Morgunblaðið - 11.06.1997, Side 39

Morgunblaðið - 11.06.1997, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 39 _________BRÉF TIL BLAÐSIMS____ Voru Onfirðingar einstakir? Frá Lýði Bjömssyni: ALLMIKIÐ hefur verið rætt um kvennasögu undanfarið. Nokkrir fyrirlestrar voru fluttir um þennan þátt sögunnar á nýliðnu sagnfræð- ingaþingi og nýútkomið hefti af tímaritinu Sögu birtir tvær ritgerð- ir um kvennasögu. I annarri grein- inni færir Sigurður Gylfi Magnús- son nokkur rök að því að mýtan um konuna og kynskiptinguna hafi verið mótuð af góðbændum og tals- mönnum millistéttar, en í hinni staðhæfir Erla Hulda Halldórsdóttir í krafti bréfa frá fýrri hluta 19. aldar, að konur hafi skort sjálfs- traust og þær hafi fundið mjög til menntunarskorts og skorts á form- legum völdum. Þar er einnig minnt á merkilegt skjal frá 1720, Upp- kast lögmanna og sýslumanna að lögreglutilskipun fýrir ísland. Þar er ein greinin svohljóðandi: „En ef hún gjörir kallmannsverk með slætti, róðri eða torfristu, þá á að meta verk hennar sem áður segir um karlmenn til slíkra launa.“ Erla telur raunar, að ekki hafí verið farið eftir þessu uppkasti og mun álykta út frá þögn heimilda. Uppkastið hafði að sjálfsögðu ekki lagagildi. Hér er ekki ætlunin að staldra lengur við greinarnar í Sögu heldur vekja athygli á annarri heimild (eða heimildum?) um viðhorf til kvenna almennt um 1870. Skylt er að taka fram, að hér er stuðst við grein Ólafs Þ. Kristjánssonar, fyrrverandi skólastjóra. Tvær konur kjósa í hreppsnefnd 1874, en hún birtist í Ársriti Sögufélags ísfírðinga 1979. Sveitarstjómarkosningar voru innleiddar á nýjan leik með Tilskip- un um sveitarstjóm á íslandi 1872 og fóm fyrstu kosningar af því tagi fram næstu ár. Tilskipunin geymist að sjálfsögðu ákvæði um kosningarétt í sveitarstjómarkosn- ingum og er það svohljóðandi (3. grein): „Kosningarrétt og kjörgengi til hreppsnefndar á hver búandi maður í hreppnum, sem hefur óflekkað mannorð, er 25 ára að aldri og er ekki öðram háður sem hjú, ef hann síðasta árið hefur haft aðsetur í hreppnum og goldið til hans þarfa, stendur ekki í skuld fyrir þeginn sveitarstyrk og er fjár síns ráð- andi.“ Víkur nú sögu vestur í Önundar- fjörð, sem þá var eitt sveitarfélag og nefndist það Mosvallahreppur. Fyrsti kjörfundurinn til sveitar- stjómar var haldinn á Þórastöðum, þingstað réttum, 10. ágúst 1874. Kjörstjóm skipuðu þeir sr. Stefán P. Stephensen og hreppstjórarnir Eiríkur Halldórsson bóndi og Torfi Halldórsson kaupmaður, brautryðj- andi um sjómannafræðslu. Kjós- endur vora 35 og þar af vora tvær konur, ekkjumar Ingibjörg Páls- dóttir á Kirkjubóli í Bjamardal og Steinunn Jónsdóttir á Hesti. Þær uppfylltu öll skilyrði tilskipunarinn- ar að dómi kjörstjómar, sem hefur því litið á konur sem menn, en stundum hafa á síðari áram veiðr bornar brigður á, að slíkt hafi fyrri- tíðarmenn gert. Hér kynni því að koma fram svipaður hugsunarhátt- ur og í uppkasti lögmanna og sýslu- manna frá 1720, það kann að geyma landsvenju í kjölfar stóra- bólu. Þátttöku kvenna i Mosvalla- hreppi í sveitarstjómarkosningum getur ekki næstu árin, enda hefur höfundur þessarar greinar rök- studdan gran um, að Vesturamtið hafi komið þeirri skýringu á fram- færi, að með orðunum „búandi maður“ í tilskipuninni væri ekki átt við konur. Svipuð skoðun stjóm- valda (og Alþingis) kann að koma fram í lögunum um kosningarétt til hreppsnefnda frá 1882, en þar era orðin „ekkjur og aðrar ógiftar konur“ notuð en ekki orðið maður. Vora Önfirðingar einstakir um þetta atriði? Ég get vel unnt þeim þess, en dreg það þó í efa, þetta gæti hafa verið framkvæmdin víða um land. Ég leit á heimldir úr aust- ustu hreppum Barðastrandarsýslu og suðurhluta Strandasýslu varð- andi fyrstu sveitarstjómarkonsn- ingar, en þar uppfylltu konur ann- aðhvort ekki skilyrði tilskipunarinn- ar frá 1872 eða kjörgögn vora glöt- uð. Hið síðara gæti víða orðið til trafala ef menn vildu rannsaka hvort konur hefðu víðar kosið um miðbik 8. tugs 19. aldar en í Mos- vallahreppi. LÝÐUR BJÖRNSSON, sagnfr., Safamýri 31. 21. júní Sjálfstæðis- dagnr Kjalnesinga Frá Magnúsi Jónssyni: 17. JÚNÍ ár hvert halda allir íslend- ingar upp á sjálfstæði íslands og minnast Jóns Sigurðssonar sem fulltrúa þeirra landa okkar sem börðust fyrir sjálfstæði landsins. 21. júní nk. kjósa Kjalnesingar um sjálfstæði sveitarfélags síns til framtíðar. Á undanfömum árum hefur hreppsnefnd Kjalarness byggt upp sveitarfélag með reisn og glæsi- brag, byggður hefur verið nýr skóli, íþróttahús, sundlaug og áhaldahús ásamt stóraukinni þjónustu við íbú- ana s.s. leikskóla, einsetnum grunn- skóla, skólaakstri heim á hlað, styrktum sérleyfisakstri og vinnu- skóla fyrir unglinga. Þá eru frá- rennslismál í góðu lagi, íjörur hrein- ar og skógrækt hafín til fegrunar þéttbýlisins. Allt þetta hefur kostað sitt og tala menn um slæma skulda- stöðu og eru sumir tilbúnir að fórna sjálfstæði sveitarfélagsins fyrir gylliboð landþyrstra nágranna, sem fljótlega vantar nýtt land undir byggð, nýjan urðunarstað og Esj- una sem útivistarsvæði. Stjórnendur í höfuðborginni leggja svo mikla áherslu á útþenslu sína að nú bjóða þeir þjónustu sem þeir hefðu aldrei boðið sínum þegn- um, t.d. ókeypis húsnæði undir björgunarsveit Kjalarness, orku- jöfnun, farþegaflutning í dreifbýli og skólaakstur heim á bæi, lýsingu við hveija heimreið og fleira. Hvað segja Reykvíkingar sem ekki hafa búið í skipulagðri byggð i Reykja- vík og ekki fengið heitt vatn þótt þeir hafí búið við hitaveitustokkinn, ekki fengið rafmagn þótt þeir hafi búið undir eða við raflínur borgar- innar og nýlegt dæmi höfum við úr sjónvarpsviðtali Eiríks við konu með 6 börn sern beið í 11 ár eftir köldu vatni á Ártúnshöfða. Ekki voru heldur böm þeirra sem bjuggu í úthverfum sótt í skóla svo dæmi séu tekin. Kjalnesingar, fómum ekki tæki- færam afkomenda okkar til að stjórna og ráða sveitarfélaginu til frambúðar. Þungur áróður um fjár- svelti til skólans á komandi áram, skyldi sameining verða felld, er mjög ógeðfelldur ef tekið er tillit til þess að sveitarstjórnarmenn hvar í flokki sem er, hafa lagt metnað sinn í að hlúa að skólanum og viljað hag hans sem mestan. Sumir tala um bruðl og dýran skóla í því sam- hengi. Gaman væri að vita hveijar skuldir Reykvíkinga yrðu við að einsetja grunnskóla borgarinnar og eyða biðlistum á leikskólum þeirra. Kjalnesingar, gerum 21. júní að sjálfstæðisdegi okkar í framtíðinni og horfum stolt á fjallið okkar, Esjuna. Beijumst fyrir sjálfstæði okkar af sama krafti og áræði og krían sem er í merki Kjalarnes- hrepps en hún ræðst óhrædd á and- stæðing í varplandi sínu þótt hann sé 1.000 sinnum stærri og þyngri en hún. MAGNÚS JÓNSSON, Gili, Kjalarnesi. Sjómannasamband Islands Borgartúni 18, Reykjavík Frá Guðbirni Jónssyni: ÉG HEF aldrei skammast mín fyrir að vera fyirverandi sjómaður, fyrr en í dag. Ég ætlaði ekki að trúa þeim fréttum sem ég heyrði, að sjó- menn væru að sigla skipum sínum úr höfn á ísafirði, fulllestuðum afurð- um sem verkamenn hefðu átt að landa, hefðu þeir ekki verið í verk- falli. Um huga minn fóru myndir af öllum þeim skiptum sem landverka- fólk hefur sýnt sjómönnum fullan og einarðan stuðning í verkföllum, allt fram til þessa. Þess vegna skammast ég mín voðalega nú, þegar sjómenn ganga fram í að bijóta niður verk- fallsaðgerðir þeirra stétta sem svo einarðlega hafa stutt þá til þeirra kjara sem þeir hafa í dag. Sjómenn varpa nú ljósi á sannleiksgildi mál- tækisins „Sjaldan launar kálfur ofeld- ið“ þegar þeir nú snúast gegn land- verkafólki í verkfalli, með þeim hætti sem vestfirskir sjómenn hafa gert að undanfömu og kórónuðu skömm- ina með í dag. Ég ætla ekki að hafa þessi orð miklu fleiri að þessu sinni. Það er fullkomlega óvíst hvort þeir íslensku sjómenn sem nú ijúfa samstöðu við verkafólk, verði þess verðir í framtíð- inni að fá stuðning landverkafólks við aðgerðir sínar í launamálum. Útlit er fyrir að þeir séu að draga sjómannastéttina niður á plan subbu- skapar sérhyggju og fjandskapar við verkafólk. Eg vil minna sjómenn á, að flest landverkafólk væri að auka tekjur sínar um 50-100% með því að ganga í störf þeirra, reyni þeir að fara í verkfall, einungis með því að ganga að þeim kjörum sem sjó- menn hafa í dag. Ég fullvissa sjó- menn um það. Verði gerð hin minnsta tilraun til löndunar úr skipum sem hefðu átt að landa á Vestfjörðum ef verkfall hefði ekki verið, mun ég beita öllu mínu afii innan verkalýðs- hreyfingarinnar sem utan, til þess að verkfallsaðgerðir íslenskra sjó- manna á næstu áratugum verði ekki virtar. Ég mun jafnvel koma á fót nokkurs konar vinnumiðlun, til að ráða menn í störf þeirra. Ég er ekki í vafa um að meðal landverkafólks verður hægt að fá margfaldan mann- skap á skipin, reyni sjómenn að stöðva vinnu landverkafólks með því að fara í verkfallsaðgerðir. Þeir sem ijúfa friðinn, verða einnig að taka afleiðingum þess að gera það. Ég skora á Sjómannasamband ís- lands að beita sér fyrir því að sjó- menn virði verkfallsaðgerðir þeirrar stéttar sem hvað einarðast hefur staðið við hlið þeirra í gegnum tíðina í kjarabaráttu þeirra. Sjómenn eru það fáliðaðir að þeir mega sín einsk- is, njóti þeir ekki stuðnings land- verkafólks í því að menn ráði sig ekki í störf þeirra í verkfalli. Með veikri von um að geta borið virðingu fyrir íslenskri sjómannastétt í framtíðinni. GUÐBJÖRN JÓNSSON, Hjarðarhaga 26,107 Rvík. m, ■ m ef þú ynnir rúmlega m m m. I ATH! Aðeins 20 kr. röðin LAl T Til mikils að vinna! •IIJ6511 GJALDFFUÁLST PJÓNUSTUNÚMER Alla miðvikudaga fyrirkl. 16.00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.