Morgunblaðið - 05.07.1997, Síða 27
MORÖÚNBMÐIÐ n,/
LAUGARDAGURB..JÚLÍ 1997 27
AÐSENDAR GREINAR
Strákar
Á MÍNUM 42 ára lífsferli hef ég
átt því láni að fagna að kynnast og
njóta ánægjulegra samvista við
marga stráka. Strákunum hef ég
kynnst sem systir bræðra minna,
sem persónulegur félagi, sem móðir
sonar míns og kunningi vina hans.
í mörg ár hef ég fylgt syni mínum
og vinum hans á fótboltaleiki, körfu-
boltaleiki og í veiðitúra bæði hér-
lendis og erlendis. Strákarnir mínir
eru fjörugir ærslabelgir, þróttmiklir,
uppfinningasamir, með góðan húmor
en geta líka dundað sér við bóklest-
ur og spil. Þeir hafa verið fullir von-
ar og trúar á lífið, samfélagið og
framtíðina. Stelpur spila sína rullu
í lífi þeirra. Ég hef tekið eftir því
að þegar þeir eru yngri, undir skóla-
aldri, eru stelpur oft vinir þeirra,
síðar á fyrstu skólaárunum verða
þær gjarnan taldar leiðinlegar, svo
á unglingsárunum verða þær aftur
áhugaverðar og spennandi. í þessum
samskiptum læra strákarnir af stelp-
unum og öfugt. Unglingsárin, eink-
um í tengslum við skólann, eru oft
tímamót fyrir stráka. Eitthvað gerist
á þessum árum og margar breyting-
ar eiga sér stað. Strákarnir þurfa
að fara að huga að framtíðinni, fara
í mútur, stækka ört og eru á milli-
Árangursríkasta leiðin
er, segir Steinunn
Björk Birgisdóttir, að
spyija strákana ráða.
stigi þess að vera strákur og mað-
ur. Vitund okkar virðist vera að
vakna fyrir hættulegri þróun sem á
sér stað hjá mörgum strákum á þess-
um tíma. Unglingaheimilin, geð-
deildir og áfengis- og vímuefna-
stofnanir fyllast af strákum. Við
virðumst ekki vita af hveiju þessi
ógnvekjandi þróun gerist.
Karlar krunka
Nýverið sótti ég ráðstefnu í Borg-
arleikhúsinu sem var haldin undir
nafninu „Karlar krunka". Áhuga
minn vakti tal skólastjóra nokkurs
um strákana og skólann. Hann
ræddi meðal annars um hvemig við
höfum reynt að aðlaga strákana
okkar skólanum án árangurs og taldi
vænlegt að fara nú að aðlaga skól-
ann að strákunum. Hann benti á
hvernig flestar reglur skólanna bein-
ast að strákum. Dæmi um þessar
reglur eru að banna hjólabretti,
hlaup á göngum, hávaða
og læti. Þessir þættir
höfða frekar til stráka
en stelpna og því eru
þeir líklegri til að bijóta
þessar reglur. Þeir virð-
ast ekki fá útrás fyrir
athafnaþörf sína. Brot á
reglum er túlkað sem
mótþrói og hegðunar-
vandi. Leiðin til að tak-
ast á við slíkt er að
herða agann og sýna
enga linkind. Að sýna
ekki linkind merkir í
raun að sýna meiri
hörku. Þannig er mót-
þróa strákanna mætt
með meiri aga og hörku
Steinunn Björk
Birgisdóttir
sem leiðir af sér enn frekari mótþróa
og reiði. Þetta verður ein hringavit-
leysa. Loks verða þessir strákar
„greindir" með hegðunarvanda, of-
virkir og með athyglisbrest. Lausnin
verður að taka þennan vanda (strák-
ana) burt úr umhverfinu og loka
inni á stofnunum. Stofnununum er
ætlað að endurhæfa strákana þannig
að hægt verði að senda þá aftur útí
„óbreytt" samfélagið.
Sökudólgar
Vinsælt er að leita sökudólga.
Strákunum einum og sér er kennt
um eða foreldrum þeirra. Margar
rannsóknir hafa verið gerðar til að
kanna hvort og hvaða áhrif útivinn-
ISLENSKT MAL
ORÐIÐ mýta er ekki að finna
í mörgum íslenskum orðabókum
sem ekki er von._ í orðsifjabók
hinni miklu eftir Ásgeir Blöndal
Magnússon er það þó, og segir
að orðið sé nýíslenskt og merki
„goðsögn, almenn sögn, trú eða
skoðun sem ekki hefur við rök
að styðjast“. Líklegt er talið að
það sé tökuorð úr dönsku myte,
„sbr. einnig e. myth; úr grísku
mýthos = munnleg frásögn".
Trúlega hafa fleiri og meiri
sagnir farið af goðum en mönn-
um og ekki allar haft „við rök
að styðjast". Því er svo komið
að orðið fer að merkja goðsögn,
þjóðsaga, ósönn sögn, eða þess
konar tal sem ekki er alls kostar
sannleikanum samkvæmt.
Nú mun það hafa gerst í ensku
að „mythological person" var
stytt í myth, og íslendingar,
einkum listsnobbarar, munu þá
fljótlega hafa haft svipaðan hátt
á. En skemmst er af því að segja
að maður er ekki goðsaga eða
mýta.
Hins vegar eru til menn sem
um spinnast þjóðsögur, jafnvel í
lifanda lífi þeirra, þeir verðajafn-
vel goðsögulegir í þeim skilningi
að margir gera sér rangar hug-
myndir um ágæti þeirra, sbr.
kynjasögur af fornum goðmögn-
um, svo í Grikklandi sem á Is-
landi.
Umsjónarmaður biðst undan
því, eftir þennan formála, að
menn séu kallaðir goðsagnir. Það
stenst ekki.
Gott er til þess að vita hversu
orðið listhús hefur fengið góðar
undirtektir og víða náð festu í
nafngiftum. Það var aldrei ætlun
umsjónarmanns að útrýma töku-
orðinu „gallerí“, það má hafa til
hliðar, enda á það sér margar
hliðstæður, eins og bakarí, kel-
irí og fyllirí. Gott er að hafa
fjölbreytni. Hitt er verra, þegar
einhæfnin er orðin svo mikil að
leikhús er nú oft látið merkja
margt annað en leikhús, t.d. leik-
verk, leikrit, leiklistarlíf, leik-
starfsemi og gott ef ekki leikhús-
gestir. Fyrirmyndina að þessu er
vafalítið að finna í ensku, þar sem
theatre merkir ýmislegt, sem
tengist leiklist, fleira en leikhúsið
Umsjónarraaður Gísli Jónsson
908 þáttur
sjálft. En það er ekkert menning-
armark að stunda slíka eftiröpun.
Þá er ástæða til að minna á
að grískættaða orðið dramatúrg
hefur verið þýtt á fslensku bók-
staflega með hinu ágæta orði
leiksmiður. Við eigum ekki að
fyllast ofstæki gagnvart tökuorð-
um, en metnaður okkar á hins
vegar að vera slíkur, að við kepp-
um að því marki, að íslenskan
eigi orð um „allt sem er hugsað
á jörðu“. Það getur verið torsótt,
en þeim mun sætari sigurinn sem
viðfangsefnið krafðist af okkur
meiri hugkvæmni, dugnaðar,
smekkvísi og þolinmæði.
★
„Var í þeirri för margt stór-
menni, og slæddist ég í flækju
þeirra. Höfðu þeir alstaðar góðar
viðtökur sem ætlandi var; stóðu
víða sjampaníavínsstaupin fleyti-
full á borðum, þegar út var geng-
ið, (og var það) heldur af því,
að vel væri veitt en illa væri
drukkið."
(Sr. Tómas Sæmundsson
Fjölnismaður.)
★
Eins og sagði í síðasta þætti,
kemur hér limra frá Ingvari
Gíslasyni. Til skýringar skal þess
getið að margir hafa spreytt sig
á að þýða enska limru, eða líkja
eftir henni, þá sem segir frá
stúlkunni brosandi á baki tígurs-
ins. Á latínu: Puella Nigrensis
ridebat. Vísa ég til alls þess sem
áður kom í þáttum þessum í því
sambandi. En Ingvar segir: „Eft-
irfarandi limra er að vissu leyti
samin á þína ábyrgð, þótt nokkuð
sé umliðið:
„ ... she rode on a tiger“
Hún brosti að Rover og rútum,
reið tígri frá Vöglum að Skútum.
Þegar slotaði för,
var hún slátur og mör,
enda sleikti þá tígurinn útum.
[Innskot umsjónarmanns:
Þetta er brillíant.]
Ingvar aftur: „Upphaflega
byijaði vísan þannig: „Hún brosti
að Rolls-Royce og rútum“, en ég
breytti þessu í „Rover“ til þess
að fækka errunum, og er þó fyrri
gerðin myndrænni, ef eitthvað er.
Með þökk fyrir hlut þinn í að
stýra limrugerð á réttar brautir."
Umsjónarmaður velur gerðina
með „Rover“.
Fært er margt úr fyrri stað
fyrir alvalds tilverknað.
Tilburði menn tína á blað;
tíminn gengur út á það.
(Runólfur ríman: Heimspeki;
stafhenduætt II, samhenda.)
Tíningur, heimafenginn og
aðsendur.
1) Um það, sem fráleitt er eða
óboðlegt, er sagt að það sé fyrir
neðan allar hellur, sjá Merg
málsins. Ástæðulaust þykir að
breyta því í að vera „langt fyrir
neðan hné“.
2) Umsjónarmaður þakkar
Ásgerði Jónsdóttur grein hér í
blaðinu 11. maí síðastliðinn.
3) Illa kann umsjónarmaður
því, að dýr látist eða andist. Þau
deyja, falla eða drepast.
4) Þó að menn viti ekki vel
hvað fyrri hluti nafnsins Fenris-
úlfur merkir, réttlætir sú van-
kunnátta ekki breytinguna yfír í
„Fernisúlfur". Ýmsir hafa nátt-
úrlega nasasjón eða smjörþef af
áburðinum fernis(olía), en heiti
hans pr dregið af egypsku borg-
inni Berenice.
5) Sigurður Sigurðsson þátta-
gerðarmaður fær stig fyrir að
segja að tjörnin sé umlukt, ekki
„umlukin". Hins vegar hefði ég
hiklaust sagt lækjarins fremur
en „læksins“.
6) Raunalegt var að heyra
mann í hárri stöðu, og hafði
kennt við Háskólann segja „í
tilefni af hundraðasta Islendinga-
dagnurn". (Sagði reyndar „degin-
um“ síðar).
7) Það er rangt mál hjá íþrótta-
fréttamanni að segja: „Öllum
leikjum kvöldsins verður gert
skil“. Skil er þama í fleirtölu.
Öllum leikjum kvöldsins verða
gerð skil, væri rétt þolmynd.
Auk þess legg ég til að við
hvílum okkur á tuggunni „að
verma botnsætið“ og segjum
hreint út að liðið sé í neðsta
sæti (neðst) í deildinni. Og í síð-
asta þætti skiptist braglist rangt
á milli lína. Beðist er velvirðingar
á því.
andi móðir hafi á börnin.
Ég kannast ekki við
rannsóknir sem hafa
kannað hvort og hvaða
áhrif útivinnandi faðir
hafi á börnin. Mæðra-
fjölskyldur er annað vin-
sælt rannsóknarefni og
samskipti bams við
móður. En slíkar rann-
sóknir leita eftir því að
gera móðurina ábyrga
ef eitthvað fer „úrskeið-
is“ eða öðruvísi en sam-
félagið krefst af strák-
unum og foreldrum
þeirra. Samfélagið verð-
ur svo ávallt stikkfrí.
Óvinsælt er að gera
samfélagið, stofnanir þess og starfs-
fólk ábyrgt. Starfsfólk stofnana fær
á sig hálfgerðan geislabaug og það
talið allt að því fullkomnir einstakl-
ingar þrátt fyrir allar mótsagnir sem
felast í slíku. Mannfólkið er og verð-
ur fallvalt, því það er að vera mann-
legur.
Sjálfsmorð
Strákamir okkar sem lenda í erf-
iðleikum em teknir úr umferð og
síðan settir aftur í umferð. Þessu
fylgir ákveðin stimplun. Þeim kann
að finnast að samfélagið, þeirra nán-
ustu og lífið hafi brugðist þeim. Það
kann líka að vera. Þeim var ekki
veittur sá stuðningur og skilningur
sem þeir þurftu á að halda. Vonarg-
lampinn hverfur og lífsviljinn um
leið. Útgönguleiðin verður að hverfa
burt úr þessu lífí. Þeir taka burt líf
sitt og hverfa á braut. Þetta er sorg-
arsaga sem hendir marga stráka.
Rannsóknir sýna og sanna þessa
sorgarsögu. Þessir strákar hafa mik-
ið að gefa lífinu. Til dæmis geta
þeir sagt okkur hvað fór úrskeiðis
og hvemig við brugðumst þeim.
Mörg okkar, ég þar á meðal, hafa
ekki þurft að reyna þessa rauna-
braut en það þýðir ekki að við séum
ekki líka ábyrg. Við þurfum öll að
horfast í augu við þessar staðreynd-
ir og leita leiða til að snúa þessari
þróun til betri vegar. En hvemig?
Árangursríkasta leiðin sem ég sé er
að spyija strákana okkar ráða.
Hveiju eru þeir að mótmæla? Hvað
eru þeir að hrópa þegar þeir „trufla"
og „grípa frammí" í tímum? Við
verðum að fara að hlusta á þá. Hvað
vilja þeir og hveiju vilja þeir breyta?
Ég vil hvetja alla stráka til að láta
í sér heyra og hafa hátt um hvað
það er sem þeir vilja. Með kærleiks-
kveðju til allra stráka.
Höfundur erráðgjafí, MA.
Borgarstjóri
hinna útvöldu
ÖLDIN sem nú er
að hverfa hefur verið
öld hinna miklu kenn-
inga sem áttu að ná
yfir allt. Má þar nefna
nasjónalisma, marx-
isma og thatcherisma
sem byggist að mestu
á því að leggja þjóðfé-
lagið niður og láta við-
skiptin ein um hlutina.
Stundum er þetta sama
fólkið sem hlaupið hef-
ur úr einni kenningu
yfir í aðra eftir tíðar-
andanum. Flest þetta
fólk á það sameiginlegt
að þekkja illa til í eigin
samfélagi, t.d. botnar
Jón Kjartansson
frá Pálmholti
það lítið í vanda heimilanna og reyn-
ir jafnvel að afneita honum. Forsæt-
isráðherra sá ástæðu til að vara við
kenningafólkinu í ræðu sinni 17.
júní sl.
Borgarstjórinn í Reykjavík er
greinilega sprottinn úr þessum jarð-
vegi, sbr. grein í Morgunblaðinu 22.
júní sl. um „félagsvæðingu í Reykja-
víkurborg". í samræmi við ofanskrif-
að sendi borgarstjórn starfshóp til
Norðurlanda að sækja ljósrit af hús-
næðisstefnu, enda ekki gert ráð fyr-
ir neinni þekkingu hér. Starfshópur-
inn komst að þeirri merku niðurstöðu
að þróun húsnæðismála þar hafi
„verið með nokkrum öðrum hætti
en hér“ og að þar „hafa sveitarfélög
unnið markvisst að því að losa sig
við rekstur og eignarhald á leiguhús-
næði“. Ekkert frekar um þróunina,
forsendur hennar né afleiðingar. Um
margra áratuga skeið hefur ríkt
einskonar þjóðarsátt um allan hinn
vestræna heim varðandi lausnir í
húsnæðismálum. Þrátt fyrir mis-
munandi form hefur ríkt eining um
það markmið að allir skuli hafa við-
unandi húsnæði með sanngjörnum
kjörum, nema hér á landi. ísland var
til skamms tíma eina ríkið á Vestur-
löndum sem taldi húsnæðisöflun prí-
vatverkefni hvers og eins. Öll opin-
ber húsnæðisaðstoð, lán styrkir og
bætur hafa miðast við þetta og runn-
ið nær eingöngu til húseigenda.
Svo komst frú Thatcher til valda
í Bretlandi. Er hún frétti af hinni
séríslensku húsnæðisstefnu, lét hún
senda sér ljósrit af henni og varð
svo hrifin að hún ákvað að koma
henni í framkvæmd hjá sér og gekk
m.a. í þvð að selja opinberar leigu-
íbúðir. Helsta vörn fátækra leigjenda
var að stofna félög til að kaupa íbúð-
ir svo fólkið stæði ekki á götunni.
Margar íbúðir tókst þó ekki að selja
vegna slæms ástands, þær voru rifn-
ar og lóðirnar afhentar verktökum.
Nú er sagt að 22%
Breta búi við alvarlega
fátækt og útigangs-
mönnum hefur stór-
fjölgað. Hinn mikli sig-
urvegari Tony Blair lof-
aði að hreinsa göturnar
af þessum óþrifnaði,
hvernig sem hann ætl-
ar nú að fara að því.
Norðurlandamenn
urðu skyndilega svo
hrifnir af þessu breska
framtaki að þeir urðu
sér úti um ljósrit af
hinni nýju bresku hús-
næðisstefnu til að
koma henni að hjá sér.
Afleiðingin varð hrun
bankakerfisins og urðu ríkissjóðimir
að dæla stórfé í bankana til að forða
þeim frá gjaldþroti. Og húsnæðiskjör
fólksins hafa stórversnað. Þó láta
þeir (Svíar) 40% af útgjöldum sínum
Einkavæðing og mark-
aðskerfi eiga víða rétt á
sér, segir Jón Kjartans-
son frá Pálmholti, en
greina verður á milli
atvinnurekstrar og al-
mannaþjónustu.
til velferðarkerfis meðan íslenska
rausnin er rúm 18%. Og nú er ljósrit-
ið komið hingað heim aftur einsog
handritin. Vandinn er sá að hér í
sjálfu móðurlandi thatcherismans í
húsnæðismálum er ekkert til að
einkavæða eða félagsvæða, hér er
allt fullkomið samkvæmt ljósritinu.
Við nánari athugun kom þó í ljós
að sveitarfélögin höfðu á sínum tíma
þurft að tæma herbraggana og
timburskúrana með því að flytja
fólkið sem ekki hefur greitt „raun-
kostnað" fyrir húsnæði sitt og því
varð að breyta, þarna reyndist kjör-
ið verkefni. Einkavæðing (og félag-
svæðing) á víða rétt á sér og mark-
aðskerfi, en þá verða menn að hafa
vit á að greina á milli atvinnurekst-
urs og almannaþjónustu. Annars
blasir við þjóðfélag þar sem enginn
á neitt skilið og ekki rétt á neinu
nema því sem hann getur borgað
fyrir. Þá nær rétturinn til lífsins
aðeins til hinna útvöldu. Sú stefna
var áður fyrr kölluð fasismi.
Höfundur er formaður
Leigjendasamtakanna.