Morgunblaðið - 11.06.1997, Page 32

Morgunblaðið - 11.06.1997, Page 32
~32 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR M. ÞÓRÐARSON Guðmundur Marteínn Þórð- arson fæddist í Gerðum í Garði 9. febrúar 1914. Hann lést á Landspítalan- um 1. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Þórður Þórðar- son, sjómaður, f. 29.12. 1875, drukkn- aði 27. 11. 1917, og ■"* Ingibjörg Illugadótt- ir, f. 6.6. 1885, d. 20.2. 1973. Eftir að Þórður drukknaði var Guðmundi kom- ið í fóstur hjá sr. Friðrik Rafnar, sóknarpresti á Utskálum, og konu hans Ásdísi Guðlaugsdóttur Rafnar. Guð- mundur átti sex systkini og er eitt þeirra á lífi. Árið 1953 kvæntist Guðmund- ur Sæmundu Guðnýju Péturs- dóttur, f. 8.11. 1923. Börn þeirra eru: Hilmar, f. 3.3. 1953; Þórunn, f. 14.1. 1955; og Guðbjörg Elsa, f. 7.11. 1960. Börn Guðmundar frá fyrra hjónabandi eru: Hulda, f. 11.1. 1948; og Ólafur, f. 19.3. 1949. Guðmundur starfaði megnið af starfsævi sinni hjá Eimskipa- félaginu, lengst sem bryti á ms. Gullfossi eða frá því að skipið var tekið í notkun 1950 þar til það var selt 1973. Utför Guðmundar verður gerð frá Áskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sjómannadagurinn rann upp, fag- j^urt veður með nýjum vonum og fyrir- ætlunum. Ský dró þá fyrir við frétt- ina um að kær tengda- faðir minn og stórvinur Guðmundur M. Þórðar- son væri hugsanlega að beijast sinni síðustu baráttu þessa heims. Það staðfestist upp úr hádegi er þessi mikli heiðursmaður kvaddi og er táknrænt að það skuli bera upp á sjó- mannadag. Guðmundur bryti var sannur sjómaður nánast allan sinn starfsferil og happa- sæll á þeim vettvangi. Það var engin tilviljun að þessi maður var ráðinn í stjórn- unarstarf mjög ungur því slíka hæfni og hæfileika hefur hann haft til að bera. Mér finnst það hljóti að vera leitun að manni eins og Guðmundi, brytanum, sem var allt í senn, stjórnsamur, heiðurlegur, sanngjarn séntilmaður, fylginn sér og með sterka réttlætiskennd. Mér hafa sagt vinir og kunningjar sem sigldu með Guðmundi á Guilfossi að hjá honum hafi menn bæði lært að vinna og bera um leið virðingu fyrir starfinu. Að hafa verið bryti á flaggskipi íslendinga frá byijun til enda segir allt sem segja þarf um eiginleika þessa einstaka manns. Það er stað- reynd að þegar Guðmundur fór í síðustu ferð með Gullfossi átti hann að baki hlutverk sem bæði lærifaðir og uppalandi flestra matreiðslu- og framreiðslumanna á íslandi á þeim tíma, því eftirsótt var að komast í ferð með Gullfossi, hvort sem var til að læra að vinna eða í ævintýra- leit. t Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, GEIR STEFÁNSSON, Stekkjarhvammi 38, Hafnarfirði, lést laugardaginn 7. júní. Ólafía Sigurðardóttir, Sigurður Geirsson, Svana Pálsdóttir, ívar Geirsson, Sigrún Gunnlaugsdóttir, Stefán Rafn Geirsson, Geirþrúður Geirsdóttir og barnabörn. t SIGURÐUR TRYGGVASON kennari, Kópavogsbraut 86, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu- daginn 13. júní kl. 13.30. Inga Hanna Ólafsdóttir, Hulda Björg Sigurðardóttir, Haukur Sigurðsson, Anna Margrét Sigurðardóttir, Ólafur Atli Sigurðsson. t Ástkær móðir mín og amma okkar, GUÐRÚN JÓHANNA JÓNANNESDÓTTIR, Heiðargerði 17, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju fimmtu- daginn 12. júní kl. 14.00. •V Ingvi Böðvarsson, BöðvarIngvason, Þóra Ingvadóttir, Sigurður Ingvason. Það var skemmtilegt að hlusta á hann segja frá þessum árum, frá kóngaveislum þegar hráefni þurfti að sækja til mismunandi landa vegna þess að ekki fékkst svo mikið hér á landi, sérstaklega ekki fyrir frum- kvöðla og brautryðjendur eins og Guðmund. Hann hafði ótrúlegt minni. Gat sagt tíma og dagsetningar tugi ára aftur í tímann og var það oft skemmtiefni í dýrindis veislum á Laugarásveginum sem við fjölskylda hans sátum á jólum sem og öðrum tyllidögum, þar sem brytinn sá líka um alla matreiðslu af sinni alkunnu snilld. Guðmundur var mikill fagur- og sælkeri en um leið nægjusamur fram í fingurgóma. Þessi maður keypti aldrei veraldlega hluti nema þeir væru vel gerðir enda sást það utan á þessum „sjarmör". Snyrtimennska og fín framkoma var honum í blóð borin. Mér er ávallt í fersku minni þegar hann kom eitt sinn sem oftar í Veisluna til okkar Elsu, gekk inn á sinn hæverska hátt, kíkti í allar hillur, inn í kæli og skoðaði afrakst- ur dagsins á gagnrýninn hátt, sagði nokkur vel valin orð og kvaddi svo. Þá segir ung stúlka sem var nýbyij- uð hjá okkur. Hvaða litli sæti dúllu- karl var nú þetta? Þetta var talandi dæmi um þá útgeislun sem brytinn hafði, útgeislun og „sjarma“ sem hafinn var langt yfir kynslóðabilið. Við í Veislunni bárum öll mikla virðingu fyrir Guðmundi enda fór þar maður sem mikið mátti læra af. Það er engin tilviljun að þessi maður var sæmdur heiðursmerki forseta íslands Ásgeirs Ásgeirssonar í maí 1954 og síðan æðsta heiðursmerki Sjómannadagsins í Reykjavík. Þrátt fyrir miklar fjarverur frá fjölskyldu og vinum, þá sinnti Guðmundur ákaflega vel skyldum sínum sem heimilisfaðir og ekki síst síðari árin með barnabörnum sfnum, enda er afamissirinn mikill. Það eru ófáar stundirnar sem strákamir okkar EIsu hafa notið með afa sínum og vandséð hvernig okkur nútímafólkinu hefði tekist okkar brambolt í veitingamennsk- unni án hjálpar Guðmundar og konu hans Sæmundu sem voru öllum stundum með strákana okkar. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þeim báðum ómetanlega aðstoð í þeim efnum. Guðmundur var lífskúnstner mik- ill og hafði einnig unun af öllu íþróttalífí, þá sérstaklega knatt- spymu. Það hefur eflaust verið sæt- ur sigur strákanna hans í Fram í fyrsta leik eftir andlátið er þeir minntust hans með því að leika með sorgarband. Já, Guðmundur var mikill Frammari og einn af máttar- stólpunum í stuðningsmannaliðinu. Veiðimennska var einskonar ár- átta þessa góða manns og mikið var gaman að veiðisögum frá fyrri tíð með nákvæmum lýsingum á stað, stund og stærð físka. Eitthvað var hann óhress með gæftaleysi síðustu ára, en útiveran og heilnæmt lífemi sem þessu fylgdi heillaði hann mjög. Ég átti þess kost að fara í nokkrar veiðiferðir og þar vom hlutirnir sko á hreinu, allar græjur á sínum stað sem og allur viðurgjörningur, hvort sem um var að ræða smurða brauð- ið eða súpukjötið. Komið er að kveðjustund. Guð- mundur, þú sem hefur auðgað líf mitt og fjölda annarra á nokkuð langri ævi. Ég geri ekki ráð fyrir, miðað við lítillæti þitt, að þú hefðir viljað kveðja með öðrum hætti. Ég þakka þér allar þær yndislegu stund- ir sem ég naut með þér og votta allri fjölskyldunni mína dýpstu samúð. Brynjar Eymundsson. En orðstírr deyr aldrei þeim er sér góðan getur. Þessi hending úr Hávamálum á vel við núna þegar ég minnist Guðmundar bryta tengdapabba. Mér er það ljúft að hripa litla hugleiðingu á blað, en mikið hefðum við viljað hafa þig hjá okkur aðeins lengur. En færiband lífsins heldur áfram sínum hæga gangi og minnir okkur á að öll færumst við nær hinu óumflýjanlega. Fyrstu kynni mín af Guðmundi bryta voru þegar ég réðst sem þjónn á Gullfoss. Brytinn, eins og hann var alltaf kallaður í okkar hóp sem störfuðum á Gullfossi, hafði með höndum hið erfiða starf að stjórna óstýrilátu ungu fólki í farþegasölum skipsins. Þar naut hann ómældrar virðingar en því læt ég öðrum eftir að lýsa. Þó verð ég að minnast á eitt atvik sem mér líður seint úr minni. Við höfðum danskan yfirþjón sem var dálítið breyskur á stundum og þurfti brytinn eitt sinn að taka hann á beinið. Eftir að hafa hellt sér yfir „stakkels" Danann þrífur hann í hnakkadrambið á mér sem stóð næstur, keyrir mig niður og segir: „Hneigðu þig fyrir Dananum." Sem betur fer skildi ég háðið í þess- ari gjörð og náði ekki að reiðast. Sem betur fer höfum við samið frið við Dani og hef ég seinna meir lært að meta þá góðu þjóð að verðleikum. Leiðir skilja í langan tíma en síð- astliðinn sextán ár hef ég verið svo lánsamur að vera í fjölskyldu hans. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa verið honum samferða þessi ár. Guðmundur verður alltaf í minn- ingu minni. Það var öllum ljóst að þar fór mikill persónuleiki. Bara það að sækja veiðileyfi á bóndabæ varð að athöfn eins og verið væri að gera ríkjasamninga milli þjóða. Virðing fyrir náunganum var hans aðals- merki og aldrei heyrði ég hann hall- mæla nokkrum manni. Guðmundi bryta var lagið að tjá sig með höfð- inglegri framkomu sinni og þurfti því ekki orðskrúð til. Nú þegar ég kveð tengdapabba þá er eins og ég í sömu andrá sé að kveðja pabba minn sem lést fyrir þremur árum en þeir áttu margt sameiginlegt. Höfðu báðir stundað siglingar og voru hinir mestu mátar. Það verða ekki fleiri sjóferðasögur sagðar. Ekki fleiri veiðiferðir farnar í vötnin blá. Ég kveð Guðmund bryta og þakka honum samfylgdina. Kæra Sæja, ég votta þér dýpstu samúð mína. Sigvaldi. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG SÆMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. júní kl. 13.30. Sævar Kristinn Jónsson, Sigurður Jónsson, Halldóra Jónsdóttir. tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og virðingu við andlát og útför HALLDÓRS SIGURÐSSONAR frá Miðhúsum. Aðstandendur. Hann Guðmundur afi minn er dáinn. Mig langar til þess að minn- ast hans með nokkrum orðum. Til viðbótar því að vera nafnar þá áttum við sameiginlegt áhuga- mál, fótboltann, þrátt fyrir að við héldum ekki með sama liðinu. Afi var Frammari en ég held með KR eins og amma mín. Það var alltaf gaman að fara með afa á völlinn eða horfa á leiki í sjónvarpinu eða á stóra skjánum í Glæsibæ. Eg hafði hlakk- að svo mikið til þess að vera með honum í sumar, átti að búa hjá afa og ömmu á Laugarásveginum í skól- afríinu. Þar sem ég hef búið í annarri heimsálfu síðustu fimm árin töluðum við stundum saman í síma og nærri alltaf um fótbolta. Afi vissi eiginlega allt um íslenskan fótbolta og mikið um Manchester United sem hann hélt líka með. Þrátt fyrir að afi væri orðinn gam- all maður var hann alltaf duglegur að hreyfa sig og fara út. Eg fór stundum með honum inn í Glæsibæ þar sem hann vann. Þegar ég var yngri og keppti í knattspyrnu með Gróttu kom afi stundum að horfa á mig spila. Við fórum stundum að veiða silung. Síðustu árin veiddum við frá landi en þegar ég var yngri var róið út á Meðalfellsvatn eða Þórisstaðavatn og gistum við þá oft í tjaldinu hans afa. Afi hafði alltaf gaman af því að elda mat. Maturinn hans afa var sérstaklega góður - hann var sér- fræðingur á því sviði. Þegar við fór- um að veiða var alltaf heit súpa og brauð og ýmislegt annað góðgæti. Það var rétt að ég gæti fengið að taka með kók að drekka. Matseld var ekki sameiginlegt áhugamál hjá okkur, en mér fannst hins vegar gott að borða matinn hans afa. Það verður skrítið að búa einn hjá ömmu í sumar, enginn afi. Við amma verðum að halda uppi merki afa. Ég sé um fótboltann og hún um elda- mennskuna, en maturinn hennar ömmu er ekki síðri en hjá afa. Ég vissi að afi hafði verið dálítið veikur í vetur - vonandi líður honum vel þar sem hann er núna. Ég vil þakka honum fyrir allt sem hann hefur gefið mér og bið guð um að styrkja ömmu í sorg hennar. Guðmundur Hilmarsson. Elsku afi. Ég veit að þú vildir aldrei velta þér upp úr hlutunum. Þú hélst því fram að það gerði illt verra. Ég verð samt að fá að skrifa þér þetta bréf, þar sem ég fékk ekki tækifæri til að segja bless. Það er svo margt sem hægt er að segja um þig. Mér finnst samt að þú ættir að vita að ég dáði þig og allt í fari þínu. Styrk þinn dáði ég einna mest. Sama hvað gekk á, þá varst þú alltaf til staðar. Ég hef alltaf getað leitað til þín og ömmu ef eitthvað bjátaði á. Þið spurðuð aldrei. Sama hve smávægileg og heimskuleg vandamál mín voru, þá gafstu mér alltaf tíma og gagnrýnd- ir mig aldrei. Ég á svo margar góðar minningar um þig. Þú sagðir ekki mikið en þú fórst nú samt ekki leynt með álit þitt á hinu og þessu. Það kom fram í hinum ýmsu svipbrigðum og hummum í hinum ýmsu tóntegund- um. Þér tókst líka illa að leyna því þegar þú varst kátur yfir einhverju. Þú varðst sposkur á svip og tókst oft andköf af eftirvæntingu. Samt þurfti alltaf að draga út úr þér allt. Ég held að það hafi verið mesta spennan að gera okkur hin forvitin. En þetta á ég ekki eftir að sjá aftur. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig og hér er ég að þykjast kanna heiminn á meðan þú dróst síðustu andartökin heima á íslandi. Ég veit samt að þú hefðir örugglega ekki viljað hafa þetta öðruvísi. Þú varst ekkert á leiðinni neitt. Það er svo margt sem hægt er að segja um þig. Ég er að reyna að finna orð sem lýsa tilfinningum mínum til þín en þau eru öll svo ofnotuð og klisjukennd. Það eina sem ég get sagt er: Þú varst afi minn. Takk, elsku afi, fyrir allt og sérstaklega fyrir það að hafa verið til staðar. Þín Ingibjörg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.