Morgunblaðið - 05.07.1997, Qupperneq 18
Herferð
gegn
spillingu
VOPNAÐIR menn myrtu leið-
toga shíta-múslima í Punjab-
héraði í Pakistan í gær. Eng-
inn hefur lýst ábyrgð á hendur
sér en talið er að heittrúaðir
súnní-múslimar hafi staðið að
baki því. Til harðra átaka kom
í kjölfar morðsins er shíta-
múslimar réðust að súnnítum
en blóðugt stríð geisar á milli
hópanna tveggja,
Mannskæð
hitabylgja
TUTTUGU og sjö manns hafa
látið lífið er þeir hafa reynt
að kæla sig í hitabylgju sem
staðið hefur í Tyrklandi í tvær
vikur. Hefur hitastigið verið
um og yfir 40 gráður. Átján
manns hafa drukknað í ám og
vötnum og níu manns létust
er þeir féllu niður af þökum.
Hafa ijölmargir gripið á það
ráð að sofa á húsþaki sínu þar
sem þar er ögn svalara.
Styttir upp á
Bretlandi
BRESKIR veðurfræðingar spá
því að það stytti upp í næstu
viku í Bretlandi eftir votviðra-
samasta júnímánuð það sem
af er öldinni. Árið hófst á
metþurrki en í sumar hefur
dæmið snúist algerlega við.
Úrhellið, sem sett hefur svip
á íþróttakeppnir og tónlistar-
hátíðir, hefur þó engan veginn
nægt til að vega upp áhrif
þurrksins en grunnvatnsstaða
hefur ekki verið lægri í tæp
200 ár.
Alsírbúi
grunaður um
tilræði
FORMLEG rannsókn er hafin
á aðild alsírsks manns að
sprengjutilræðunum í neðan-
jarðarlest í París árið 1995
sem kostaði átta manns lífið.
Ónógar vísbendingar hafa bor-
ist um hveijir stóðu að baki
tilræðinu og hefur enginn ver-
ið ákærður. Alsírmaðurinn er
grunaður um að hafa stjórnað
tilræðismönnunum en ekki
hefur verið tekin ákvörðun um
hvort hann verður ákærður.
18 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Shíta-leiðtogi
myrtur í
Punjab
Andstæðar fylkingar deila um fóstureyðingar í Bandaríkjunum
TONY Blair, forsætisráðherra
Bretlands, hét því í gær að
hefja herferð gegn spillingu í
kjölfar birtingar skýrslu þar
sem harka-
lega er ráð-
ist á tvo
fyrrverandi
ráðherra
íhalds-
flokksins
fyrir að
þiggja mút-
ur. Þá hef-
ur þrýst-
ingur auk-
ist á Will-
iam Hague, formann íhalds-
flokksins um að grípa til að-
gerða gegn ráðherrunum fyrr-
verandi, svo og tveimur fyrr-
um þingmönnum flokksins.
Morg-unblaðið/KRT-photo
ANDSTÆÐINGUR fóstureyðinga tekur þátt í mótmælum við byggingu hæstaréttar Bandaríkjanna.
„Réttur kvenna“
eða „líf barna“?
Deilan um rétt kvenna til fóstureyðinga
ristir djúpt í bandarísku þjóðlífí eins og
berlega kom í ljós á dögunum, þegar
öldungadeild Bandaríkjaþings ákvað að
banna ákveðna tegund fóstureyðinga.
Fréttaritari Morgunblaðsins, Björn
Malmquist, fylgdist með umræðunni.
FRUMVARPIÐ sem lá fyrir öldunga-
deildinni miðaði að því að banna fóst-
ureyðingu þegar hún er framkvæmd
á síðasta stigi meðgöngu þannig að
fóstrið er komið hálfa leið út þegar
lífi þess er eytt, nema ef líf móðurinn-
ar væri í bráðri hættu. Þessi tegund
fóstureyðinga er sjaldgæf og hafa
andstæðingar hennar kallað hana
„partial birth abortion", sem útleggj-
ast mætti fóstureyðing í miðri fæð-
ingu. Aðgerðinni er helst beitt eftir
að ljóst er að fóstrið er alvarlega
vanskapað eða ef meðgangan ógnar
iífí móðurinnar.
Heitar umræður
Tillagan var flutt af einum þing-
manni repúblikana, Rick Santorum,
sem beitti tilfinningarökum óspart
þegar hann mælti fyrir frumvarpinu.
„Þetta frumvarp snýst ekki um
rétt kvenna, heldur líf barna,“ sagði
Santorum og kallaði þær konur
sjálfselskar sem létu framkvæma
aðgerð. „Það sem við myndum ekki
gera við versta glæpamann í land-
inu, það látum við gera við heilbrigt
lítið barn,“ sagði Santorum og not-
aði myndir af slíkum aðgerðum,
máli sínu til stuðnings.
Clinton beitir neitunarvaldi
Þrír af þingmönnum demókrata
lögðu fram svipuð frumvörp, með
þeirri viðbót að undantekningu mætti
gera ef líf móðurinnar væri einnig í
hættu við fæðingu. Þau frumvörp
voru felid í þinginu, á þeirri forsendu
að undantekningin myndi gera lögin
gagnslaus. Frumvarp Santorums
stóð þess vegna eitt eftir, og var
samþykkt með 62 atkvæðum á móti
36. Frumvarpið þurfti hins vegar 67
atkvæði, eða tvo þriðju þingmanna
til að tryggja það gegn neitunarvaldi
Clintons forseta. Clinton hefur ítrek-
að sagt að hann muni stöðva frum-
varpi ef ekki væri tekið tillit til heilsu
móðurinnar. Reyndar hefur hann
hafnað tveimur svipuðum frumvörp-
um síðan hann tók við embætti 1992.
Þar sem öldungadeildin gerði smá-
vægilegar breytingar á frumvarpinu,
mun það fara aftur til fulltrúadeildar-
innar, þar sem það fór auðveldlega
í gegn fyrr á árinu. Eftir þá af-
greiðslu má hins vegar búast við að
frumvarp Santorums dagi uppi á
skrifborði forsetans.
Gert að kosningamáli
Andstæðingar fóstureyðinga hér í
landi eru þó ekki á þeim buxunum
að gefast upp, og segjast munu gera
þessar fóstureyðingar að kosninga-
máli eftir tvö ár. Ralph Reed, fráfar-
andi formaður Kristilegu samtak-
anna (Christian Coalition), sagði í
samtali við The New York Times að
neitun Clintons myndi ekki þýða
ósigur fyrir andstæðinga fóstureyð-
inga. „Við fáum enn eina atkvæða-
greiðslu, Clinton tekur ákvörðun
sína, og annað hvort verður hann
fyrsti forsetinn úr Demókrataflokkn-
um til að skrifa undir bann, eða hann
beitir neitunarvaldi sem við getum
notað gegn demókrötum þegar kosið
verður til þingsins eftir tvö ár,“ sagði
Reed.
Roe gegn Wade
Í ár er tæplega aldarfjórðungur
síðan hæstiréttur Bandaríkjanna tók
þá ákvörðun í tímamótamálinu Roe
gegn Wade, að fóstureyðingar skyldu
gerðar löglegar og aðgengilegar fyr-
ir bandarískar konur og að yfírvöld-
um væri ekki heimilt að hafa áhrif
á ákvörðunina.
Fyrir þann tíma höfðu verið í gildi
lög í flestum ríkjum Bandaríkjanna,
sem bönnuðu fóstureyðingar, nema
líf móður væri í hættu. Nokkur ríki
höfðu einnig leyft slíkar aðgerðir ef
um nauðgun eða sifjaspell var að
ræða, en hvergi var konum leyft að
eyða fóstri vegna efnahagslegra eða
félagslegra aðstæðna, nema í New
York-ríki, þar sem lögunum var þó
ekki breytt fyrr en 1970. Niðurstaða
hæstaréttar í máli Roe gegn Wade
sagði ennfremur að fóstureyðingar
eftir að fóstrið gæti lifað sjálfstæðu
lífí utan líkama móður skyldu vera
ólöglegar, nema um líf og heilsu
móður væri að tefla.
Tilraunir til takmarkana
Eftir þessa niðurstöðu dómstólsins
hafa andstæðingar fóstureyðinga
gert ýmsar tilraunir til að hnekkja
lögunum, bæði með tillögum um
breytingar á stjómarskránni, og
lagasetningu í einstökum ríkjum,
sem miða áttu að því að takmarka
aðgang kvenna og gera þeim erfíð-
ara fyrir að láta framkvæma fóstur-
eyðingu. Flestar þessar tilraunir hafa
mistekist, en Hæstiréttur hefur hins
vegar leyft ríkjum að leggja bann
við því að almannafé sé veitt til fóst-
ureyðinga, nema líf og heilsa móður
sé í hættu og einnig hefur ríkjum
verið gert kleift að takmarka fóstur-
eyðingar eftir að talið er að fóstrið
geti lifað upp á eigin spýtur, svo
framarlega sem líf og heilsa móður
sé tryggð. Ýmis róttæk samtök sem
berjast á móti fóstureyðingum hafa
einnig haft í frammi mótmæli, hótan-
ir og jafnvel ofbeldi við læknastofur
og sjúkrahús sem framkvæma fóst-
ureyðingar og í nokkrum tilvikum
hefur starfsfólk slíkra stofnana mátt
gjalda fyrir með lífi sínu.
Hitinn í umræðunni
En hvers vegna vekur umræða um
fóstureyðingar upp svo heitar tilfinn-
ingar að fólk er tilbúið til að fórna
tíma, peningum og jafnvel frelsi sínu
fyrir málstaðinn? Hvað er það í
bandarísku þjóðlífí sem gerir þetta
málefni svo eldfímt?
David Garrow, prófessor við laga-
deild Emory-háskólans í Atlanta,
segir að ástæðuna sé að fínna í trúar-
lífí þjóðarinnar og afstöðu hennar til
kynlífs. „Að mínu mati snýst umræð-
an um fóstureyðingar ekki aðeins
um aðgerðina sjálfa, heldur um kyn-
líf almennt," segir Garrow. „Trúað
fólk hér í landi hefur í gegnum tíðina
alltaf haft fremur strangar hug-
myndir um kynlíf og hvaða hlutverki
það gegnir í mannlífínu - mun
strangari en til dæmis í Evrópu að
mínu mati. Þessi afstaða hefur auð-
vitað haft áhrif á það hvemig fólk
lítur á fóstureyðingar og rétt kvenna
gagnvart rétti fóstursins. Þar að
auki hafa kannanir sýnt að á meðal
andstæðinga fóstureyðinga er til
dæmis mjög erfítt að fínna fólk sem
telur að samkynhneigðir ættu að
öðlast svipuð réttindi og gagnkyn-
hneigt fólk, sem sýnir að þessi af-
staða til fóstureyðinga er oft lýsandi
um aðrar skoðanir á svipuðum mál-
um.“
Garrow segir einnig að trúin skipti
mjög miklu máli. „Það merkilega við
þetta málefni er að andstaða gegn
því hefur sameinað fólk úr mismun-
andi trúarhópum, þá sem eru ka-
þólskir og þá sem játa mótmælenda-
trú, auk þess að draga að sér marga
úr röðum svertingja, sem margir
hveijir eru mjög íhaldssamir hvað
þessi mál varðar. Síðan er öll þessi
umræða auðvitað partur af heims-
mynd margra, sem telja sig vera að
horfa upp á niðurrif hefðbundinna
gilda og stofnana eins og hjóna-
bandsins og fjölskyldunnar, og vilja
beijast á móti þessari þróun,“ segir
Garrow. „Það er hins vegar forvitni-
legt að þrátt fyrir að baráttan með
og á móti fóstureyðingum hafí verið
hávaðasöm á undanförnum árum, þá
hafa skoðanir almennings lítið
breyst. Flestir vilja að fóstureyðingar
séu löglegar og aðgengilegar, en vilja
hins vegar að þær séu eins fáar og
mögulegt er.“
Sennilega felld úr gildi
Umræðan um ft-umvarpið í öld-
ungadeild var á stundum tilfínninga-
rík, og baráttumenn fyrir réttindum
kvenna sögðu opinberlega að sam-
þykkt þess myndi stefna þeim rétt-
indum í hættu. Garrow telur hins
vegar að mikilvægi þessarar umræðu
hafí verið ofmetið. „Það eru allar lík-
ur til þess að Hæstiréttur myndi fella
þessi lög úr gildi, ef svo ólíklega
færi að forsetinn skrifaði undir þau,“
segir hann. „Af þeim níu dómurum
sem nú sitja í Hæstarétti, eru sex
fylgjandi rétti kvenna til fóstureyð-
inga, þannig að niðurstaðan frá 1973
virðist ekki vera í hættu á næstu
árum,“ sagði Garrow.
Þrátt fýrir þaó er ljóst að frum-
varpið mun \erða tekið upp aftur í
þinginu, áður en langt um líður. I
samtali dð The New York Times
nylega, sagði Trent Lott, leiðtogi
rjpúblikana í öldungadeild, að fyrir
þinghlé í ágúst næstkomandi yrði
gerð önnur tilraun ti! að fá nægileg-
an fjölda atkvæða til að tryggja
framgang frumvarpsins.