Morgunblaðið - 11.06.1997, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 37
i' ;
) Tæknifræðinga-
I félag íslands
Tækniskóla-
nemum veitt
, viðurkenning
) TÆKNIFRÆÐINGAFÉLAG fs-
| lands hefur undanfarin ár veitt
viðurkenningu fyrir þau loka-
verkefni tæknifræðinema sem
þykja skara fram úr fræðilega
og í framsetningu. Dómnefndin
er skipuð formanni og vara-
formanni TFÍ, einum fulltrúa
frá Samtökum iðnaðarins og
einum frá Tækniskóla íslands. Á
I síðastaskólaárihafal8nemar
1 1 byggingatæknifræði og 4 í Iðn-
I aðartæknifræði lokið námi frá
* Tækniskóla íslands.
„Það var samdóma álit dóm-
nefndar að veita skyldi eftirtöld-
um nemendum viðurkenningu.
Heiðar Jónsson fjallaði um vatns-
tjón í húsum. í verkefninu grein-
ir Heiðar meðal annars helstu
skemmdir í pípulögnumog hvað
veldur tæringu þeirra. Áætla má
að árlegur kostnaður vegna
| vatnstjóna hérlendis sé um einn
| miHjarður króna. Heiðar er pípu-
lagningameistari auk þess sem
hann er iðnfræðingur að mennt.
Páll Kjartansson gerði tillögu að
skipulagi og ferðaþjónustu í
Heiðardal og svæðinu upp að
Mýrdalsjökli. Niðurstaða Páls í
verkefninu var að grundvöllur
væri fyrir smáhúsabyggð fyrir
ferðamenn á svæðinu.
JC ísland heldur
Evrópuþing hreyfingar-
innar í Reykjavík
Búast má
við hátt í
1100 þing-
gestum
35. EVRÓPUÞING Junior Cham-
ber hefst í dag, 11. júní, og hefur
Reykjavík orðið fyrir valinu sem
þingstaður. Þing á vegum Junior
Chamber hreyfingarinnar eru ætíð
mjög fjölmenn og stefnir í það að
allt að um 1100 gestir heimsæki
land og þjóð á meðan á þinginu
stendur. Fjölmargir íslenskir JC
félagar standa þessa dagana að
undirbúningi fyrir þingið en undir-
búningur hófst fyrir 6 árum síðan.
Áætlaðar gjaldeyristekjur af þessu
þingi eru um 150 milljónir ís-
lenskra^ króna.
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson er
vemdari þingsins og verður jafn-
framt heiðurgestur á opnunarhátíð-
inni sem_ fer fram í Hallgríms-
kirkju. Á þinginu verður m.a.
heimsmeistarakeppni í ræðu-
mennsku á vegum JC og eru Islend-
ingar með einn fulltrúa, Hrönn
Petereen. Til gamans má geta að
fulltrúi íslands var sigurvegari
keppninnar fyrir ári síðan. Keppnin
mun fara fram í hátíðarsal Mennta-
skólans við Hamrahlíð þann 12.
júní kl. 15.30. Á þinginu gefst einn-
ig hinum ýmsu þjóðum tækifæri til
að kynna land og þjóð með veiting-
um og ýmsum varningi. T.d. verður
Junior Chamber í Danmörku með
Internetskaffi og Þjóðveijarnir
kyna sína þjóð á nýstárlegan hátt.
Alls verða um 15-20 þjóðir með
bás.
Fjölmörg námskeið verða í boði
á þinginu, námskeið fyrir leiðbein-
endur, námskeið í ræðumennsku,
mannlegum samskiptum o.fl. Á
meðan þinginu stendur verða hald-
in þjóðarkvöld þar sem hver þjóð
fær tækifæri til að kynna menn-
ingu sína.
I
I
I
I
i
FRÉTTIR
Á MYNDINNI eru talið frá vinstri: Jóhannes Benediktsson
form. TFÍ, Runólfur Þ. Sigmarsson, Guðmundur Hjálmars-
son deildarstjóri byggingadeildar, Páll Kjartansson, Heiðar
Jónsson, Henry Þór Granz varaform. TFÍ. Ásberg Konráð
Ingólfsson var fjarverandi.
Páll er stúdent frá MS, hefur
sveinspróf í húsasmiði og með
iðnfræðimenntun. Ásberg Kon-
ráð Ingólfsson fjallaði um veg-
tengingu milli Kleppsvíkur og
Gufunesshöfða svokallaða
Kleppsvíkurtengingu. Gerð var
forhönnun á svokölluðum botn-
göngum. Auk þess var gerð
kostnaðaráætlun vegna verks-
ins. Niðustaða Ásbergs var að
framkvæmdin kostaði 2,6 millj-
arða og framkvæmdatími 2 ár.
Ásberg er stúdent frá MS, og
hafði unnið í tvö ár til undirbún-
ings námi í Tækniskólanum.
Runólfur Þ. Sigmarsson.
Verkefni Runólfs heitir „Lausn
fráveitumála á Akranesi". Gerð
er forhönnun á fráveitukerfi á
bænum. Áætlaður fram-
kvæmdatími verksins er tæp tvö
ár. Framkvæmdakostnað vegna
hreinsunar frárennslis frá bæn-
um áætlar Runólfur vera um 120
m.kr. Runólfur hefur meistara-
réttindi í húsasmíði auk þess að
vera með iðnfræðimenntun.
Jóhannes Benediktsson for-
maður TFI sem afhenti viður-
kenningarnar sagði það mikið
gleðiefni að svona stór og öflug-
ur hópur tæknifræðinga skuli
vera að koma út á vinnumarkað-
inn,“ segir í fréttatilkynningu
frá TFÍ.
Kvöldvaka í
Hafnarfjarð-
arkirkju
ÖNNUR kvöldvaka sumarsins í
Hafnarfjarðarkirkju verður haldin
í kvöid, miðvikudagskvöld. Sem
fyrr verður ákveðið efni kynnt og
rætt yfir kaffíbolla og gefst öllum
tækifæri til að leggja orð í belg,
segir í fréttatilkynningu frá
Hafnarfjarðarkirkju.
Ennfremur segir: „í kvöld verð-
ur þemað „óvinurinn" eða „Djöfull-
inn“ hvernig hann birtist í Bibl-
íunni og hvaða hugmyndir honum
tengdar eru komnar inn í okkar
menningarheim. Við munu velta
fyrir okkur uppruna hins illa í
heiminum og hlutverki okkar í
baráttunni við það. í dag rekumst
við oft á hugmyndir tengdar djöfl-
inum í sambandi við unglinga-
menninguna svokölluðu. Að þekkja
þessar hugmundir og hvernig þær
eru notaðar og misnotaðar, hjálpar
foreldrum og uppalendum til að
ræða um þessi mál við börn sín.
Kvöldvaka hefst kl. 20.30 og
stendur til kl. 22. Sr. Þórhallur
Heimisson annast kynningu og
stýrir umræðum."
Fræðslu- og Fé-
lagsstarf fyrir
hreyfihamlaða
unglinga
SJÁLFSBJÖRG, landssamband
fatlaðra er að fara af stað með
átak fyrir hreyfihamlaða unglinga
á aldrinum 13-15 ára (fæddir
’82-’84) og bjóða þeim upp á fé-
lags- og fræðslustarf. Markmiðið
er að unglingarnir kynnist og vinni
saman að ýmsum málum.
Átakið er unnið í samstarfi við
íþróttasamband fatlaðra, URKÍ
(Ungmennahreyfingu Rauða kross
Islands) og Ný-ung, unglinga-
hreyfing Sjálfsbjargar.
í fréttatilkynningu segir: „Hald-
inn verður kynningarfundur fyrir
unglingana fimmtudagskvöldið 19.
júní nk. kl. 20 í Sjálfsbjargarhús-
inu, Hátúni 12,1. hæð, vestanmeg-
in. Heiðar úr Botnleðju og Elíza
úr Kolrössu krókríðandi mæta á
fundinn og verða á persónulegu
nótunum. Unglingahreyfíng
Sjálfsbjargar mun sjá um kynning-
una ásamt fulltrúa frá Sjálfsbjörg
og URKI. Markmiðið er að leggja
drög að starfi í sumar sem gæti
falið í sér kynningu á einhveiju
fróðlegu eða hvað annað sem hug-
ur unglinganna stendur til. Ef
áhugi er fyrir hendi er hægt að
skipuleggja áframhaldandi starf í
vetur. í kjölfar kynningarfundarins
verður haldinn fundur með foreldr-
um og þeim kynnt hvað er í bí-
gerð. Frekari kynningar fyrir for-
eldra munu í framhaldinu ráðast
af óskum unglinganna.
Þeir sem áhuga hafa á að koma
á kynningarkvöldið hafí samband
við Lilju Þorgeirsdóttur eða Maríu
Þorsteinsdóttur, félagsmálafull-
trúa Sjálfsbjargar fyrir 12. júní.“
Gengið eftir
hitaveitustokk-
um í Mosfellsbæ
í MIÐVIKUDAGSKVÖLDGÖNGU
Hafnagönguhópsins 11. júní verð-
ur gengið eftir gömlum og nýjum
hitaveitustokkum í Mosfellsbæ.
Farið verður frá Ilafnarhúsinu
með rútu kl. 20. Gangan hefst við
Lambhaga, gróðrarstöð við Vest-
urlandsveg kl. 20.20 og gengið
eftir nýja stokknum með Hamra-
hlíð og yfír Lágafell að Dælustöð-
inni og þaðan til baka eftir gamla
stokknum og rúta tekin niður í
Hafnarhús. Allir velkomnir.
LEIÐRÉTT
Rangft föðurnafn
í blaðinu í gær var frétt um sýn-
ingu Guðrúnar í Galtarey sem hald-
in er í Norska húsinu í Stykkis-
hólmi. Rangt var farið með föður-
nafn Guðrúnar, en hún er Jónas-
dóttir. Beðist er afsökunar á þess-
ari vitleysu. Einnig varð fréttin
frekar endasleppt en þar átti að
standa „að allir sem skoða myndir
Guðrúnar hafi gaman af“.
Rafmagnsveita Reykjavíkur
Kynningarfundur
um Nesjavallalínu
KYNNINGARFUNDUR um nýja
Nesjavallalínu sem liggur frá raf-
orkuverinu á Nesjavöllum að að-
veitustöð Rafmagnsveitu Reykjavík-
ur við Korpu verður haldinn í Hlé-
garði í Mosellsbæ fimmtudaginn 12.
júní nk. kl. 20.30 en þar munu tals-
menn Rafmagnsveitunnar kynna
línulögnina og svara fyrirspurnum.
Þá verður í sama tilgangi opið hús
í Nesbúð á Nesjavöllum laugardag-
inn 14. júní frá kl. 14-17 en þar
gefst fólki kostur á að kynna sér
framkvæmdirnar. Erindi um fyrir-
hugaða línulögn hefur verið sent til
umhverfismats hjá Skipulagi ríkis-
ins, en gert er ráð fyrir að því ljúki
25. júlí.
Samkomulag hefur náðst um
lagningu loftlínu og jarðstrengs á
milli Rafmagnsveitu Reykjavíkur og
þeirra sveitarstjórna og landeigenda
sem hlut eiga að máli og stendur
gerð samninga nú yfír.
Um helming leiðarinnar frá raf-
orkuverinu á Nesjavöllum til tengi-
virkisins við Korpu mun lína liggja
á jörðu og er það fyrst og fremst
til þess að draga úr sjónrænum
umhverfisáhrifum hennar. Áætlaður
kostnaður vegna þessarar fram-
kvæmdar er 481,9 milljónir króna
og er línulögnin tiltölulega dýr sem
stafar af því hve mikill hluti hennar
liggur í jörð eða 15,5 km af 31,2
km vegalengd.
Línan mun fylgja Sogslílnu 3 úr
landi Nesjavalla yfir á Mosfellsheiði,
vestan Sköflungs. Þaðan liggur hún
til norðvesturs yfir heiðina á létt-
byggðum möstrum og endar hjá
eyðibýlinu Bringum. Þá tekur við
jarðstrengur meðfram Vesturlands-
vegi að aðalspennustöð Rafmagn-
sveitunnar og Landsvirkjunar við
Korpu.
Að mati verkfræðistofunnar Línu-
hönnunar, sem unnið hefur frum-
matsskýrslu og umhverfisáhrif
vegna línulagnarinnar, verður línan
ekki áberandi þar sem um er að
ræða efnislítil stöguð möstur sem
illa sjást úr fjarlægð, sérstaklega
þegar galvanhúðað stálið hefur veðr-
ast og fengið mattan lit. Línan fer
síðan í jörð við Bringur og hvefur
þar sjónum manna.
Línan verður reist á þessu og
næsta ári en þegar hún verður tekin
í notkun mun Landsvirkjun taka nið-
ur Sogslínu 1 sem liggur yfir Mos-
fellsheiði og niður Mosfellsdal. Það
dregur mjög úr sjónrænum áhrifum
af raflínum á þessu svæði. Gert er
ráð fyrir að framkvæmdir hefjist
þegar umhverfismatið hefur verið
staðfest af Skipulagi ríkisins.
Umsagna íjölmargra aðila hefur
verið leitað vegna þessa máls. Þar
má nefna Náttúrufræðistofnun,
Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis,
Þjóðminjasafn íslands, Veiðifélag
Leirvogsár, Náttúruverndarráð og
Rafmagnseftirlit ríkisins.
ÞÓRIR B. Kolbeinsson, heilsugæslulæknir afhenti Jóni
þakkarskjal sljórnar.
Gaf Heilsugæslustöðinni
á Hellu 5 milljónir kr.
HEILSUGÆSLUSTOÐINNI á
Hellu hefur borist höfðingleg
peningagjöf að upphæð fimm
milljónir króna frá öldruðum
Rangæing, Jóni Jónssyni frá
Lælg'arbotnum í Holtum. Jón er
84 ára fyrrverandi starfsmaður
Landgræðslunnar og dvelst nú-
orðið i húsnæði Landgræðslunn-
ar í Gunnarsholti. Jón hefur ósk-
að eftir að gjöf þessi nýtist til
að bæta aðstöðu og öryggi skjól-
stæðinga stöðvarinnar. Jóni hef-
ur verið afhent þakkarskjal frá
heilsugæslustjórninni sem viður-
kenning á gjöfinni og fundar-
hebergi stöðvarinnar er nú nefnt
Jónsstofa honum til heiðurs, seg-
ir í fréttatilkynningu frá Heilsu-
gæslustöðinni.
„Miklar umbætur hófust við
heislugæslustöðina 1992 þegar
leyfi fékkst fyrir þriðja heilsu-
gæslulækningum i Rangárvalla-
sýslu. Tekið var í notkun ónotað
húsnæði sem áður hýsti tann-
læknamóttöku og útbúin aðstaða
fyrir tvo iækna, ný biðstofa og
móttaka. Ólokið var þó að kaupa
húsgögn og hefur hluti gjafar
Jons venð nýttur ásamt framlagi
ríkisins til að ljúka þessu verk-
efni. Framkvæmdir þessar hafa
stórbætt alla aðstöðu starfsfólks
og skjólstæðinga. Gjöf Jón mun
einnig verða nýtt til kaupa á
ýmsum búnaði sem skila mun sér
í auknu öryggi og þjónustu og
hefur þegar verið keyptur far-
sími sem læknarnir geta haft á
vöktum og í undirbúningi er
þjófa- og brunavarnakerfi og
vararafstöð.
Jafnframt hafa kvenfélögin í
Hellulæknahéraði gefið upp-
hækkaða stóla á biðstofu fyrir
þá sem erfitt eiga með að not-
færa sér venjulega stóla og kven-
félagið Unnur gefið kubbaborð
til afþreyingar fyrir yngstu kyn-
slóðina.
Stjórn og starfsfólk heilsu-
gæslustöðvarinnar vill þakka
þann hlýhug sem fram kemur i
gjöfum þessum sem og gjafir á
liðnum árum. Nú þegar opinber
framlög til heilbrigðismála eru
takmörkuð er stuðningur al-
mennings ómetanlegur," segir
ennfremur.
J