Morgunblaðið - 11.06.1997, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FYRIR einum sextíu
árum ætlaði norski
guðfræðiprófessorinn
Ole Hallesby, „yfírlýst-
ur pietisti", að koma
til íslands ásamt
nokkrum trúuðum
stúdentum og hrista
upp í trúarskoðunum
landans. Varð þá uppi
fótur og fit og mikið
j?' „fjör“ í trúmálaum-
ræðum hérlendis.
Stóðu þá tveir hópar
manna í trúmálum
hvor gegnt öðrum
„gráir fyrir járnum"
með og móti boðskap
guðfræðiprófessorsins:
Fijálslyndir og íhaldsamir guðfræð-
ingar svo og aðrir mismiklir trú-
menn. Hart var deilt og spöruðu
menn ekki hin „breiðu spjótin" áður
en Hallesby kom og sýndist nú
auðvitað sitt hverjum og eins og
jafnan fyrr og síðar voru báðir hóp-
ar með sannleikann í höndunum.
Þar kom rimmunni, að einn áhrifa-
og valdamesti stjómmálamaður
•*- þjóðarinnar á þeim tíma, Jónas
Jónsson frá Hriflu, stakk niður
penna og spurði menn skýrt og
skorinort, hvort sæmandi væri að
taka á móti þessum erlenda gesti
og prófessor með grjótkasti í fjör-
unni? Til skýringar hér skal ég geta
þess, að í þann tíð komu nefnilega
allir með skipi til íslands. Datt þá
stríðshamurinn af flestum og senni-
lega ekki laust við, að menn áttuðu
sig á því, að þeir hefðu löðrungað
sjálfa sig, farið offari, orðið sjálfír
> og gert málstað sinn að gjalti með
þess konar framkomu og gestrisni.
Þetta atvik úr íslenzkri kristni,
og kirkjusögu á þessari öld kom
mér í hug, þegar ég sem íbúi í
Garðabæ frétti af og heyrði yfírlýs-
ingar safnaðarstjórnar míns eigin
safnaðar, Garðasóknar, um að sá
guðfræðingur sem hlaut kosningu
í almennum prestskosningum, teld-
ist ekki geta valdið
embættinu.
Nú er mér og vafa-
lítið fleirum ekki alveg
ljóst hverra hæfíleika,
menntunar eða getu er
þörf þeim, er sitja í
safnaðarstjórn. Mér
býður í grun, að þar
sé „brákaður reyr“
ekki síður en annars
staðar. Kristilegt hefur
það ekki talizt a.m.k.
fram að þessu að bijóta
brákaðan reyrinn. í
lengstu lög vil ég forð-
ast að heimfæra
háðskan tón Nóbel-
skáldsins okkar stjórn
Garðasóknar: „Kristilegu kærleiks-
blómin spretta kringum hitt og
þetta.“ En lengi skal manninn
reyna, segir gamalt máltæki.
Nú spyr ég sem félagi í söfnuðin-
um, í barnslegri einfeldni og þó í
fullri alvöru: Telja stjórnarmenn í
Garðasókn sig svo vel hæfa og þess
umkomna að standa við þá staðhæf-
ingu og yfírlýsingu sína, að guð-
fræðingur frá Háskóla Islands sé
vart hæfur eða komi ekki til með
að valda því starfi, sem hann hefur
menntað sig til og sótt um og verið
kosinn til? Nú mætti kannski líka
ætla, að guðfræðideildin sem slík,
allir prófessorarnir, in toto, standi
varla undir því ámæli, sem í þessu
felst, að útskrifa óhæft fólk til
venjulegra prestsstarfa. Þarna er
þá verulegur maðkur í mysunni!
I því tilviki, sem hér um ræðir,
er málið ekki það, að hér sé á ferð-
inni kornungur, óreyndur mennta-
skóla og háskóla „spjátrungur",
sem aldrei hafi dýft hendi í kalt
vatn, heldur fulltíða maður, guð-
fræðingur með mikla félagslega
reynslu að baki. Með lista yfír að-
al- og varamenn í stjórn Garðasókn-
ar fyrir framan mig er séra Bragi
Friðriksson lét mér í té, þá tel ég
mjög svo hæpið, að nokkur þeirra
hafi viðlíka reynslu af mannlegum
samskiptum og umræddur guð-
fræðingur og verðandi prestur hér
í bæ. Vafalítið er hann ekki vamm-
laus frekar en við hin. En, ágæta
stjórn Garðasóknar, í fullri alvöru
og einurð: Farið ekki offari! Munið
eftir orðunum: „Sá yðar, sem synd-
laus er, kasti fyrsta steininum.“ Sé
einhver í stjórninni syndlaus þá
skal ég vera fyrstur til að rétta
þeim hinum sama steininn.
Haldi stjórn safnaðarins hinsveg-
ar uppteknum hætti, að níða skóinn
af þessum guðfræðingi og væntan-
legum presti safnaðarins með því
að þrástagast á vangetu hans, þá
segi ég ekki orð sannara en að mér
kemur hreint ekkert annað í hug
en vísa prófessorsins í „Landsuðri":
Ef allt þetta fólk fær í gullsölum himnanna
gist
sem gerir sér mat úr að nugga sér utan í
Krist
þá hlýtur sú spurning að vakna hvort
mikils sé misst
ef maður að síðustu lendir í annarri vist.
Látum það ekki henda,
segir Geir H. Þor-
steinsson, að taka á
móti nýjum presti með
grjótkasti í fjörunni.
Hins vegar og þrátt fyrir allt
ætla ég að vona, að öll stjórn Garða-
sóknar, 14 manns að tölu, og að
því að ég bezt veit hið mætasta
fólk, nái áttum eftir „heitan“ bar-
dagann, vinni á mannsæmandi og
kristilegan hátt með væntanlegum
presti af heilum hug og gefi honum
sem hveijum nýjum starfsmanni
tíma og tækifæri í góðri samvinnu
við alla stjórnina. Á þann veg einan
geta báðir aðilar sannað drengilega
manngildi sitt.
Segði safnaðarstjórnin af sér,
væri það enn eitt svöðusár íslenzkr-
ar kirkju og ég vona til þess komi
ekki. Garðabær sem slíkur ætti það
ekki skilið.
Eg brýni því aila stjórnarmenn
Garðasóknar, karla og konur, lög-
eggjan að taka nú á þeim dreng-
skap, sem þetta fólk á beztan.
Minnumst þess, að góður maður
ber gott fram úr góðum sjóði hjarta
síns. Yrðu það ekki gleðitíðindi, ef
sagt yrði um stjórn safnaðarins hér
í Garðasókn það sama og Páll
postuli sagði forðum: „Mér er kunn-
ugt um mann, hann tilheyrir Kristi"
(2.Kor. 12,2.).
Ég sem „J-J-kristinn“ maður
(þ.e. jól og jarðarfara-kristinn má
e.t.v. minna á þetta jákvæða boð
Krists, sem flestir iðka í minna
mæli en vert væri: „Allt, sem þér
viljið að aðrir menn gjöri yður, það
skulið þér og þeim gjöra“
(Matt.7.12). Hugsun þessara orða
er raunar yfirþyrmandi, en kristin
trú er í kjarna sínum jákvæð í verki,
en hvorki neikvæð, hlutlaus né af-
skiptalaus um náungann. „Kærleik-
urinn er góðviljaður, öfundar ekki,
hann hegðar sér ekki ósæmilega,
hann breiðir yfír allt, trúir öllu,
vonar allt, umber allt,“ stendur á
klassiskum stað. Ég spyr í einlægni
og vænti drengilegs svars eins og
það bezt getur verið: Finnst stjórn-
armönnum Garðasóknar, að þeir
hafí hagað sér samkvæmt þessu?
Segjum nú sem svo, að aðal- og
varamenn í stjórn Garðasóknar séu
ekki verr kristnir en ég, þ.e. J-J-
kristnir, og jafnframt, að þeim geti
runnið í skap og orðið heitt í hamsi
eins og öðrum í hita kosninga, þá
megi þó ætla, að þeir séu allir svo
„pólitiskt demókratiskir" að virða
niðurstöðu kosninga. Það væri
sæmandi lýðræðislega þenkjandi og
unnandi fólki. Mér virðist vera kom-
ið ærið nóg af illindum, úlfúð og
sundurþykkju innan íslenzku kirkj-
unnar, þó stjórn Garðasóknar leiddi
þann asna fram hjá okkar „herbúð-
um“. Það væri drengilegt og menn
að meiri fyrir bragðið. Annað væri
því miður reginhneisa.
Ég var beðinn um að skrifa und-
ir áskorun um almenna prestkosn-
ingu hér um daginn. Ég neitaði því
á þeirri forsendu, að stjórn Garða-
sóknar hefði beinlínis sofið á verðin-
um, sem sagt ekki gætt þess, að
miðað við mannfjölda var kjör-
mannafjöldi Garðasóknar af og frá.
Stjórnin mátti vel vita fyrir langa-
löngu, að árin færðust yfir okkar
ágæta klerk, séra Braga Friðriks-
son, sem þjónað hefur vaxandi söfn-
uði með mestu prýði í 31 ár og
brátt yrði hann sjötugur og léti
þess vegna af embætti. Þetta átti
ekki að koma stjórninni í bakið.
Eðlilegan kjörmannafjölda til handa
Garðasókn átti að vera búið að
knýja fram með festu. Ég tel engan
veginn sjálfgefið, að misréttið um
vægi atkvæða eigi að gilda innan
kirkjunnar eins og viðgengst til
Alþingis, þó menn láti það yfir sig
ganga, flestir nauðugir.
Ég vona svo sannarlega, að öll
stjórn Garðasóknar, 14 manns, taki
ummæli og yfírlýsingu séra Árnar
Bárðar Jónssonar sér til fyrirmynd-
ar og í munn og standi við þau
orð, er hann í sjónvarpsviðtali að
kveldi 6. júní sl. bað þeim umsækj-
andanum, sem meirihluta hlaut í
nýafstöðnum kosningum allrar
guðsblessunar og velgengni í kom-
andi starfi. Þessi ummæli voru
bæði drengileg og kristileg og vissu-
lega verð eftirbreytni.
Að lokum vona ég, þó hrikt hafí
í stjórn Garðasóknar nú um stund,
að hið gamla andvarp Brynjólfs
biskups Sveinssonar Mala do-
mestica majora lacrimis (Heimilis-
bölið er þyngra en tárum taki) loði
ekki við stjóm safnaðarins, heldur
komi til sannur, raungóður, mann-
bætandi kristilegur drengskapur í
garð þess manns, sem nú tekur við
embætti sóknarprests í Garðasókn
innan tíðar.
Látum það ekki henda, að taka
á móti nýjum presti með gijótkasti
í fjörunni. Láti Guð gott á vita!
Höfundur er læknir.
Nýr prestur í Garðasókn
Geir H.
Þorsteinsson
Klóimm Björk!
Menning 2000
FYRIR nokkrum
vikum birti Morgun-
blaðið bréf frá undirrit-
uðum þar sem gerð var
að umtalsefni stefna
ríkis og borgar varð-
andi undirbúning
menningarársins 2000.
Síðan þá hafa bæði
menntamálaráðherra
og borgarstjóri leyst
skilmerkilega úr þeim
vafaatriðum sem drep-
ið var á í umræddri
grein. Borgarstjóri
benti á að framlög
^ borgarinnar til undir-
búnings menningarársins 2000
myndu ekki skerða önnur framlög
til menningarmála og menntamála-
ráðherra upplýsti að unnið væri að
uppsetningu menningarnets innan
ráðuneytisins, nets sem eflaust mun
hafa mikla þýðingu í kynningarmál-
um tónlistarmanna sem og annarra
listamanna. Athygli vekur að
menntamálaráðherra segir í svari
sínu að hagsmunum allra tónlistar-
manna eigi að sinna innan íslenskr-
ar tónverkamiðstöðvar. Þetta eru
fréttir fyrir tónlistarflytjendur.
* Þegar þetta er skrifað hefur ver-
ið ráðinn framkvæmdastjóri menn-
inngarárs 2000, og svo skemmti-
lega vill til að til starfa við þetta
fyrirbæri á vegum borgarinnar hef-
ur verið ráðinn deildarsérfræðingur
menningarmála úr menntamála-
ráðuneyti, Þorgeir Ólafsson. Skyldi
- þetta vera meðvitaður samstarfs-
vilji ráðuneytis og borgar? Hvort
sem svo er eða ekki er Þorgeiri
Pétur
Grétarsson
óskað velfarnaðar í
starfinu.
Sóknarfæri
íslenskrar tónlistar
Það eru margar
hugmyndir uppi um
hvernig best verði
staðið að eflingu tón-
listar á landinu.
Nokkrar þeirra er að
fínna í ágætri skýrslu
sem nefnd á vegum
iðnaðarráðherra hefur
sent frá sér og leggur
m.a. til að varið verði
til markaðssetningar á
tónlist erlendis fjár-
munum sem nema virðisaukaskatti
sem greiddur er af seldum hljóm-
föngum (geisladiskum o.þ.h.) um-
fram bækur. Þetta er góð hugmynd
og kemst hún vonandi í framkvæmd
hið fyrsta.
Það er ánægjulegt að fylgjast
með hversu vasklega er gengið fram
í röðum hljómplötuframleiðenda við
kynningu hinna nýju sóknarfæra.
Það ber hins vegar á því að enn
vefjast fyrir mönnum skilgreiningar
á tónlist. Er hún iðnaður eða list?
í skýrslunni kemur fram að
markmiðið er að selja jafnmikið af
íslenskri tónlist erlendis og nemur
heildarsölu íslenskrar og erlendrar
tónlistar hér heima. Þetta er göfugt
markmið þó það beri keim af bjart-
sýni sem virðist vera landlæg í kjöl-
fari velgengni Bjarkar Guðmunds-
dóttur. Vissulega er árangur söng-
konunnar góðu íslensku tónlistarlífí
lyftistöng og án efa eru margir ís-
lenskir tónlistarmenn teknir alvar-
legar en ella fyrir hennar tilverknað.
Það er hins vegar skammsýni að
einblína á erlenda markaði. Skamm-
sýni vegna þess að víst má telja að
öll vinna sem þar verður unnin verði
lengi að skila árangri. Það skýtur
því skökku við að gerðar skuli „til-
lögur um aðgerðir til skamms tíma“
eins og segir í inngangi að skýrsl-
unni góðu. Er það ekki einmitt vand-
inn, eins og skýrsluhöfundar benda
reyndar ítrekað á, að stefnuna vant-
ar. Enn á ný er auglýst eftir menn-
ingarstefnu stjórnvalda.
Ekki ber að skilja þessi orð þann-
ig að verkefnið sé vonlaust. Alls
ekki, en sígandi lukka er best. Það
má ekki gleymast að þrátt fyrir
smæð heimamarkaðarins er hann
og verður vettvangur íslenskrar
tónlistar og jarðvegurinn sem úr
koma þær músíkölsku kartöflur
sem spíra á alþjóðlegum vettvangi.
Það er eins og ofbirtu slái í augu
manna þegar í ljós kemur að tutt-
uguogtvöföld sala allrar íslenskrar
tónlistar kæmist fyrir í ársyfirliti
Bjarkar einnar. Nú er lag, gerum
út, klónum Björk!!!
Það er einnig athyglisvert, í
skýrslunni góðu, að þegar taldir eru
upp þeir sem vinna vinnuna í tónlist-
ariðnaðinum þá eru fyrstir á blaði
starfsmenn útgáfufyrirtækja og
hljómplötuverslana. í kjölfarið
koma höfundar og flytjendur.
Flæðirit verðmætasköpunar tónlist-
ariðnaðarins er líka athyglisvert en
eins og allir vita sem komið hafa
að útgáfu er útgáfufyrirkomulag
svo mismunandi að umrætt rit gef-
ur enga mynd af raunveruleikanum.
Oftar en ekki koma hin svokölluðu
útgáfufyrirtæki ekki að dæminu
fyrr en við sölu og dreifingu.
Tónlistarmiðstöð -
menningarveita
Meðal tónlistarmanna hefur í all-
nokkur ár blundað hugmynd um
stofnun tónlistarmiðstöðvar fyrir
alla tónlist í landinu. Með henni
væri samþætt og hagrætt í tónlist-
arlífi landsin svo um munaði. Það
er nefnilega þannig að þegar unnið
er af vanefnum og í sitthvoru horn-
inu eru gjarnan margir að gera
sama hlutinn.
Sem dæmi um hvar úrbóta er
þörf, má nefna að á meðan íslensk
Ef gera á út á menning-
armið verður að kosta
einhverju til. Pétur
Grétarsson telur það
miklar fréttir fyrir tón-
listarfólk að á þessu sé
að verða skilningur.
tónverkamiðstöð gefur út og sendir
til kynningar um víða veröld ís-
lenska tónlist er ekki unnið að kynn-
ingu íslenskra flytjenda af sama
kappi, þó svo að þeir séu frumfor-
sendan fyrir því að hægt sé að
gefa út tónlist íslenskra höfunda.
Undirrituðum er kunnugt um að
innan Tónverkamiðstöðvar er vilji
til samstarfs við tónlistarflytjendur,
en hingað til hefur sú stofnun sinnt
hagsmunum höfunda og telur sig
ekki geta aukið starfsemina nema
til komi aukið fjármagn.
Annað dæmi er að á meðan Tón-
list fyrir alla, mikilvægt tæki til
kynningar á tónlist og tónlistarflytj-
endum er svelt fjárhagslega, er litl-
um hóp tónlistarmanna veittur
styrkur til að ferðast um landið til
að spila fyrir miklu færri hlustendur
en ef þeir tengdust Tónlist fyrir
alla. Nýlegt dæmi svipaða skamm-
sýni er aðstoð sem iðnaðarráðherra
veitti hljómsvetinni Botnleðju fyrir
skömmu til að breiða út boðskap
sinn í útlöndum. Ráðherra sagði
sjálfur í útvarpsviðtali að þau
„nokkur hundruð þúsund“ hefðu
verið alltof lítil aðstoð. Ef svo er,
hefði þá ekki verið betra að spara
í þetta sinn og gera betur við Botn-
leðju þegar forsendur væru fyrir
að styrkurinn gæti verið stærri og
borið ríkulegri ávöxt.
Það sér hver heilvita maður að
ef gera á út á menningarmið verður
að kosta einhveiju til og það eru
miklar fréttir fyrir tónlistarfólk að
á þessu sé að verða skilningur. Það
þarf þó nánast stökkbreytingu í
hugsun um menningarmál til að það
skiljist að brýnast er að unnið sé í
sífellu að framsæknum hugmynd-
um í listinni sjálfri. Það verða ekki
seldir gamlir lagerar þegar mark-
aðsstarfið fer að skila árangri.
Það er því miður ekki hægt að
skrúfa frá menningunni þegar
manni þóknast að njóta hennar. Það
vita allir að þótt heita vatnið komi
úr krananum hefur einhver látið sér
detta í hug að bora eftir því. Það
er orðið frekar þreytandi að heyra
talað um að það sé réttur hvers og
eins að njóta einungis þeirrar menn-
ingar sem honum þóknast að borga
fyrir. Það eru forréttindi okkar að
geta valið úr verkum listamanna
alveg eins og það eru forréttindi
okkar að geta valið heitt eða kalt
vatn. Til að geta valið vatnið höfum
við heilu vatnsveiturnar. Til að geta
valið tónlistina höfum við (enn sem
komið er) veðsetta einstaklinga.
Höfundur er htfómlistarmaður.