átt mjög gott samstarf, og þar hafa málin verið rædd okk- ar á milli á skandin- avisku. Mjög oft hafa Norðurlöndin komið fram sem ein heild, enda átt menningar- lega og tæknilega samleið í fjölda mál- efna. Oft varð ég þess var á þessum vett- vangi að aðrar þjóðir Hjálmar R. undruðust að við Bárðarson. skyldum geta rætt saman á sameiginlegu tungumáli, að því er þeim virtist. Það væri að mínu mati mikil afturför og andstætt samstarfi Aðrar þjóðir undruðust, segir Hjálmar R. Bárðarson, að við skyldum geta rætt saman á sameiginlegu tungumáli. Norðurlandanna ef til þess kæmi að fundir Norðurlandamanna yrðu að fara fram á ensku, vegna ónógr- ar kunnáttu íslendinga og Finna í dönsku, norsku eða sænsku. Hér hefi ég aðeins nefnt ágætt og gagnlegt samstarf um siglingamál og öryggismál sjófarenda, en öll menningarleg tengsl eru að sjálf- sögðu háð því, að hægt sé að koma hugsunum og hugmyndum til skila á tungumáli, sem flestir Norður- landabúar skilja og tengt er sam- eiginlegri menningararfleifð okk- ar. Það væri táknrænt undanhald og uppgjöf fyrir ensku að taka hana upp sem fyrsta erlenda málið í íslenskum skólum. Höfundur er fyrrverandi siglingamálastjóri. k . 1 blabib - kjarní málsins! Æsumálið - geta menn sagt hvað sem er? OPIÐ bréf til Rúnars Garðarssonar, fyrrverandi skipstjóra skelfisksbátsins Æsu IS-87, sem fórst hinn 25. júlí sl. og Reynis Traustasonar fréttastjóra DV. Ég skrifa ykkur þetta bréf sem faðir og afi fveggja skipverjanna, sem voru á Æsu þennan ör- lagaríka dag er hún sökk. Rúnar, þú segir í viðtali við Reyni Traustason í DV þann 9. maí sl., að Æsa hafi verið afar lélegt sjó- skip og þess vegna hafír þú aldrei gengið á stöðug- leika skipsins með því að láta brenna olíu úr framtönkum skipsins. Það er enn vitnað í um- mæii þín í DV laugardaginn 24. maí sl. og þar segir þú orðrétt, að það hafi verið „heilög regla" að brenna aldrei olíu úr fremri tönkum skipsins, þar sem þú teldir það nauðsynlegt að hafa þá kjölfestu. Ritstjóri DV segir, að Reynir Traustason sé reyndur og vandaður blaðamaður, sem fari ekki með annað en það sem sannast reynist. Það virð- ist sem í skrifum um þetta slys, að við sem áttum okkar nánustu um borð í þessu skipi er það fórst, séum flón, eða það sé gert viljandi að auka á angur þeirra sem hlut áttu að máli. Laugardagsblað DV 24. maí kom fyrir augu lesenda blaðsins á sama tíma og verið var að jarða jarðneskar leifar Harðar Bjarnasonar (var það gert viljandi eða var það tilviljun?). Við sem búum á Flateyri misstum 20 manns í snjóflóði, þar áttir þú Rúnar, nána ættingja sem björguðust blessunarlega úr rústum húss, sem eyðilagðist í snjóflóðinu og er full ástæða til að þakka Guði fyrir það. Þess vegna er mér það hulin ráðgáta hvers vegna þú varaðir ekki áhöfn skipsins, sem ráðin var á Æsu síðast- liðið sumar, við hættunni, ef það var eins hættulegt sjóskip og þú lætur í veðri vaka. Þú vekur ekki máls á þessu fyrr en tíu mánuðum eftir að slysið átti sér stað. Hvaða hvatir lágu að baki? Var þér sama hvort þessir menn, þessir ungu menn úr þessu htjáða byggð- arlagi færust? Að mínum dómi er frá- sögn þín svo alvarieg að það væri full ástæða fyrir þau yfir- völd sem fara með rannsókn slysa af þessu tagi, að láta þig svara þeim spumingum sem þarf að fá svör við. Var það ekki ábyrgðarhluti hjá þér Var það ekki ábyrgðar- hluti hjá skipstjóra Æsu, spyr Guðmundur Hagalínsson, að ráða áhöfn á skip sem hann taldi lélegt sjóskip og hættulegt? sem skipstjóra á Æsu, að ráða áhöfn á skipið úr því að þú vissir að það var svona hættulegt. Hvers vegna tilkynntir þú ekki Siglingamálastofn- un um ástand skipsins? Rúnar og Reynir, ég sagði í uþp- hafi bréfs míns, að ég skrifaði ykkur sem faðir og afí. Fyrir þá sem ekki þekkja til er Hjörtur Rúnar, sem var vélstjóri, sonur minn. Önundur há- seti, dóttursonur minn, sonur Magneu. Hinir tveir sem björguðust vom Kristján Torfi, sonur Einars Odds og Jón Gunnar Kristinsson, sem missti föður sinn í snjóflóðinu. Það vil ég að þú vitir, Rúnar, að ef þessir drengir mínir hefðu farist allir með Æsu, hinn 25. júlí 1996 og eftir að hafa lesið þessar yfirlýs- ingar þínar, þá hefði ég ekki ábyrgst skaphöfn mína ef þig hefði borið fyrir augu mín að loknum lestri þess- ara skrifa í DV. Nú ætla ég að ræða við ykkur félaga um sannleiksgildi og fullyrð- ingar ykkar, um að þið sem stjórn- uðuð Æsu, hefðuð passað að hafa framtanka skipsins alltaf fulla. í DV 9. maí sl. segir orðrétt; „tankar skipsins tóku alls 27.000 lítra og framtankar skipsins 10.000 lítra“ þar af. Ef þetta væri sannleikanum samkvæmt og þú Reynir, ert svo vandaður að þú ferð alltaf með það sem reynist réttast, þá spyr ég og einnig Rúnar, svo ég tali nú ekki um Róbert Hallbjörnsson, sem var vélstjóri á Æsu í 10 ár (DV 24. maí). Hvernig var hægt að koma 18.137 lítrum á tanka skipsins, ef aldrei hefði verið tekið af framtönk- unum? Ég er með afgreiðslunótur frá skipstjómartíma Rúnars og af- greiðslumaður olíunnar er tilbúinn að votta það, ef með þarf, að þetta var ekki í eina skiptið sem afgreitt var svona mikil olía á Æsu meðan Rúnar var skipstjóri. Svo þama er verið að hagræða sannleikanum, til að láta lesendur DV finna sökudólga og upphefja sjálfa sig eða fela sig á bak við allt annað en það sem skipt- ir máli. Að lokum þetta Reynir; fólk hér á Flateyri hefur ekki hirt um að svara þér eða þeim blaðamönnum, sem þú hefur látið skrifa um mál- efni Flateyrar, þar sem verið er að ófrægja ákveðna einstaklinga þessa byggðarlags. Höfundur er fv. bóndi á Hrauni á Ingjaldssandi. Guðmundur Hagalínsson ■ . ■ ■ ■ . ..... : • ■ . Dragtir og kjólar frá Libra — I i . ‘ Vorum að taka upp buxna- og pilsdragtir, ''yC einnig mikið úrval af heilum og tvískiptum mm • kjólum í mörgum litum. Stœrðir 36 til 48 Lokað á laugardögum ffímarion . i Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1147 hííjmm) Mitsnbisbi tcvkni MnsuaiSHi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.