Morgunblaðið - 11.06.1997, Síða 48
- 48 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MYNDBÖND/KVIKMYIMDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
MYNDBÖND
Frækinn faðir
Vondir menn í vígahug
(Marshall Law)___________
Spcnnumynd
kVl
Framleiðandi: David Peters. Leik-
stjóri: Stephen Cornwell. Handrits-
höfundar: Nick Gregory og Steph-
en Cornwell. Kvikmyndataka:
Levic Isaacks. Tónlist: Tim Tru-
man. Aðalhlutverk: Jimmy Smits,
James LeGros, Kristy Swanson. 92
mín. Bandarikin. Warner myndir
1997. Útgáfudagur: 26. maí. Mynd-
in er bönnuð börnum innan 16 ára.
MYNDBÖND
SÍÐUSTU VIKU
Vélrænir böðlar
(Cyber Trackers) k 'h
Hann heitir Hatur
(ABoyCalledHate)-k'h
Þrumurnar
(Rolling Thunder)'k'h
Glæpastundin
(Crime Time)k k'h
Aftökulistinn
(The Assassination File)k k
Þytur í laufi
(Wind in the WilIows)k k
JACK Coleman er tveggja barna
faðir, sem nýlokið hefur við að reisa
átta lúxus einbýlishús, fyrir nýríkan
viðskiptamann, í
útjaðri Los Ange-
les. En stuttu áður
en Jack leggur af
stað heim til sín
eftir vígsluathöfn
húsanna ráðast
nokkrir miður
góðir einstakling-
ar inn á heimili
hins nýríka,
myrða hann og
taka konu hans gíslingu. Jack nær
að komast undan og fela börnin sín
en allar leiðir í burtu virðast von-
lausar þar sem jarðskjálfti hefur lok-
að þeim flestum. Jack þarf að notast
við sína fyrri starfsreynslu úr lög-
gæslunni til þess að ráða niðurlögum
illmennanna.
„Vondir menn í vígahug" er ósköp
dæmigerð spennumynd, sem skilur
ekkert eftir sig. Jimmy Smits er allt
í lagi í hlutverki hins fyrrverandi
skerfara, Jack, og James LeGros
ofleikur af mikilli innlifun hinn versta
af þeim vondu. Kvikmyndatakan er
oft á tíðum ruglingsleg og notkun á
myndbandsupptökum þegar illmenn-
in eru nærri er óviðeigandi; Það er
ekki mannskemmandi að horfa á
þessa mynd en það er margt betra
til á boðstólum.
Ottó Geir Borg
Moll Flanders
(Moll Flanders)k k k
Draugurinn Susie
(Susie Q)k'h
Jólin koma
(Jingle AIl the Way)k k
Leyndarmál Roan Inish
(The Secret ofRoan Inis-
h)kk'h
Eigi skal skaða
(First Do No Harm)k k k
Ótti
(Fear)k k'h
Oj
Jack
(Jack)k k
A
LAWN-BOY
Garðsláttuvélar
Margreyndar við
íslenskar aðstæður,
nú með nýjum 4,5
HP tvígengismótor,
einfaldri og öruggri
hæðarstillingu, 48
cm sláttubreidd,
styrktum
hjólabúnaði, 60 I.
grassafnari fylgir
ÞÓR HF
Raykjavtk - Akureyrl
Reykjavík: Ármúla 11 - Sími 56B-1500 - Akureyri: Lónsbakka - Simi 461-1070
Sumarsæla
Helgi í sveitinni
(Weekend in the Country)_
Rómantísk
gamanmynd
kkk
Framleiðandi: Martin Bergman.
Leikstjóri: Martin Bergman. Hand-
ritshöfundar: Martin Bergman og
Rita Rudner. Kvikmyndataka:
Roger Lanser. Tónlist: Patrick
Williams. Aðalhlutverk: Faith Ford,
Christine Lahti, Jack Lemmon,
Richard Lewis, Dudley Moore,
Betty White, Rita Rudner. 90 mín.
Bandaríkin. Sam-myndbönd 1997.
Útgáfudagur: 29. maí.
Myndin er öllum leyfð.
í BÆNUM Temeeula koma
nokkrar sérviskulegar persónur
saman til þess að leysa úr vanda-
málum lífs síns á einn eða annan
hátt. Meðal pesónanna er gaman-
leikari, sem von-
ast til að gamla
ástin hans vilji
hann aftur, höf-
undur greina í
ferðablað, sem er
kominn sjö mán-
uði á leið og
nuddari sem hef-
ur hæfileika sál-
fræðings.
Þessi marg-
raddaða frásögn er afskaplega létt
og þægileg áhorfs. Leikarahópurinn
er feikilega góður og samanstendur
hann af mörgum afbragðs gaman-
leikurum, sem margir hverjir fara
á kostum í hlutverkum sínum. Sen-
urnar með Richard Lewis og Jack
Lemmon eru yndislega leiknar og
skrifaðar og Christine Lahti er
óborganleg í hlutverki sínu sem
nýaldarlega sinnaður hóteleigandi.
Vel skrifað handrit, ágæt leikstjóm
Martin Bergman, og síðast en ekki
síst hinn margliti hópur leikara
gæðir þessa ljúfu og mannlegu
gamanmynd lífi.
Ottó Geir Borg
JIM Carrey hlaut tvenn MTV-verðlaun fyrir hlutverk sitt í „The
Cable Guy“. Hér sést hann með mótleikara sínum, Matthew
Broderick.
MTV-kvikmynda-
verðlaunin
Ævisaga
Pierce
Brosnans
NÚ GETA aðdáendur Pierce Brosn-
ans komist að öllu um hetjuna sem
fæddist 16. maí árið 1953 á írlandi.
York nokkur Membery hefur skrifað
æidsögu kappans án hans samþykk-
is. í bókinni fá lesendur að vita allt
um feril herra Bonds frá því að hann
byrjaði sem sviðsleikari þar til hann
hreppti hlutverk leyniþjónustu-
mannsins 007.
í bókinni er
sagt í smáatriðum
frá fyrstu smá-
rullum Brosnans í
kvikmyndunum
„The Long Good
Friday" og „The
Mirror Crack’d"
árið 1980. Einnig
er flahað um hvernig fyrsta kona
hans, Cassandra, fjármagnaði ferð
fyrir Pierce til Hollywood árið 1982
sem gerði honum kleift að fá aðal-
hlutverk í sjónvarpsþáttunum „Rem-
ington Steele", en Brosnan lék Rem-
ington í fimm ár.
Brosnan reyndi fyrst að fá Bond
hlutverkið árið 1986 en hann tapaði
þá fyrir Timothy Dalton. Þegar
Brosnan nældi loks í hlutverkið í
„Goldeneye" varð sú mynd sölu-
hæsta Bond-myndin. Hvort Brosnan
tollir jafnlengi í hlutverkinu og Sean
Connery og Roger Moore á eftir að
koma í ljós en næsta myndin í serí-
unni er nú í vinnslu. Ævisagan nær
ekki lengra enda er Brosnan ungur
að árum, hálffimmtugur maðurinn.
MT V-kvikmy ndaverðlaunin
voru afhent í Santa Monica í
Kaliforníu síðastliðinn laugar-
dag og verður upptaka frá verð-
launahátíðinni sýnd á MTV-rás-
unum síðar i þessari viku.
Áhorfendur MTV kusu að
heiðra eftirfarandi sljörnur:
Besti leikari - Tom Cruise í
„Jerry Maguire".
Besta leikkona - Claire Danes
I „William Shakespeare’s Romeo
& Juliet.
Besta illmennið - Jim Carrey
í „The Cable Guy“.
Besti gamanleikarinn - Jim
Carrey í „The Cable Guy“.
Besta stjörnuskapandi hlut-
verkið („Best Breakthrough
Performance") - Matthew
McConaughey í „A Time to Kill“.
Besta lagið - Bush með „Mac-
hinehead" úr „Fear“.
Besta parið - Nicholas Cage
og Sean Connery í „The Rock“.
Besti kossinn - Will Smith og
Vivica A. Fox í „ID4“.
Besta hasaratriðið - beljuatr-
iðið úr „Twister".
Bestu slagsmálin - Fairuza
Balk og Robin Tunney í „The
Craft“.
Chewbacca úr Sljörnustríðs-
myndunum var einnig heiðraður
fyrir framlag sitt til kvikmynda-
sögunnar.
Leiður á
bófum og
krimmum
STANLEY Tucci var orðinn leið-
ur á því að einu hlutverkin sem
honum voru boðin voru ítalskir
glæpamenn svo hann settist nið-
ur með frænda sínum, Joseph
Tropiano, og skrifaði hlutverk
fyrir sjálfan sig. Útkoman var
„Big Night“, ljúfsár saga um tvo
ítalska bræður sem reka veit-
ingastað saman í New Jersey á
sjötta áratugnum. Auk þess að
skrifa handritið og leika annan
bróðurinn leikstýrði Tucci mynd-
inni í félagi við Campbell Scott.
Tucci gekk svo sem ágætlega
að leika illmenni. Hann var t.d.
mjög skuggalegur í sjónvarps-
þáttaröðinni „Murder One“, sem
nú er verið að endursýna á Stöð
2, en hann var ekkert sérstak-
lega ánægður með krimma-
aukahlutverkin í „Kiss Of De-
ath“ og „The Pelican Brief“.
Tucci viðurkennir að árið áður
en hann skrifaði „Big Night“
hafí ekki verið gjöfult. „Ég fékk
STANLEY Tucci og Tony Shalhoub
sem bræðurnir í „Big Night“.
enga vinnu og var mjög „frús-
treraður“. Einu hlutverkin sem
voru í boði voru mafíósar. Ég
hef leikið í 25 kvikmyndum og
mig langaði að gera eitthvað
nýtt. Hollywood hefur svo staðn-
aðar hugmyndir um týpur.
Bandaríkjamenn af ítölskum
uppruna eiga að eingöngu að
vera slæmir karakterar."
„Big Night“ hefur gengið
mjög vel og verið líkt við mynd-
ir eins og „Babettes Gæstebud",
„Tampopo", „Like Water For
Chocolate" og „Eat Drink Man
Woman“ vegna þess hve matur
leikur stórt hlutverk í sögunni.
Tucci segir matinn vera mikil-
vægan en aðalviðfangsefnið sé
mannleg samskipti.