Morgunblaðið - 05.07.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 05.07.1997, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KIRKJAN OG MÓÐURMÁLIÐ PRESTASTEFNA, sem háð var á Akureyri á dögunum, hvatti presta Þjóðkirkjunnar til að vanda málfar sitt og framburð í predikunarstóli Sláttur hafinn víða um land Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson SLÁTTUR hófst fyrir nokkru að Ásóifsskála í Vestur-Eyjafjallahreppi. Sigurður Grétar Ottósson, yngri bóndinn á bænum, sagði aðspurður að vegna þurrka yrði að fara að slá, tún á sandrækt væru að þorna upp. Heyfengur varla nema í meðallagi Samgönguráðuneytið Afstaða til Gullinbrú- ar eftir tvö ár í SVARI samgönguráðuneyt- isins til borgarráðs vegna framkvæmda við Gullinbrú, kemur fram að væntanlega verði tekin afstaða til fjár- framlaga til verksins að tveim- ur árum liðnum. í bréfi ráðuneytisins, sem lagt hefur verið fram í borgar- ráði, er vísað til vegaáætlunar sem samþykkt var á Alþingi í vor til tveggja ára. Bent er á að áætlunin verði endurskoðuð að þeim tíma liðnum og að í þeirri endurskoðun verði vænt- anlega tekin afstaða til fjár- framlaga til verkefnisins. SPRETTA er í seinna lagi víða um land bæði á ræktuðum túnum og í úthaga, einkum vegna kulda og næturfrosta í júní. Vorið var með þeim köldustu í áratugi og segir Ólafur Dýrmundsson, ráðu- nautur hjá Bændasamtökum ís- lands, það gott ef heyfengur nær því að vera í meðallagi. „Vorið var kalt og næturfrost í júní voru afdrifarík víðast hvar og seinkuðu sprettunni. Hún er í ár hægari, skárri á ræktuðu landi en í úthaga og hefur þurrlendi verið sérstaklega seint á ferðinni. Þetta er því með verstu vorum,“ segir Ólafur. Kal og grasmaðkur skerða heyfeng Sums staðar hefur tún kalið, m.a. á Suðurlandi, og segir Ólafur það skerða heyfeng talsvert og að grasmaðkur hafi einnig sett strik í reikninginn bæði í túnum og úthaga. Segir Ólafur hann ekki síður en kalið alvarlega ógn- un. Sláttur er hafinn bæði á Suð- urlandi og I Eyjafirði, að minnsta kosti á bestu túnunum, ekki síst á þeim bæjum þar sem fé var ekki beitt á tún í vor. „Sauðfjárbændur neyddust til að vera með fé óvenju lengi á túni vegna þess hve seint spratt í úthaga. Kúabændur standa bet- ur að þessu leytinu og hafa þeir frekar hafið slátt og líklegra er að þeir geti einnig náð seinni slætti. Heyfengur ræðst síðan af tíðarfari og hvernig gengur að verka heyið en ég kalla það gott ef hann verður í meðallagi. Það er það mesta sem við getum vænst,“ segir Ólafur Dýrmunds- son. Ný bók um mælingar á veikri geisiavirkni Yerk sem brýnt var að vinna Páll Theodórsson NÝLEGA er komin út bókin „Meas- urement of Weak Radioactivity“ sem gæti útlagst á íslensku: Mæling- ar á vægri geislavirkni. Bókin er eftir Pál Theod- órsson og er að hans sögn ætluð sérfræðingum í ýms- um greinum raunvísinda, sem glíma við þann vanda að mæla veik geislavirk sýni. „Verkefni þessi tengj- ast einkum umhverfisrann- sóknum þar sem fylgst er með dreifíngu bæði nátt- úrulegra og manngerðra geislavirkra efna. Mann- gerðu efnin leita iðulega inn í fæðukeðju manna og dýra og er því nauðsynlegt að fylgjast grannt með þeim. Þau hafa dreifst um alia jörðina, frá vetnis- sprengjum, kjamorkuver- um og vegna slysa í kjarnorkuiðn- aði eins og t.d. slysinu í Tsjernóbyl árið 1988. Veikgeislamælitæknin er einnig notuð í margvíslegum jarðfræðilegum og jarðeðlisfræði- legum verkefnum, t.d. í aldurs- greiningum með geislakoli og til að afla upplýsinga um heit og köld grunnvatnskerfi, loftstrauma og hafstrauma," segir Páll. - Segðu meira frá efni bókarinn- ar. „í bókinni er tegundum kjarna- geislunar lýst, geislavirkum efn- um og útbreiðslu þeirra í náttúr- unni. Þessi efni geta, ásamt geim- geislum, haft truflandi áhrif á mælitækin. Eitt meginviðfangs- efni tækninnar er að draga sem mest úr þessum áhrifum, helst að útiloka j>au að fullu frá mælitækj- unum. Itarlegri greining á þessum truflandi þáttum en áður hefur verið unnt að gefa er kynnt sem mun geta leitt til endurbóta á eldri tækjum og hönnunar á nýjum og betri mælitækjum. Öllum tegundum geislanema, sem notaðir eru við mælingar af þessu tagi er lýst og þeim kerfum sem tengjast mælinemunum. Loks er helstu meginverkefnum veik- geislatækninnar lýst, þeim tækj- um sem þar eru notuð og næm- leika þeirra.“ - Hvað kom til að þú skrifaðir bók um þetta efni? „Ég hef lengi unnið við þetta svið og eftir að hafa starfað í Danmörku fór ég m.a. út í sjálf- stætt þróunarstarf sem leiddi m.a. af sér að ég smíðaði nýtt afbrigði af geigerteljara sem danska kjarn- orkunefndin fékk síðan einkaleyfi fyrir. Ég var við mælingar og þróun mælitækja um árabil. Hafði viðað að mér miklu af gögnum, skrifað margar greinar um eigin mælingar og annara. Það sem ýtti á mig var að það hefur ekki verið skrifuð bók um þetta efni í áratugi og því brýnt að bæta úr því. Þegar ég flutti fjóra fyrir- lestra á Spáni árið 1992, sem voru yfirlit yfir þessi mál sem fylltu 60 blaðsíður í bók með fyrir- lestrum sem þar voru fluttir, fann ég að ég var kominn af stað með verkefni sem ég mátti til með að klára. í ársbyijun 1993 var ég svo kominn með samning við útgáfufyrirtækið." - Hvað kemur til að bók af þessu tagi er ekki skrifuð svo áratugum skiptir, erþað ekki með ólíkindum? „Jú, eiginlega. Satt að segja hugleiddi ég það oft og fann eng- in svör nema ef til vill það, að menn verða að hafa góðan tíma. Hvað mig snerti, fann ég allt í einu að ég var kominn með efni- viðinn í hendurnar og þá var að ► Páll Theodórsson er fæddur í Reykjavík 4. júlí 1928. Hann var stúdent frá MR árið 1947 og stundaði nám við verkfræði til ársins 1950, er hann söðlaði um og tók sér fyrir hendur nám í eðlisfræði. Því námi lauk hann 1955 og fór þá til starfa hjá dönsku kjarnorkunefndinni. Þar var hann til ársins 1958, en þá kom hann til starfa við HÍ til ársins 1961. Þá stofnaði hann ásamt öðrum og rak um tveggja ára skeið fyrirtækið Rafagnatækni, eða til ársins 1963, en þá tók hann enn til starfa við Raunvísindastofnun HÍ og hefur verið þar síðan. Páll er kvæntur Svandísi Skúla- dóttur deildarstjóra í mennta- málaráðuneytinu og eiga þau fjögur uppkomin börn. gefa sér tíma, vinna úr honum og skrifa bókina.“ - Þú hefur haft nógan tíma? „Nei, ekki segi ég það. Ég bætti á mig mikilli vinnu, en ég losaði mig við eitt og annað og gaf mig að verkefninu. Var m.a. tvisvar í sex mánuði í senn í Dan- mörku við skriftir, en þar hafði ég aðgang að góðum bókasöfnum. Það var langur og strangur vinnu- dagur, frá klukkan átta á morgn- anna til tíu á kvöldin. Á endanum varð bókin 348 blaðsíður sem var stærra rit en ég átti von á. En það hjálpaði mér mikið að vera í góðu vinnuumhverfi og hvarvetna hafa menn verið boðnir og búnir til að leggja mér iið. - Hvernig stenst svona rit tímans tönn? „Um það bil helmingur bókar- innar er grundvallarefni sem breytist hægt og stendur lengi fyrir sínu. Annað efni gæti úrelst. Margt verður úrelt eftir fimm ár og eftir áratug gæti bókin verið orðin safngripur. Nema þá að ég skrifi hana upp á nýtt og bæti inn nýjum upplýsingum." - Að lokum Páll, hver gefur bók- ina út og til hve stórs lesendahóps höfðar bókin? „Bókin er gefin út af World Scientific, sem er umfangsmikið útgáfufyrirtæki á sviði raunvísinda. Bókin er bæði ætluð vísindamönnum sem eru að heQa rannsóknir á þessu sviði, og sem uppsláttarrit fyrir starfandi sérfræðinga. Þetta er því ansi sérhæfður hópur. Ég gæti trúað að það væru nokkur þúsund einstaklingar sem bókin á beint erindi til og annar eins fjöldi af hugsanlegum lesendum í jaðrin- um. Dreifing og kynning gæti farið fram á ráðstefnum þessara hópa, en það er svona ein ráð- Það hefur ekki verið skrifuð bók um þetta efnií áratugi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.