Morgunblaðið - 05.07.1997, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 17
Jeltsín segir efnahags-
ástand á batavegi
Moskva. Reuter.
Reuter
Hermenn á varðbergi í Tirana
BORIS Jeltsín, forseti Rússlands,
sagði í útvarpsávarpi til rússnesku
þjóðarinnar í gær að efnahagur
landsins væri nú loks á batavegi
eftir áralanga hnignun. „Nú er
stundin runnin upp“, sagði hann í
ræðu sinni. „Við höfum náð þeim
áfanga að skilyrði eru fyrir auk-
inni framleiðni. Niðursveiflan hef-
ur verið stöðvuð."
Forsetinn flutti ávarpið í tilefni
þess að eitt ár er liðið frá endur-
Jospin
sakaður
um hræsni
París. Reuter.
ÞINGMENN frönsku
stjórnarandstöðunnar og
hinna áhrifamiklu stéttarfé-
laga í landinu létu í gær í ljósi
áhyggjur af varfæmi forsæt-
isráðherrans, Lionels Jospins,
í lykilákvörðunum í efnahags-
málum. Leiðtogar stéttarfé-
laganna hrósuðu þó markmið-
um forsætisráðherrans.
í kjölfar fundar Jospins í
sjónvarpssal, þeim fyrsta frá
því hann tók við embætti fyr-
ir mánuði, ásökuðu hægri-
sinnaðir þingmenn hann um
hræsni fyrir að kenna fyrrver-
andi ríkisstjórn íhaldsmanna
um fjárhagsvanda ríkisins, og
hvernig hann brást við um-
deildri lokun samsetningar-
verksmiðju franska bílafram-
leiðandans Renault í Belgíu.
Helstu leiðtogar stéttarfé-
laga hvöttu forsætisráðherr-
ann til að ganga beint til verks
og efna kosningaloforð, sem
kynnu að reynast kostnaðar-
söm, um að skapa 700 þúsund
ný störf og stytta vinnuvikuna
úr 39 stundum í 35 án launa-
lækkunar.
Á sjónvarpsfundinum lagði
Jospin áherslu á gagnsemi og
þolinmæði og hafnaði hug-
myndafræði. ítrekaði hann
heit sitt um að stuðla að því
að sameiginleg Evrópumynt
verði að veruleika um leið og
tekist væri á við fjárlagahalla,
reynt að berjast gegn at-
vinnuleysi.
öll í einu, en skilin [milli hinna reiðu-
búnu og hinna sem eru það ekki]
ættu að fara fram sama dag,“ sagði
Juncker.
Takmarkaður árangur
Amsterdam-fundar til trafala
Hinn takmarkaði árangur sem
náðist á leiðtogafundi ESB í Amster-
dam um miðjan júni, þar sem leiðtog-
unum mistókst að koma sér saman
um endurbætur sem dygðu til að
halda sambandinu starfhæfu með
allt að heilli tylft nýrra aðildarríkja,
torveldar stækkun sambandsins til
allra landanna í einu. Að mati sér-
fræðilegrar könnunar sem Lúxem-
borg stóð fyrir geta í mesta lagi fímm
ríki bætzt í hópinn án þess að grípa
þyrfti til meiri háttar breytinga á
uppbyggingu og starfsháttum stofn-
ana sambandsins.
Pólland, Ungveijaland og Tékk-
land eru þau þijú ríki sem lengi hafa
verið álitin líklegust til fá fyrst aðiid,
en Slóvenía og Eistland þykja eiga
skammt eftir til að uppfylla skilyrð-
in. Kýpur, sem hefur beðið í biðröð-
inni eftir ESB-aðild árum saman, er
almennt talin geta hlotið aðild um
leið og tekizt hefur að finna lausn á
skiptingu eyjarinnar.
kjöri hans í embætti. Hann skýrði
ekki nánar hvenær efnahagsbat-
ans færi að gæta eða hvað hann
yrði mikill, en tók fram að almenn-
ingur myndi ekki finna fyrir áhrif-
unum undir eins. Forsætisráðherr-
ann Viktor Tsjernómyrdín tilkynnti
á miðvikudag að verg landsfram-
leiðsla hefði aukist um eitt prósent
á fyrstu sex mánuðum þessa árs.
Landsframleiðsla hefur ekki aukist
í Rússlandi frá falli Sovétríkjanna
árið 1991.
Jeltsín gerði einnig varnarmál
að umræðuefni sínu. „Efling heraf-
lans hefur algjöran forgang í ár.
Rússneski herinn þarf að vera vel
skipulagður, búinn háþróuðum
vopnum og ávallt til taks“, sagði
hann í ávarpinu. Ummælin voru
andsvar við fullyrðingum hershöfð-
ingjans Lev Rokhlin fyrir tveimur
vikum um að niðurskurður
stjórnarinnar á fjárveitingum til
vamarmála gerði herinn óstarf-
hæfann.
Vonast til að geta greitt
vangoldin laun
Jeltsín lýsti yfir vilja sínum til
að greiða vangoldin laun opin-
berra starfsmanna innan þriggja
mánaða, á fundi með héraðsstjór-
um í Kreml í gær. Lán frá Alþjóða-
bankanum gerði stjórninni nýlega
kleyft að hefja aftur greiðslu elli-
lífeyris og að heita hermönnum
greiðslu launa sinna á næstu
tveimur mánuðum. Fjármálaráð-
herrann Anatoly Tsjúbaíjs, sem
Búið að
hreinsa
mest af
olíunni
Tókýó. Reuter.
BÚIÐ er að hreinsa upp megnið
af olíunni sem lak úr olíuflutninga-
skipinu Diamond Grace eftir að
það rakst á rif í Tókýóflóa á mið-
vikudag. Japanska strandgæslan
vonast tii að hreinsunarstarfi ljúki
í dag, en ekki er víst að það takist.
Yfir þrjúhundruð bátar og skip
voru send á vettvang til að taka
þátt í hreinsuninni. Mest munaði
um olíuhreinsunarskipið Seiryu-
maru, sem getur sogað upp þús-
und tonn af olíu og sjó á klukku-
stund.
Sum skipanna hafa notað olíu-
eyðingarefni til að flýta fyrir
hreinsuninni, en ekki er ljóst í hve
miklu magni þeim hefur verið hellt
í hafið. Ryutaro Hashimoto, for-
sætisráðherra Japans, hefur lýst
áhyggjum sínum af því að efnin
muni skaða lífríki sjávar og hvatt
til að áhrif þeirra verði rannsökuð
nánar.
Ósamræmi
í framburði
Rannsókn er hafin á tildrögum
slyssins og hafa tölvuskrár og leið-
arbækur skipsins verið gerðar
upptækar. Skipstjöri Diamond
Grace sagði við yfirheyrslur að
dregið hafi verið úr ferð skipsins
til að forðast árekstur við fiski-
báta og annað flutningaskip.
Það hafi þá rekið með straum-
um að rifinu og rekist á það. Haf-
sögumaður bar hins vegar að
áreksturinn hafi ekki orðið af þess-
um sökum.
var viðstaddur fundinn, lýsti yfir
efasemdum sínum um að stjórnin
gæti greitt öll vangoldin laun inn-
an þriggja mánaða, en Jeltsín
svaraði að það gæti tekist með
samstilltu átaki.
Fréttastofan Itar-Tass greindi
frá því að Jeltsín hefði á fundinum
nefnt þann möguleika að leitað
verði eftir aðstoð erlendra þjóðar-
leiðtoga til að standa við gefnar
skuldbindingar, en fjölmiðlafulltrú-
ar forsetans báru þær fregnir jafn-
harðan til baka. í útsendingum
Tass frá fundinum nefnir Jeltsín
ekki hvað um er að ræða háa upp-
hæð sem ríkið skuldar í vangoldin
laun né hvernig fjárins verði aflað.
Síðasta ár erfiðasti
tími ævi minnar
Jeltsín sagði í útvarpsávarpi sínu
í gær að síðasta ár hefði verið erfið-
asti tími ævi sinnar, en það hefði
þó verið einstakt. „Eg hefði aldrei
trúað að maður á mínum aldri
gæti breyst eins mikið og ég hef
gert.“ Hann sagðist meðal annars
eiga auðveldara með að ganga
sáttaveginn í deilum við Dúmuna,
neðri deild rússneska þingsins, þar
sem kommúnistar eru í meirihluta.
Eina af ástæðum þess að hann
stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í
vor sagði hann vera þá að veikindi
sín hefðu gert sér ljóst hve lítinn
tíma hann hefði til stefnu. Því
væri nauðsynlegt að kalla unga
og kraftmikla lýðræðissinna til
starfa i stjórn landsins.
FJÖLÞJÓÐLEGT herlið var á
varðbergi við höfuðstöðvar alb-
önsku kjörstjórnarinnar í Tirana
í gær, en daginn áður hafði einn
maður beðið bana í skothríð sem
hófst þar þegar konungssinnar
reyndu að fara inn í bygginguna
á mótmælagöngu i miðborginni.
Konungssinnar sökuðu lög-
reglumenn um að hafa skotið á
göngumennina, sem voru að
mótmæla meintum kosningasvik-
um Sósíalistaflokksins, sem vann
sigur í fyrri umferð kosninganna
á sunnudag, og úrslitum þjóðar-
atkvæðagreiðslu um hvort Al-
banía ætti að verða konungdæmi
að nýju. Sósíalistaflokkurinn og
flokkur Salis Berisha forseta
deildu um hvor þeirra bæri
ábyrgð á átökunum.
Á myndinni eru tveir ítalskir
hermenn við byggingu kjör-
sljórnarinnar.