Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 29' STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VIRÐISAUKA- SKATTUR AF GSM- SÍMTÖLUM ISLENDINGUR staddur erlendis verður framvegis að greiða íslenzka ríkinu virðisaukaskatt af símtölum sín- um gegnum GSM-síma, þótt viskipti hans séu í raun að stærstum hluta við erlent símafyrirtæki. GSM-simi, notað- ur erlendis, leitar uppi næstu símstöð, og nýtur þjónustu hennar. Það hlýtur að orka tvímælis, að ekki sé fastar að orði kveðið, að íslenzka ríkið innheimti virðisaukaskatt af símaþjónustu keyptri á erlendri grundu af erlendu fyrir- tæki. Fram til þessa hefur aðeins verið lagður virðisaukaskatt- ur ofan á 15% þjónustugjald, sem Póstur og sími hefur lagt á GSM-símtöl íslendinga frá útlöndum. Nú á sem fyrr segir að leggja virðisaukaskatt á heildarsímakostnað GSM-notandans, einnig af þeirri þjónustu, sem keypt er af hinu erlenda símafyrirtæki. í mörgum tilfellum eru erlendir símareikningar með virðisaukaskatti og verður þá um tvöfalda álagningu að ræða. Það er að sjálfsögðu fráleitt að innheimta virðisaukaskatt í tvígang af sömu símaviðskiptunum. Það breytir litlu í þessu sambandi þótt reynt verði, eins fram kom í viðtali við talsmann Pósts og síma, að fá er- lendan virðisaukaskatt endurgreiddan. Það kostar, að þeirra sögn, samningaviðræður við skattayfirvöld í hveiju viðkomandi landa fyrir sig. Að sjálfsögðu eiga íslenzk skattayfirvöld að semja um þessa hluti áður en hafin verð- ur innheimta virðisaukaskattsins með þeim hætti sem nú er áformað. Annað er illþolandi fyrir viðskiptavininn og skattgreiðandann. Sá tími á að vera liðinn að hægt sé að ganga á hag hans og rétt með þessum hætti. SKÓLAGJÖLD OG SKATTAÍVILNUN FYRIR nokkru vék Tryggvi Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, að því, að tímabært væri að taka hér upp skólagjöld. Það er ekki auðvelt fyrir for- ystumann í skólakerfinu að koma fram með slíkan boð- skap og þeim mun virðingarverðari er viðleitni skólameist- arans til þess að taka þetta viðkvæma mál á dagskrá og fá um það umræður. Skólagjöld hafa lengi verið við lýði víða á Vesturlöndum en þó fyrst og fremst í Bandaríkjunum og Bretlandi. í Þýzkalandi t.d. hafa háskólar verið opnir eins og hér og aðgangur að þeim ekki kostað neitt. Afleiðingin er sú, að algert öngþveiti ríkir nú í háskólum þar í landi. Skólarn- ir hafa ekki efni á að reisa nauðsynlegar byggingar til þess að hýsa starfsemi sína, þeir missa hæfustu kennar- ana vegna þess, að þeir hafa ekki efni á að greiða þeim viðunandi laun og svo mætti lengi telja. Skólar hér stefna í sömu átt að óbreyttu og þessi þróun er raunar löngu hafiiw' Háskóla íslands. Þess vegna má gera ráð fyrir, að á næstu árum skapist smátt og smátt samstaða um að taka upp skólagjöld, a.m.k. á háskóla- stigi. Þeim fylgir sá kostur fyrir nemendur, að þeir geta gert mun meiri kröfur til kennara og viðkomandi skóla um gæði kennslu og margvíslegrar þjónustu. Hins vegar er ljóst, að þar sem full skólagjöld eru greidd er náms- kostnaður afar hár. Ekki er ósennilegt, að 5 ára háskóla- nám með fullum skólagjöldum geti kostað á annan tug milljóna króna. í Bandaríkjunum hefur það tíðkazt í áratugi að foreldr- ar byija að leggja fyrir fé til þess að standa straum af námskostnaði barna sinna um leið og þau fæðast. Slíkur langtímasparnaður er þjóðfélaginu öllu til hagsbóta. Það er ástæða til að varpa því fram til umhugsunar og um- ræðu, hvort saman geti farið ákvörðun um að taka upp skólagjöld hér í áföngum og ákvörðun um að veita fólki skattaívilnanir, sem tengjast langtímasparnaði vegna skólagöngu barna þeirra í framtíðinni. Skattaívilnanir myndu hvetja fólk til að taka upp slíkan sparnað, alveg með sama hætti og skattaívilnanir hafa orðið til þess að ýta mjög undir hlutabréfakaup almenn- ings, sem þar með hefur orðið beinn þátttakandi í uppbygg- ingu atvinnulífsins. LENDINGARSTAÐUR Pathfinder í gjúfri Aresar á Mars. FALLHLÍFAR og loftpúðar voru notaðir við lendingu Pathfinder. Discovery- áætlunarinnar er NEAR geimfarið (Near Earth Asteroid Rendezvous) sem skotið var upp (reyndar á undan Pathfinder) 17. febrúar 1996, og mun fara á braut um smástirnið Eros 1. október 1999. Þann 27. júní siðastliðinn fór geimf- arið framhjá smástirninu Mathilde. Vísindatæki um borð í Pathfinder Um borð í Pathfinder eru fjöl- breytt vísindatæki sem munu afla nánari upplýsinga um yfirborð Mars. Ber þar fyrst að nefna svokallaðan IMP-búnað (Imager for Mars Pat- hfinder), sem er myndavél geimfars- ins. Myndavélin hefur tvær linsur til að geta tekið tvísýnimyndir þannig að hægt sé að nota hana til að ákvarða vegalengdir og stærð hluta sem finnast á yfirborðinu. Útfrá tví- sýnimyndunum er svo búið til þrívítt tölvulíkan af umhverfi geimfarsins, og munu stjórnendur jeppa, sem notaður verður við rannsóknir, nota það til að leiðbeina honum um yfir- borð Mars. Myndavélin hefur innbyggðar 24 ljóssíur og eru 12 þeirra notaðar til að skoða litróf frá gijóti og ryki á yfirborðinu. Með því fást allgóðar upplýsingar um efnasambönd sem er að finna á Mars. Myndavélin er talsvert fullkomnari en sú sem notuð var á Viking-geimförunum 1976, og er þar aðallega fyrir að þakka stór- stígum framförum i gerð CCD- platna (Charged Coupled Device) sem gegna hlutverki filmu. Næmni CCD-plötunnar gerir mögulegt að taka myndir á mjóum litrófsböndum. Með litrófsljósmyndun er átt við að teknar eru myndir í ákveðnum litum. Litróf sýnilegs ljóss nær yfir bylgju- lengdir rafsegulgeislunar frá um 400 nanómetrum (blátt) upp í um 700 nm (rautt). í mannsauga eru þijár ljóssíur, ein blá sem skynjar u.þ.b. 440 nm, græn um 590 nm og rauð um 670 nm. Myndavél Pathfinders hefur 12 litsíur með um það bil jöfnu millibili frá 440 nm upp í um 1000 nm, nokkuð út fyrir sýnilega sviðið. Hluti af IMP pakkanum er segul- eiginleikatilraunin, sem annar höf- unda þessarar greinar hefur starfað að, og verður gerð grein fyrir síðar í greininni. Soujourner-jeppinn Sojourner Rover er jeppi (ca. 60 sm langur og 40 sm breiður) sem mun aka um yfirborðið, taka mynd- ir, (meðal annars af geimfarinu) og framkvæma ýmsar mælingar. Jepp- inn inniheldur állnokkur tæki, þar á meðal svokallað APXS-efnagreining- artæki. APXS (alpha-proton-X ray spect- rometer) er efnagreiningartæki sem -I- BANDARÍSKA geimfarið Pathfinder lenti á yfirborði Mars á föstudag, nánar tiltekið við „ósa“ Ares Vallies (gljúfur Aresar) sem er aflíð- andi háslétta og gljúfrakerfi nálægt Valles Marineris, sem eru mestu gljúfur á Mars. Lendingarstaðurinn er valinn með hliðsjón af að flóð sunnan frá hálendinu kunni að hafa borið með sér steina og jarðveg sem vert er að rannsaka. Pathfínder er fyrsta geimfarið sem lendir á yfirborði Mars síðan Viking geimförin lentu þar árið 1976. Lendingin markar upphaf nýrra tíma í könnun Mars, því banda- ríska geimferðastofnunin NASA ráð- gerir hér eftir að senda tvö geimför til Mars í hvert sinn sem afstaða jarðar og Mars hentar. Það gerist á rúmlega tveggja ára fresti, og er ætlunin að þessu haldi áfram vel fram yfir aldamót. Að lokum kemur svo að því að geimfar snúi aftur til jarðarinnar með jarðvegssýni frá Mars, og er það áætlað fijótlega eft- ir aldamót. Pathfínder og Viking geimförin eiga margt sameiginlegt og eru eins konar ómannaðar rannsóknarstofur. Það sem er óvenjulegast við Pat- hfinder (og greinir það mest frá Vik- ing-förunum) er aðferðin sem það notar til lendingar. Viking geimförin (og flest geim- för, mönnuð og ómönnuð, sem lenda á öðrum reikistjörnum) notuðu bremsueldflaugar til að lenda mjúk- lega á yfirborðinu. Lending Pat- hfínder gerðist hins vegar í nokkrum skrefum: í fyrstu hægði loftmótstað- an á ferð þess, er það kom inn i efri hluta lofthjúpsins. Hitahlífar komu í veg fyrir að geimfarið skemmdist, en þær áttu að brenna upp að hluta til. Næst opnuðust fall- hlífar með bremsueldflaugum sem hægðu enn frekar á geimfarinu. Fallhlífunum var sleppt meðan geimfarið var enn nokkrum tugum metra yfir yfirborðinu og það látið falla niður á yfirborðið. Bremsueld- flaugarnar báru síðan fallhlífina í örugga fjarlægð frá geimfarinu. Loftpúðar blésu upp á hliðum geimf- arsins og tryggðu örugga lendingu Pathfínder sem skoppaði nokkrum sinnum eftir yfirborðinu. Auðvitað er ekki hægt að ganga út frá því sem vísu að geimfarið lendi að lokum á réttum kili, en þegar hliðar þess opnuðust átti það sjálft að velta sér þannig að það stæði rétt. Pathfinder er fyrsta geimfar NASA sem fylgir hinni svokölluðu Discovery-áætlun. Kröfurnar sem til þess eru gerðar eru að það sé ódýrt, 150 milljónir dollara á gengi ársins 1992, og að áhersla sé lögð á fá rannsóknartæki. Næsta ferð í anda Pathfinder lendir á yfirborði Mars geir Pétursson fjalla hér um tilgang ferðar- innar og eðli þeirra rannsókna sem fram- kvæmdar verða á Mars. HÉR má sjá líkan af Pathfinder og Soujoumer á tilraunastofu NASA í Pasadena í Bandarílyunum. Soiyoumer-jeppinn er fremst á myndinni. Leyndar- mál Mar s afhjúpuð Geimfarið Pathfínder lenti á yfírborði Mars í gær. Haraldur Páll Gunnlaugsson og As- SOJOURNER KANNAR YFIRBORÐ MARS Skyrjari greinirefni á yfirborði Veltivagnsfjöðrun Með drifi á sex hjólum getur vagninn ráðið við hindranir sem eru tvisvar sinnum þvermál hvers hjóls. Mótorar eru gíraðir í hlutfallinu 2000:1 til þess að skapa kraftvægi sem þarf í akstur á grófu yfirborði á 0,4 metra hraða á mínótu REUTERS notfærir sér geislagjafa (Curium- 244) sem sendir frá sér alfa-geislun. Aðferðin er sú að alfa-geislarnir eru látnir lenda á sýninu sem rannsaka á. Sumir þeirra speglast til baka, en aðrir leysa úr læðingi röntgengeisla og róteindir. Allt gefur þetta góðar upplýsingar um frumefni þyngri en vetni sem eru í sýninu. Veðurmælingatæki um borð nefn- ast einu nafni ASI/MET. Hitastig, vindhraði og yfirborðsþrýstingur á lendingarstað verða mæld í þremur mismunandi hæðum. Þessar mæling- ar munu gefa betri upplýsingar um gerð lofthjúpsins á Mars en nú eru til, þar sem veður fylgir öðrum lög- málum en á jörðinni. Starfið á Mars Eftir lendingu verður enginn frið- ur hjá vísindamönnum því enginn veit hvenær gögn hætta að berast frá geimfarinu, og nauðsynlegt er að vinna jöfnum höndum úr þeim gögnum sem berast til að hægt sé að skipuleggja nýjar tilraunir eða gefa því merkilega sem sést betri gaum. Á undanförnum mánuðum hefur sérhvert handbragð i gagnameð- höndlun og stjórn geimfarsins verið æft í viðbúnaðarprófunum (ORT). Líkan af geimfarinu, sem komið er fyrir í líkani af Mars umhverfi, er notað til að gefa vísindamönnum og stjórnendum geimfarsins tækifæri til að prófa þær aðferðir sem þeir eiga eftir að beita á Mars. Margt hefur farið úrskeiðis á þessum æfingum, og margt komið í ljós sem betur mætti fara. Þetta er þó einmitt mark- mið æfinganna, þegar á hólminn er komið má gera ráð fyrir að þær skili tilgangi sínum og að allt gangi snurðulaust. Seinasta viðbúnaðar- prófunin var framkvæmd dagana 9.-13. júni, og var hún lokaæfingin fýrir lendinguna. Fyrsta mánuðinn verður hægt að ná um 20 megabitum (um milljón orðum) af gögnum á dag frá geimf- arinu. Það fer aðallega eftir því hversu mikið rafmagn er til á geimf- arinu, hvort ryk sest á ljósrafhlöð- urnar og hversu kalt er. Ýmsum hlut- um geimfarsins þarf að halda heit- um, og fer hluti rafmagnsins í það. Endist í átta ár Fyrsta daginn var aðalstarfið að ná jeppanum af geimfarinu. Það þurfti að gerast eins fljótt og auðið var, því annars skyggir jeppinn á huta sólarrafhlaðnanna. Jeppinn get- ur ekið í tvær áttir og verður sú öruggari valin. Auk þess er strax tekinn mikill fjöldi mynda til vonar og vara ef myndavélin skyldi bila og hætta að geta tekið myndir. Eft- ir fyrsta daginn verður myndavélin færð í sína endanlegu hæð, sem er 1,5 m yfir yfirborð Mars. Næstu daga verða fjölmargar til- raunir gerðar, jeppinn mun skoða allt ryk og grjót sem virðist áhuga- vert. Hjólför jeppans munu til dæm- is gefa vísbendingar um jarðveginn á Mars, og einstaka sinnum verður jeppinn látinn spóla, til að sjá hver áhrifin verða. Teknar verða litrófs- myndir af öllum áhugaverðum fyrir- bærum í nágrenni geimfarsins, svo og af ryki sem sest á seglana. Þetta er einungis brot af því sem hundruð vísindamanna munu glíma við fyrstu dagana. Reynt verður að tæma alla hugsanlega rannsóknarmöguleika svo ekki þurfi að naga sig í handar- bökin og muldra: „Við hefðum átt að gera svona!“, eftir að geimfarið hættir að senda boð. Ef allt heppnast eins og til stend- ur má búast við að geimfarið endist í allt að eitt ár. Það sem takmarkar hvað mest endingartímann er hinar miklu hitasveiflur á Mars, allt að 150 gráðu frost á næturnar og upp að frostmarki á daginn, en rafeindar- tækin um borð þola slíka meðferð ekki endalaust. Upplýsingar úr ryki Seguleiginleikatilraunin (The Magnetic Properties Experiment) er sú tilraun sem Haraldur Páll hefur unnið að undanfarin ár. Hún byggist að hluta á niðurstöðum svipaðrar tilraunar Viking-geimfaranna, en þau fluttu nokkra segla sem söfnuðu segulmögnuðu ryki. í ljós kom að yfirborðsryk Mars er mjög segul- magnað, nokkuð sem kom mjög á óvart í ljósi þess að svipaður jarð- neskur (rauðleitur) jarðvegur er svo til aldrei jafn segulmagnaður. Til- raunin mun nýta þennan seguleigin- leika til að afla vitneskju um yfir- borðsryk Mars, sér í lagi þátt vatns í mótun þess. Þegar rannsaka á jarðvegsrof á Mars koma ljósmyndir að takmörk- uðu gagni. Efnasambönd í jarðvegin- um eru ótalmörg og ekki er hægt að greina á milli þeirra á einfaldan hátt. Hinsvegar eru segulvirk efna- sambönd aðeins fáein, og með því að einskorða sig við þau er mögulega hægt að greina á milli þeirra. Segulvirk sambönd innihalda járn, sem er það frumefni sem gefur einna mestar upplýsingar um veðrun og jarðvegsrof á Mars. Allir þekkja muninn á hreinu járni og veðruðu (ryði) og auðvelt er að sjá hvernig járn hefur veðrast, og hvort vatn hafi átt þátt í veðruninni. Seguleiginleikatilraunin er sam- sett af þremur tækjum. Fyrst er að telja Magnet Array, sem er röð mis- sterkra segla, sem efnisagnir hafa mismunandi tilhneigingu til að setj- ast á eftir því hve sterk segulmögn- un þeirra er. Þá er segull staðsettur nærri öðru auga myndavélarinnar sem mun gefa kost á að skoða hvernig segulvirk korn af yfirborðinu víxlverka hvert við annað, og að auki eru seglar sem safna segulmögnuðu ryki til efna- ^ greiningar. Geimferðir til yfirborðs annarrar reikistjörnu eru ekki daglegt brauð jafnvel á bestu bæjum, og að baki liggur margra ára þrotlaus vinna. Stundum tekst heldur ekki vel til. í nóvember síðastliðnum sendu Rússar á loft geimfarið Mars-96, sem var einhver metnaðarfyllsta geimferð til Mars fyrr og síðar. Geimskotið mis- tókst með þeim afleiðingum að 6 tonn rannsóknartækja (Mars Pat- hfinder vegur ekki nema 380 kg) enduðu á botni Kyrrahafsins. Þetta var eitt mesta áfall í sögu könnunar- leiðangra til Mars. Rannsóknir hafa skilað árangri Spyija má hvort vert sé að standa í þessu, hvort ekki megi veija fjár- munum til einhvers sem liklegra er að gefi niðurstöður. Staðreyndin er að þótt stór hluti þeirra geimfara sem send hafa verið til Mars hafi ekki skilað því sem ætlast var til af þeim, hafa rannsóknir á Mars samt skilað miklum árangri. Skilningur okkar á jörðinni hefur t.a.m. aukist, hægt er nú að átta sig betur á þeim ferlum sem skapað hafa jörðina og gert hana að því sem við þekkjum í dag.^r í dag eru það einkum tvær brenn- andi spumingar sem leitað er svara við: í fyrsta lagi hversu mikið vatn var áður á Mars, og hvað varð um það? Skiptar skoðanir em um það hvort nógu mikið vatn hafi nokkm sinni verið á Mars til að stöðuvötn, og jafn- vel höf, mynduðust. Á yfirborðinu má finna merki um árfarvegi og hugsanlega stöðuvötn. Ekki er hins- vegar vitað hvort árfarvegimir mynd- uðust eftir að loftsteinn hafði brætt upp hluta sífrerans, eða hvort Mars hafi verið síblautur með rigningu og votlendi. Þegar menn verða sendir til Mars, verður afar mikilvægt fyrir þá að geta nýtt sér auðlindir sem fínnast á yfirborðinu. Aðgangur að vatni, bæði til drykkjar og framleiðslu eld- flaugaeldsneytis til heimferðar, er þar efst á óskalistanum. í öðm lagi verður reynt að svara spumingunni um hvort líf hafí fyrir- fundist á Mars. í september sl. var greint frá því að ummerki hefðu fundist um örvemr í lofsteini sem borist hafði til jarðar frá Mars. í framhaldi af þessu hafa kenningar um þróun lífs verið endurskoðaðar, sérstaklega hugmyndir um hvaða aðstæður þurfi til að líf geti þrifist. Nú er svo komið að örverulíf hefur fundist á hinum ótrúlegustu stöðum á jörðinni, í gijóti, úthafsborkjörnum og á fleiri stöðum sem áður var tal-1-- ið óhugsandi að líf gæti þrifist. Af þessu hefur verið dregin sú ályktun að líf hljóti að hafa þróast á Mars. Þó ber að taka fram að ofangreindar niðurstöður eru enn umdeildar. Ekki er búist við að Pathfinder muni gefa endanlegt svar við þessum spurningum, en enginn vafi er á að hann mun skila okkur í áttina. Hægt er að fylgjast með Pathfind- er á alnetinu á slóðinni: http://mpfwww.jpl.nasa.gov/ Haraldur P. Gunnlaugsson g útskrifaðist með meistarapróf i eðlisfræði fr& Háskóla íslands 1992, og varði dok torsritgcrð sina í eðlisfræði fyrr & þessu iri. Haraldur starfar við Kaupmannahafnarháskóla og verður staðsettur hji NASA næsta mánuðinn við móttöku og úrvinnslu gagna frá Pathfinder geimfarinu. Ásgeir Pétursson hefur BS-gráðu í eðlisfræði frá Háskóla íslands 1995.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.