Morgunblaðið - 11.06.1997, Side 31

Morgunblaðið - 11.06.1997, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 31- ERLA ÞÓRARINSDÓTTIR EGILSON +Erla Þórarins- dóttir Egilson fæddist í Reykjavík 24. janúar 1912. Hún lést á heimili sínu 3. júní síðast- liðinn. Foreldrar henn- ar voru Elísabet Guðrún Halldórs- dóttir Egilson, f. 15.8. 1888, d. 2.10. 1957, og Þórarinn Böðvar Egilson, út- gerðarmaður og framkvæmdastjóri í Hafnarfirði, f. 3.11. 1881, d. 22.7. 1956. Erla átti eina systur Maríu Dóru Egilson, f. 12.4. 1916, d. 18.3. 1965. Erla giftist 7. febrúar 1935 Ólafi Geirssyni, aðstoðaryfir- lækni á Vífilsstöðum, f. 27.5. 1909, d. 22.7. 1965. Hann var sonur Guðbjargar Gísladóttur, f. 7.10. 1890, d. 15.12. 1957, og Geirs Halldórssonar, bónda og síðar kaupmanns í Reykjavík, f. 29.12.1884, d. 2.4.1971. Erla og Ólafur eignuðust þrjú börn: 1) Þórarinn Böðvar, f. 20.3. 1935, yfirlæknir í Reykjavík, kvæntur Björgu Ólafsson, f. 25.1. 1946 í Noregi. 2) Skúli, f. 12.4. 1940, framkvæmda- stjóri í Reykjavík, kona hans er Sigrún Margrét Ragnars- dóttir, f. 22.7. 1942. 3) Elísabet Erla, f. 7.12. 1942, búsett í Kaupmannahöfn, gift Olaf Bjarne Paulson, f. 22.7. 1940, prófessor og yfirlækni í Kaup- mannahöfn. Barna- börn eru 13 og barnabarnabörn 12. Erla ólst upp í Hafnarfirði, lauk námi frá Flensborgar- skóla og vann við skrifstofu- störf í Akurgerði hf. hjá föður sínum. Erla og Ólafur bjuggu í Danmörku frá 1936-1939 en eftir það lengst af í Hafnar- firði og á Vífilsstöðum. Eftir að Ólafur féll frá í júlí 1965 fluttist hún til Reykjavíkur og bjó þar til dauðadags. Erla starfaði hjá Rauða krossi ís- lands sem sjúkravinur i rúm 20 át\ Útför Erlu fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfn- in klukkan 15.00. Amma var amma fleiri barna en barnabömin voru. Sum kölluðu hana ömmu vegna þess að hún hafði ver- ið foreldrum þeirra sem mamma, önnur böm kölluðu hana ömmu Erlu. Hún var amma Erla. Ég var skírð í höfuðið á henni, við voram alnöfnur. Reyndar var hún skírð Sesselía Erla, en hún mátti ekki heyra á fyrra nafnið minnst. Sessel- ía var amma langömmu minnar, mamma Halldórs Þórðarsonar, afa hennar ömmu í móðurætt. Hann stofnaði Félagsprentsmiðjuna ásamt öðram, og var með bókband í húsinu á horni Skólavörðustígs og Bankastrætis þar sem nú er hatta- búð. Sesselía hafði vitjað afa, lang- afa, pabba ömmu, í draumi. Þórar- inn Egilson og Elísabet Halldórs- dóttir höfðu misst fyrsta barnið sitt áður en amma fæddist. Nafngiftinni fylgdi blessun Sesselíu, en hún var annáluð fyrir lækningarmátt og þekkingu. Amma var önnur Erlan á ís- landi. Sú fyrsta var dóttir Einars Benediktssonar þjóðskálds. Amma var líka elsta Erlan. Bamavagninn sem hún var keyrð í sem lítið bam, var fyrstur sinnar tegundar í Hafn- arfirði. Þá vora varla gangstéttir og fólk fór ferðir sínar ríðandi. Langafi var útgerðarmaður, he- stakarl og bókasafnari. Hann var líka „túramaður" sem las ljóð og vildi láta lesa fyrir sig. Amma byrj- aði snemma að lesa fyrir föður sinn. Hún las mikið, lærði og skildi og kunni ógrynni. Henni fylgdi litterert innsæi. Með ömmu Erlu fer heilt tímabil af sögu, lífsháttum og gildum, sem hún og hennar samferðarmenn hafa skapað og lifað. Hún var mik- ill íslendingur, föðurlandssinni, en einnig heimskona. Á árunum fyrir stríð bjó hún í Danmörku, með afa, Ólafi Geirssyni lækni sem þá var að læra til sérfræðings og Doja litla. Hún hafði verið þar áður á grautarskóla og kunni að búa til heimsins bestu blómkálssúpu. Hún sagðist ekki geta hugsað sér að búa annars staðar en á íslandi. Hér voru hennar rætur, saga og menn- ing, tungan, og landið sem hún elskaði. Heima hjá henni voru bæk- ur, málverk, mublur og gamlir hlut- ir, sem allt á sögu. Amma vildi gamla dótið sem hafði sál, frekar en nýtt. Fjölskjldusöguna kunni hún, jafnt sem Islendingasögurnar og mér finnst sem líf hennar spanni allavega 200 ár. Ég hvatti hana stundum til að skrifa, eins konar ævisögu, því hún var vel skriffær og nákvæm í sinni frásögn. Ég vildi óska þess að hún hefði gert það, vegna þess að hún hafði frá mörgu að segja, en amma vildi ekki vera opinber persóna, ekki láta á sér bera. En það var eftir henni tekið, hún hafði sterkan per- sónuleika. Nálægð við barnslegheit loðir við ömmu, að einhverju leyti varð hún aldrei fullorðin. Henni fylgdu hug- tök eins og „þæg“ og „óþæg“. Hún var vanaföst og hún var trygglynd. Á afmælum hennar komu vinir, vin- konur og frænkur saman um hávet- ur, alhvíthærðari með áranum, og drakku heitt súkkulaði úr bollunum með gullröndinni, sem langamma hafði átt, stundum bragðbætt með koníaki. Minningarnar vefa myndir. Amma að fara í siglingu, að koma heim aftur með Gullfossi, hafnar- bakkinn. Fjaran, amma að synda útí hafsauga, það sést ekki lengur í sundhettuna, pabbi og afi eru farnir að hoppa af angist. Amma að ganga, hún horfir uppí loft, afi Ólafur segir við Doja, Skúla og Bessý, börnin þeirra, sjáið þið, bráðum dettur mamma ykkar, og hún datt. Amma marin, amma með sólgleraugu. Með ömmu í Land- mannalaugum, í Flatey. Jól hjá afa og ömmu á Vífilsstöðum. Fara með brúsann útí bú að ná í mjólk. Amma hrædd við beljur, það er víst í gen- unum, Benedikt afabróðir var það líka. Ámma að tala við hunda. Gest- ir í eldhúsinu hjá ömmu, sjómenn, sjúklingar, læknar og leigubílstjór- ar, Haukur pressari og fleiri fjöl- skylduvinir. Amma að fara með bænina hans langafa Sveinbjarnar fyrir litlu stelpuna sína, nú legg ég augun aftur, ó, guð, þinn náðar kraftur, mín veri vörn í nótt. Æ virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Amma dó eins og hún hafði lifað, heima hjá sér, sjálfstæð, með reisn fram í það síðasta. Á fjórðu hæð í lyftulausu húsi, með útsýni yfir heiminn, eins og kapteinninn í brúnni. I vor þegar hún var að sort- era, ganga frá, gefa og fleygja dóti og drasli, sagðist hún vera að gera sjóklárt. Nú siglir hún yfír í aðra veröld þar sem afí mun taka á móti henni eftir 32ja ára aðskilnað. Það verður fögnuður. Ég get bara vitnað í ömmu og reynt að fara eftir hennar visku „það sem mestu skiptir er að eiga góðar minningar og að vera sáttur við sig, því það losanr enginn við sjálfan sig“. Erla Þórarinsdóttir. Mig langar til að minnast Erlu vinkonu minnar, sem nú er látin. Erla var vinur okkar systkinanna gegnum lífið og hafði sterk áhrif á okkur í uppvextinum. Hún lagði sig fram um að gera rétt í litlu og stóru og reyndi að kenna okkur hið sama. Við kynntumst Erlu og fjölskyldu hennar nokkrum árum eftir að við fluttum heim frá Danmörku eftir stríðslok. Erla og Ólafur Geirsson höfðu einnig dvalið í Danmörku eins og títt var um íslenska lækna og fjölskyldur þeirra í þá daga. Þau komust heim fyrir stríð 1939 ásamt Þórarni (Doja) elsta syni sínum en Skúli og Bessý voru þá ekki fædd. Mikil vinátta var með fjölskyld- unum og heimboð tíð bæði á Víf- ilsstöðum og í Eskihlíð. Við Bessý urðum góðar vinkonur og hefur sú vinátta haldist fram á fullorðinsár. Við Siggi bróðir áttum annað heim- ili hjá Erlu og Ólafi á Vífilsstöðum. Við vorum ævinlega velkomin og þar var jafnan gaman að vera. Oft var þar mannmargt um helgar, börn vina og ættingja, heill skari af krökkum bæði úr Hafnarfirði og Reykjavík. Húsmóðurinni fannst það ekkert tiltökumál að taka við þessari hjörð og stjórnaði öllu af skörungsskap. Minnisstæðir eru göngutúrarnir í hrauninu. Erla var þar fremst með hópinn á eftir sér. Oft var gengið hratt og hressilega, en ef kýr heyrðist baula gat göngu- túrinn endað með harðahlaupum heim, Erla fremst í flokki. Því þó að Erla væri hetja sem aldrei sýndi merki hræðslu, var henni þó brugð- ið ef belja heyrðist baula. Það vora ófáar helgar sem við Bessý vorum annað hvort heima hjá mér í Eskihlíðinni eða á Vífílsst- öðum, sem mér fannst nú alltaf ólíkt skemmtilegra. Hælið með sjúkling- um og starfsfólki var sannkallaður ævintýraheimur, líka fjósið með 70 beljum, að maður tali nú ekki um litríka persónuleika eins og vin okk- ar Hauk pressara, sem alltaf kom í heimsókn og hafði ráð undir rifi hveiju. Siggi bróðir var ekki síður tíður gestur á heimilinu en ég. Hann dvaldi hjá Erlu og Ólafi í veikindum móður okkar og upp frá því hét Ólafur Óli pabbi. Seinna eftir að við systkinin urðum fullorðin og Ólafur var dáinn, náði vinátta Erlu og umhyggja einnig til maka okkar og barna. Hjá okkur var hún alltaf amma Eria. Frá því að hafa lesið með Sigga og spilað Fimmhundrað í gegnum landsprófíð, kom röðin síðan að yngri kynslóðinni. Það vora alltaf spil til taks hjá ömmu Erlu og mikil spilagleði ríkti. Erla var aðsópsmikil kona, greind og fljót að koma fyrir sig orði. Hún var mikið samkvæmisljón og þar nutu þessir hæfileikar sín, aldrei var lognmolla nálægt henni. Ymsir supu hveljur. Tiygglyndi, stolt og sjálf- stæði voru mjög einkennandi þættir í fari Erlu. Hún lagði sig fram við að gæta réttsýni í skoðunum og hafði mikla óbeit á allri hentistefnu og gat þá oft verið ómyrk í máli ef henni var misboðið. Erla var mjög víðlesin og mikill ljóðaunnandi og bar allt hennar tal og tilsvör sterk merki þess. Hið skyndilega fráfall Ólafs Geirs- sonar var mjög sársaukafullt fyrir Erlu. Hún hélt áfram að lifa lífinu fyrir þau bæði og maður skynjaði alltaf nálægð Ólafs hjá Erlu. Oft sagði hún að hún vissi að sá tími myndi koma að hann sækti sig og vora ýmsar dagsetningar öðram fremur ofarlega á baugi. Ég og fjölskylda mín minnumst með þakklæti liðins tíma með Erlu og vottum Doja, Skúla, Bessý og fjölskyldum þeirra samúð okkar á skilnaðarstund. Sif Sigurðardóttir. Nokkur kveðju- og þakkarorð til gamallar vinkonu. Frú Erla Egilson er gamall vinur í tvennum skiln- ingi. Hún bar vissulega æviár og reynslu umfram mig en vinátta okk- ar varði í tæp 30 ár. Það fór vel á með okkur strax frá fyrstu kynnum og hún kallaði það að við værum andlega skyldar. Börn hennar hafa líka verið mér og mínum kærir vin- ir bæði í lífi og starfi. Með ræktarsemi sinni ávann Erla sér titilinn amma Erla á fleiri heim- ilum en mínu. Alltaf mundi hún afmælisdaga okkar og ekki bara elsta barnsins sem á sama afmælis- dag og hún. Sá drengur var reyndar einn af mörgum óstýrilátum sem Erla bræddi og dásamlegt var þegar slíkir sátu lotningarfullir við borð- stofuborðið og drukku te úr postul- ínsbolla með aldargamalt silfur uppdúkað fyrir selskapið. Erla taldi ekki eftir sér ferð til útlanda til að vera skírnarvottur hans þegar þar að kom. Alltaf lagði hún gott til þegar breytingar urðu í fjölskyldu minni og eignaðist vináttu okkar allra. Erla var stórlynd kona og skoð- anaföst. Sjálfstæði og sjálfræði bæði ríkja og ekki síður einstakl- ingsfrelsi var henni kappsmál. Henni var mikið í mun að vera sjálfri sér samkvæm og lá yfírleitt ekki á skoðun sinni. Lífíð er línudans, sagði hún gjarna, þegar sigla þurfti milli skers og bára. Erla fékk að fara eins og hún sjálf óskaði sér, heima 1 Eskihlíð vitandi af Hlíðaskóginum í blóma eins og hún kallaði trjárækt- ina sem blasti við úr eldhúsglugga- num. Far vel, kæra vinkona. Birna Jónsdóttir. Það verður víst ekki deilt við dóm- arann um að þegar maður er sjálfur að verða hálfsextugur, er það lífsins gangur að vinum foreldra manns og manns sjálfs í æsku, fækkar hér jarð- vistarmegin. Þannig trega ég nú Erlu mína, sem reyndist mér stund- um sem önnur móðir á bemskuáram og bauð mér svo oft til gistingar á heimili sínu og Ólafs á Vífílstöðum, að bömin þeirra era mér sem önnur systkini. Ég fékk það aldrei á hreint og nú er það orðið of seint, hvort það var Erla sem fékk mig lánaðan, eða hvort mamma sendi mig til Erlu í eins konar útlegð, er fyrirferðin á mér gekk fram af henni. A.m.k. minnir mig að Erla hafí gjaman haldið uppi vömum fyrir mig og sagt móður minni að á Vífílsstöðum væri ég eins og engill. Á móti pass- aði ég Erlu fyrir beljunum, sem henni stóð einhver stuggur af. Ólafur heit- inn Geirson og faðir minn, Jón Sig- tryggsson, vora vinir í litlum lækna- hópi sem fyrir hálfri öld eða svo var í forystu í uppbyggingu og mótun heilbrigðisþjónustu nýja lýðveldisins. Þeir unnu allir slíkan vinnudag og bára svo léleg laun úr býtum fyrir, að læknar í dag myndu ekki trúa því, þótt þeir sæju það svart á hvítu. Þjóðin stendur í mikilli þakkar- skuld við þessa menn og konumar, sem stóðu eins og klettar við hlið þeirra og létu ekki endalaus útköll, vaktir, vitjanir og fundi á sig fá. Þegar litið er aftur til þessara daga er minningin um Erlu innilega björt og skemmtileg, vegna þess að þann- ig var hún sjálf. Útgerðarmanns- dóttirin úr Hafnarfirði bjó yfír svo leiftrandi útgeislun að hún varð oft- ar en ekki miðpunktur samræðna er vinahópurinn kom saman. Og ekki var alltaf lognmolla í kringum hana, því þótt hún væri alin upp við togaraútgerð og lúxuslíf og gerðist svo læknisfrú, var hún þræl- róttæk og alltaf að hugsa um þá sem minna máttu sín. Einu sinni lánsði hún meira að segja kommum nafnið sitt á framboðslista ásamt Halldóri Laxness og vora þau tvö kölluð nytsamir sakleysingjar af pólitískum andstæðingum. Ætlaði maður sér að rökræða við frú Erlu var eins gott að hafa sitt á hreinu. Þegar ég var fullorðinn maður, orð- inn blaðamaður á Morgunblaðinu átti hún það til að taka þennan „fósturson" sinn í karphúsið um eitt og annað sem henni mislíkaði í skrif- um útbreiddasta blaðs þjóðarinnar og þótt ég þætti þokkalega máli farinn og sjálfur með munninn fyrir neðan nefíð, dugði það ekki alltaf til. Eitthvað var það í fari þessarar góðu konu, sem laðaði mig svo að henni sem barn að aldri, að ég var tilbúinn til að yfirgefa móður mína blessaða fyrirvaralaust, hvenær sem ■é. Vífílsstaðaferð bauðst. í bland var þetta auðvitað góðmennska Erlu og gleði ásamt vináttu við Doja, Skúla og Bessí og ævintýraljóminn yfir víðáttunni og frelsinu á Vífilsstöð- um. Þá voru Vífilsstaðir sannkölluð sveit með fjósi, hlöðu og „alligræ". Og svo var það Ólafur Geirsson, sallarólegur, traustur og hlýr. Hann var veiðifélagi föður míns í Laxá í Aðaldal í fjölda ára, þar til hann féll frá langt um aldur fram, öllum harmdauði. Síðar urðu Doji og Skúli veiðifélagar okkar feðganna ásamt dansk-íslenska sendiherrasyninum, dr. med. Olaf Paulsyni prófessor, yfírlækni í Kaupmannahöfn, eigin- manni Bessíar. Þannig hafa tengslin og vináttan haldist í áranna rás. Síðustu árin hittumst við helst í afmælum og á öðrum tyllidögum og alltaf var hún jafn eitilhress og bjó 85 ára ein í Eskihlíð 10 á 4. hæð. Þar kom kallið fyrirvaralaust í eldhúsinu, á sama hátt og móður mín kvaddi fyrir tæpum 20 áram, en báðar höfðu þær vinkonurnar fyrir löngu pantað þennan ferða- máta hjá æðri máttarvöldum. Ég sakna hennar með ljúft þakk- læti í huga, en samgleðst henni með hve flott hún fékk að fara. Fjölskyld-^ unni allri sendi ég samúðar og vinar- kveðjur. Ingvi Hrafn Jónsson. Hún Erla vinkona mín góða er látin. Við voram góðir vinir og áttum margar skemmtilegar stundir sam- an, þótt aldursmunurinn væri rúm 60 ár. Ég átti heima í Eskihlíðinni á fjórðu hæð beint á móti Erlu, og strax og ég lærði að ganga þá lab- baði ég og bankaði upp hjá henni og alltaf hleypti hún mér inn og gaí*- mér kex og mjólk. Við voram þijú systkinin og stundum bað mamma Erlu að hlusta eftir okkur, þegar hún þurfti að skreppa aðeins frá. Þá var opið á milli, og alltaf var Erla tilbúin að ljá okkur eyra. Eitt sinn sagði mamma við Erlu: „Ef Óli litli vakn- ar, gefðu honum þá pelann sinn.“ Þegar mamma kom heim sagði Erla: „Óli minn vaknaði og læknar segja að það sé ekki gott að venja börn of mikið á pelann svo ég gaf honum bara kex í rúrnið." Ég flutti úr Eskihlíðinni fyrir 15 áram, aðeins fímm ára gamall, en við Erla höfum alltaf haft samband. Alltaf var gaman að heimsælqat. hana, hún hafði frá svo mörgu að segja. Eg heimsótti Erlu ætíð á Þorláks- messu og fengum við okkur mjólk og kex saman og skiptumst á að segja hvort öðra frá því sem á daga okkar hafði drifið frá því að við sáumst síðast. Þrátt fyrir háan aldur og þó nokk- um eril mundi Erla ætlð eftir af- mæli mínu, 3. nóvember, en það var einnig afmælisdagur föður Erlu sem hét Olafur eins og ég. Ég kveð þig nú, elsku Erla mín, og þakka þér fyrir stundimar sem við áttum saman. Hin ljúfa minning um þig mun fylgja mér alla ævi. Ég og foreldrar mínir sendurw - öllum aðstandendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ólafur Helgi Ingason. Sérfræðingar í blóniuskrevtingum við öll tækifæri Skóla\(»rf)ustíg 12. á horni Bergstaðastrætis. sími 551 9090

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.