Morgunblaðið - 05.07.1997, Síða 12
12 LAUGARDAGUR-&TJÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Húsverndarsjóði Reykjavíkur breytt úr lánasjóði í styrktarsjóð
N ítj án skípta með
sér 12,6 milljónum
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita
samtals 12,6 milljónir króna í nítján styrki
úr Húsvemdarsjóði Reykjavíkur árið 1997
til að lagfæra eldri hús og hús með sérstakt
varðveislugildi.
STYRKIRNIR eru á bilinu 190 þús-
2,5 millj. Þar af eru sjö styrkir ein
milljón, tveir yfir millj. og einn 2,5
millj. Er þetta í fyrsta sinn sem veitt
er úr Húsverndarsjóði eftir að honum
var breytt úr lánasjóði í styrktar-
sjóð. Umsóknarfrestur um styrki
rann út í byijun júní sl. og bárust 24
umsóknir.
Styrkþegar
Styrki hlutu að þessu sinni
Hrafnkell Guðjónsson og Hulda
Hákonardóttir, kr. 300 þús. til að
vernda upprunalega glugga og
hurðir á húsunum við Hverfisgötu
16 og 16a, Björg Stefánsdóttir fær
milljón til múrviðgerða og vegna
glugga á Baldursgötu 28 og Sigurð-
ur Jónsson, Öldugötu 50, og Dagný
Guðmundsdóttir, fá 550 þús. til að
gera við Garðastræti 49 að utan,
laga glugga, kiæðningu o.fl.
Guðrún Snæfríður Gísladóttir,
fær milljón til að endurnýja járn og
glugga við Skólastræti 5b, en það
hús er friðað. Benóný Ægisson og
Ása Hauksdóttir fá 800 þús. til að
klæða húsið á Skólavörðustíg 4c og
laga glugga, hurðir o.fl. Guðjón
Petersen fær 400 þús. til að leggja
drenlögn með húsinu við Suðurgötu
4, Þuríður Bergmann Jónsdóttir fær
milljón til að laga vindskeiðar og
þakglugga á Þingholtsstræti 13, en
það hús er friðað. Hólmfríður Garð-
arsdóttir og Páll Biering fá 700
þús. til að endurnýja austur-
hlið/kjallara á Kirkjutorgi 6, en það
hús er friðað.
Til að lagfæra gustlokun og ytri
klæðningu o.fl. á Drafnarstíg 5 er
veitt 300 þús., Viðar Eggertsson fær
1,2 millj. til að laga glugga, klæðn-
ingu o.fl. á Þingholtsstræti 24, Inga
Þyrí Kjartansdóttir fær millj. til að
laga jám, glugga, vatnsbletta og
skrautlista á Spítalastíg 10, Edda
Arnljótsdóttir og Ingvar E. Sigurðs-
son fá 2,5 millj. til að laga kjöljárn,
þakskegg, glugga o.fl. á Miðstræti
4, Bjarni Ámason fær 190 þús. til
að laga skorstein á Miðstræti 6 og
Páll Baldvin Baldvinsson fær 1,7
millj. til lagfæringar á tréverki,
gluggum og bámjárni á Bergstaða-
stræti 9a. Að sögn Jóhanns Pálsson-
ar garðyrkjustjóra, var umsóknun-
um skipt í þijá flokka allt eftir bygg-
ingagerð, aldri húsanna og mikil-
vægi í umhverflnu. „Árbæjarsafn sér
um að skoða húsin auk þess sem
skipaður var þriggja manna starfs-
hópur, sem vann úr umsóknunum,"
sagði hann. Starfshópinn skipa
Bryndís Kristjánsdóttir, formaður
umhverfísmálaráðs og fulltrúi
Reykjavíkurlista, Jóna Gróa Sigurð-
ardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokks, og Nikulás Úlfar Másson
arkitekt, frá Árbæjarsafni.
Forsendur lánasjóðs
brostnar
I byijun apríl samþykkti umhverf-
ismálaráð að reglum fyrir Húsvernd-
arsjóð yrði breytt úr lánasjóði í
styrktarsjóð. Tillögunni var vísað til
borgarráðs, sem fól borgarritara að
móta tillögur um hvernig koma
mætti til móts við eigendur friðaðra
húsa.
í umsögn borgarritara segir að
forsendur fyrir sérstökum lánasjóði
séu brostnar, þar sem bankar og
sparisjóðir veiti hliðstæða fyrirgre-
iðslu og sjóðurinn. Það sé hins vegar
æskilegt að borgaryfirvöld geti
stuðlað að viðhaidi gamalla húsa sem
hafi menningarsögulegt eða listrænt
gildi. Taldi borgarritari að breyting
á sjóðnum í styrktarsjóð gæfi borg-
aryfirvöldum svigrúm til þess.
í umsögn borgarritara kom jafn-
framt fram að tillaga um að koma
til móts við eigendur friðaðra húsa
gegnum fasteignaskatt þarfnaðist
ítarlegri skoðunar og því var lagt
til að borgarráð samþykki breytingar
á húsverndarsjóði í stað þess að bíða
umsagnar um fasteignaskatt.
í nýjum reglum sjóðsins segir að
hlutverk hans sé að veita styrki til
endurgerðar eða viðgerðar á hús-
næði eða öðrum mannvirkjum í
Reykjavík, sem sérstakt varðveislu-
gildi hafí af listrænum eða menning-
arsögulegum ástæðum, enda verði
framkvæmdir í samræmi við upp-
runalegan byggingarstíl hússins og
í samræmi við sjónarmið minja-
vörslu. Ráðstöfunarfé sjóðsins skal
ákveða í fjárhagsáætlun borgarsjóðs
ár hvert og metur umhverfismálaráð
Reykjavíkur hvaða hús og fram-
kvæmdir skuli styrkja.
Reglurnar gera ráð fyrir að um-
hverfísmálaráð auglýsi eftir um-
sóknum eigi síðar en 1. mars ár
hvert og skulu umsóknir berast inn-
an mánaðar. Árbæjarsafn skal veita
ráðinu umsögn um styrkumsóknir
og skal eingöngu veita styrk til
þeirra framkvæmda, sem umhverf-
ismálaráð og umsögn Árbæjarsafns
metur hæfa.
Tekið er fram að komi í ljós að
styrknum hafí ekki verið varið til
tilgreindra framkvæmda eða vikið
hafi verið frá verklýsingum eða
teikningum, sem fylgja umsókninni,
skal styrkþegi endurgreiða styrkinn
þegar í stað.
Gert er ráð fyrir að umhverfis-
málaráð geti sett sérstök skilyrði
varðandi einstakar styrkveitingar,
s.s. að styrkur skuli greiddur út í
hlutum, að ráðið áskilji sér rétt til
að fela embætti borgarverkfræðings
eða öðrum eftirlit með framkvæmd-
unum og að framkvæmdum verði
lokið innan tiltekins tíma.
Ein stærsta hestasýn-
ing í Bandaríkjunum
Islenski
hesturinn
var einna
vinsælastur
ÍSLENSKI hesturinn naut mikillar
athygli á einni stærstu hestasýning-
unni í Bandaríkjunum, Equitana,
sem haldin var í Louisville í
Kentucky-fylki, dagana 19. til 22.
júní sl., að sögn Kolbrúnar Ólafsdótt-
ur eins eiganda hestasölufyrirtækis-
ins Pétur Jökull Hákonarson og fjöl-
skylda. Yfir fimmtíu tegundir af
hestum voru kynntar á sýningunni,
en alls voru þar um 600 hestar.
Sýninguna sóttu tæplega fimmtíu
þúsund manns.
Kolbrún sagði að 20 íslenskir
hestar hefðu tekið þátt í hestasýn-
ingunni, en auk fyrirtækisins Pétur
Jökull Hákonarson, hafí kanadískir
og bandarískir aðilar verið með ís-
lenska hesta þar til sýnis.
„íslensku hestarnir tóku þátt í
sýningu á hveiju kvöldi og vakti
athygli hve kraftmiklir þeir voru
þrátt fyrir smæðina,“ sagði hún. Á
daginn gafst sýningargestum hins
vegar kostur á að fara á hestbak
og þótti eftirtektarvert hve taumlétt-
ir hestarnir voru, skapgóðir og mjúk-
ir á tölti."
Kolbrún sagði að viðtökur og
klapp sýningargesta hefði verið
mælt eftir hveija sýningu hestanna
og samkvæmt því hefði íslenski hest-
urinn notið mestrar hylli. Þá segir
Kolbrún að fyrirtæki hennar hafí
verið með kynningarbás á sýning-
unni og að þar hafi ótvíræður áhugi
sýningargesta á íslenska hestinum
komið í Ijós. Kolbrún sagði að þetta
hefði verið sölusýning og þessi mikli
áhugi sýningargesta ætti örugglega
eftir að skila sér í meiri vinsældum
íslenska hestsins í Bandaríkjunum.
Aukið vægi svæðis-
bundinnar samvinnu
HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra, sat utanríkisráðherrafund
Eystrasaltsráðsins er haldinn var í
Riga í Lettlandi 2.-3. júlí sl. Helsta
umræðuefnið var framkvæmdaáætl-
un Eystrasaltsráðsins. í frétt frá
utanríkisráðuneytinu segir: „í máli
sínu vakti utanríkisráðherra athygli
á auknu vægi svæðisbundinnar sam-
vinnu og mikilvægi Eystrarsalts-
ráðsins í því að efla stöðugleika og
öryggi í Evrópu. Einnig minnti utan-
ríkisráðherra á reynslu Norðurlanda
af innbyrðis samstarfi og fagnaði
auknu samstarfí Norrænu ráðherra-
nefndarinnar og Norðurlandaráðs
við Eystrasaltsráðið. Utanríkisráð-
herra lagði ennfremur áherslu á
mikilvægi samstarfs á sviði éfnhags-
og viðskipta við Eystrasalt og á
öfluga baráttu aðildarríkja gegn
skipulagðri glæpastarfsemi.
Utanríkisráðherrafundurinn sam-
þykkti að setja á laggirnar fasta
skrifstofu Eystrasaltsráðsins í einu
aðildarríkja ráðsins."
Aftur í gæsluvarðhald
HÆSTIRÉTTUR hnekkti á fimmtu-
dag úrskurði Héraðsdóms Reykjavík-
ur um gæsluvarðhald yfír tveimur
mönnum af þeim þremur sem rændu
starfsmann 10-11 verslananna í apríl
sl. Hæstiréttur úrskurðaði að þeir
skyldu sæta gæsluvarðhaldi til 8.
ágúst nk.
Þriðji maðurinn hefur hafið af-
plánun á þriggja og hálfs árs fang-
elsi fyrir innflutning á fíkniefnum
árið 1995.
HAUKUR Þórarinsson, Hákon Pétursson, Anneliese Virro og Kolbrún Ólafsdóttir á íslenskum
hestum í Kentucky i Bandaríkjunum.
Nýtt dagblað á Internetinu
www.xnet.is
RÚNAR EINAR
Vilhjálmsson Miintylá
Myndir vantaði
VEGNA mistaka birtust ekki myndir
í gær af Einari Mántylá með fréttinni
um doktorsvöm hans í sameinda-
erfðafræði og með fréttinni af Rúnari
Vilhjálmssyni sem var skipaður pró-
fessor í félagsfræði við námsbraut í
hjúkrunarfræði við Háskóla íslands.
Beðist er velvirðingar á mistökunum.