Morgunblaðið - 11.06.1997, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
HL BLAÐSINS
Kringlan 1108 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Tommi og Jenni
l
Ljóska
Ferdinand
Smáfólk
Nei, þetta er ekki stjarna Hvernig veit ég það? Hann trúir aldrei neinu
... þetta er halastjarna ... Það stendur á henni... sem ég segi honum ...
Leiðbeiningar við
kaup listaverka
Frá Svavari Guðna Svavarssyni:
ÍSLENDINGUM hefur frá upphafi
verið kappsmál að prýða heimili sín
með listaverkum og segja má þjóð-
inni til hróss að hjá henni séu lista-
verkakaup almenningsíþrótt. Hér-
lendis fer áhugi á góðri list ekki
eftir stétt eða stöðu og á mörgum
alþýðuheimilum má finna „original"
listaverk, ýmist eftir gömiu meist-
arana eða bráðefnilega unga lista-
menn.
Málverkasala hérlendis byggist
oftar en ekki á gagnkvæmu trausti
kaupenda og seljenda en sérfræð-
ingar eru ekki kvaddir til eins og
tíðkast oft erlendis. Við slíkar að-
stæður skapast ákveðin hætta á að
óprúttnir aðilar misnoti sér þetta
traust til að bjóða svikin málverk
til sölu. Nýlegir atburðir sýna að
ýmislegt ber að varast við kaup
listaverka, ef vel á að fara, en
reynslan sýnir að forvarnarstarfið
dugir best á þessu sviði eins og svo
mörgum öðrum. Hér ætla ég að
fjalla um nokkur frumatriði, sem
fólk ætti að hafa í huga við kaup
listaverks.
Frumreglurnar fjórar
1. Ef keypt er af listamanninum
sjáifum: Fá á blað stærð verksins,
og almenna lýsingu á því. T.d. ef
um málverk er að ræða, fá þá skrif-
legt hvaða tegund lita var notuð
við gerð listaverksins, hvaða ár það
var unnið og á hvað er málað, t.d.
striga, pappír, masonít o.s.frv. Oft
er beðið um áritun verksins.
2. Fylgi gögn verkinu, t.d. úr
dánarbúi ef það kemur beint úr
listaverkum sem listamaðurinn skil-
ur eftir sig, er rétt að fá skiptaráð-
anda, ef það fer þá leið, til þess
að árita sérprentað skjal með emb-
ættisstimpli og númeri myndar við
skipti.
3. Þýða þetta á erlent tungu-
mál, t.d. á ensku og þá má gjarnan
bæta við textann hvert verkið fór
og hver erfandi er. Afrit af slíkri
skráningu er ávallt hægt að fá hjá
skiptaráðanda og lögmönnum, sem
staðið hafa að skiptunum.
4. Nauðsynlegt er að taka fram
hverjir voru starfsmenn við skiptin,
listfræðingar, listasögufræðingar
o.s.frv. Hérlendis er starfandi afar
hæft fólk á þessu sviði, sem auð-
velt er að leita til, og yrðu slík
vinnubrögð án efa fljót að skila sér
í auknu trausti í listaverkaviðskipt-
um.
Eigin reynsla
Sjálfur hef ég reynt framan-
greind atriði með sölu málverka
eftir föður minn, Svavar Guðnason
listmálara. Eg hafði séð vísi að of-
angreindum vinnubrögðum erlend-
is, en mínir ágætu lögfræðingar
bættu um betur. Lögfræðingarnir
Ásdís Rafnar, Ingibjörg Rafnar og
Kristín Briem komu að þessu máli
fyrir mína hönd.
Það að sýna og reyna að miðla
þessu hefur alfarið verið hafnað,
enda eyðileggur það fregnir sem
selja blöð, því þetta gæti komið í
veg fyrir ýmsar neikvæðar fregnir
sem hafa verið í blöðum undanfarið.
Nauðsynlegt er að kenna fólki
að kaupa listaverk. Saga listaverks
er nauðsyn nú á tímum. Getið þið
nefnt mér eitt gallerí á íslandi sem
gerir þetta? Ég væri þakklátur ef
hægt væri. Nú hef ég sagt frá mín-
um þrönga reynsluhring í þessu.
Björn Th. Björnsson eða Aðalsteinn
Ingólfsson væru áreiðanlega hæfir
til þess að koma þessu á prent svo
fullnægjandi væri.
Sýnishorn
Lesendum til frekari fróðleiks eru
hér sýnishorn frá mér sem nota
mætti sem fýrirmynd. Fyrst kemur
handskrifuð lýsing, sem fylgir
myndinni:
„Þessi mynd er olíumynd frá Hafn-
arfirði 1933 eins og er ritað á hana.
Stærð 45x30 sm. Kom beint úr
dánarbúi föður míns til mín og fer
frá mér til N.N.
2. apríl 1997, Freyjugötu 34, 101
Reykjavík.
Svavar Guðni Svavarsson
(sign). “
Fylgi með yfiriýsing frá skipta-
ráðanda er rétt að plasthúða hana
og líma á viðkomandi mynd með
breiðri glæru. Annað hvort á efni
aftan á eða á „kartonið" að fram-
an. Þannig hljóðaði yfirlýsingin í
mínu tilviki:
„Það staðfestist hér með að mynd
þessi, sem gerð er af Svavari
Guðnasyni, listmálara, kom fram
við uppskrift á dánarbúi hans og
er nr. XX í myndverkaskrá, sem
listfræðingarnir Gunnar B. Kvaran
og Hörður Ágústsson tóku saman
að tilhlutan skiptaréttar Reykjavík-
ur við skiptameðferð á dánarbúi
listamannsins.
Reykjavík, 11. nóvember 1989.
Skiptaráðandinn / Reykjavík.
R. Hall."
Með því að fara eftir ofanrituðum
reglum við listaverkakaup er með
tiltölulega einföldum hætti hægt
að lágmarka tortryggni og auka
traust í þessum viðskiptum. Þegar
svo tryggilega er frá málum gengið
má einnig búast við að eigendur
listaverkanna, nú og um alla fram-
tíð, eigi eftir að njóta þeirra eins
og best verður á kosið, sannfærðir
um að þau séu „ekta“ og það skipt-
ir ef til vill mestu máli.
SVAVAR GUÐNI SVAVARSSON,
Freyjugötu 34.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
tii birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
- kjarni málsins!