Morgunblaðið - 05.07.1997, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 49-
4
I
i
f
I
i
i
i
i
i
1
i
i
j
I
<
4
4
4
4
i
4
{
i
{
<
<
<
<
<
<
FANGAFLUG
FRUMSYNING: MENN I SVORTU
B.i. 12 ára. SMDIGITAL
EHEEDIGITAL
ÆWTTfcPJ
fiakkaeini
...í öllum þeim ævintýrum
sem þú getur ímyndað þ£r!
UVeosW m
VISNAÐU
l iRINGIARINN I
f^0m|j3AME
ANACONDA
Alþjóðleg
deigla
Eftir margra ára starf að öllum gerðum
tónlistar gafst Halldór Lárusson upp á því
að gera það sem hann langaði ekki að gera,
fluttist til Hollands og stofnaði alþjóðlega
hljómsveit.
„ Morgunblaðið/Ásdís
HALLDÓR Bragason trommuleikari.
TROMMULEIKARINN Halldór
Bragason var áberandi í íslensku
tónlistarlífí fyrir nokkrum árum
en segist aldrei hafa fundið sig
almennilega í því sem hann var
að gera.
Hann ákvað því að flytja út til
að breyta til og fá aftur áhuga á
tónlist sem hann segir hafa farið
dvínandi. Það gaf góða raun því
fyrir skemmstu kom út diskur með
alþjóðlegu hljómsveitinni Lanyi
þar sem hann leikur á trommur.
Halldór segist hafa ákveðið að
flytja út til að reyna að finna sig
í tónlist árið 1994. „Um líkt leyti
heyrði ég upptöku með manni sem
söng og lék á kora, vestur-afríska
hörpu, Seydouba Soumah, og heill-
aðist alveg af tónlist hans. Eg vissi
aftur á móti ekki hvar í heiminum
þessi maður væri niður kominn,
en hollenskur kunningi minn, Piet-
er Pennings, slagverksleikari sem
ég lék með í Júpíters, hjálpaði mér
yið að hafa upp á honum og komst
ég að því að hann átti þá heima
í Hollandi, en ég hafði einmitt tek-
jð stefnuna þangað. Ég setti mig
í samband við hann og lýsti áhuga
mínum á að vinna með honum,
sendi honum myndband sem ég
hafði gert og það varð til þess að
hann vildi ólmur vinna með mér.
Við hittumst daginn eftir að ég
kom út og það var eins og við
hefðum verið að bíða hvor eftir
öðrum alla tíð.“
Halldór segist hafa einsett sér
að lifa á tónlist þegar út væri
komið og því hafi hann verið búinn
að skrifast á við fjölda manns ytra
til að undirbúa jarðveginn sem
best. „Það má segja að ég hafí
verið nánast búinn að missa áhug-
ann á tónlist, en að koma út varð
til þess að kveikja hjá mér áhuga
aftur. Við Soumah og Pennings
fórum að spila saman, stofnuðum
hljómsveitina Lanyi, og svipast um
eftir fólki sem við vildum vinna
með. Það gekk ekki vel, við vorum
sífellt að ráða menn og reka, en
á endanum varð til sá hópur sem
tók upp plötuna, en reyndar hefur
bæst við í hópinn eftir að hún kom
út.“
Seydouba Soumah semur flest
lög sveitarinnar, en hann er þekkt-
ur tónlistarmaður í sínu heima-
landi, Gíneu, og hefur verið at-
vinnumaður í tónlist frá sextán
ára aldri, meðal annars verið í Les
ballets Africains de Guinée, sem
þykir mikill heiður. Útsetningar
eru aftur á móti flestar úr smiðju
hljómborðsleikara sveitarinnar, en
það leggja allir sitthvað af mörk-
um og því ólíkir heimar sem mæt-
ast. „Tónlistin er tilgerðarlaus,
enda erum við ekki að rembast
eitt eða neitt. Við þykjumst ekki
vera afrísk hljómsveit, þetta er
alþjóðleg deigla þar sem saman
koma áhrif frá Gíneu, Indónesíu,
Hollandi, og íslandi.“
Halldór segir að vissulega sé
sérkennilegt að trymbill norðan
af íslandi sé kominn á kaf í af-
ríska tónlist og hafi loks fundið
sig þar. „Afrísk tónlist hefur alltaf
heillað mig uppúr skónum og ég
veit ekki af hverju og þrátt fyrir
að hafa reynt fyrir mér í flestum
tónlistarformum á íslandi hef ég
aldrei kunnað almennilega við
mig, kannski helst í Júpíters. Það
vantaði eitthvað og ég neitaði oft
verkefnum sem mér voru boðin
vegna þess að ég gat ekki hugsað
mér að spila tónlist sem ég kunni
ekki við; ég hef alltaf dáðst að
þeim sem geta verið leiguliðar í
tónlist og gert nánast hvað sem
er og alltaf framúrskarandi."
Halldór segir að sveitin hafí
töluvert að gera víða í Evrópu og
eftirspurn hafi sífellt aukist, ekki
síst eftir að diskurinn kom út.
Meðal annars segir hann fram-
undan tónleikaferð um Karíbahaf,
en mesta ævintýrið fyrir hann
sjálfan og félagana, yrði að leika
á íslandi.
Iþróttamað-
ur Þórs í
Þorlákshöfn
ÍÞRÓTTAMAÐUR Þórs í Þorláks-
höfn var valinn fyrir skömmu og
fyrir valinu varð Tinna Pálsdóttir
fijálsíþróttakona. Tinna, sem er 17
ára, keppti í meyjaflokki á síðastac
ári og varð sex sinnum íslands-
meistari, setti tvö héraðsmet og
eitt íslandsmet. Hún var í sigurliði
HSK í bikarkeppni 16 ára og yngri.
Við sama tækifæri var Númi
Snær Gunnarsson sundmaður val-
inn efnilegur unglingur og fimleika-
deildin fékk viðurkenningu fyrir
öflugt starf á árinu. Óskar Þórðar-
son var valinn körfuboltamaður,
Tinna Sæmundsdóttir hnitmaður,
Anna Júlíanna Guðmundsdóttir
fimleikamaður og Arnar Már Ólafs-
son sundmaður Þórs.
TINNA Pálsdóttir íþrótta-
maður Þórs í Þorlákshöfn.