Morgunblaðið - 05.07.1997, Page 1
80 SIÐUR B/C/D
149. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reynt að
bola burt
Plavsic
Bandaríska geimfarið Ratvís eða Pathfinder komið heilu og höldnu til Mars
Lendingin markar nýtt
upphaf í geimrannsóknum
ÞETTA er ein af fyrstu myndunum, sem bárust frá Ratvís seint í gærkvöld, en þær eru allar
svart-hvítar. Sýnir hún hluta af umhverfinu á lendingarstaðnum. Eru bandarísku vísindamennirnir
að sjálfsögðu himinlifandi og ljóst er, að enn hefur allt gengið að óskum.
Pasadena. Reuter.
BANDARÍSKA geimfarið Ratvís
eða Pathfinder lenti á reikistjörn-
unni Mars í gær og kom það vís-
indamönnum mjög á óvart, að strax
skyldu berast merki frá því en ekki
hafði verið búist við þeim fyrr en
eftir nokkrar klukkustundir. Merkin
sögðu vísindamönnunum í stjórn-
stöðinni í Pasadena í Kaliforníu, að
Ratvís væri í heilu lagi á yfirborði
Mars. Bill Clinton, forseti Banda-
ríkjanna, lofaði í gær þetta vísinda-
afrek en lendinguna bar upp á þjóð-
hátíðardag Bandaríkjamanna.
Mikil fagnaðarlæti brutust út
meðal vísindamannanna 200, sem
hafa „leitt“ Ratvís 497 milljón km
leið á milli jarðar og Mars, og sagði
oddviti hópsins, Richard Cook, að
þeir væru „ánægðir, áhyggjufullir
og taugaveiklaðir“.
Með lendingunni er hafið nýtt
skeið í rannsóknum á rauðu reiki-
stjömunni en Ratvís flutti þangað
lítið farartæki, Mars-jeppann sem
kallaður er^ og verður því fjarstýrt
frá jörðu. A jeppinn að vera á ferð-
inni í viku og safna ýmsum upplýs-
ingum um eðlisfræði bergs og ryks
á Mars.
„Við erum komnir“
Vísindamenn höfðu ekki búist
við að heyra frá geimfarinu í fjórar
klukkustundir eftir lendingu vegna
þess, að afstaða Jarðar til Mars
var þannig, að ólíklegt þótti, að
merkin gætu náðst. Skömmu eftir
lendinguna barst samt skeyti frá
Ratvís og þá var ljóst, að geimfar-
ið var lent á fyrirhuguðum stað.
Þetta er fyrsta bandaríska Marsf-
arið í 21 ár.
„Við erum komnir,“ hrópaði Rob
Manning, sem stjórnaði hópnum,
sem stýrði Ratvís rétta leið, og fé-
lagar hans fögnuðu innilega með
honum og föðmuðu hver annan.
Raunar hófust fagnaðarlætin fyrr
Ungverjar í
NATO-leik
Búdapest. Reuter.
TÖLVULEIKUR sem gefinn var út
í gær gerir almenningi í Ungveija-
landi kleift að deila við fram-
kvæmdastjóra NATO um kostnað-
inn sem af aðild landsins hlýst.
Búist er við að Ungveijum verði
boðin aðild að bandalaginu á ráð-
stefnu þess, sem hefst í Madríd á
þriðjudag.
„Við þurfum að sporna við ára-
tuga löngum misskilningi á NATO,“
sagði utanríkisráðherra Ungveija-
lands á fréttamannafundi í gær.
Leikmönnum verður einnig kleift
að taka að nýju sögulegar ákvarð-
anir frá því í síðari heimsstyijöld.
í leiknum er hætta á, að taki leik-
maður margar slæmar ákvarðanir
verði honum neitað um NATO-aðild.
■ Solana/19
eða þegar Manning sagði, að flaug-
in, sem flutti farið til Mars, hefði
skilist frá því áður en það fór sjálft
inn í gufuhvolf reikistjörnunnar og
þau náðu síðan hámarki með lend-
ingunni.
Brotið í blað
Með lendingunni í gær hefur
verið brotið í blað að ýmsu leyti.
Ratvís er fyrsta geimfarið, sem
lendir á reikistjörnu án þess að fara
fyrst á braut umhverfís hana og
þetta er í fyrsta sinn, sem fallhlíf
er notuð meðan geimfar er enn á
meira en hljóðhraða (1.600 km). í
þriðja lagi áttu að blásast út belgir
utan um það átta sekúndum fyrir
lendingu. Var það hlutverk þeirra
að taka við högginu en Ratvís lenti
á allt að 88 km hraða á klst.
Sex hjóla Mars-jeppinn átti að
taka til starfa seint í gær eða í dag
og var haft á orði, að líklega myndu
allir áhugamenn um fjarstýrða leik-
fangabila öfunda vísindamennina
þijá, sem munu aka honum eftir
rauðu Marssöndunum. Er jeppinn
þannig úr garði gerður, að hann
getur séð um að forðast steina, sem
eru stærri en hann sjálfur.
Clinton Bandaríkjaforseti sagði í
gær, að lendingin á Mars markaði
nýtt upphaf í geimkönnun og geim-
rannsóknum Bandaríkjamanna en
búist var við fyrstu myndunum frá
Mars í nótt.
Þess má geta, að Haraldur P.
Gunnlaugsson, doktor í eðlisfræði,
vann að smíði mælitækja um borð
í Ratvís. Starfar hann við Kaup-
mannahafnarháskóla en mun starfa
hjá NASA, Bandarísku geimferða-
stofnuninni, næsta mánuðinn við
móttöku og úrvinnslu gagna. Á
miðopnu blaðsins í dag er grein um
Marsleiðangurinn, sem þeir Harald-
ur og Ásgeir Pétursson eðlisfræð-
ingur skrifa.
■ Leyndarmál/28
Pale. Reuter.
HARÐLÍNUMENN á löggjafar-
samkundu Bosníu-Serba virtu að
vettugi þá ákvörðun Biljönu Plavsic
forseta að leysa þingið upp og efndu
til þingfundar í gær þar sem freista
átti þess að setja hana af.
Ákvörðun Plavsic um að leysa
upp þingið og boða til nýrra kosn-
inga var liður í tilraunum hennar
til að uppræta völd Radovans
Karadzics, eftirlýsts stríðsglæpa-
manns og fyrrverandi leiðtoga
Bosníu-Serba, sem stjómað hefur
á bak við tjöldin í trássi við ákvæði
Dayton-samkomulagsins.
Ásakanir um
spillingu
Flokkur hans, SDS, hefur haldið
um stjórnartauma. Sakaði Plavsic
Kadadzic um aðild að víðtækri
spillingu og tilraunum til að hindra
framgang Dayton-samninganna
og þannig einangra Bosníu-Serba
á alþjóðavettvangi.
Fulltrúar SDS á þinginu efndu
til fundar í gær í þeim tilgangi að
reyna að koma Plavsic frá völdum.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
mættu ekki til fundarins og jók
það líkur á að stuðningsmenn
Karadzics bæru stuðningsmenn
Plavsics í SDS ofurliði. Sérstakur
stjórnlagadómstóll á yfírráðasvæði
Bosníu-Serba úrskurðaði að ríkis-
stjórnin í Pale gæti virt þinglausn-
ir Plavsics að vettugi.
Stuðningur
við Plavsic
Vestrænir milligöngumenn í
Bosníu tóku afstöðu með Plavsic í
gær og spáðu því að hugsanlegar
ákvarðanir hins uppleysta þings
yrðu virtar að vettugi á alþjóðvett-
vangi.
Plavsic hefur haldið kyrru fyrir
á skrifstofu sinni undanfama daga.
í gær komu 7.000 manns þar sam-
an og lýstu yfir stuðningi við að-
gerðir hennar.
Eru 100 Van Gogh-verk fölsuð?
London. Reuter.
AÐ MINNSTA kosti 45 og hugs-
anlega allt að 100 verk, sem eign-
uð eru hollenska listmálaranum
Vincent van Gogh, gætu verið föls-
uð, samkvæmt grein sem birt var
í breska listatímaritinu Art News-
paper í gær.
Á meðal þessara verka er mál-
verkið „Sólblóm", sem japanskt
vátryggingafélag keypti árið 1987
fyrir 24,75 milljónir punda, sem
nemur tæpum þremur milljörðum
króna að núvirði.
Tímaritið segir „Dr. Gachet“ og
„L’Arlesienne", tvö af þekktustu
málverkum Van Goghs, séu einnig
á meðal þeirra verka sem kunni
að vera fölsuð. „Dr Gachet" er í
Museé D’Orsay í París og „L’Ar-
lesienne" í Metropolitan-safninu í
New York.
Schaar van Heugten, forstöðu-
maður Van Gogh-safnsins í Amst-
erdam, sagði það ekkert nýnæmi
að slíkar efasemdir kæmu fram
og bætti við að erfitt væri að
meta ásakanir tímaritsins á grund-
velli þeirra gagna og raka sem
kæmu fram í greininni.
á skoðunum
fræðimanna
Tímaritið segist byggja ásakanir
sínar á rannsókn Jans Hulskers,
sem birti nýja skrá yfir verk hol-
lenska listmálarans í fyrra, og
skoðunum annarra fræðimanna.
í skránni tilgreinir Hulsker 45
verk sem kunni að vera fölsuð og
hann segist hafa miklar efasemdir
um mörg önnur verk sem eignuð
eru Van Gogh. Þeirra á meðal eru
16 verk í Van Gogh-safninu, auk
„Dr Gachet” og „L’Arlesienne".
„SÓLBLÓM", sem Van
Gogh er sagður hafa málað
í ágúst 1888.
í greininni kemur fram að sér-
fræðingarnir efíst um alls hundrað
málverk og teikningar en tímaritið
tekur fram að á meðal þeirra séu
skiptar skoðanir um einstök verk.
Franski sérfræðingurinn Ben
Landais telur t.a.m. að vafi leiki á
að „Sólblóm” sé eftir Van Gogh.
David Lee, ritstjóri breska lista-
tímaritsins Art Review Magazine
segir ásakanirnar ekki sannfær-
andi. „Athyglisverðast við þessa
nýju grein er að því er haldið fram
að Dr Gachet, smáskammtalæknir
sem annaðist Van Gogh síðustu
ævidagana, hafi sjálfur falsað
nokkur verk. Ég tel það mjög ótrú-
verðugt þar sem ... hann hafði
engan hag af því að falsa verk
eftir Van Gogh vegna þess að þau
voru í raun verðlaus á þessum
tíma.“