Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
RAGNHEIÐUR
GESTSDÓTTIR
J
*
+ Ragnheiður
Gestsdóttir
fæddist á Hæli í
Gnúpverjahreppi 7.
febrúar 1918. Hún
lést á Borgarspítal-
anum 26. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru voru
Gestur Einarsson,
f. 2.júníl880, d. 23.
nóvember 1918,
bóndi á Hæli, og
kona hans, Margrét
Gísladóttir, f. 30.
september 1885 á
Urriðafossi í Vill-
ingaholtshreppi, d. 7. júní 1969.
Systkini Ragnheiðar eru
Gisli, f. 6. maí 1907, d. 4. októ-
ber 1984, Einar, f. 15. október
1908, d. 14. október 1984, Ragn-
heiður, f. 23. maí 1910, d. 19.
ágúst 1912, Steinþór, f. 31. maí
1913, Þorgeir, f. 3. nóvember
1914, og Hjalti f. 10. júní 1916.
Ragnheiður stundaði nám í
Kvennaskólanum í Reykjavík
og lauk þaðan prófi vorið 1937.
Jafnframt því stundaði hún nám
í píanóleik hjá frænku sinni,
Onnu Pjéturs. Ragnheiður vann
síðan í Laugavegsapóteki þar
til hún gifti sig.
Hinn 9. júlí 1942 giftist Ragn-
heiður Asólfi Pálssyni frá
Ásólfsstöðum, f. 10.
júní 1915, d. 2. sept-
ember 1996, syni
Páls Stefánssonar,
bónda þar, f. 16.
desember 1876, d.
6. ágúst 1947, og
konu hans, Guðnýj-
ar Jónsdóttur, f. 15.
nóvember 1878 á
Núpi í Berufirði, d.
15. janúar 1933.
Hófu þau búskap á
Ásólfsstöðum sama
ár og ráku jafn-
framt gistihús á
sumrin til ársins
1952. Börn Ragnheiðar og
Ásólfs eru Margrét, f.12.5.1943,
gift Þorsteini Hallgrímssyni,
börn þeirra eru Gunnar Örn og
Kristín Aranka, Guðný, f. 2.1.
1945, ekkja eftir Ottar Proppé,
d. 11.9. 1993, synir þeirra eru
Hrafnkell Ásólfur og Kolbeinn,
Sigurður Páll, f. 14.10. 1948,
kvæntur Hrafnhildi Jóhannes-
dóttur, börn þeirra eru Jóhann-
es Hlynur og Ragnheiður Björk,
og Gestur, f. 9.5. 1953, kvæntur
Þórunni Hjaltadóttur, börn
þeirra eru Ragnheiður, Hjalti
og Haukur Már.
Útför Ragnheiðar fer fram
frá Stóra-Núpskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Dagurinn 7. febrúar 1918 var
mikill gleðidagur á Hæli í Hreppum.
Þennan dag fæddist þar lítil stúlka,
en fyrir voru þar fimm drengir á
aldrinum eins til ellefu ára. Foreldr-
^ amir höfðu í þetta sinn varla þorað
að vona að þetta yrði stúlkubam,
en það gerðu þau þó alltaf eftir að
þau misstu tveggja ára gamla telpu
árið 1912. Litla telpan var skírð um
vorið og hlaut nafnið Ragnheiður
eftir systur sinni, en hún var látin
heita í höfuðið á langömmu sinni,
Ragnheiði dóttur Páls Melsteðs
amtmanns og ekkju eftir Vigfús
Thorarensen sýslumann, en hún bjó
síðustu tuttugu ár ævinnar á Hæli
hjá dóttur sinni Steinunni og dó þar
98 ára gömul árið 1914.
Ragnheiður litla, kölluð Ranka,
varð fljótt allra yndi á heimilinu og
varð hún til þess að bægja að nokkru
frá hinni þungbæm sorg, sem grúfði
yfir heimilinu frá því að heimilisfað-
irinn dó um haustið úr spönsku veik-
inni. Eiríki Einarssyni föðurbróður
hennar varð eitt sinn þegar hann
var gestkomandi á Hæli eftirfarandi
ljóð á munni:
Ég er hissa hvað hún Ranka getur
hlýjað þeim sem Kaldadalinn fór;
yljar hún þó einhvem tíma betur
ef hún lifír það að verða stór.
Sjáðu hvað hún leikur léttum fæti
launar gleðin stundar vinnutap;
ekki er svona einlæg blessuð kæti
áþekk heimsins mikla þjösnaskap.
' Ranka litla er bæði í orði og æði
ímynd vorsins fyrsta gróðurdags;
** gefi efnið góðu og lönp kvæði
gæfu æfí fram til sólarlags.
Gangi þetta allt að óskum mínum
ömmu nafnið kæra til þess vann;
hljóttu í arf frá honum pabba þínum
huga þann er gerði hann afreksmann.
Ég sem var yngstur bræðranna
fann fljótt að með Rönku eignaðist
ég góðan leikfélaga og þegar ég
þreyttist á að elta bræður mína og
standa mig í erfiðum ieikjum með
þeim þá var hvíid í að leika sér með
litlu systur, sem varð fljótt jafnoki
^ okkar á sumum sviðum en þó sér-
staklega á músíksviðinu. Þannig var
hún fljótt dugleg að syngja og læra
lög og að ná tökum á að spila á
orgelið, en hún gat þegar hún var
sex til sjö ára spilað lög eftir eyranu
á orgelið, sérstaklega ef einhver
okkar strákanna stigum það fyrir
iiana. Hún fékk svo þegar hún var
innan við fermingu leyfí til að læra
að spila eftir nótum á orgel hjá
Kjartani Jóhannessyni og náði hún
fljótt góðum tökum á að spila og
notfærðum við okkur það fljótt á
ýmsa vegu. Þannig var Ranka ekki
gömul þegar við fengum hana til
þess að spila undir fjórrödduðum
söng okkar fjögurra yngstu bam-
anna á Hæli og síðan varð hún fljótt
leikin í því að spila undir í tvísöngs-
lögum og einnig einsöng, sem ég
fór að stunda sautján ára, en þá var
Ranka aðeins 15 ára. Þetta gekk
nokkuð vel og spiiaði Ranka undir
hjá mér á nokkrum skemmtunum
sumarið 1933.
Á þessum árum einkenndist
heimilislífið á Hæli af gleði og söng
og við systkinin vorum öll heima
við, en sóttum þó í nokkmm mæli
ýmsa framhaldsskóla, en til viðbótar
lásum við mörg einn og einn bekk
heima. Ranka stundaði nám í
Kvennaskólanum í tvo vetur, en auk
þess hélt hún nokkuð áfram í spila-
tímum á orgei og píanó og líklega
hefði hún helst kosið að halda áfram
á þeirri braut, en það þótti nú ekki
vænlegur kostur á þeim árum.
Ranka hafði starfað í apóteki í
Reykjavík um tveggja ára skeið en
árið 1942 tók hún afdrifaríka
ákvörðun, en það var að halda aust-
ur í átthagana og setjast þar að.
Þau Ásólfur Pálsson á Ásólfsstöðum
sem hafði verið góðvinur Rönku frá
æskuámm, ákváðu að gifta sig og
taka við búi á Ásólfsstöðum, en föð-
ur hans fannst þá að tími væri kom-
inn til að hann drægi sig í hlé og
fengi syni sínum jörð og bú til nytja.
Þau ungu hjónin tóku því við búi
á Ásólfsstöðum vorið 1942, en Páll
rak áfram gistihúsið, sem þar hafði
verið starfrækt frá því árið 1928,
og gegndi áfram oddvitastörfum til
1946, en þá fluttu gömiu hjónin til
Reykjavíkur en þau Ásólfur og
Ragnheiður yfírtóku rekstur gisti-
hússins, en lögðu rekstur þess niður
árið 1948, enda ekki jafn brýn þörf
fyrir gistihúsið eftir að samgöngur
fóru að batna að sumarlagi.
Ásólfsstaðir voru ágæt bújörð,
sæmilegar slægjur, ágæt beit fyrir
sauðfé og mjög gott fyrir kýr á
sumrin, hagar góðir og veðursæld
í skógarjöðrum. En Ásólfsstaðir
vom frekar erfíð jörð, smala-
mennskur tímafrekar, langt til að-
drátta og mjólkurflutningur erfiður
að vetrarlagi. Það þurfti því tals-
verðan vinnukraft til þess að nytja
jörðina og auk þess var bærinn
þannig í sveit settur, að þar var
ætíð mjög gestkvæmt.
Ég var erlendis þegar systir mín
giftist og fór að búa, og vissi ég
að hún myndi ekki hafa valið sér
neitt auðvelt hlutskipti að gerast
húsfreyja á Ásólfsstöðum, með þeim
umsvifum sem því fylgdi. Þegar ég
átti þess kost að heimsækja þau að
Ásólfsstöðum árið 1945, sá ég, að
ég hafði getið mér rétt til um þetta.
En mér varð jafnframt ljóst, að hún
var hamingjusöm og henni hafði
tekist að skapa sér traust og gott
heimili og með börnunum, sem voru
þá orðin tvö og síðan komu tvö til
viðbótar, skapaðist samhentur hóp-
ur, sem lærði að vinna saman af
óeigingirni við að bæta hag fjöl-
skyldunnar og lærði, að deila kjörum
hvert með öðru af sanngimi.
Árið 1958 eftir 16 ára búskap
neyddust þau Ranka og Ásólfur til
að bregða búi vegna heilsubilunar
Ásólfs og urðu þau að flytja til
Reykjavíkur, þar sem hann gat
fengið létta vinnu, sem hann þoldi
að vinna og hún vann þá einnig úti
í hlutastarfi, en börnin voru þá enn-
þá ung. Þetta gekk sæmilega, efna-
hagurinn fór batnandi, en þau gátu
ekki gleymt búskapnum á fyrstu
búskaparárunum í dalnum fagra og
öllu sem þeim fannst þau eiga eftir
að koma þar í framkvæmd. Sjö árum
eftir að þau fiuttu til Reykjavíkur
ákváðu þau að flytja til baka að
Ásólfsstöðum í Þjórsárdal og koma
sér þar upp aðstöðu að nýju. Senni-
lega hefði enginn hagfræðingur lagt
til við þau að fara þessa leið, og ég
man að ég spurði systur mína hvort
hún héldi að þetta væri skynsam-
legt. Hún svaraði því þá til, að Ásólf-
ur gæti ekki lifað án Ásólfsstaða
og Þjórsárdalsins og hún gæti ekki
hugsað sér að búa með honum
óánægðum, og því ætti hún ekkert
val og hún færi með honum með
glöðu geði.
Síðan eru nú liðin 32 ár og sem
betur fer þá hafa þetta verið góð
ár hjá þeim og þeim hefur hlotnast
flest það sem þau sóttust eftir,
sæmilegur efnahagur, hamingju-
samt einkalíf í hjónabandi og með
börnum og skyldmennum og sæmi-
leg heilsa fram undir það síðasta.
Þau byggðu gott íbúðarhús og
gerðu fallegan tijá- og blómagarð
í kringum húsið, sonur þeirra Sig-
urður Páll tók við jörðinni og hefur
búið með konu sinni og börnum í
endurbættu gamla íbúðarhúsinu og
nú er sonarsonurinn Jóhannes að
setjast að með unga konu sína í
húsi Ásólfs og Ragnheiðar. Það mun
hafa verið þeirra mikla hamingja
að taka þátt í uppeldi barna og
bamabarna og sjá þau síðan færa
sér í nyt þeirra verk og framkvæmd-
ir og bæta við það sem þau vom
að skapa.
Önigglega hefði Ragnheiöur syst-
ir getað orðið góður eða ágætur
hljómlistarmaður, hefði hún átt kost
á að nema á því sviði þar sem hún
hafði svo mikla hæfíleika til að
byggja á. En hún varð í þess stað
sveitakona langt frá þéttbýlinu og
eignaðist þar heimili sem einkenndist
af glaðværð, gestrisni og samheldni,
sannkallað menningarheimili, sem
erfitt er nú að sjá á bak. Hún eignað-
ist elskulegan lífsförunaut, sem hún
missti fyrir tæpu ári eftir 55 ára
farsælt hjónaband, og hún eignaðist
fjögur börn sem öll eru gott og traust
fólk, sem halda vel saman og hafa
haft mikið og gott samband við for-
eldra sína alla tíð.
Við eftirlifandi bræður hennar
þökkum henni svo ótal margar
ánægjustundir á okkar langa lífs-
hlaupi saman og gleðjumst við að
hugsa til hennar og hinnar ánægju-
legu samveru með henni allt frá því
við vorum að stíga fótafjölina á org-
elinu hjá henni, þegar hún var að
spila og við að syngja, og til þess
er við hittum hana fyrir fáum dögum
í fallegu stofunni hennar og horfðum
út um gluggann út yfír Dalinn góða
allt til Heklu og Búrfells, sem halda
þar ætíð vörð. Hún átti ekki auðvelt
með að fara frá Ásólfsstöðum. Þar
átti hún svo góðar minningar frá
hamingjusömu lífí með sinni góðu
ljölskyldu, og þar fannst henni Ásólf-
ur alltaf vera hjá sér, enda minnti
allt á hann þar. Kannski fá þau nú
að vaka saman yfír velferð Ásólfs-
staða, sem standa þar svo óhaggaðir
undir brattri skógarhlíðinni.
Ég sendi börnum hennar, tengda-
börnum og bamabörnum, ásamt
frændfólki og vinum innilegar sam-
úðarkveðjur með þökk fyrir líf henn-
ar og störf.
Hjalti Gestsson.
Nú hefur elsku amma kvatt þetta
jarðneska líf og haldið til fundar við
afa sem lést fyrir tæpu ári því stund-
um er eins og fjarlægðin á milli
himins og jarðar fái ekki sundur
skilið samhent hjón og þannig held
ég að það hafí verið með ömmu og
afa.
En alltaf er brottför ástvinar
þungbær söknuður þeim sem á eftir
horfa ekki síst þegar kailið kemur
snöggt og óvænt eins og var um
fráfall ömmu.
Hún stóð á tímamótum, var að
flytjast til Reykjavíkur og ætlaði
þar að eyða síðustu ámm ævi sinn-
ar í návist vina og ættingja en ekki
auðnaðist henni að flytjast þangað.
Líf hennar og ævistarf var á Ásólfs-
stöðum og þannig var því ætlað að
vera.
Það var okkur systkinunum ómet-
anlegt að fá að alast upp með þau
ömmu og afa við hliðina á okkur
og alla tíð höfum við verið með
annan fótinn inni hjá þeim. Þar ríkti
friður og öryggi þeirra sem þekkja
lífíð af langri ævi og njóta þess að
deila þekkingu sinni með komandi
kynslóð. Amma var ákveðin og dug-
leg kona sem gerði heimilið að þann-
ig stað að þangað sóttu allir í að
koma og sat maður oft daglangt,
drakk kaffí og borðaði kökur og
talaði um lífið og tilveruna við
ömmu. Það er mikið skarð höggvið
i lífið á Ásólfsstöðum við fráfall
ömmu, skarð sem verður aðeins fyllt
minningum þeirra sem eftir lifa.
Elsku amma, megi ljós þitt lýsa
mér áfram veginn.
Jóhannes Hlynur Sigurðsson,
Marie Louise.
Komdu, litli ljúfur,
labbi, pabba stúfur,
látum draumsins dúfur
dvelja inni'um sinn,
- heiður er himininn.
Blærinn faðmar bæinn,
býður út í daginn.
Komdu kalli minn.
Hér bjó afí og amma
eins og pabbi og mamma.
Eina ævi og skamma
eignast hver um sig,
- stundum þröngan stig.
En þú átt að muna,
alla tilveruna,
að þetta land á þig.
Göngum langar leiðir,
landið faðminn breiðir.
Allar götur greiðir
gamla landið mitt,
sýnir hjarta sitt.
Mundu mömmu ljúfur,
mundu, pabba stúfur,
að þetta er landið þitt.
(Guðm. Böðvarsson.)
Elsku amma, þakka þér allar
góðu stundirnar.
Haukur Már og Hjalti.
Líklega verður maður aldrei und-
ir það búinn að taka láti ástvina
sinna og þannig var það þegar ég
frétti að amma væri dáin.
Hún sem var á tímamótum, stóð
í flutningum og virtist líta björtum
augum til framtíðarinnar en í stað-
inn kvaddi hún aldrei dalinn sem
var henni svo hjartfólginn, fór á
annan stað sem hún deilir nú með
afa sem dó fyrir fáum mánuðum.
Það er gott að vita að Jói bróðir
minn mun taka við húsinu með stóra
fallega garðinum og hefja þar nýtt
líf. Það veit ég að gladdi bæði ömmu
og afa. Amma var afar bókhneigð,
ljóðelsk og fróð kona unni tónlist
mikið og spilaði reyndar sjálf á
píanó. Hún var alltaf afar vel til
höfð og hélt reisn sinni fram á síð-
asta dag.
Ein af mínum fyrstu minningum
er þegar ég smábam tölti niður eft-
ir til ömmu og þær áttu eftir að
verða ófáar ferðirnar, þá kenndi
amma mér sögur og ljóð sem enn
lifa ljóslifandi í minningunni. Og
alltaf var gott að koma í kökumar
hennar ömmu sem ætíð vom á boð-
stólum fyrir gesti og gangandi.
Seinni árin hef ég starfað meira og
minna erlendis en alltaf þegar ég
hef þurft á sálarró að halda var svo
gott að koma heim í dalinn til fjöl-
skyldu minnar og fara syo til ömmu
og afa þar sem alltaf ríkti mikill
friður og ró. Síðastliðið haust eftir
lát afa sat ég oft hjá ömmu og í
einlægni sagði hún mér ýmislegt frá
því þegar þegar hún var ung og þau
afí voru að heíja búskap. Þá gaf
hún mér oft heilræði sem ég mun
hafa í farteskinu alla mína ævi.
Ég vil þakka elsku ömmu minni
allar þær yndislegu minningar sem
hún gaf mér og tileinka henni þetta
kvæði eftir Jóhann Siguijónsson
Ég veit, að það besta sem í mér er,
í arfleifð ég tók frá þér.
Ég veit, að þú gafst mér þá glöðu lund,
sem getur brosað um vorfagra stund,
og strengina mína, sem stundum titra,
er stráin af náttköldum daggperlum glitra,
stemmdi þín móðurmund.
Ragnheiður Björk Sigurðar-
dóttir.
í endurminningunni glitrar á
sumarið 1958. Ég var 12 ára kaupa-
maður hjá Ásólfí og Rönku á Ásólfs-
stöðum. Að sjálfsögðu var alltaf
sólskin eins og önnur sumur bemsk-
unnar og umhverfi nær og fjær átti
sér tæpast hliðstæðu að fegurð og
gróðurmagni. Ég naut frændsemi
og umhyggju og leið vel. Yfír þess-
ari veröld sveif andi Ásólfs Pálsson-
ar og Ragnheiðar Gestsdóttur, sem
í dag er borin til hinstu hvíldar. Að
leiðarlokum kemur aftur og aftur
upp í hugann lýsing Bjama Thorar-
ensen á Rannveigu Filipusdóttur:
Kurteisin kom að innan,
sú kurteisin sanna,
siðdekri öllu æðri,
af öðrum sem Iærist.
Framganga Rönku vitnaði í rík-
um mæli um mannkosti hennar.
Hún var í senn virðuleg og hlý, glað-
vær og alvörugefin, mannblendin
og sjálfri sér nóg, fíngerð og óbug-
andi, heimsborgari og rótföst heima
í dalnum. Hún átti marga strengi í
hörpu sinni og þeir hljómuðu jafnan
í fögrum samhljómi.
Ég á erfitt með að hugsa mér
gestrisnara heimili en á Ásólfsstöð-
um og sennilega er erfítt að hugsa
sér gestrisnari mann en Ásólf. Hann
tók gestum fagnandi, tilbúinn bæði
að gefa og þiggja af örlæti og per-
sónulegum áhuga á sjónarmiðum
og högum þess sem að garði bar.
Nær undantekningarlaust gat hann
litið mál opnum huga, séð á þeim
jákvæðar hliðar sem öðrum voru
huldar eða gáfu ekki gaum. Að sjálf-
sögðu var Ranka grundvöllurinn eða
kjölfestan á bak við þessa heillandi
gestrisni og enginn skildi það betur
og mat en Ásólfur. I sameiginlegri
framgöngu þeirra ríkti glæsilegt
samræmi. Þótt þau væru sjálfstæðir
og sterkir einstaklingar voru þau
glæsilegust saman. Aftur kemur
upp í hugann samlíking úr tónlist;
samhljómur, harmóní.
Þegar kallið kom skyndilega og
óvænt var Ranka tilbúin að hefja
nýjan kafla í sínu lífí. Hún horfði
fram á veginn bjartsýn, óbuguð og
glöð yfir að hafa gengið svo frá
málum á Ásólfsstöðum að hún var
ekki bara sjálf ánægð með málalykt-
ir heldur sannfærð um að Ásólfur
hefði einnig verið hæstánægður.
Hún var gæfumanneskja, umvafín
rómantískri ást alla ævi í umhverfi
þar sem rætur hennar stóðu djúpt,
bjó við barnalán og barnabarnalán
og lífskjör sem efldu reisn hennar
og örlátt hjarta.
Ég kveð föðursystur mína með
söknuði og þökk fyrir það sem hún
og Ásólfur voru mér og fjölskyldu
minni og votta frændsystkinum
mínum, mökum þeirra og bömum
innilega samúð.
Guðmundur Þorgeirsson.
• Fleiri minningargreinar um
RagnheiðiGestsdóttur biða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.