Morgunblaðið - 05.07.1997, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
BALDUR
LÍNDAL
+ (Tryggvi) Bald-
ur Lindal efna-
verkfræðingur
fæddist á Lækjamóti
í Víðidal, Þorkels-
hólshreppi, V-Húna-
vatnssýslu, 17. ágúst
1918. Hann lést í
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 17. júní síðast-
■ liðinn og fór útför
hans fram frá
Digraneskirkju í
Kópavogi 27. júní.
Það má með sanni
segja að vegir lífsins
séu órannsakanlegir því við vitum
aldrei hvað næsti dagur ber í skauti
sér. Það átti enginn von á því að
Baldur, þessi trausti og hrausti mað-
ur, þyrfti að yfirgefa okkur svo brátt
sem varð.
Frá því að ég man eftir mér hafa
„mamma“, Baldur og Svava, eins og
ég kallaði þau alltaf, verið hluti af
tilverunni. Eg hef átt margar góðar
stundir með þeim, og alltaf getað
notið hlýju og kærleika þeirra allra
á Hlíðarvegi 63. Baldur bauð mér
stundum upp á bijóstsykur úr pab-
^ bagott-skálinni sinni þegar ég var
hjá þeim og hafði verið duglegur að
borða, eða ég hafði hreinlega beðið
hann um „bara einnjítinn", sem urðu
oftar en ekki tveir. Ég var tíður gest-
ur á heimilinu, vegna þess að Svava
passaði mig á hverjum degi. Ég
þvældist á milli húsanna, lék mér í
garðinum á daginn og sat svo inni
og horfði á sjónvarpið, lék mér í tölv-
unni, eða bað Baldur um að sýna
mér marmarataflborðið í stofunni á
kvöldin. Stundum þegar ég var
svangur fékk ég þurrkuð epli eða
J A aprikósur hjá Baldri, sem mér fannst
alltaf svo spennandi, því það var aldr-
ei keypt á mínu heimili. Það var
ósjaldan að maður sá Baldur slá
garðinn, gróðursetja tré eða sitja
hreinlega úti og njóta náttúrunnar
með Ásdísi. Mér fannst hann alltaf
svo sniðugur, því hann leyfði mér
að gera ýmislegt skemmtilegt, eins
og að slá fyrir sig garðinn með
„geimsláttuvélinni“ sem hafði engin
hjól, heldur sveif bara yfir grasinu.
Það fannst mér alveg meiriháttar.
Baldur sýndi mér alltaf mikinn skiln-
ing og virðingu öll árin sem ég var
heimagangur á heimili hans sem ég
tel gott veganesti fyrir lítinn strák.
Það var gott að geta leitað til Ásdís-
ar og Baldurs ef eitthvað bjátaði á,
þau tóku mér alltaf opnum örmum.
Ég þakka fyrir að hafa fengið tæki-
færi til þess að kynnast Baldri og
alast upp í nálægð hans. Við fjölskyld-
an á Hlíðarvegi 61 höfum metið mik-
ils okkar góðu nágranna sem hafa
sýnt okkur hlýju og vináttu alla tíð.
Mamma, pabbi, Jóna og Orri
þakka Baldri fyrir hans ljúfmennsku
og góðu kynni og biðja öll fyrir inni-
legar samúðarkveðjur til Ásdísar og
stóru fjölskyldunnar á 63. Ég bið
Guð um að fylgja þér á nýjar slóðir,
Baldur minn, og styðja eftirlifandi
ijölskyldu þína um ókomna tíð.
Jón Einar Sverrisson.
^ Starfsamur maður gengur til hvílu
að kvöldi dags. Þótt hann sé kominn
á efri ár er starfsþrek hans óskert.
Enn er hugurinn sífijór og leitandi.
Nýjar hugmyndir krefjast úrlausnar.
— Nóttin fer í hönd, nætursvefninn
endumýjar krafta hugar og handa.
Að morgni rís nýr dagur. Þá er hann
þess albúinn að ganga til þeirra starfa
er bíða hans, takast á við hugstæð
en erfíð verkefni og hafa sigur. —
En sá dagur rís aldrei. Um miðja
nótt vaknar hann og er þá heltekinn
af því meini er verður honum að bana.
Þó að hjartað slái enn um hríð veit
hann ekki í þennan heim, sér ekki
nýjan dag rísa. Viðfangsefnin bíða
annars hugar, annarra handa. Maður
kemur í manns stað.
Á þennan hátt verður mér hugsað
til siðustu ævistunda mágs míns og
vinar, Baldurs Líndals. Hann gekk
til hvílu heill og hraustur að kvöidi
hins 15. dags þ.m. Hann vaknaði að
vísu til meðvitundar en aðeins um
skamma stund. Nýr
dagur var ekki risinn.
Svo skyndilegt fráfall
grípur hug manns á ein-
hvern hátt sterkari tök-
um en andlát, sem á sér
lengri aðdraganda. Þá
vita menn hvert stefnir.
En hitt má vera hugg-
un, að hinn látni þurfti
ekki lengi að stríða.
Baldur ólst upp í for-
eldrahúsum í húnvetns-
kri sveit. Foreldrar hans
höfðu báðir aflað sér
góðrar menntunar og
mun þess hafa séð
nokkum stað í heimilisbrag á Lækja-
móti. Það mátti án nokkurs efa kall-
ast menningarheimili á þeirri tíð.
Móðir hans var listhneigð, lék á org-
el og hafði yndi af söng. Faðir hans
var vel menntaður á sviði búvísinda,
hneigðist líka til áhuga á jarðfræði
og aflaði sér þekkingar á þeirri grein
á eigin spýtur. En búskapur sveita-
bóndans var enginn dans á rósum.
Afkoma heimilisins byggðist á því
að nýta hveija stund til þarfra verka
og aliir, sem vettlingi gátu valdið,
urðu að leggja hönd að starfi. Þessu
var líkt farið á Lækjamóti og víðast
gerðist. Bömin tóku snemma þátt í
bústörfunum og lærðu til verka. Það
var þeirra verknámsskóli.
Það kom snemma í ljós að Baldur
hneigðist lítt til bústarfa. Systur
hans segist svo frá, að hann hafi að
vísu unnið það sem fyrir hann var
lagt, en hann var fljótur að skjótast
upp á smíðaloft að verki loknu. Þar
var afdrep hans utan hversdagsam-
sturs, þar gat hann stillt saman hug
sinn og hendur. Hugurinn var alltaf
að skapa svo að hendurnar höfðu
varla undan. Sjálfsagt hefur ein-
hveijum þótt drengurinn óþarflega
„fíktsamur", en hér var að verki leit-
andi hugur verðandi vísindamanns.
Systir Baldurs minnist þess að hann
komst yfir reiðhjól innan við ferming-
araldur. Það var búið ljóskeri, svo
sem lög gera ráð fyrir, og rafall
fylgdi, er gaf rafstraum sem glæddi
ljósið. En þetta var Baldri ekki nóg.
Hann vildi leita nýrra leiða. Hann
var ekki í rónni fyrr en honum tókst
að búa svo um hnúta að hann gat
látið vindinn knýja rafalinn og
kveikja Ijósið. Þetta var ekki svo lít-
ið afrek drengs á hans aldri, enda
dáðist Margrét að þessu tiltæki bróð-
ur síns og eflaust voru þeir fleiri sem
þótti þetta vel af sér vikið.
Kynni okkar Baldurs urðu íyrir þá
sök að mér hafði auðnast að ná ástum
Margrétar, systur hans, og leiddi það
til hjónabands okkar. Síðan er nú lið-
inn hálfur sjötti tugur ára. Fundum
okkar Baldurs bar þó ekki ýkja oft
saman fyrst í stað, en seinna urðu
samfundir tíðari. Á þessum árum var
Baldur með ýmis jám í eldi. Hann
hafði komið á fót lítilli verksmiðju á
Akureyri til að vinna kolsýru (koltví-
ildi C02) úr skeljasandi. Ekki vantaði
kjarkinn, þó að hann hefði lítið annað
en menntaskólaefnafræðina á að
treysta. Einn veturinn vann hann að
því að gera bílvél þannig úr garði að
nota mætti vetni sem eldsneyti. Þetta
tókst vonum framar og ók hann slík-
um bíl fyrstur manna hér á landi, að
ég held. Varla hefur hann efnast
mikið á þessum tiltækjum, enda var
það ekki hagnaðarvon sem hvatti til
slíkra dáða, miklu fremur sú þrá að
takast á við óþekkt viðfangsefni, sam-
stilla atorku hugar og handa. Trúiega
varð honum fljótlega ljóst að hann
þurfti að afla sér meiri þekkingar,
kynna sér innstu rök eðlis og efnis
hlutanna. Þá var rökrétt að leita slíkr-
ar þekkingar á erlendri grundu. Þarf
ekki að orðlengja það frekar, en Bald-
ur lauk prófí í efnaverkfræði frá MIT
í Boston árið 1949.
Þegar Baldur kom heim að námi
loknu var í för með honum eiginkona
hans, Amalía. Kynni höfðu tekist
með þeim á námsárum beggja vestra.
Svo stóð á að við Margrét gátum
skotið yfir þau skjólshúsi í lítilli ris-
íbúð til bráðabirgða. Tókst þá vin-
átta með frændsemi milli fjölskyldn-
anna beggja og hélst órofin til hinstu
stundar.
Eftir heimkomuna frá Ameríku
hófst hinn eiginlegi starfsferill Bald-
urs á því sviði, er hann hafði búið
sig undir á námsárunum. Að baki
var það tímabil ævintýralegra til-
rauna sem áður er vikið að. Nú var
hann reynslunni ríkari og reiðubúinn
að takast á við vandasöm verkefni.
Hér verður ekki vikið nánar að þeim
efnum, enda tel ég víst að til þess
verði aðrir sem þar kunna betri skil.
En í mínum huga var Baldur mikils
virtur vísindamaður á sínu sviði og
naut virðingar þeirra er til hans
þekktu hér á landi og víða um heim.
Leiðir þeirra Amalíu og Baldurs
skildu er fram liðu stundir. Börn
þeirra, fimm að 'tölu, voru þá öll
komin vel á legg. Ekki urðu teljandi
breytingar á sambandi fjölskyldna
okkar við þessi umskipti, þó að sam-
fundir yrðu með nokkuð öðrum hætti
en áður. Börn þeirra og okkar eru á
líku reki og þau hafa einnig nokkuð
rækt sína frændsemi. Nokkrum árum
síðar fluttist Amalía til Kanada og
fjögur bamanna með henni. Tveir
synir hennar sneru þó heim aftur
nokkru síðar, en hin tvö eru enn
heimilisföst þar vestra. Amalía lést
þar á árinu 1989.
Enn verða umskipti í lífi Baldurs
árið 1974 þegar hann kvæntist ungri
konu, Ásdísi Hafliðadóttur. Hún var
meira en 20 árum yngri en hann.
Sumir halda að svo mikill aldursmun-
ur hljóti að leiða til misskilnings og
misklíðar vegna ólíkra viðhorfa
tveggja kynslóða, slíkt hjónaband
geti aldrei blessast. Eflaust getur oft
verið hætta á slíku. Hér varð raunin
öll önnur. Samband okkar við Baldur
breyttist ekki við þetta að öðru leyti
en því, að nú urðum við a.m.k. eins
tíðir gestir á heimili þeirra og þau
hjá okkur. Okkur duldist það ekki
að samband þeirra hjóna var svo
innilegt sem hugsast getur. Það
mátti marka af öllu viðmóti þeirra,
svipbrigðum, orðaskiptum og um-
gengni allri. Þetta kom æ betur í ljós
eftir því sem árin liðu. Og aldrei hef
ég heyrt konu fara fegurri orðum
um ástvin sinn en Ásdís sagði um
Baldur í mín eyru fyrir skömmu. Þau
voru engin tilgerð, komu beint frá
hjartanu. Ásdís á þijú börn frá fyrra
hjónabandi. Þeim reyndist Baldur
sem besti faðir meðan þau voru að
vaxa úr grasi. Svipað má segja um
afstöðu Ásdísar til barna Baldurs.
Þó er sá munur á að þau voru að
mestu orðin fullorðið fólk og stóðu
að flestu leyti á eigin fótum.
Baldur bar gæfu til þess að velja
sér það ævistarf sem hugur hans
stóð til og rækja það með ágætum
til hinstu stundar. Starfið átti hug
hans allan, það varð honum hugfólg-
ið. En utan þess vettvangs átti hann
líka önnur hugðarefni. Systir hans
hefur sagt mér að á barnsaldri hafi
snemma borðið á hneigð hans til
dráttlistar. Á unga aldri eignaðist
hann olíuliti og striga. Undi hann
þá löngum stundum við myndsköpun
og mátti ekki alltaf á milli sjá hvort
hafði sterkari tök á huga hans, ieik-
ur að litum og formum eða „fiktið"
á smíðaloftinu sem fyrr er frá sagt.
Á fullorðinsárum gaf hann sér einatt
tima til að grípa pensilinn þó að
hann væri annars bundinn starfi
sínu. En það var víst aldrei ætlun
Baldurs að skapa listaverk. Hitt er
víst sönnu nær, að við þessa iðju
fékk hann svalað sköpunarþrá sinni,
notið sköpunargleði. Leikur hans að
litum og formum hefur trúlega veitt
honum hvfld og slökun eftir stranga
glímu við torleyst verkefni.
Bernskuheimili Baldurs stendur í
grösugum dal með víðri sýn til
ýmissa átta. Um dalinn fellur berg-
vatnsá, ein af betri laxveiðiám lands-
ins. Þegar sumri tók að halla leitaði
Baldur gjarnan á bernskuslóðir. Það-
an átti hann margs að minnast. Þá
gat borið við að hann lenti í erfiðri
glímu við sprettharða laxa, en sú
glíma var annars eðlis en hin við
skrifborðið.
Löngum starfsdegi er lokið. Verka
Ba'durs sér víða stað. Ýmsir munu
njóta ávaxta þeirra enn um langa
framtíð. Samferðamenn sakna vinar
í stað. En lífið heldur áfram og í
huga okkar lifir minningin um góðan
dreng, einlægan vin og traustan sam-
ferðamann.
Ég þakka honum samfylgdina af
heilum huga.
Kristinn Gíslason.
SIGURÐUR ÖRN
ARNARSON
+ Sigtirður Örn
Arnarson fædd-
ist í Lúxemborg 12.
ágúst 1973. Hann
lést af slysförum í
Manchester á Eng-
landi 17. júní síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Vída
línskirkju í
Garðabæ 27. júní.
Okkur langar að
minnast Sigga vinar
okkar í fáum orðum
sem fór svo skyndilega
frá okkur hinn 17. júní
síðastliðinn. Við kynntumst Sigga
í fyrravor þegar hann kom út til
Jeddah í pílagrímaflugið. Við höfð-
um þegar heyrt um þennan mann
hjá samstarfsfólki okkar, því að
hann var lifandi þjóðsaga í fyrir-
tækinu, fyrir skemmtilega fram-
komu og uppátæki. Það var alltaf
líf og fjör í kringum Sigga og ein-
staklega skemmtilegt að vera með
honum í áhöfn. Hann vann starf
sitt framúrskarandi vel og kunni
vel til verka í vélunum og alltaf var
hægt að leita ráða hjá honum því
fróður var hann um vélar og tæki.
„Góður maður ber gott fram úr sjóði
hjarta síns, af gnægð hjartans
mælir munnur hans.“ (Lúkas 45.)
Þessi orð eiga svo einkar vel við
þegar við hugsum um Sigga. Að-
standendum öllum svo og litlu dótt-
ur hans sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur á þessari sorgarstundu.
Elsku Siggi, takk fyrir yndislegar
samverustundir. „Því að þú Drott-
inn blessar hinn réttláta, hlífir hon-
um með náð þinni eins og með
skildi.“
Einar og Svala, Jeddah.
Enn einu sinni heimsækir maður-
inn með ljáinn okkur. Og enn einu
sinni kernur það okkur í opna
skjöldu. í þetta sinn er ungur mað-
ur í blóma lífsins frá
okkur tekinn. Sigurður
Örn eða Siggi víkingur,
eins og hann gjaman
var nefndur, var góður
ferðafélagi, vinur vina
sinna. Hann var einn
þeirra manna er lífgaði
upp á tilvist félaga
sinna. Hann gaf mikið
og gerði það fúslega.
Stórt skarð hefur
myndast í hóp starfsfé-
laga hans hjá Atlanta.
Skarð sem ekki verður
fyllt. í fjarlægum
heimshlutum, fjarri
öllu því trygga og góða sem fóstur-
landið veitir starfaði Siggi ásamt
öðrum ungmennum við erfið skil-
yrði. Við þessar aðstæður myndast
vinabönd sem eiga fáa sína líka.
Hér þarf hver og einn að styðja
annan, vera allt í senn, vinur, bróð-
ir, faðir og móðir. í þessum hópi
undi Siggi sér vel og hann var vel
liðinn. Með hæfileikum sínum og
góðum kostum lýsti ljós hans sem
skær perla í vinahópi. Já, maður
hlýtur að spyija hvers vegna þurfa
þeir bestu að fara. En hversu ósann-
gjarnt okkur kann að þykja fráfall
Sigga skulum við nú, sem nutum
þeirrar gæfu að fá að kynnast hon-
um, sameinast um að varðveita
minningu um framúrskarandi
dreng. Við skulum sameinast um
að gefa honum í hjarta okkar eilíft
líf. Látum minningu hans lýsa okk-
ur veginn með þeirri lífsgleði og
vináttu sem hann skildi eftir sig.
Elsku Össi og Karen, fátækleg
orð fá aldrei lýst þeirri sorg sem
við stöndum nú frammi fyrir, né
bætt þann skaða sem þið nú líðið.
Minningin um hann Sigga ykkar,
sem þið svo mjög megið vera stolt
af, mun vaka með okkur um
ókomna tíð. Megi blessun guðs
ætíð fylgja ykkur og varðveita.
Guðmundur Hafsteinsson,
skrifstofusljóri Atlanta.
GUÐRÚN
DA VÍÐSDÓTTIR
+ Guðrún Davíðsdóttir fædd-
ist í Flatey á Breiðafirði 12.
apríl 1920. Hún lést 10. júní síð-
astliðinn og fór útför hennar
fram frá Borgarneskirkju 21.
júní.
Við fráfall Guðrúnar Davíðsdótt-
ur, eða Gúddýar eins og hún var
oftast kölluð í vinahópi, koma upp
í hugann margar skemmtilegar
minningar frá okkar fyrstu kynnum.
Það eru orðin rúm 50 ár síðan hópur
af ungum stúlkum hittist um borð
í Súðinni gömlu á leið til Isafjarðar,
til að læra eitthvað í handavinnu,
matreiðslu og almennum heimilis-
störfum. Við vorum ansi feimnar
hver við aðra sem reyndist ástæðu-
laust því eftir smátíma var þetta
orðið eins og ein stór fjölskylda. Oft
var mikið hlegið og brallað. Sumar
voru búnar að festa ráð sitt áður
en þær komu vestur og notuðu hvern
tíma til að sauma, hekla eða vefa.
Gúddý var ein af þeim. í Borgarnesi
beið hennar tilvonandi eiginmaður,
Héðinn Jónsson, og þegar suður kom
gengu þau í hjónaband.
Vinskapur okkar Gúddýar slitnaði
ekki þegar suður kom, þvert á móti
styrktist hann og urðum við góðar
vinkonur. Heimsóttum hvor aðra og
var hún höfðingi heim að sækja og
mikil húsmóðir. Aldrei var farið í
Borgarnes án þess að koma við á
Gunnlaugsgötu 2, þar sem hún bjó
með dætrum sínum.
Tilveran getur stundum reynst
grimm. Hún varð ung ekkja með
tvær litlar teipur. Þá reyndi á hvað
hún var dugleg, en hún syrgði mann
sinn mikið. Hún hafði unnið sem
talsímastúlka á símstöðinni í Borgar-
nesi og átti þar góðar vinkonur og
fór hún að vinna þar aftur. Þar vann
hún æ síðar þar til hún hætti störf-
um vegna aldurs. Aldrei kvartaði
hún. Þegar við töluðum saman var
hún alltaf jákvæð og skemmtileg.
Það var hennar gæfa hvað dætur
hennar hafa alla tíð reynst móður
sinni vel, ásamt tengdasonum, svo
ég tali nú ekki um barnabörnin henn-
ar, sem voru hennar gleðigjafi. Þeg-
ar ég var orðin ein með elstu dóttir
mína, sótti ég mikið til hennar og
var alltaf velkomin. Þegar komið var
til hennar mætti manni svo mikil
hlýja. Fyrir nokkrum árum hittumst
við stelpurnar, sem vorum saman á
Isafirði, í Borgarnesi. Við borðuðum
á hótelinu og síðan var farið til
Gúddýar á eftir og þar stóð ekki á
veitingunum. Þetta varð hinn
skemmtilegasti dagur.
Ég vil þakka Gúddýu vinkonu
minni fyrir alla hennar góðsemd og
vináttu í gegnum árin. Það verður
erfitt að fara í gegnum Borgarnes
og geta ekki heimsótt hana á Gunn-
laugsgötu og gengið um garðinn
hennar fallega, sem hún hugsaði svo
vel um.
Elsku Sigga, Fríða og fjölskyldur,
ég votta ykkur mína dýpstu samúð
og hlýjar minningar styrki ykkur í
sorginni.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Lilja Kristinsdóttir.