Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.07.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1997 33 + Árni Margeirs- son var fæddur í Keflavík 29. októ- ber 1957. Hann lést á Landspítalanum 25. júní síðastliðinn. Foreldrar Árna eru hjónin Margeir Ás- geirsson frá Hnífs- dal, fiskmatsmaður, f. 12. ágúst 1931, d. 20. október 1993, og Ásthildur Árnadótt- ir, skrifstofumaður, f. 2. september 1938 á ísafirði. Ásthildur er búsett í Keflavík. Árni átti þrjú systkini; Ragnhildur, skrifstofu- maður, f. 10. júní 1960, maki Hafsteinn B. Hafsteinsson, vél- fræðingur. Þau eru búsett í Njarðvík og eiga þrjú börn. Ás- geir, verkfræðingur, f. 13. des- ember 1961, maki Sveinbjörg Einarsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur. Þau eru búsett í Hafnar- firði og eiga þrjá syni. Veigar, tónlistarmaður, f. 6. júní 1972. Maki Sigríður Ragna Jónasdótt- ir, nemi. Þau eru búsett í Miami, Flórída, og eiga eina dóttur. Árni kvæntist 2. október 1984 eftirlifandi eiginkonu sinni, Onnu Ingólfsdóttur. Anna er fædd 30. október 1961. Hún ólst upp í Garðabæ. Foreldrar Önnu eru hjónin Ingólfur Jónsson, rennismiður, f. 25. febrúar 1922, d. 16. maí 1987 og Erla María Sveinbjörnsdóttir, skrifstofu- maður, f. 3. desember 1930. Erla María er búsett í Garðabæ. Árni og Anna eiga þrjár dæt- ur; Ásthildi, f. 7. nóvember 1984, Erlu Maríu, f. 20. febrúar 1991 og Unu, f. 16. nóvember 1992. Árni lauk Iandsprófi frá Gagnfræðaskólanum í Keflavík 1973 og stúdentsprófi frá Okkur langar í fáeinum orðum að kveðja hinsta sinni bróður, tengdabróður og frænda, Árna Mar- geirsson, er lést 25. júní síðastliðinn. Árni var stóri bróðir, elstur okkar fjögurra systkina og fjórum árum eldri en ég. Sakir aldursmunar vorum við bræðurnir ekki alltaf mestu mátar á okkar yngri árum. Eg var litli bróðir sem þvældist fyrir stóra bróð- ur og átti til ýmis óæskileg uppá- tæki. Árni var þó þannig af guði gerður að hann umbar manni ótrú- legustu hluti, með sinni einstöku þolinmæði og ró. Þegar ég var að vaxa upp úr unglingsárunum og Árni farinn að mannast nokkru meira fórum við að eyða meiri tíma saman en áður. Við áttum okkur sameiginlegt viðamikið áhugamál; ferðalög um landið, ekki sist hálend- ið. Við eyddum mestu af okkar frí- tíma í þetta áhugamál með góðum félögum okkar í Keflavík. Varla leið sú helgi í nokkur sumur sem við ekki ferðuðumst um lítt troðnar slóð- ir hálendisins. Árni unni alla tíð landinu og nátt- úrunni. Ekki er til sá þéttbýliskjarni á landinu sem hann ekki hefur heim- sótt og margir eru þeir fjallaslóðarn- ir sem hann hefur farið og fjallaskál- arnir sem hann hefur gist. Það var e.t.v. einkennandi fyrir Árna þegar þau Anna ákváðu að flytjast búferl- um til Egilsstaða 1985, með elstu dótturina kornunga. Þar komst Ámi betur en nokkru sinni fyrr í tengsl við dreifbýlið og náttúruna. Því kunni hann vel og hefði verið erfitt að sjá Árna fyrir sér flytja þaðan aftur. Nú vitum við að hann mun aldrei flytja þaðan, því þar kaus hann að hvíla og þar munum við vitja hans. Árni stundaði alla tíð annað áhugamál sitt, myndlist. Hann var drátthagur mjög og teiknaði mikið og málaði. Minningin um Árna lifir víða í þeim myndum sem hann hefur skilið eftir sig hjá fjölskyldunni. Tengt áhuga hans á landinu vekur það ekki furðu að hann hafði e.t.v. Menntaskólanum við Hamrahlíð 1977. Hann stundaði síðan nám við viðskipta- deild Háskóla ís- lands 1978-1980. Samhliða námi og fram til ársins 1981 stundaði Ámi skrif- stofustörf hjá Kefla- vík hf. Hann stofnaði síðan og rak fjölrit- unarstofuna Eintak sf. í Keflavík 1981- 1985, þar til þau hjón fluttust til Egils- staða. Þar starfaði Ami hjá Prentverki Austurlands hf. til ársloka 1992, þar af sem framkvæmdastjóri síðustu tvö árin. í ársbyrjun 1993 stofnuðu þau hjón Níutíuogsjö ehf. á Egilsstöðum, auglýsinga- stofu og skiltagerð. Ámi starfaði þar meðan honum entist starfs- þrek til. Ámi lagði stund á myndlist í frístundum sinum. Hann sótti allmörg námskeið og tók þátt í samsýningum. Eftir Arna liggur fjöldi teikninga og málaðra mynda. Ámi sinnti margvíslegum fé- lagsstörfum. Á seinni árum sín- um í Keflavík starfaði hann með leikfélaginu þar í bæ. Hann starfaði um árabil innan JC- hreyfingarinnar, bæði í Kefla- vík og á Egilsstöðum. Þar gegndi hann ýmsum trúnaðar- embættum og var kjörinn Sen- ator JC ísland 1987. Árni var formaður íþróttafélagsins Hatt- ar á Egilsstöðum 1993-1997, sat í skólanefnd Egilsstaðaskóla 1990-1994 og í stjórn UÍA 1992- Í994. Útför Árna fer fram frá Egils- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 14. mest gaman af að mála landslags- myndir. Þessi listræni hæfileiki Árna nýttist honum vel í starfi, ekki síst eftir að þau Anna stofnuðu Níutíu- ogsjö, auglýsingastofu og skiltagerð á Egilsstöðum. Eftir að við bræður vorum báðir búnir að koma okkur fyrir með fjöl- skyldur okkar, hann á Egilsstöðum og ég í Hafnarfirði, reyndum við að hittast eins oft og við gátum. Við lögðum af og til land undir fót og heimsóttum þau til Egilsstaða. Nú rifjast ánægjulegar samverustundir okkar þar oft upp. Árni kom oft suður vegna vinnu sinnar og heim- sótti okkur eins oft og hann gat. Hann naut þess að spjalla og leika við unga frændur sína. Hann mynd- aði við þá góð tengsl og þeir horfa nú á eftir stóra frænda sínum á Egilsstöðum og kveðja með söknuði. Það er sárt að þurfa að kveðja vin sinn og bróður hinstu kveðju á besta aldri. En örlögin verða ekki umflúin og við verðum að trúa því að brotthvarf hans frá okkur hafi einhvern tilgang, þótt erfitt sé að sjá það í hversdagsleikanum og því tómi sem nú hefur skapast. Það er þó huggun harmi gegn að Árni hef- ur nú fengið lausn frá þjáningum sínum, sem tóku svo verulega á hann á síðustu stundum hans. Við munum aldrei gleyma þeim baráttu- anda sem í honum ríkti og þeirri bjartsýni sem í honum bjó. Ekki heldur hvernig hann bar veikindi sín og þjáningar og kappkostaði að hlífa sínum nánustu við óþægindum þeirra vegna. Okkur langar að lokum að færa okkar stóru og samheldnu fjölskyldu ástarþakkir fyrir samstöðu og aðstoð á síðustu vikum. Einnig viljum við fyrir hönd fjölskyldunnar allrar færa alúðarþakkir til lækna og hjúkrunar- fólks á Pjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og á deild 11 E og gjör- gæsludeild Landspítala fyrir þeirra gæsku, hlýhug og umönnun. Við biðjum góðan Guð að varð- veita Árna þar sem hann dvelur nú, að halda vemdarhendi yfir Önnu og dætrunum þremur og styrkja þær í þeirra miklu sorg. Vertu sæll bróðir og vinur — takk fyrir samveruna. Ásgeir Margeirsson og fjölskylda „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Árni Margeirsson, auglýsinga- hönnuður, Miðgarði la á Egilsstöð- um, er látinn eftir mjög erfið veik- indi. Hann var sonur hjónanna Mar- geirs Ásgeirssonar og Ásthildar Árnadóttur. Margeir lést 20. október 1993, hann var frá Hnífsdal, af Arnardalsætt að föðurkyni en móðir hans rakti til frændsemi við Vilhjálm Stefánsson, landkönnuð. Ásthildur er frá ísafirði, föðurætt þaðan og af ættum Síðupresta en móðurætt frá Aðalvík og Hornströndum. Árni var elstur fjögurra barna þeirra. Hann sýndi snemma áhuga á myndlist og grafík og alltaf síðan leitaði þangað hugur hans og svo vel tókst til að á því sviði varð starfs- vettvangur hans síðustu árin. Strax á unga aldri hafði hann yndi af tón- list og naut þess alla tíð, þegar færi gafst að hlýða á góða tónlist af ýmsu tagi. Heyrst hefur innan fjöl- skyldunnar að líklega muni sá háttur hans hafa haft mikil áhrif til að laða fram áhuga og hæfni yngsta bróður hans, Veigars, sem er framúrskar- andi tónlistarmaður. Eftir skólagöngu í Keflavík og landspróf þaðan stundaði Árni nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. Ásamt námi vann hann til veglegra verðlauna fyrir ritgerð, ferð til fjar- lægra landa sem ekki var þá á færi námsmanna á eigin vegum. Gat hann valið og kaus ferð til Sovétríkj- anna sem þá voru Vesturlandamönn- um lokuð. Að loknu stúdentsprófi frá MH 1977 settist hann í viðskipta- deild HÍ. Hann fann þar þó ekki námsleið sem féll að áhugamálum hans og hætti námi. Hann vann ávallt með því námi, mest á skrif- stofu Keflavíkur .hf og Miðness hf. (síðar sameinuð í Miðnes hf.) og starfaði þar síðan fram til 1981. Þar vann hann ásamt afa sínum og nafna, Árna Ólafssyni, sem hafði ánægju af. Á þessum árum hóf Árni þátttöku í félagsmálum, m.a. í JC Suðurnes þar sem hann starfaði um árabil, gegndi ýmsum ábyrgðarstöðum og hlaut heiðursútnefningu alþjóðlegu JC-samtakanna, JCI Senator. í gegnum þau störf eignaðist hann víða félaga og trausta vini og hefur samband margra þeirra haldist síðan þótt leiðir hafi skilist. Þar munu fyrst hafa legið saman leiðir hans og ungrar stúlku úr Garðabæ, Önnu Ingólfsdóttur. Þau unnu hug og hjarta hvort annars og 1984 gengu þau í hjónaband. Árið 1985 fluttu Árni og Anna búferlum og settust að á Egilsstöð- um. Árið 1992 stofnaði hann þar eigið fyrirtæki, Níutíu og sjö ehf. Hann hefur síðan stjórnað því af stakri fyrirhyggju, sem sýnir sig í rekstrarárangri síðustu ár, á mjög takmörkuðum markaði sem engin önnur fyrirtæki í þessari grein hafa talið rekstrarlegar forsendur til að sinna, en Árni hefur sannað hið gagnstæða. Níutíu og sjö stundar grafíska hönnun, skiltagerð, auglýs- ingagerð og undirbúning til prentun- ar og dreifingar, og hefur auk þess unnið á eigin vegum handbækur fyrir ferðamenn á Héraði og á Aust- urlandi. Eftir þröng byrjunarár var á síðasta og þessu ári hægt að sjá fram á uppskeru erfiðisins og sýnd- ist góð afkoma framundan ef áfalla- laust yrði. Á Egilsstöðum og Héraði áttu þau sín bestu ár, manndómsárin, sem þau fóru vel með. Þau komu þangað með unga dóttur og þar bættust þeim þær tvær sem yngri eru. Þau komu með tvær hendur tómar og umtalsverðar fjárhagsskuldir og þar börðust þau út úr þeim fjárhagsk- röggum í krafti þess að vinna sjálf myrkranna á milii. Þau komu þang- að öllum ókunnug og hafa unnið til- trú og traust samferðamanna sinna þar, eignast fjölmarga góða og trausta vini og kunningja sem hafa kunnað að meta mannkosti þeirra og manndóm. Af störfum sínum fyr- ir fyrirtæki, að félagsmálum og málefnum samfélagsins þar eystra hafa þau unnið tiltrú og traust sam- starfsfólks þeirra og nágranna sem hafa sýnt að þeir meta þau að verð- leikum. Það er minnisvarði hins unga manns. Nú þegar elskulegur systursonur er kvaddur hinstu kveðju er tregt tungu að hræra. Sá sem þetta skrif- ar man drenginn allt frá hans fyrstu tíð til hinnar síðustu. Minningar ryðj- ast fram og streyma um hugskotið, birtast eins og ljóslifandi myndir frá ævi hans og ferli, frá frumbernsku, leikjum og tiltækjum, skólagöngu og námi, myndlistariðkun og tónlist- aráhuga, félagsstörfum, áraun og árangri. Árni fékk sinn skammt af mótbyr og erfiðleikum, en þeim tók hann ávallt af jafnaðargeði og æðru- leysi. Hann var ekki alltaf hraust barn og það fylgdi honum til fullorð- insaldurs. Seint á sl. hausti greindist hann með sjaldgæft mein, sem aldr- ei fyrr hafði greinst hérlendis og ekki hefur enn tekist að lækna. Þrot- laus barátta fyrir lífínu stóð rúmlega hálft ár. Hann gerði allt sem læknum hugkvæmdist og lögðu fyrir hann, alltaf jafn ákveðinn að það skyldi takast. Anna og dætur þeirra studdu hann og börðust hetjulega með hon- um eins og framast var unnt. En allt kom fyrir ekki. Það er hryggilegt að standa við banabeð og hinstu hvílu svo ungs manns. Það er óskiljanlegt að hann skuli þurfa að þola hryllilegar þján- ingar, bæði líkamlegar og andlegar. Hann sem átti allt lífið fram undan varð að glíma við sjúkdóm sem engu eirir. Hann undirbjó sig af kost- gæfni fyrir þessi hörðu átök, því hann skynjaði að lífið var að veði. Og hann mátti ekki tapa orrustunni því eftir standa ung eiginkona og barnungar dæturnar þijár, og hann átti svo mörgu ólokið. En samt, þrátt fyrir harða baráttu, þolgæði, stöðug- lyndi og jákvæðan hug mátti hann ekki sköpum renna. Hann barðist allt til enda, bar byrðar og þjáningar af æðruleysi og féll með virðingu og reisn. Langt fyrir aldur fram. Við sem Ijær stöndum viljum færa kærar þakkir þeim fjölmörgu sem hafa lagt þeim Árna og Önnu og nánustu aðstandendum þeirra lið í baráttunni við sjúkdóm, þjáningar og sorg. Læknum og hjúkrunarfólki Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og síðan Landspítalans, sem önnuð- ust Árna í aðgerðum og lyfjameð- ferð, hjúkruðu honum og veittu líkn í þrautum af mikilli alúð og kost- gæfni. Sr. Braga Skúlasyni fyrir stuðning hans og umhyggju við þau og nánustu aðstandendur, einnig sr. Jakob Ágúst Hjálmarssyni og sr. Ólafi Oddi Jónssyni. Ennfremur og ekki síst mörgum vinum þeirra Árna og Önnu á Egilsstöðum og Héraði sem hafa stutt þau og styrkt með ráðum og dáð, einkum Þórhaili Þor- steinssyni fyrir einstaka vináttu og alúð. Frændsystkinum, vinum og félögum Árna og Önnu sem hafa lagt þeim margvíslegt lið. Árni var heitinn í höfuð móðurafa síns, fyrstur af barnabörnum þeirra afa og ömmu til að bera nafn þeirra. Með honum og þeim var alltaf mjög kært og hann sýndi þeim allt frá æsku mikla umhyg;gju og tillitssemi, sem honum var eiginlegt. Eftir að aldur færðist yfir þau kom hann æ oftar við hjá þeim meðan hann bjó nærri og ævinlega er leið hans lá suður með sjó eftir að hann settist að eystra. Nú þegar elli sækir að er þeim sárt að horfa á eftir æsku- blóma afkomenda sinna. Þau hafa misst ungan dótturson sem var þeim ástkær og þau sakna hans og syrgja. Þau senda ástarkveðju nú þegar hann leggur á móðuna miklu og biðja fyrir velferð hans handan hennar um leið og þau þakka honum kær- leiksríka samleið. Árni lét alltaf vel af sér og hveiju samtali tókst honum að haga þannig að viðmælanda hans leið betur að því loknu, taldi jafnvel einhveija von um bata. Þótt af honum drægi var það hann sjálfur, Anna og móðir hans sem héldu uppi baráttuþrekinu, af svo miklum móð að þau hrifu með sér aðra. Það er sárt að kveðja þennan unga mann sem átti svo mörgu ólokið og skilur svo margt eftir. Hann hafði vaxið við hvetja raun og fráfall hans er harmdauði. Hann sýndi sjálfur þann styrk og festu sem gefur okkur hinum þrótt til að láta ekki sorg og söknuð leiða v- til örvæntingar, heldur bera byrð- arnar af æðruleysi. Hugur okkar leitar til hans nán- ustu nú þegar að hinstu kveðju er komið. Við biðjum þeim líkn í sorg og raunum. Þyngstur harmur er kveðinn að Önnu konu hans, hetj- unni okkar, og ungum dætrum þeirra þremur, og líklegt er að þær eigi ekki bráðlega alls kostar við söknuðinn sem getur gripið um sig við að missa svo snögglega blíðan og elskulegan eiginmann og föður sem svo margt átti eftir að sjá og „ gera með þeim. Á sama hátt hugsum við til móður hans, systur minnar Addýjar og barna hennar sem standa enn frammi fyrir missi ástvinar og skammt um liðið frá fyrri áföllum. Öll reyndu þau að búa sig sem best fyrir hið óhjákvæmilega, en það varð þeim samt sár og óviðbúinn missir. Við biðjum þeim huggxinar í raunum, megi algóður Guð sefa sorg þeirra og söknuð og gefa þeim að minnast þeirra stunda sem þau áttu bestar með horfnum ástvini. Að leiðarlokum þökkum við hjónin Árna góða samfylgd, frændsemi og vináttu sem aldrei bar skugga á, við okkur og börnin okkar, og óskum honum góðrar heimkomu í ríki föð- urins. Hann kom oft á heimili okkar og ekki brást að Gulla fékk hugboð þegar hans var von. Við söknum hans mjög því hann var göfuglyndur og drengur góður. Minning hans lif- ir með okkur. En vit, að eitt sinn aftur heim þú nærð, og önnur móðir, hjartans góð og blíð, mun búa þreyttu bami hvíld um síð. Þá bregður enginn dagur þinni værð. Og sama hafið syngur þig í ró, sem sálu þína forðum heiman dró. (Tómas Guðm.) Vert þú sæll, frændi og vinur. Guðlaug og Árni Ragnar. Hann Árni mágur er nú farinn eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Öll stöndum við hin eftir svo ótrúlega tóm eftir slíkan missi. Þegar ég minnist Árna sé ég fyrir mér yfirvegaðan og rólegan mann með góða kímnigáfu. Því að alltaf þegar við hittumst var slegið á létta strengi og mikið hlegið. Síðustu ár höfum við Veigar, litli bróðir Árna, búið eriendis en það breytti samt litlu því alltaf hélst sambandið og síðast þegar ég talaði við Árna í síma frá Bandaríkjunum ákváðum við að vera saman á elliheimili þegar við yrðum gömul, svo ákveðinn var hann að sigrast á þessum veikindum sín- um. En skjótt skipast veður í lofti og við Ámi munum hittast á elli- heimili bak við móðuna miklu. Það er margt sem er Árna þakkarvert, hann átti það til að birtast eða hringja á réttum augnablikum og fá fólk til að líta bjartari augum á lífið og tilveruna. Það sem við Veigar viljum sérstaklega þakka Áma er hversu góður hann var að láta okkur horfa á þá hluti sem við vorum að takast á við í það og það skiptið með smá hugarfarsbreytingum, þannig að hlutirnir virtust ekki vera eins erfiðir og við fyrstu sýn. ^ Það er stórt skarð komið í hópinn við fráfall Árna en við trúum því að honum sé ætlað mikið hlutverk fyrir handan, því að við vitum að 1 það er svo sannarlega hægt að nota svona góðan og hlýjan mann. Um leið og ég þakka Árna stutta en lærdómsríka samfylgd vil ég biðja góðan Guð að styrkja ykkur í sorg- inni, elsku Anna, Addý, Erla María og Una. Yndislegri tengdamóður minni, henni Addý, votta ég mína dýpstu samúð. Sigríður Ragna Jónasdóttir. 4 # Fleiri minningargreinar um Áma Margeirsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ÁRNI MARGEIRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.