Morgunblaðið - 11.06.1997, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Eignarrétturinn og
Morgunblaðið
HINN 25. maí síðastliðinn birtist
í Morgunblaðinu leiðari sem bar
heitið Auðlindin og séreignarréttur.
Þar er flallað um útgáfu undirrit-
aðra á bæklingi sem nefnist Fiski-
miðin og þjóðarheill - er auðlinda-
skattur æskilegur? Undirritaðir
vilja þakka Morgunblaðinu h!ý orð
í sinn garð en sjá sig jafnframt
knúna til að gera efnislegar athuga-
semdir við umfjöllun blaðsins í leið-
aranum. Leiðarahöfundur spyr
þeirrar spurningar hvort eðlilegt sé
að útgerðarmönnum séu gefnar
aflaheimildir og í framhaldi af því
hvort ekki sé rétt að greiðsla komi
fyrir þessar heimildir. Verður nú
vikið að þessu.
Atvinnuréttindi fást ekki
ókeypis
Höfundar þessarar greinar geta
ekki fallist á þá skoðun Morgun-
blaðsins að útgerðarmönnum hafi
verið gefnar aflaheimildir. Þegar
aflamarkskerfi í botnfiskveiðum var
komið á árið 1984 voru útgerðum
festar heimildir á grundvelli veiði-
reynslu þeirra undanfarin 3 ár. Það
er skoðun undirritaðra að þar með
hafi verið lögfest atvinnuréttindi
þeirra er þá stunduðu útgerð. Þeir
og forverar þeirra höfðu skapað þá
þekkingu og tækni sem gerir okkur
kleift að nýta auðlindir hafsins. Án
þessara áhættusömu fjárfestinga
væri fiskveiðiauðlindin næsta verð-
laus. Tækni og þekking verða ekki
til án þess að einhveiju sé til kost-
að. Útgerðarmenn hættu eignum
sínum til þess að geta nýtt auðlind-
ina. Með þeirri starfserrii sköpuðu
þeir sér atvinnuréttindi sem fella
má undir eignarréttarhugtak 72.
greinar stjórnarskrárinnar. Að
túlka sameignarákvæði laganna frá
1990 með þeim hætti
að það beri að selja eða
bjóða upp veiðiheimild-
ir í nafni þjóðarinnar
gengur þvert gegn
hugmyndum fijáls-
lyndra manna um eign-
arréttarskipulag og til-
urð þess.
Þeirri skoðun er
gjarnan haldið fram
m.a. af Morgunblaðinu
að leggja megi að jöfnu
úthlutun veiðiheimilda
á grundvelli laga frá
1990 við t.d. úthlutun
á olíuvinnslu- eða. út-
varpsréttindum. Þessi
nálgun er í besta falli
misvísandi. Það er ekki hægt að
bera saman eignarrétt sem mynd-
ast við nýtingu á auðlind eins og
fiskveiðiauðlind við úthlutun leyfa
til nýtingar á auðlind sem ekki hef-
ur verið nýtt áður. Á þessu tvennu
er reginmunur.
Hverja á að skattleggja?
Morgunblaðið telur að þar sem
útgerðarmenn hafi fengið veiði-
heimildir sínar „gefnar“ sé rétt að
þeir greiði fyrir þær til ríkissjóðs.
Rökræðunnar vegna skulum við
gefa okkur að þessi skoðun blaðsins
sé rétt. Þá rís óneitanlega sú spum-
ing hveijir eigi að greiða gjaldið.
Eiga einungis þeir sem fengu
„ókeypis úthlutun" 1984 að greiða
gjald, eða eiga allir að greiða, þar
með taldir þeir sem keypt hafa
kvóta sinn fullu verði? Það að allir
greiddu sama gjald væri undarleg
túlkun á réttlætinu. Þar með væru
þeir sem keyptu aflaheimildir sínar
að bera þyngri byrðar en hinir sem
fengu skv. skoðunum Morgunblaðs-
Illugi
Gunnarsson
ins ókeypis úthlutun. Þessi spurning
skiptir verulegu máli þar sem stór
hluti bolfisksaflaheimilda hefur nú
þegar verið keyptur frá handhöfum
upphaflegra veiðiheimilda. Af þessu
litla dæmi má sjá hvílíkar ógöngur
það eru ef leggja skal á auðlinda-
skatt á þeim forsendum að þeim
sem í upphafi voru fest atvinnurétt-
indi sín hafi fengið þau gefins.
Réttlæti eins kann að verða að
ranglæti annars.
Eignarréttur fyrir þjóðina
í inngangsorðum þeim sem leið-
arahöfundur Morgunblaðsins vitn-
ar til segir m.a.: „Undirritaðir telja
að öll rök hnígi í þá átt að skipu-
lag séreignarréttar tryggi þjóðum
hagsæld“. Þessi skoðun er ekki
sérlega nýstárleg og ætti ekki að
vera leiðarahöfundi ókunn. Þrátt
fyrir það dregur Morgunblaðið upp
þá mynd að þegar kvótakerfið var
sett á hafi einungis s.k. sægreifar
hagnast; allur almenningur hafi
setið eftir engu bættari. Blaðið
Orri
Hauksson
leggur því til að sérstakt gjald
verði lagt á greinina sem renni í
ríkissjóð og þannig sé hægt að
tryggja að þjóðin njóti arðs af fisk-
veiðiauðlindinni. Hér skilja leiðir
fullkomlega með leiðarahöfundi og
undirrituðum. Undirritaðir eru
þeirrar skoðunar að séreignarkerf-
ið í sjávarútvegi tryggi þjóðinnui
hagsæld. Ekki er þörf á sérstakri
umframskattlagningu ríkisvalds-
ins til að svo verði. Eignarréttar-
kerfi var nauðsynlegt til að tryggja
að auðlindin yrði nýtt með hag-
kvæmum hætti. Stöðva varð sóun-
ina sem fylgdi óheftum aðgangi.
Hér skilja leiðir með
leiðarahöfundi og undir-
rituðum. Illugi Gunn-
arsson og Orri Hauks-
son eru þeirrar skoðun-
ar að séreignarkerfið í
sjávarútvegi tryggi
þjóðinni allri hagsæld.
Það var því eitt stærsta hagsmuna-
mál þjóðarinnar að eignarrétti yrði
komið á í sjávarútvegi á íslandi.
Án þess hefði þjóðin verið svipt
möguleikum á að nýta auðlindina
sér til hagsbóta til langframa. En
það er ekki nóg með að séreignar-
kerfið hafi dregið úr sóun, það
hefur líka skapað auð. Fijálslyndir
menn eru flestir þeirrar skoðunar
að þjóðfélagið allt hagnist samhliða
fyrirtækjunum. Fyrirtækin nýta
hagnað sinn m.a. með því að skapa
ný atvinnutækifæri, þau tryggja
rekstur sinn betur, laun starfs-
manna hækka, byggðaþróun verð-
ur öruggari o.s.frv. Einnig má
nefna að íslenskur iðnaður nýtur
góðs af velgengni í sjávarútvegi.
Meðal athyglisverðra fyrirtækja í
íslenskum iðnaði eru Marel, Sæ-
plast og J. Hinriksson. Það er því
mjög villandi að stilla málinu upp
með þeim hætti að eigendur fyrir-
tækjanna hafi einir hagnast á því
að eignarrétti var komið á.
Hvernig verður skattur
ákveðinn?
Morgunblaðið og fylgismenn þess
eru þeirrar skoðunar að arðinum
af fiskiauðlindinni verði ekki koiriið
til þjóðarinnar nema með sérstökum
skatti. Lítið hefur þó farið fyrir
þeirri umræðu hvernig innheimta
eigi skattinn og enn síður hvernig
eigi að ákveða hversu skatturinn
eigi að vera hár. Það virðist vera
gengið að því vísu að stjórnmála-
og embættismenn muni ákveða
bæði réttlátt og skynsamlegt gjald.
Að baki þessari skoðun er nokkuð
einföld sýn á veröld stjórnmálanna.
Stjórnmálamenn og stjórnmála-
flokkar eru fulltrúar mismunandi
hópa kjósenda. Þessir kjósendahópar
hafa oft ólíka hagsmuni sem gjaman
stangast á. Það má því sjá fyrir
pólitísk átök um upphæð auðlinda-
skattsins, eða hversu mikið skuli
boðið upp, svo að ekki sé talað um
í hvað honum verði síðan varið.
Sumir kjósendahópar hafa lítil bein
tengsl við sjávarútveg og gætu því
hæglega krafist, t.d. í nafni réttlæt-
is, að skatturinn verði hækkaður til
að standa undir þjónustu sem kemur
þeim vel eða þeir telja mikilvæga. Á
sama tíma em kjósendahópar, sem
eiga mikið undir því að sjávarútvegs-
fyrirtækin skili hagnaði, s.s. íbúar
landsbyggðarinnar, tilbúnir að beij-
ast gegn háum skatti, einnig í nafni
réttlætis. Upphæð gjaldsins og ráð-
stöfun þess yrði að öllum líkindum
pólitískt bitbein, háð tilheyrandi yfir-
boðum í kosningum; fjárþörf ríkisins
réði meira um gjaldið en greiðslu-
geta sjávarútvegsins. Hætt er því
við að skatturinn yrði ekki „réttlát-
ur“ og þaðan af síður „skynsamleg-
ur“ eins og talsmenn hans vilja láta
í veðri vaka. Þvert á móti myndi
skatturinn veikja sjávarútveginn og
minnka samkeppnismöguleika hans
við ríkisstyrktan sjávarútveg ann-
arra þjóða.
Höfundar eru áhugamenn um
fiskveiðistjórnun.
ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR
ELDHÚS INNRÉTTINGAR
BAÐ INNRÉTTINGAR
FATASKÁPAR
VÖNDUÐ VARA - HAGSTÆTT VERÐ
Frí teiknivinna og tilboðsgerð
HsftúLne- - fyrsta fiokks frá
Æ=omx
HÁTÚN16A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
- kjarni máhins!
UMFERÐARORyGGISAÆTLUN
1997-2001
Kynningar:
í Borgartúni 6, miðvikudasinn 11. júní kl. 13.30
Á Hótel Selfossi, fimmtudaginn 12. júní kl. 17.00
í samstarfi við Samband umferðaröryggisnefnda á Suðurlandi
Allt áhugafólk um aukiö umferöaröryggi velkomiö.
Dómsmálaráðuneytið
'qy/M
Sm
VEGAGERÐIN
u
UMFERÐAR
RÁÐ
Græni lífsseðillinn -
*
Kvennahlaup ISI
í BYRJUN þessa árs
gerðu Heilbrigðisráðu-
neytið __ og íþróttasam-
band íslands með sér
samkomulag til tveggja
ára, þar sem áhersla er
lögð á að auka heil-
brigði og vellíðan al-
mennings. Heilsuefling,
sem er verkefnisstjórn
í ráðuneytinu, og
íþróttir fyrir alla, sem
sér um __ almennings-
íþróttir ÍSÍ, sjá um
framkvæmd verkefnis-
ins.
Markmið
Áhersla er lögð á að
efla þátttöku almenn-
ings í hollri hreyfingu og ástundun
íþrótta. Að gera fólk meðvitaðra um
áhrif hreyfingar og fæðuvals á heils-
una og spoma gegn notkun lyfja,
TUJBOÐ
QjósmynJasiofa
Qumiart úhgÍHtamonar
Suðurveri, sími 553 4852
tóbaks, áfengis, og
fíkniefna. Gefinn hefur
verið út „grænn lífsseð-
ill“ sem annars vegar
býður upp á æfingaá-
ætlun í 8 vikur þar sem
viðkomandi einstakling-
ur er hvattur til að setja
sér raunhæft markmið
varðandi þjálfun. Hins
vegar ráðleggingar um
hvað ber að hafa í huga
í daglegu lífi varðandi
heilsuna.
Verkefni sumarsins
Þegar verkefnið fór
formlega af stað var
þingmönnum boðið upp
á blóðþrýstings- og ko-
lesterolsmælingar í Alþingishúsinu
og í mörgum sundlaugum hafa verið
haldnir fjördagar þar sem boðið hefur
verið upp á samskonar mælingar og
leiðbeiningar við sundlag og sund-
þjálfun. I sumar tengist verkefnið
hjólreiðum á ýmsan hátt, en eins og
allir vita era hjólreiðar kjörið útivist-
arverkefni fyrir fjölskyldur. Græni
lífsseðillinn mun tengjast „kynslóða-
hlaupinu 1-2-3 “, sem haldið verður
í lok Smáþjóðaleikanna í júní, þar sem
áhersla er lögð á að ein, tvær eða
þrjár kynslóðir taki þátt í sama hlaup-
inu. Einnig mun verða gefið út póst-
kort til dreifingar með vinsamlegum
ábendingum til vina og kunningja
um að njóta lífsins betur með heil-
brigði og vellíðan að leiðarljósi.
Kvennahlaup ÍSÍ
Það sem skiptir megin máli er að
allir finni eitthvað við sitt hæfi til
Það sem máli skiptir,
segir Unnur Stefáns-
dóttir, er að allir finni
eitthvað við sitt hæfi til
að rækta líkama og sál.
þess að rækta líkama og sál. Áreiti
í umhverfi okkar hafa aukist á seinni
árum, þannig að fólk er farið að
leita meira og meira til kyrrðar-
stunda. Það er ýmislegt sem hægt
er að gera til þess að öðlast slíka
kyrrð og leita margir til útivistar
af ýmsu tagi í því skyni. Allur sá
fjöldi fólks sem vinnur innanhúss
við einhverskonar vélar eða hávaða
hefur meiri þörf fyrir kyrrð að
afloknum vinnudegi en aðrir. „Græni
lífsseðillinn“ er hugsaður sem hvati
til fólks á öllum aldri til þess að láta
sér annt um eigin líkama og heilsu.
Það er aldrei of seint að byija og
þeir sem hafa líkamsrækt sem lífs-
stíl uppskera árangur erfiðisins.
Kvennahlaup ÍSÍ sem nú fer fram
15. júní í 8. sinn er mjög góður vett-
vangur fyrir konur og stelpur að
koma saman og njóta útivistar og
hreyfingar. Græni lífsseðillinn hvet-
ur þátttakendur í Kvennahlaupinu
til að halda áfram líkamsþjálfun að
hlaupi loknu og þar með að bæta
lífsstíl sinn.
Höfundur er formaður
verkefnisins um „Græna
lífsseðilinn".
Unnur
Stefánsdóttir