Morgunblaðið - 05.07.1997, Side 24

Morgunblaðið - 05.07.1997, Side 24
24 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Bónus selur áfram M&M sælgæti þrátt fyrir viðvörun Sama matvælalöggjöf gildir fyrir fríhöfnina og Bónus SÆLGÆTIÐ M&M hefur verið selt í Bónus undanfarnar vikur og for- svarsmenn Bónus hafa fengið við- varanir um sölu þess frá heilbrigðis- eftirlitinu. Ekki er leyfilegt sam- kvæmt gildandi aukefnalista að flytja inn M&M og sama matvæla- löggjöf gildir fyrir landið allt. Engu að síður er M&M selt í fríhöfninni allan ársins hring. Bónus fær viðvörun Að sögn Sigurborgar Daðadóttur hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs hefur Bónus fengið senda viðvörun þar sem kemur fram að M&M inni- haldi litarefni sem ekki eru leyfð samkvæmt núgildandi aukefnalista. Farið hefur verið fram á við Bónus að farið sé að gildandi reglum við innflutning, dreifíngu og sölu á sælgætinu. Sigurborg segir að nýr aukefnalisti sé væntanlegur en hún segir ómögulegt að Heilbrigðiseftir- litið fari að vinna eftir aukefnalista sem ekki hefur tekið gildi. „Auk þess sem heilbrigðisfulltrú- ar hafa sent bréf til forsvarsmanna hjá Bónus sendu þeir sameiginlegt bréf til umhverfisráðuneytisins þar sem óskað var eftir að útgáfu nýs aukefnalista yrði hraðað.“ - Hvað gerist ef forsvarsmenn í Bónus fara ekki eftir þessum ábendingum ykkar um að hætta sölu á M&M sælgæti? „Við getum gert vöruna upptæka ef hún er á boðstólum en höfum fram til þessa gripið í tómt,“ segir Sigurborg. Sama matvælalöggjöf gildir um fríhöfnina „Lögfræðingar okkar halda því fram að sömu lög gildi fyrir allt landið og því hlýtur ríkið að bijóta lög með því að seija M&M i fríhöfn- inni,“ segir Jón Ásgeir Jóhannes- son, framkvæmdastjóri hjá Bónus. „Markmið okkar er ekki að stoppa sölu á þessu sælgæti í fríhöfninni heldur erum við að sýna fram á fáránleika þessa máls. Menn vísa hver á annan og geta enga skýringu gefið á því hversvegna fólk þarf að kaupa flugmiða til að nálgast M&M sælgæti á íslandi," segir Jón Ásgeir. 20.000 pokar af M&M sælgæti seldir „Við höfum að undanfömu selt viðskipta- vinum okkar um ijj&k tuttugu þúsund poka af þessu sæl- gæti og ætl- um að halda söl- unni áfram.“ Tvö hundruð gramma pokar af M&M kosta 229 krónur í Bónus og Jón Ásgeir segir að þeir sjái fram á lækkun á vörunni á næstunni. „Við erum komnir í betri viðskiptatengsl með þessa vöru og getum því vonandi lækkað verð- ið innan skamms.“ Þegar Sigurborg Daðadóttir hjá Heilbrigðiseftir- liti Kópavogs var innt eftir því hvort sömu holl- ustulög giltu um fríhöfnina á Keflavíkurflug- velli og á höfuð- borgarsvæðinu vísaði hún spurningunni til umhverfisráðuneyt- isins. Sömu lög gilda um allt landið Sigurbjörg Sæmundsdóttir, deildarstjóri hjá umhverfísráðu- neytinu, segir að í lögum um holl- ustuhætti og heilbrigðiseftirlit sé kveðið á um að eftirlit á varnar- svæðum skuli vera í samræmi við lögin. „Utanríkisráðherra fer með forræði á vamarsvæðum. Heil- brigðiseftirlit Suðurnesja hefur eft- irlit með fyrirtækjum á vamarsvæð- inu þannig að sömu lög gilda á land- inu öllu.“ Fríhöfnin hefur ekki fengið viðvörun - Hefur fríhöfnin fengið við- vömn vegna sölu á M&M sæl- gæti? „Ekki nýlega en við bönnuð- um sölu á því þegar nýr aukefna- listi komst í gagnið fyrir nokkram árum,“ segir Magnús H. Guðjóns- son, framkvæmdastjóri Heilbrigðis- eftirlits Suðurnesja. „Sala á þessu sælgæti var síðan tekin upp á ný. Ástæðan fýrir því að við höfum ekki stöðvað hana er að um þessar mundir stendur yfír endurskoðun á aukefnalistanum og við teljum ekki rétt að fara í aðgerðir á meðan á endurskoðuninni stendur." - Þið munuð þá ekki stöðva söl- unaJL næstunni? „Ég get ekkert sagt um það að svo stöddu," segir Magnús. - Hvenær er nýr aukefnalisti væntanlegur? „Á þessari stundu get ég ekki svarað því þar sem hann hefur ekki enn verið tekinn inn í EES-samn- inginn," segir Sigurbjörg. „Hann er einungis í gildi í ESB-ríkjunum. Málið er ekki afgreitt innan EFTA, þar hefur verið ágreiningur um þetta mál og það verður næst tekið upp í EFTA í september." Spurt og svarað um neytendamál Garðúðun með vatni, rabarbara- soði o g grænsápu HVAÐA ráð eru til varðandi lífræna garðúðun? Svar: Að sögn Lára Jónsdóttur garðyrkj ufræðings hjá Blómavali er ráð númer eitt að byrja snemma vors að sprauta vatni á trén eða um það bil þeg- ar tré brama sig og á meðan þau era að laufgast. „Garðeig- endur ættu að fara reglulega út með slöngu sem er með kraftmiklum úðara og hreinlega sprauta á plönturn- ar köldu vatni.“ Tjöruefni í öðra lagi bendir Lára á tjöruefni sem má úða með að vetri og áður en bramin þrútna og opna sig. „Þetta efni klístrast á stofna og greinar, smýgur inn í börkinn og á að drepa egg lúsar sem lifa þar yfir veturinn." Lára segir að ýmsir hafí einnig notað grænsápulausn og úðað á trén eins og verið væri að nota eit- ur. „Slíka úðun þarf eflaust að end- urtaka nokkrum sinnum. Þörungaáburður Þá má reyna eina aðferð í viðbót það er að segja að nota þöranga- áburð. Ef hann er notaður reglulega í tvö til þrjú sk'ipti frá bramun og fram að þessum tíma gerir hann nokkuð gagn. Þör- ungaáburðurinn er þá blandaður eins og verið sé að gefa áburð og það hefur sýnt sig að slík lausn fælir frá.“ Lára segir að burtséð frá þessum ráðum sé grandvall- aratriði að hirða gróðurinn vel, klippa kalkvisti af tijám, gefa þeim áburð og þá gerir ekkert til þó komi ein og ein lús á plöntuna. Rabarbarasoð átrén Þá hefur Dr. Einar Siggeirsson bent á að ýmsir hafí notað soð af rabarbarablöðum til að bola þessum vágestum á tijám í burtu. „Leggir era slitnir af blöðum og blöðin söxuð í um 2 sentimetra búta. Þessir blaðbútar eru síðan soðnir í stálpotti og ágætt að nota til þess fímm lítra pott. Þegar búið er að sjóða rabarbarablöðin í um klukkustund er vökvinn kældur nið- ur og síðan era blöðin sigtuð frá safanum. Þegar vökvinn er orðinn kaldur er honum úðað með handsp- rautu á trén. Sýran í rabárbarablöðunum virð- ist virka á þau skorkvikindi sem setjast að á tijánum." Morgunblaðið/Ámi Sæberg Afurðamarkaður Suðurlands Sala 1. júlí 1997 Vörutegund Lægsta verð Hæsta verð Svínahryggur 535 589 Svínalæri 315 315 Svínalundir 933 936 Svínasíða 208 208 Egg júmam 210 Æk 210 Nýr söluturn á Dalvegi í Kópavogi NÝR söluturn, Smári, hefur verið opnaður á Dalvegi 16C í Kópa- vogi eða í næsta nágrenni við nýtt útibú Landsbankans og nýja útsölu ÁTVR. Þar verður á boð- stólum sælgæti, gosdrykkir, ís frá Kjörís, pylsur, samlokur, léttir réttir í hádeginu, heitt kaffi, dag- blöð, tímarit, tóbak o.fl. Settur hefur verið upp samlokubar með ýmsum áleggstegundum og salöt- um. Fyrirhugað er að leigja út myndbönd frá og með næsta hausti. Opið verður til kl. 23.30 öll kvöld. Eigendur Smára eru hjónin Gísli Halldórsson og Ása Margrét Ásgeirsdóttir, en þau ráku áður söluturninn Mekka í Borgarkringlunni í rúm sjö ár. ♦ ♦ •»■ Hátíðardag- skrá í Kola- portinu ÞAÐ verður ýmislegt um að vera í Kolaportinu um helgina þegar það öðlast kaupstaðarréttindi. Guð- mundur G. Kristinsson einn for- svarsmanna Kolaportsins segir að með því að gera Kolaportið formlega að bæjarfélagi sé lögð áhersla á sér- stöðu þess og þá bæjarstemmningu sem ríki þar allar helgar. „Þetta hefur frá byijun verið sérstakt sam- félag og það viljum við undirstrika. Með því að gefa götunum okkar heiti erum við að auðvelda fólki að rata um svæðið. Á morgun, sunnudag, verður há- tíðardagskrá í Kolaportinu . „Leikar- ar frá leikfélaginu Snúði og Snældu verða með uppákomur og lúðrasveit leikur.“ Af þessu tilefni verða selj- endur í matarportinu með sérstök tilboð . Keypt í matinn heima NetBónus tekur til starfa EFTIR helgina geta þeir sem ekki eiga heimangengt sest niður við tölvuna sína og keypt inn mat-, og hreinlætisvörur í gegnum al- netsverslunina NetBónus. NetBónus er í eigu Bónus og framkvæmdastjórinn Kári Tryggvason segir að alnetsversl- unin verði starfrækt með Bónus- birgðum sem er skipaverslun. „Bónusbirgðir hafa sinnt skip- um, mötuneytum, veitingastöðum og jafnvel verslunum úti á landi en ekki einstaklingum. NetBónus á að fylla í þá eyðu og sinna ein- staklingum hvar sem er á land- inu.“ Kári segir að aðgerðin sé einföld. „Viðskiptavinir fara inn á alnetið og við erum á www.net- bonus.is. Þar er hægt að velja um allt að 300 vöruliði og lágmarks- upphæð sem keypt er fyrir er 15.000 krónur. Einungis er um mat-, og hreinlætisvörur að ræða auk átekinna myndbandsspóla." Kári segir að með tímanum verði „ ,w DAGINN eftir að búið er að panta vörur á alnetinu kemur bíll frá NetBónus með vörurnar heim í hlað. vöruval síðan lagað að óskum við- skiptavina. Hægt að nota greiðslukort Þegar búið er að velja þær vörur sem vill fyrir lágmark 15.000 krónur er greiðslumáti valinn. í þessari Bónusverslun er hægt að nota greiðslukort. „Við erum í samstarfi við bandarískt fyrirtæki sem tryggir að númerin ruglist svo aðrir geti ekki komist yfir kortanúmerin. Það á því að vera tryggt að nota greiðslukortið á þennan hátt. Þá er einnig hægt að leggja inn á reikning NetBónus og þegar kvittun er komin frá bankanum sendum við um hæl vörurnar." en ofan á þær leggst síðan 6% þjónustu- gjald. Innifalið í þjón- ustugjaldi er vinnan við að taka til vörurn- ar og einnig greiðslu- kortaþjónustan. Þá þurfa viðskiptavinir NetBónus á höfuð- borgarsvæðinu. að borga 500 króna flutn- ingsgjald en á lands- byggðinni fer flutn- ingskostnaðurinn eft- ir þyngdinni sem töl- van sér um að reikna út meðan viðskipta- USÍ - Er verðið það sama og í Bón- ? „Verðið á vörunum er það sama vinurinn bíður. Gengið er frá öll- um kostnaði á alnetinu og því þarf ekki að greiða flutnings- kostnaðinn sér við afhendingu. - Verðasérstakartilboðssíður þjá NetBónus? „Það er markmið okkar að bjóða ýmis tilboð þegar fram í sækir. Til að byija með ætlum við að fylgjast með viðtökum og reyna síðan smám saman að að- laga okkur að þörfum og óskum neytenda.“ - Fá viðskiptavinir vörurnar samdægurs? „Vörurnar eru pantaðar og daginn eftir kemur bíll frá okkur með þær heim. Það sama gildir um vörur út á land. Þær fara með bílum morguninn eftir og síðan tekur það í viðbót þann tíma sem tekur að aka á áfangastað.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.